Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Blaðsíða 22
22 Menning 7. ágúst 2013 Miðvikudagur Frá Springsteen til Sálarinnar Götutónlistarmaður Íslands, JoJo, gerði garðinn frægan með sjálfum Bruce Springsteen fyrir 25 árum og kom nýlega fram í heimilda- mynd um kappann. Lýsti hann því í kjölfarið yfir að hann vildi feg- inn fara að einbeita sér að öðru og hefur tekið upp sólóplötuna The Joker: Götuball. Er hún skrif- uð á Sir JoJo og Götustrákana, en sumir meðlimir Sálarinnar hans Jóns míns ku koma fram á henni. Þeir sem vilja nálgast gripinn geta spjallað við JoJo í Austurstræti þar sem hann kemur reglulega fram. Listamenn með ofáætluð laun Það ráku sumir upp stór augu þegar tekjublaðið kom út því al- mennt virtust listamenn betur launaðir en nokkur hafði átt von á. Var þetta þó ofsögum sagt því margir þessara listamanna voru einfaldlega seinir að gera upp og áætlar skatturinn þá hæstu mögu- legu innkomu á þá. Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur hefur þegar gert athugasemd við þetta en svo virðist sem bæði Hallgrím- ur Helgason og Jón Atli Jónasson séu með lægri tekjur en talið var. Andstæðingar listamannalauna verða því að finna annað til að beina spjótum sínum að í bili. Tvær góðar Óhætt er að segja að nýjustu myndar Baltasars Kormáks, 2 Guns, sé beðið með talsverðri eftirvæntingu og verður hún loksins frumsýnd í kvöld. En það er ekki eini bíóviðburðurinn því kvikmyndin The Way, Way Back verður einnig frumsýnd. Er um að ræða gamanmynd með Steve Carrell, Toni Collette og Sam Rockwell sem segir þroskasögu 14 ára drengs í sumarfríi með móður sinni. Gagnrýnendur vestra telja hana eina bestu mynd sumarsins og því virðist sem bjartara sé framundan eftir fremur dræma kvikmyndamánuði. n Íslendingar sækja í ástarsögur í kreppunni B jörg er fréttmaður á RÚV og hefur vakið athygli fyrir bók- ina Ekki þessi týpa sem kom út í sumar. Bókin er skáldsaga sem fjallar um íslenska stefnumóta- menningu og byggir á reynsluheimi hennar og fólksins í kring, þó stund- um sé talsvert fært í stílinn. Er eitthvað sérstakt sem einkennir rómantík Íslendinga umfram róm- antík annarra þjóða? Ég verð að viðurkenna að áður en ég treysti mér í þessa spurningu þurfti ég að fletta orðinu „rómantík“ upp á Snöru. Skilningurinn á orðinu getur verið allt frá „umhugsun um ástir eða vilji til ásta“ að „óraunhæft, gyllandi viðhorf eða óskhyggja.“ Mér finnst ég ekki þekkja aðrar þjóð- ir nógu vel til þess að svara. Þó get ég sagt að ég hef ágætis reynslu af rómantískum Íslendingum og finnst þeir þokkalega frjóir þegar kemur að því að tendra ástarbál hvort sem það logar glatt í því eða slokknar við fyrstu meðalvindhviðu. Heldurðu að Íslendingar hafi orðið meira eða minna rómantísk- ir á undanförnum árum? Það er mín tilfinning að krepp- an hafi aðeins mýkt okkur Ís- lendinga og gert okkur móttækilegri fyrir alls konar rómans, sérstaklega miðað við skilgreininguna „óraun- hæft, gyllandi viðhorf“ – kannski dreymdum við okkur inn í lostafull ástarævintýri þegar stoðir samfé- lagsins hrundu. Ég held að krepp- an hafi látið okkur líta meira inn á við, nostra meira við alla fallegu og ókeypis hlutina í lífinu. Rómans er munaður fátæka fólksins. Getum við eitthvað lært af ástarsög- um og sögum um sambandsmál, eða eru þær fyrst og fremst afþreying? Ég efast stórlega um að mín bók geti hjálpað einhverjum í sambands- málum. Í besta falli gefið fólki vís- bendingar um hluti sem virka ekki hjá mínum karakterum og gefið fólki hugmyndir um hvernig á að láta hætta með sér. Sjálf lifi ég mig helst inn í algjörlega trylltar ástarsögur eins og Notebook og Great Gatsby, fullviss um að mín bíði stórkostlega dramatísk ástarævintýri handan við hornið. En um leið og ljósin kvikna eða bókin er búin rjátlast víman af. Á pólitík heima í svefnherberginu eða er best að skilja hana eftir við dyrnar? Mér finnst pólitík og umræður um allt á milli himins og jarðar gjörsam- lega á heimavelli í svefnherberginu eins og reyndar alls staðar annars staðar. Sérstaklega ef viðmælandinn er þokkalega vel gefinn og helst ekki sammála mér um allt. Þá er gaman. Hvað ber helst að varast í ásta- málum almennt? Listinn er langur en auðvitað jafnmargbreytilegur og einstak- lingar eru. Í persónuleika flestra finnst eitt og annað sem er ekki endilega algengt á óskalistum annarra, en ég lít á það sem góða síu. Ef karlmaður meikar ekki hvernig ég er þá er hann augljóslega ekki maðurinn minn. Hvernig finnur maður ástina á Íslandi? Fyrst þarf maður auðvitað að vera opinn fyrir því að hleypa ást inn í líf sitt. Síðan þarf að finna ómótstæðilegan mótleikara – þeir geta svo sem leynst víða. En ég held það sé gjörsamlega tilgangslaust að leita að ástinni. Hún kemur þegar og ef hún á að koma. Með öðr- um orðum, manneskjur finna ekki ástina, ástin finnur þær. Björg Magnúsdóttir Sex spurningar um ástina U ndanfarið hafa komið út ófáar bækur sem fjalla um ástamál með einhverj- um hætti, allt frá skvísubókum og hefðbundnum ástarsögum yfir í kyn- lífshandbækur sem reyna að finna praktískar lausnir á öllum hugsanlegum vanda. Hafa Íslendingar orðið áhugasamari um ásta- málin í kreppunni? Og hvað geta bækur kennt okkur um að fást við hvert annað? valurgunnars@gmail.com Hvað geta bækur kennt okkur um kynlíf og ást? Orðalisti Ástarsögur: Geta verið allt frá sjoppubókum á borð við Rauðu seríuna sem sjaldnast lifa lengur en mánuð í senn og allt upp í sígild bókmenntaverk. Ein sú fyrsta er talin var Pamela eftir Samuel Richardson frá 1740 en sú besta Pride and Prejudice eftir Jane Austen. Eitt einkenna þeirra þykir að endirinn er iðulega hamingjusamur. Ástar- sögur hafa undanfarna áratugi verið vinsælasta grein bókmennta um heim allan, þó þær njóti stundum takmark- aðrar virðingar. Blúndubækur: Nýyrði þetta er óðum að ryðja sér til rúms og er notað um ástarsögur með mikilli erótík. Formið er gamalt en hefur orðið afar fyrirferðarmikið undanfarið í kjölfar velgengni bókarinnar 50 gráir skuggar. Heitið bendir til þess lesendur séu í eldri kantinum og mætti því mögulega bera það saman við hið enska „granny porn“ eða hið sænska „tantsnusk.“ Þó hefur lesendahópurinn orðið yngri undanfarið. Kynlífsbækur: Hér er ekki átt við skáldsögur, heldur bækur sem ætlaðar eru til almennrar fræðslu og jafnvel beinnar leiðsagnar varðandi fyrirbærið. Ein sú allra þekktasta er The Joy of Sex sem kom út árið 1972 og var síðar þýdd á íslensku sem Sjafnaryndi. Bókin var myndskreytt teikningum sem vafalaust vekja upp minningar hjá mörgum. Náttborðsbækur: Sama og blúndubæk- ur, en gefa aldur lesanda ekki til kynna. Skvísubækur: Fjalla oftast um leit ungrar konu að ástinni og sjálfri sér, gjarnan á gamansaman hátt. Kynlífslýsingar eru ekki endilega innifald- ar, en gjarnan er fjallað um ástamál á hispurslausan hátt. Hugtakið varð fyrst þekkt í Bandaríkjunum undir nafninu „chick lit“ á 10. áratugnum. Þekktustu dæmin eru Bridget Jones og Beðmál í borginni. Sams konar kvik- myndageiri nefnist „chick flicks“ eða þá væntanlega skvísumyndir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.