Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Blaðsíða 10
Samfélagið er lamað af Sorg 10 Fréttir 7. ágúst 2013 Miðvikudagur Nýskráningar standa í stað Sala á nýjum bílum frá 1. janúar til 31. júlí á þessu ári helst nán- ast í hendur við sama tímabil árið 2012 en fjöldi nýskráðra fólksbíla á þessu tímabili er 5.439 bílar. Er það fjölgun í nýskráningum um 11 bíla miðað við sama tímabil árið 2012, eða 0,2 prósent. Frá 1. júlí til 31. júlí sl. voru nýskráðir 635 fólksbílar og er það fjölgun um 61 bíl, eða 10,6 prósent, miðað við sama mánuð árið 2012. „Nýskráningar bíla eru á hægri uppleið en töluvert er þó enn í land með að náist að snúa við þró- un hvað varðar aldursamsetningu á bílaflota landsmanna sem er orðinn með þeim elstu í Evrópu, eða 12 ár. Það jákvæða er að það er aukning í nýskráningum á bíl- um hér á landi meðan enn hallar undan fæti hvað varðar nýskrán- ingar í Evrópu,“ segir Özur Lárus- son, framkvæmdastjóri Bílgreina- sambandsins, í tilkynningu. Ljósmóðir gaf tæpa milljón Fæðingadeild Sjúkrahússins á Akur eyri barst á dögunum vegleg gjöf frá Margréti Þórhallsdóttur ljósmóður. Um var að ræða 900 þúsund krónur sem ætlaðar eru til tækjakaupa á deildinni. Margrét er öllum hnútum kunnug á fæðinga- deildinni því hún starfaði þar í 40 ár; hóf störf þar árið 1955 og hætti árið 1995. „Við erum henni afar þakklát fyrir starf í þágu deildar- innar og þetta höfðinglega framlag hennar kemur til með að skipta miklu máli fyrir konur sem fæða á deildinni,“ segir í frétt um málið á vef Sjúkrahússins á Akureyri. Óhagstætt tíðarfar Tíð var óhagstæð um landið sunn- an- og vestanvert lengi framan af júlímánuði og einkenndi úrkoma og sólarleysi fyrri part mánaðar- ins. Þetta kemur fram á vef Veður- stofu Íslands. Meðalhiti mældist 10,9 stig í Reykjavík. Það er 0,3 stigum ofan meðaltals áranna 1961 til 1990, en 1,4 undir með- allagi síðustu 10 ára. Úrkoma mældist 72,2 mm í Reykjavík og er það nærri 40% umfram meðal- lag og það mesta í júlí síðan 2001. Sólarlítið var í Reykjavík framan af mánuðinum en síðari hlutinn bætti það upp þannig að heildar- sólskinsstundafjöldi mánaðarins varð 164, 7 stundum undir meðal- lagi áranna 1961 til 1990 en aftur á móti 37 stundum færri en að með- altali síðustu tíu júlímánuði. M ennirnir tveir sem létust í flugslysi á mánu- dag hétu Páll Steindór Steindórsson, flugstjóri, til heimilis að Pílutúni 2 á Akureyri og Pétur Róbert Tryggva- son, slökkviliðs- og sjúkraflutninga- maður, til heimilis að Rútsstöðum 2 í Eyjafjarðarsveit. Páll lætur eftir sig sambýliskonu og tvær dætur. Pétur var ókvæntur en lætur eftir sig tvö börn. Samfélag í sárum Páll var annar flugmanna vélar- innar en Pétur var sjúkraflutninga- maður. Hinn flugmaður vélarinnar komst lífs af. Mennirnir voru allir búsettir á Akureyri. Mikil sorg ríkir í bænum vegna slyssins og fjölmargir hafa þegið áfallahjálp. „Þetta eru allt saman vinir okkar og samstarfs- menn til langs tíma. Þetta er lítið fyr- irtæki og þetta er lítið samfélag. Það er ekki bara fyrirtækið heldur allt samfélagið fyrir norðan sem finn- ur fyrir þessu,“ segir Sigurður Bjarni Jónsson, flugöryggisfulltrúi Mýflugs, í samtali við DV. Mennirnir höfðu starfað lengi saman að sjúkraflugi en rannsókn stendur yfir á tildrög- um slyssins. „Þetta voru allt saman reyndir menn,“ segir Sigurður Bjarni. „Einstakur persónuleiki“ „Hann var frábær maður. Slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamaður hér til marga ára og einstakur persónuleiki,“ segir Björn Heiðar Sigurbjörnsson, starfandi slökkvi- liðsstjóri á Akureyri, um samstarfs- félaga sinn Pétur Róbert. Þeir höfðu starfað lengi saman hjá slökkvi- liðinu á Akureyri. Hann segir Pétur hafa verið afar vandaðan mann og góðan starfskraft. „Hann var vin- sæll, greiðvikinn og brosmildur. Að öllum öðrum ólöstuðum var hann meðal minna bestu manna en við höfum gott fólk heilt yfir,“ segir hann. Pétur var einnig virkur í Björg- unarsveitinni Dalbjörg. „Björgunar- störf áttu hug hans allan,“ segir Björn. Pétur var virkur í ferðaklúbbi og fór mikið á fjöll. „Hann var mjög virkur í því, fór mikið á fjöll og naut þess að vera á fjöllum. Bæði á jepp- um, snjósleðum og jafnvel hjólum.“ Pétur lætur eftir sig tvö börn og seg- ir Björn hann hafa verið góðan föð- ur. „Hann var virkilega góður pabbi og naut þess að vera með börnun- um sínum.“ Samfélagið lamað af sorg Björn segir samstarfsfélaga þeirra Péturs og Páls vera harmi slegna vegna slyssins. Slökkviliðið hefur unnið undanfarin ár í nánu sam- starfi við Mýflug um sjúkraflutn- inga en einn sjúkraflutningamað- ur frá slökkviliðinu er í sjúkraflugi hverju sinni. Því er mikið og náið samstarf þarna á milli. Slökkvi- liðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu komu norður eftir slysið til þess að leysa norðlenska kollega sína af. „Þessi stétt er hálf lömuð eftir þetta. Þó að þetta sé mikið ábyrgðarstarf og áhættustarf mikið þá er ekki al- gengt að menn farist við störf. Og við áttum alls ekki á von á þessu. Samfélagið er eiginlega bara lamað en okkar vinna heldur áfram, við getum aldrei stoppað. Við feng- um mikinn liðstyrk frá slökkviliði höfuð borgarsvæðisins. Þeir buðu okkur aðstoð og ég þáði hana strax, ég vildi geta gefið mínum mönn- um frið meðan þeir eru að ganga í gegnum það versta,“ segir Björn. Hjálpsamur og mikill fagmaður Helgi Schiöth, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri og vara- maður í stjórn Bílaklúbbs Akureyrar, þekkti bæði Pál og Pétur. Helgi hitti Pétur fyrst þegar sá síðarnefndi var fjögurra ára gamall. „Ég hef þekkt fjölskyldu hans mjög lengi og það er bara allt gott um hann að segja. Hann var snilldarmaður og vandað- ur. Geysilega vinmargur og hrókur alls fagnaðar.“ Helgi þekkti Pál minna en Pétur. Hann hafði þó töluverð kynni af honum á fleiri en einum vettvangi. Þeir kynntust fyrst árið 1996 þegar Páll leigði af honum æfingahús- næði fyrir hljómsveitina Míröndu sem hann var meðlimur í. „Svo var hann mótorhjólamaður alveg fram í fingurgóma og við þekkjumst þaðan líka. Hann var mikill fagmaður, lús- iðinn og mjög hjálpsamur.“ Þá flaug Helgi stundum með Páli. „Ég er bú- inn að fljúga með honum í nokkur ár og það hefur aldrei fallið skuggi á það samstarf.“ Páll tók við sem gjald- keri Bílaklúbbs Akureyrar á þessu ári og höfðu þeir Helgi því eitthvað starfað saman á þeim vettvangi líka. Þrátt fyrir að Páll hafi verið mikill mótorhjólamaður þá var hann orðinn meiri bílamaður í seinni tíð, að sögn Helga. Mikil mildi Flugvélin sem mennirnir voru í, var að koma úr sjúkraflugi frá Reykja- vík þegar hún brotlenti við keppn- issvæði Bílaklúbbs Akureyrar. Fjöl- mörg vitni voru að slysinu sem átti sér stað klukkan hálf tvö eftir há- degi en á keppnisbrautinni var að hefjast götuspyrnukeppni um það leyti sem vélin brotlenti. Mikil mildi þykir að fólk á jörðu niðri hafi ekki slasast en brak úr vélinni þeyttist í allar áttir þegar hún skall niður. „Flugvélin virðist ætla að fljúga yfir svæðið en eitthvað gerist sem verð- ur þess valdandi að hún missir hæð og rekur annan vænginn í og í fram- haldi af því kviknar í henni og hún ferst þarna og dreifist þarna um stórt svæði og fer út fyrir endann á brautinni sem þarna er,“ sagði Dan- íel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, í samtali við Morgun- útvarp Rásar 2 á þriðjudag. Nauðlending Í tilkynningu frá Mýflugi segir að flugmenn vélarinnar TF-MYX, sem var sérútbúin sjúkraflutningavél, hafi hætt við lendingu skömmu áður en slysið varð og hafi verið að fljúga hring í kringum flugvöllinn fyrir annað aðflug. Þá virðist sem ákveðið hafi verið að nauðlenda á akstursíþróttabraut Bílaklúbbs Akur eyrar við Hlíðarfjallsveg. Annar vængur vélarinnar virðist hafa rekist í brautina í nauðlendingunni með þeim afleiðingum að vélin fórst. Á þriðjudag hittust starfsmenn Mýflugs og Slökkviliðs Akureyrar á fundi. Samkvæmt tilkynningu sem Mýflug sendi frá sér í kjölfar- ið var mikill samhugur á fundinum og eindreginn vilji manna að láta þann harmleik sem nú hefur orðið ekki skyggja á það góða starf sem byggt hefur verið upp í sjúkraflugi frá Akur eyri. Þar kom jafnframt fram að rætt hefði verið við þriðja manninn sem liggur nú á spítala. Hann var á gjör- gæsludeild en líðan hans var stöð- ug og hann var ekki talinn vera í lífs- hættu. Margir þáðu áfallahjálp Í kjölfar slyssins var opnuð fjölda- hjálparmiðstöð Rauða krossins í n Páll Steindór og Pétur Róbert létust í hræðilegu flugslysi n Mikil sorg ríkir á Akureyri vegna slyssins Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Frá slysstað Myndin er tekin á slysstað á mánudag. MyNd VöluNdur JóNSSoN / AkurEyri VikublAð Mikil sorg Mikil sorg ríkir á Akureyri vegna slyssins. Mynd frá slysstað. MyNd VöluNdur JóNSSoN / AkurEyri VikublAð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.