Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir 8. maí 2013 Miðvikudagur Auglýsa eftir kaffibollum n Kaffihúsið GÆS opnar í Tjarnarbíói n Tækifærum fatlaðra fjölgað Þ ann 1. júní n.k. verður kaffihúsið GÆS opnað í Tjarnarbíói. Að kaffihúsinu standa nemendur í starfstengdu diplómanámi, fyrir fólk með þroskahömlun, í Háskóla Ís- lands. Hugmyndin að GÆS varð til hjá nemendunum í diplómanáminu sem vilja með þessu framtaki leggja sitt af mörkum til að auka fjölbreytni í at- vinnutækifærum fatlaðs fólks. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Reykja- víkurborg sendi frá sér. Þar kemur jafnframt sannarlega fram að ekki sé hægt að bjóða upp á kaffi án þess að hafa nauðsynlegan borðbúnað og leitar hópurinn nú til al- mennings um að leggja þeim til kaffi- bolla. Þau taka á móti bollum af öllum stærðum og gerðum frá þeim sem vilja hjálpa til við að koma kaffihúsinu af stað. Móttaka kaffibolla verður í Ráð- húsi Reykjavíkur milli klukkan 14–16, á uppstigningardag, fimmtudaginn 9. maí. Borgarbúar eru hvattir til að taka þátt og leggja þeim lið. Þau sem koma til með að starfa á GÆS eru fimm talsins en þau hafa unnið áfram með þróun hugmyndar- innar og undirbúið stofnun kaffi- hússins í námi sínu í Háskólanum. Nemendur í kaffihúsahópnum eru Gísli Björnsson, Lára Steinarsdóttir, María Þ. Hreiðarsdóttir, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir og Unnur Jónsdóttir. Leiðbeinandi verkefnisins er Ágústa Björnsdóttir, verkefnisstjóri diplóma- námsins. Kaffihúsið verður staðsett í Tjarnar- bíói við Reykjavíkurtjörn í sumar með möguleika á áframhaldi ef vel gengur. Verkefnið byggir á samningi Sam- einuðu þjóðanna um réttindi fatl- aðs fólks og á félagslegum skilningi á fötlun. Lögð verður áhersla á að hæfileikar hvers og eins fái að njóta sín og manngerðum hindrunum í samfé- laginu rutt úr vegi. Veittist að barnsmóður sinni Á þriðja tímanum aðfaranótt þriðjudags barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um karlmann sem hafði veist að barnsmóður sinni og veitt henni minniháttar áverka. Árásin átti sér stað í austurborg Reykjavíkur. Í tilkynningu sem lögreglan sendi fjölmiðlum á þriðjudag kemur fram að hún viti hver gerandinn er í málinu. Lögreglu hafði þó ekki tekist að hafa uppi á honum. Jafnréttisskóli settur á stofn Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti á þriðjudag tillögu Vinstri grænna um að setja á stofn Jafn- réttisskóla Reykjavíkur. Fyrir- myndin er Náttúruskólinn sem nú hefur verið starfræktur í sex ár með góðum árangri á sviði sjálfbærni og umhverfismenntar. Markmiðið með skólanum er að skapa vettvang fyrir heilsteypt jafnréttisstarf í skólum í samræmi við lög, nýjar aðalnámskrár og mannréttindastefnu borgarinnar. Skólanum er ætlað að vera þekk- ingar- og upplýsingamiðstöð þar sem veitt verður aðstoð og ráð- gjöf við skipulagningu jafnréttis- menntunar í samræmi við þarfir skólanna. Jafnframt verður þar boðið upp á fræðslu fyrir börn og kennara. „Vinstri græn leggja ríka áherslu á að auka veg jafnréttis- og kynjafræða í skólakerfinu, að við- teknar venjur, menning og gildis- mat sem leiðir af sér kynjamisrétti verði brotið upp. Það er því sér- stakt fagnaðarefni að borgarstjórn hafi samþykkt tillöguna, enda er hún til marks um að borginni sé alvara með að vinna að sam- þykktri stefnumörkun á þessu sviði, bæta menntun og samfé- lagið allt,“ segir í tilkynningu sem Sóley Tómasdóttir, borgarfull- trúi Vinstri grænna, sendi frá sér á þriðjudag. Vaskir starfsmenn Á meðfylgjandi mynd eru fimmmenningarnir sem standa að kaffi- húsinu. Frá vinstri: Steinunn Ása Þorvalds- dóttir, Unnur Jónsdóttir, María Þ. Hreiðars- dóttir, Gísli Björnsson og Lára Steinarsdóttir. n Enn hefur leit í Suður-Ameríku engan árangur borið Friðrik hvarF sporlaust E nn hefur ekkert spurst til Íslendings sem leitað er að í Suður-Ameríku. Ís- lendingurinn heitir Friðrik Kristjánsson og er þrjátíu ára. Hans hefur verið leitað frá því í byrjun apríl en fyrst voru fluttar fréttir af málinu hér á landi í kring- um 10. apríl. Óttast er um afdrif Friðriks en lögregla verst allra frétta af málinu sem og fjölskylda hans. Íslensk lögregluyfirvöld hafa ekki sent neina fulltrúa frá sér út til þess að leita hans. Í náinni samvinnu við fjölskylduna „Þetta er fyrst og fremst hjá okkur eftirgrennslan um þennan mann sem hefur ekki heyrst til og við vinnum það bara í náinni sam- vinnu við fjölskylduna,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn í samtali við DV. Hann segist ekkert geta gefið upp um leitina. Málið sé í rannsókn og ekkert meira um það að segja að svo stöddu. Eftir stendur að hvorki fjölskylda né vinir Friðriks hafa heyrt í honum í nokkrar vikur. Friðrik hafði ekki verið staddur lengi erlendis þegar leit að honum hófst. Eins og sagt hefur verið frá þá leituðu íslensk lögregluyfirvöld liðsinnis lögreglu- yfirvalda í Brasilíu og Paragvæ við leitina. Fullyrt að leitað sé að öðrum manni Ýmsar sögur hafa verið í gangi um hvarf mannsins og segja má að undirheimarnir logi af sögusögnum sem sumar hverjar eru mjög ótrú- legar. Meðal annars hefur því verið haldið fram að annars Íslendings, sem búið hefur í Brasilíu í nokkur ár, sé leitað í tengslum við hvarf mannsins og grunur leiki á að honum hafi verið unnið mein. Mun hafa sést til þess manns í Paragvæ nokkrum vikum fyrir hvarf Friðriks en hann var búsettur í Brasilíu. RÚV sagði frá því 22. apríl síðastliðinn að kannaðar hafi verið ábendingar frá Íslandi um að mennirnir hafi gist á hóteli í höfuðborginni og að þeir hafi haldið til bæjar fyrir utan höfuð borgina. En á hvorugum staðnum hafi nokkur kannast við að hafa séð mennina. Einungis leitað að Friðriki Lögregla segir það þó ekki vera rétt að annars manns sé leitað, ís- lensk lögregluyfirvöld hafi einungis óskað eftir því við Interpol að leitað væri að Friðriki. Einnig hefur því verið haldið fram að lögregla hafi undir höndum einhver gögn sem bendi til þess að honum hafi verið unnið mein en samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu þá hefur hún engin slíkt gögn höndum. Ljóst er að margt er á huldu varðandi hvarf mannsins. Enn hefur ekki neinn farið frá íslensku lögreglunni út til Suður-Ameríku að leita hans og ekki er vitað hvort það verði gert nema frekari vís- bendingar um hvarf hans berist. n Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Þetta er fyrst og fremst hjá okkur eftirgrennslan um þenn- an mann sem hefur ekki heyrst til og við vinnum það bara í náinni sam- vinnu við fjölskylduna. Leitað Friðriks hefur verið leitað í Paragvæ og Brasilíu. Ekkert hefur til hans spurst í nokkrar vikur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.