Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Blaðsíða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 8. maí 2013
É
g vil gera það rétta í málinu,“
segir buguð, fyrrverandi ást-
kona annars grunaðs höfuð-
paurs í stóra IKEA-málinu,
rétt áður en hún leitaði til lög-
reglunnar til að skýra sína hlið máls-
ins. Hún segir helsta höfuðpaur
málsins hafa beitt sig blekkingum.
Hún skilaði fyrir hann vörum í IKEA
en grunaði hann aldrei um græsku.
„Ég vissi ekki hvað hann var að
gera,“ útskýrir hún og brestur í grát.
„Þetta er ógeðslegt, að notfæra sér
traust annarra eins og hann gerði.
Hann var bara að nota mig til
þess að stela. Maður skammast sín.
Ég veit ekkert hvað ég á að gera.
Hann bað mig oft um að skila fyrir
sig hlutum og ég gerði það. Ég treysti
honum og mér datt aldrei í hug að
hann væri að stela.“
Leitaði sér sálfræðiaðstoðar
Eins og greint var frá í DV á mánu-
daginn þá tóku kærustur og fjöl-
skyldumeðlimir þátt í meintum
stórfelldum þjófnaði úr IKEA um
margra ára skeið.
„Ég treysti honum, ég var
kærastan hans. Hann er fullkom-
lega siðblindur og fór mjög illa með
mig. Ég var bara heilaþvegin í raun-
inni og þurfti að leita mér sálfræði-
aðstoðar eftir að ég náði að slíta
sambandinu. Það er mjög erfitt að
tala um þetta,“ segir fyrrverandi ást-
kona hans og röddin brestur. Ég hef
haldið áfram með mitt líf og mennt-
að mig. Ég vil ekki að þetta fylgi mér.“
Erfitt að slíta sambandinu
Umrædd kona var í sambandi með
meintum höfuðpaur í rúmt ár. Það
reyndist henni erfitt að slíta sam-
bandinu. Hann hafi verið stjórn-
samur og ekki viljað sleppa af henni
tökunum. Hún lánaði honum tals-
vert fé og notaði hann skuldina við
hana til þess að freista þess að hitta
hana. Að hennar sögn kom í ljós að
hann beitti svipuðum aðferðum á
fyrrverandi kærustur sínar.
„Ég var í sambandi við hann
í heilt ár og náði að losa mig við
hann. Það var mjög erfitt. Hann elti
mig og fylgdist með mér í dálítinn
tíma. Ég talaði við aðra stelpu sem
hann var með á undan mér. Hún
sagði sömu sögu. Hann eltist við
hana þangað til hann fann sér aðra
kærustu. Þá varð friður,“ segir hún.
„Ég þurfti að fara í felur á Facebook
og gefa upp sem minnstar upplýs-
ingar. Hann hringdi stöðugt. Hann
skuldar mér talsvert fé og nýtti sér
það. Sagðist myndu borga mér
aftur ef ég hitti hann. Ég fékk aldrei
peningana til baka.“
Skammast sín
Hún hefur aðeins einu sinni haft
samband við meintan höfuðpaur
eftir að hún náði að slíta sam-
bandinu. „Ég hafði samband við
hann einu sinni til þess að ljúka
mínum málum andlega.
Ég gat ekki trúað því að til væru
svo illa innrættar manneskjur. Ég
varð að fá staðfestingu á því. Að ég
væri ekki geðveik.“
Hún segist ein í raunum sín-
um. Hún skammist sín svo mikið
fyrir að hafa látið glepjast af fyrr-
verandi unnusta sínum. Hún fer til
lögreglunnar í von um að það verði
til þess að hún nái sér betur á strik
eftir sambandið. „Ég verð að ljúka
þessu alveg. Ég ætla að fara til lög-
reglunnar.“ n
„Hann notaði mig
til þess að stela“
n Fyrrverandi kærasta segir sögu sína n Vissi ekki af þjófnuðunum
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
Forráðamenn IKEA hafa gagnrýnt hversu
langan tíma það tók lögreglu að hefja
rannsókn á málinu.
„Málið fékk í forgang umfram mörg önnur
eldri mál. Það er nóg að gera hér og mörg
mál sem bíða,“ segir Hafliði Þórðarson,
yfirmaður fjármunadeildar lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu.
Þá hefur verið gagnrýnt af stjórnendum
IKEA að þeir sem grunaðir eru um að
standa að þjófnuðunum hafi ekki verið
teknir til yfirheyrslu á sama tíma. Brynjar
Níelsson, lögmaður IKEA í þessu tiltekna
máli, bað um fjöldayfirheyrslu og húsleit
vegna umfangs málsins. Þetta kemur fram
í gögnum þeim er DV hefur undir höndum.
„Þeir stjórna ekki rannsókninni. Þessi
leið var farin að kalla einn og einn til
yfirheyrslu, að taka fjölda manns í einu
til yfirheyrslu er talsvert mikil aðgerð og
þetta mál kallaði ekki á það.“
En hvenær má búast við að rannsókn
ljúki? „Málið er í rannsókn og hún er langt
komin,“ segir Hafliði.
Lögreglan svarar gagnrýni:
„Það er nóg að gera hér“
Nóg að gera Það
er nóg að gera hér og
mörg mál sem bíða,“
segir Hafliði Þórðarson,
yfirmaður fjármuna-
deildar lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu.
Bugaðist Fyrrver-
andi kærasta annars
höfuðpaursins segir frá
misnotkun hans. Hún var
grunlaus um þjófnaðina
í IKEA en játar að hafa
skilað fyrir hann ýmsum
vörum. Hún er buguð eftir
sambandið og leitar nú til
lögreglunnar til að skýra
sína hlið málsins.
„Hann er
fullkom-
lega siðblindur
Segir sögu sína eftir umfjöllun í DV
Fyrrverandi kærasta meints höfuðpaurs er
forviða eftir uppljóstranir DV.„Ég verð að
ljúka þessu
alveg. Ég ætla
að fara til lög-
reglunnar.
Hirti leigutekjur
af einstæðri
móður
Ingvar Arnar Ingólfsson sem vakti
athygli á skuldavandræðum sín-
um í pistli á vef Eyjunnar á mánu-
dag þáði 105 þúsund krónur í
hverjum mánuði í heilt ár frá ein-
stæðri móður sem leigði af honum
húsnæði á Akranesi. Sjálfur hafði
hann hætt að greiða af láninu og
það fór svo að íbúðin var boðin
upp. Það kom hinni einstæðu
móður, Þórunni Maríu Örnólfs-
dóttur, í opna skjöldu. Hún sagði
frá raunum sínum í Fréttablaðinu
á þriðjudag og benti á að Ingvar
hefði gleymt að minnast á leigu-
tekjurnar sem hann hafði þegar
hann skrifaði pistilinn á Eyjuna.
Ingvar flúði til Noregs og sagði
að Kaupþing/Arion banki hefði elt
hann uppi í innheimtutilraunum
sínum.
Í samtali við Fréttablaðið sagð-
ist hann ekki hafa ætlað að skaða
Þórunni Maríu með neinum hætti
og segist hafa látið hana vita með
smá fyrirvara í gegnum samfélags-
miðilinn Facebook hvert stefndi.
Hann segist hafa notað peningana
sem hann fékk frá Þórunni til að
borga upp annað lán.
Lögðu hald á
kannabisplöntur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
stöðvaði kannabisræktun á tveimur
stöðum í austurborginni um
hádegis bil á mánudag, en hald var
lagt á nokkra tugi kannabisplantna.
Í báðum tilvikum var um að ræða
ræktun í íbúð í fjölbýlishúsi. Karl á
þrítugsaldri var handtekinn á öðr-
um staðnum og maður á sama aldri
var handtekinn á hinum.
Í tilkynningu frá lögreglu kemur
fram að fyrrnefndar aðgerðir séu
liður í að spyrna gegn sölu og
dreifingu fíkniefna en sem fyrr
minnir lögreglan á fíkniefnasímann
800-5005. Í hann má hringja nafn-
laust til að koma á framfæri upp-
lýsingum um fíkniefnamál. Fíkni-
efnasíminn er samvinnuverkefni
lögreglu og tollyfirvalda og er liður í
baráttunni við fíkniefnavandann.
Tundurduflaslæðarar til
Íslands:
Almenningi
boðið að skoða
Fimmtudaginn 8. maí er von á
heimsókn flota tundurdufla-
slæðara Atlantshafsbandalags-
ins til Íslands. Skipin verða við
Skarfabakka meðan á dvölinni
stendur og er almenningi boð-
ið að koma í heimsókn um borð
um helgina og aftur um þar
næstu helgi
Flotinn samanstendur af
fimm tundurduflaslæðurum
frá aðildarríkjum Atlantshafs-
bandalagsins sem fyrst og fremst
sinna mannúðarstarfi. Einnig
sinna þeir slökkvistörfum og
sjúkraflutningum þegar á þarf að
halda. Skipin munu starfa með
Landhelgisgæslunni, æfa tund-
urduflavarnir og fleira meðan á
dvöl þeirra hér á landi stendur.
Einnig verður almenningi og
viðbragðsaðilum boðið að kynn-
ast starfsemi skipanna, haldið
verður fótboltamót og fleira.