Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Blaðsíða 17
Neytendur 17Miðvikudagur 8. maí 2013 Vöruverð hækkar n Þrátt fyrir styrkingu krónunnar F rá því í janúar hafa innlendar mat- og drykkjarvörur hækk- að um ríflega 2 prósent á með- an innfluttar hafa hækkað um 0,7 prósent en gengi krónunnar hefur styrkst um 10 prósent á sama tíma,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, í svari sínu við fyrirspurn spyr.is sem send var til nokkurra aðila. Spurt var af hverju innlendar matvörur hækki jafn mikið og innfluttar nú þegar krón- an hefur styrkst. Ólafur Darri segir jafnframt að Íslendingar flytji mikið inn af neysluvöru en einnig aðföngum sem notuð séu í innlenda fram- leiðslu. Gengi krónunnar hafi því mikið að segja um þróun verðlags. Það séu þó fleiri þættir en gengið sem hafi áhrif á verðlag; erlend verðþróun, kostnaðarþróun inn- anlands, fákeppni innanlands, inn- flutningsvernd sem sé ætlað að stuðla að fákeppni og verðbólgu- væntingar. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, tekur í sama streng í sínu svari og segir að gengi íslensku krónunnar hafi ekki eingöngu áhrif á verð innfluttrar vöru held- ur einnig á verð innlendrar fram- leiðslu. Stór hluti af aðföngum til innlendrar framleiðslu sé innflutt hráefni, til dæmis hráefni til sæl- gætisframleiðslu og til framleiðslu á brauði og kökum. Breytingar á gengi krónunnar hafi því einnig veruleg áhrif á verð innlendrar framleiðslu. Neytendasamtökin fengu einnig fyrirspurnina og sögðu að ljóst væri að verðbreytingar hafi ekki verið í samræmi við styrkingu krónunn- ar. Samtökin krefjast þess að styrk- ing krónunnar skili sér til neytenda í lægra vöruverði. n Matreiðslunámskeið 10 til 12 ára 5 dagar 18.900 krónur Húsdýragarðurinn Dýranámskeið 5 dagar 22.000 krónur Listasmiðja 6 til 12 ára 5 dagar 13.200 krónur Kvikmyndaskóli barnanna 10 til 13 ára 2 vikur 18.000 krónur Ljósmyndanámskeið 9 til 12 ára 5 dagar 12.500 krónur Sumarnámskeið TBR 6 til 13 ára 10 dagar 20.000 krónur Bootcamp - ævintýrahópur 7 til 10 ára Vika: 12.500 krónur Faxaból - reiðnámskeið 6 til 15 ára 2 vikur 25.000 krónur Sirkusnámskeið í Lækjarbotnum 8 til 16 ára Vika 16.000 krónur Háskóli unga fólksins - fjör og fræði 12 til 13 ára 5 dagar 17.500 krónur Jóga jörð 10 til 12 ára 5 dagar 14.000 krónur Heimspekileg samræða 5 til 13 ára Vika 12.000 krónur Sumarnámskeið í náttúrufræðum Náttúrufræðistofa Kópavogs 10 til 12 ára 5 dagar 7.500 krónur Sumarnámskeið ÍTÓM 7 til 11 ára 5 dagar 10.200 krónur Drekaævintýri Taekwondo UMFA 5 til 12 ára 5 dagar 7.000 krónur Ævintýranámskeið Gerplu 6 til 10 ára 5 dagar 15.900 krónur Myndlistarskóli Kópavogs 6 til 9 ára 12 kennslustundir 13.700 krónur Tennis- og leikjaskóli Tennisfélag Kópavogs 5 til 13 ára 5 dagar 15.900 krónur Smíðavöllur - Frí- stundamiðstöð- in Kringlumýri 10 til 13 ára 4 vikur 5.000 krónur Skólagarðar Kópavogs 6 til 13 ára Leiga í sumar 4.200 krónur Borgarbókasafn Ritsmiðja 8 til 12 ára Frítt Hjóla- og ævintýranámskeið Félagsmiðstöðin Ekkó 9 til 12 ára 5 dagar 5.500 krónur Sundnámskeið - Frístundamiðstöðin Frostaskjóli 7 til 8 ára 11 dagar 6.500 krónur Sumarsmiðjur Frístundamiðstöðvar Reykjavíkurborgar 10 til 12 ára Heill dagur 1.200 krónur Sumarfrí í grunnskólum Fjöldinn allur af námskeiðum er í boði fyrir börnin. MynD: ÍTR Mikill verðMunur á suMarafþreyingu n Skólagarðar og smíðavellir ódýrasta afþreyingin n Brjóstsykurgerð, háskólanám og dorg meðal þess sem er í boði Ódýrast í Reykjavík lista í þessari umfjöllun. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér vel námskeiðin og hvar ódýrustu sumartómstundina er að finna. Þarf að dekka fimm vikur Í byrjun júní verða skólalok hjá grunn- skólabörnum og foreldrar þurfa því að finna afþreyingu fyrir börnin. Sumar- frí í skólum er rétt um 10 vikur og gera má ráð fyrir að flestir foreldrar fái fimm vikna frí. Það eru því fimm vikur sem þarf að dekka með námskeiðum og getur það verið ansi kostnaðarsamt. Tökum dæmi um barn sem fær að fara einu sinni á dýrara námskeið, svo sem sumarnámskeið TBR , eitt meðal- dýrt námskeið, eins og Heimspekilega samræðu, og verður svo þrjár vikur í sumarsmiðju í frístundamiðstöð. Slíkt sumar kostar foreldrana 50.000 krónur fyrir eitt barn. n Sumarsmiðjur frístundamiðstöðvanna eru það ódýrasta sem býðst í Reykjavík. „Við höfum farið í hjólaferðir, að dorga, út í Viðey og verið með brjóstsykursgerð. Það er nóg um að vera hjá okkur,“ segir Inga Lára Björnsdóttir, verkefnastjóri í Þróttheimum, aðspurð um hvað börnunum sé boðið upp á í Sumarsmiðjum frístundamiðstöðva Reykjavíkur. Smiðjurnar virka á þann hátt að boðið er upp á dagssmiðjur svo foreldrar geta keypt hálfan eða heilan dag. Dagurinn kostar 1.200 krónur og Inga Lára segir að reynt hafi verið að halda kostnaðinum í lágmarki. Blautur klútur í örbylgjuna Þeir sem eiga örbylgjuofn kann- ast væntanlega flestir við hve erfitt það getur verið að halda honum hreinum. Hér er gott og einfalt ráð til að þrífa ofninn. Settu blautan klút inn í örbylgjuofninn og stilltu á miðlungshita í eina mínútu. Settu svo á þig hanska, opnaðu ofninn og hreinsaðu hann að inn- an með klútnum. Gufan sem steig upp af klútnum hjálpar til við að losa óhreinindin sem hafa sest innan í hann. Ef óhreinindin sitja fast er hægt að endurtaka leikinn. Standa sig vel í stundvísi Síðustu misseri hefur stundvísi flugvéla í millilandaflugi verið mjög góð hér á landi. Frá þessu er greint á vefsíðu Túrista. Þar segir þó að flugvélarnar taki oftar á loft á réttum tíma en þær lenda. Brott- farartímar Icelandair og WOW air hafi verið samkvæmt áætlun í níu af hverjum tíu tilfellum en kom- um hafi seinkað oftar. Á tímabil- inu 16. til 30. apríl var fjöldi ferða Icelandair 530 og hlutfall brott- fara á tíma var 91 prósent. Sömu prósentu má finna hjá WOW air en fjöldi ferða var 69. EasyJet sem flaug 28 sinnum frá landinu fór á réttum tíma í 86 prósentum til- vika. Vörukarfan hækkar mest í Krónunni Verð vörukörfu ASÍ hefur ekki hækkað í verslunum Víðis frá því í september 2012 og aðeins um 1 prósent hjá Nettó. Á sama tímabili hækkaði verð vörukörfunnar um 12 prósent í Krónunni og Iceland. Þetta kemur fram á heimasíðu ASÍ. Þar segir að þegar verðbreytingar fyrir seinustu þrjár mælingar séu skoðaðar megi sjá að hækkun hjá flestum verslunum er á bilinu 3 til 12 prósenta. Frá mælingunni í september 2012 hafi verð vöru- körfunnar hækkað mest um 12 prósent hjá Krónunni og verslun- um Iceland. Hjá Hagkaupum hafi verð körf- unnar hækkað um 10 prósent, um 8 prósent hjá 10-11, í Bónus um 6 prósent og Samkaupum-Úrvali um 5 prósent en hjá Nóatúni og Samkaupum-Strax hafi hún hækk- að um 3 prósent og 1 prósent hjá Nettó. Vöruverð lækkar ekki Gengi íslensku krónunnar hefur ekki eingöngu áhrif á verð innfluttrar vöru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.