Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 7. ágúst 2013 Miðvikudagur Íslendingar í tíu ára fangelsi n Smygluðu amfetamíni til Danmerkur Í slendingarnir Heimir Sigurðsson og Sturla Þórhallsson voru á mánudag dæmdir til tíu ára fang­ elsisvistar í Danmörku fyrir smygl á 33 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur. Báðir höfðu þeir játað aðild sína í málinu en sjö eru ákærðir í málinu og þar á með­ al tveir Danir að því er fram kem­ ur í frétt á vef danska dagblaðsins Jyllandsposten. Stóð þessi hópur að smygli á 70 kílóum af amfetamíni, sem var falið í bílum, á tímabilinu nóvember 2011 til september 2012. Dómarinn í málinu sagði játn­ ingar Íslendinganna ekki hafa mikil áhrif á lengd dóma þeirra þar sem þær komu fram svo seint og nýttu­ st þar af leiðandi ekki við rannsókn lögreglunnar á málinu. Sturla Þór­ hallsson, sem er 25 ára, var í ágúst árið 2012 dæmdur til átta ára fang­ elsisvistar fyrir að smygla fimm kíló­ um af amfetamíni frá Englandi til Danmerkur. Dómur hans var hins vegar þyngdur í tíu ára fangelsisvist í dag. Höfuðpaurinn í málinu er hinn 39 ára Guðmundur Ingi Þóroddsson sem játaði aðild sína í málinu í júní síðastliðnum og hefur verið dæmd­ ur til 12 ára fangelsistar og má ekki snúa aftur til Danmerkur að lokinni afplánun. Hið sama gildir um Sturlu Þór­ hallsson og hinn fimmtuga Heimi Sigurðsson, en þeir mega ekki snúa aftur til landsins að lokinni afplánun. Þessi er vænst að dómur muni falla í máli hinna sakborninganna í september næstkomandi. n Kaupa húsnæði heilsugæslunnar S amlagsfélagið FÍ Fasteigna­ félag keypti í lok síðasta mánaðar húsnæði heilsu­ gæslunnar í Glæsibæ í Álf­ heimum af fjárfestinum Inga Guðjónssyni. Um er að ræða tæpa 950 fermetra. Í gildi er 25 ára óuppsegjan­ legur leigusamningur við heilsugæsl­ una í Reykjavík sem rennur út árið 2029. Kaupsamningurinn er dag­ settur 22. júlí síðastliðinn. Húsið var í eigu eignarhaldsfélagsins Þrengsla ehf., sem var dótturfélag verktaka­ fyrirtækisins Íslenskra aðalverktaka, sem Arion banki yfirtók eftir hrunið 2008. Bankinn seldi eignarhaldsfé­ lagi í eigu Inga húsnæðið í ársbyrjun 2011. Ingi er lyfjafræðingur að mennt og einn af stofnendum Lyfju hf. Hann hefur verið einn af skattakóngum Ís­ lands síðastliðin ár. FÍ Fasteignafélag er í eigu tíu ís­ lenskra lífeyrissjóða og er rekið af MP Banka og fasteignamiðluninni M3 ehf. Framkvæmdastjóri FÍ Fasteigna­ félags er Örn V. Kjartansson, sem starfaði áður hjá Fasteignafélaginu Stoðum og var framkvæmdastjóri Kringlunnar og fasteignafélagsins Landic. Hann vill aðspurður ekki gefa upp kaupverðið á húsinu. Kaup­ samningnum í viðskiptunum hefur ekki verið þinglýst og því er ekki hægt að sjá hvert kaupverðið var. Keyptu breska og þýska sendiráðið Örn segir að fjárfestingastefna FÍ Fasteignafélags gangi út að kaupa traust atvinnuhúsnæði og er hæðin í Glæsibæ önnur eignin sem félag­ ið kaupir á síðustu mánuðum. „Þetta er önnur fasteignin sem við höfum keypt inn í félagið. Hin er Laufás­ vegur 31 sem er húsnæði breska og þýska sendiráðsins. Þarna er í gildi langtímaleigusamningur við íslenska ríkið og heilsugæsluna,“ segir Örn en samkvæmt leigusamningnum á milli heilsugæslunnar og Íslenskra aðal­ verktaka frá árinu 2004 var leiguverð heilsugæslunnar 1.500 þúsund krón­ ur á mánuði á þeim tíma. Aðspurður segir Örn að félagið sé að skoða nokkra aðra fjárfestingar­ kosti. „Við erum að skoða nokkr­ ar mögulegar fjárfestingar til langs tíma. Við erum með mjög stífa fjár­ festingastefnu hvað varðar gæði eigna, ávöxtun og tegund eigna og ef fjárfestingarnar passa ekki inn í þessa stefnu þá eru eignir ekki keyptar,“ seg­ ir Örn. Fjármagnað með skuldabréfaútboði Í tengslum við fjárfestinguna fór fast­ eignafélagið í skuldabréfaútboð upp á ríflega 414 milljónir króna, líkt og fram kemur á vef Verðbréfaskráningar Ís­ lands. Örn segir aðspurður að skulda­ bréfaútboðið snúist ekki um innflutn­ ing lífeyris sjóðanna á fjármunum til landsins heldur verði skuldabréfið skráð í Kauphöll Íslands. „Það verður gefið út skuldabréf, fyrir 80 prósent­ um af heildarframlagi í sjóðinn en 20 prósent eru hlutafé. Þetta er bara al­ menn skráning á skuldabréfaflokki hjá kauphöllinni sem lífeyrissjóðirn­ ir fjármagna með peningum sem þeir eiga hér innanlands.“ Umdeildur leigusamningur Leigusamningurinn sem heilsu gæsla höfuðborgarsvæðisins gerði við Ís­ lenska aðalverktaka um húsnæðið í Glæsibæ var umdeildur á sínum tíma sökum þess að hann var til 25 ára og óuppsegjanlegur. Íslenskir aðalverk­ takar höfðu byggt viðbygginguna við Glæsibæ þar sem heilsugæslustöð­ in er til húsa. DV greindi frá því árið 2011 að deilur hefðu skapast um leigu samninginn á milli sjálfstæðis­ manna og framsóknarmanna sem þá voru í ríkisstjórn en þeir síðarnefnda vildu gera leigusamninginn við Ís­ lenska aðalverkta. Árið 2003 hafði ís­ lenska ríkið selt hlut sinn í Íslensk­ um aðalverktökum til aðila tengdum Framsóknarflokknum og var þessi einkavæðing dæmd ólögleg í Hæsta­ rétti Íslands árið 2008. Sá sem stýrði rekstrarsviði Heilsugæslunnar á höf­ uðborgarsvæðinu á þessum tíma var náinn samverkamaður Finns Ingólfs­ sonar til margra ára, Helgi S. Guð­ mundsson. Í viðtali við DV árið 2011 sagði heimildarmaður DV um þessar deil­ ur: „Það var togstreita um þetta á milli þeirra á sínum tíma en Sjálfstæðis­ flokkurinn vildi að heilsugæslustöðin færi í annað húsnæði. Framsóknar­ mennirnir höfðu betur á endanum.“ Nú hafa íslenskir lífeyrissjóð­ ir keypt þessa heilsugæslustöð enda fylgir eigninni traustur, óuppsegjan­ legur leigusamningur við íslenska rík­ ið sem eru sextán ár eftir af. n n Keyptu breska og þýska sendiráðið n Óuppsegjanlegur leigusamningur Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Forstjórinn Stefán Friðfinnsson var forstjóri Ís- lenskra aðalverktaka þegar fyrirtækið var einkavætt og skrifaði undir leigusamn- inginn við íslenska ríkið. „Þetta er önnur fast- eignin sem við höfum keypt inn í félagið 950 fermetrar Húsnæðið sem um ræðir er í Glæsibæ í Álfheimum. Þungir dómar Íslendingar hlutu dóma fyrir smygl á tugum kílóa af amfetamíni. Myndin tengist fréttinni ekki beint. MynD DV: úr SaFni Valdimar Tr. Hafstein: Kjörinn forseti ISEF Valdimar Tr. Hafstein, dósent í þjóð­ fræði við Há­ skóla Íslands, hefur verið kjörinn forseti Evrópu samtaka þjóðfræðinga, International Society for Ethnology and Folklore. Samtökin eru helstu alþjóðasam­ tök þjóðfræðinga og standa þau fyrir margs konar vísindasamstarfi innan og utan Evrópu. Valdimar lauk doktorsprófi í þjóðfræði frá Kaliforníuháskólanum í Berkeley 2004. Hann hefur kennt við ýmsa háskóla; í Berkeley og við háskól­ ann í New York, Georg­August­há­ skólann í Göttingen í Þýskalandi, Edinborgarháskóla og Listahá­ skóla Íslands. Hann ritstýrði um árabil alþjóðlega vísindatímaritinu Cultural Analysis og var formaður íslensku Unesco­nefndarinnar 2011–2012. Hress en miður sín „Hún var hress en miður sín yfir því að fólk hafi óttast um hana og leit hafin,“ sagði Hlynur Snorra­ son, yfirlögregluþjónn á Vestfjörð­ um, í samtali við bb.is en aðfara­ nótt mánudags leituðu lögregla og björgunarsveitir að stúlku eftir að föt hennar fundust og hún skilaði sér ekki til vinkonu sinnar þar sem hún ætlaði að gista. „Stúlkan gaf sig fram. Hún hafði gist hjá annarri vinkonu sinni, annarri en hún hafði gert ráð fyrir um kvöldið. Eigur henn­ ar fundust við Eimskips svæðið og fóru menn að hafa áhyggjur þegar þessara eigna var ekki vitjað um morguninn. Ekki náðist símasam­ band við stúlkuna og hófst þá leit að stúlkunni.“ Björgunarsveitar­ menn gengu fjörur ásamt tveim­ ur leitarhundum. Búið var að gera ráðstafanir með köfun en leitin var ekki komin á það stig þegar stúlkan gaf sig fram að sögn lögreglu segir enn fremur á vef bb.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.