Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Blaðsíða 18
18 Sport 7. ágúst 2013 Miðvikudagur n Nýir og efnilegir leikmenn sem munu láta til sín taka í enska boltanum sem byrjar aftur fljótlega Fylgstu með þessum í vetur Nathan Redmond Félag: Norwich Staða: Vængmaður Þjóðerni: England Aldur: 19 ára n Nathan Redmond var keyptur til Norwich í sumar frá fyrstu deildarliðinu Birmingham. Þrátt fyrir ungan aldur lék Redmond 82 leiki með Birmingham og var besti maður enska U21 árs landsliðsins sem fór sneypuför á Evrópumótið í sumar. Redmond er fljótur og tæknilega góður leikmaður sem mun gefa Norwich-liðinu skemmtilega vídd. Ef þú spilar í Fantasy Premier League ættirðu að íhuga að kaupa hann í liðið þitt. Gerard Deulofeu Félag: Everton Staða: Vængmaður/framherji Þjóðerni: Spánn Aldur: 19 ára n Deulofeu er í eigu Barcelona en var lánað- ur til Everton til að öðast meiri reynslu. Það segir margt um gæði þessa leikmanns að hann er talinn einn sá efnilegasti sem kemur upp úr akademíu Barcelona í áraraðir. Í fyrra lék hann með B-liði Barcelona í B-deild Spánar þar sem hann skoraði 18 mörk í 33 leikjum. Algjörlega framúrskarandi með boltann og með gott auga fyrir samspili. Raheem Sterling Félag: Liverpool Staða: Vængmaður Þjóðerni: England Aldur: 18 ára n Raheem Sterling skaust fram á sjónarsviðið síðastliðið haust og átti frábæra leiki í byrjun tímabils. Hann byrjaði flesta leiki og spilaði mikið. Eins og oft vill verða með unga leikmenn átti hann erfitt með að halda dampi og var notaður sparlega eftir áramót. Brendan Rod- gers hefur mikla trú á stráknum og tók hárrétta ákvörðun með því að kippa honum úr liðinu. Nú mun Sterling mæta reynslunni ríkari á nýju tímabili og halda áfram að gera bakvörðum lífið leitt með hraða sínum og tækni. Leroy Fer Félag: Norwich Staða: Miðjumaður Þjóðerni: Holland Aldur: 23 ára n Fer var nálægt því að ganga í raðir Everton í janúar en féll á læknisskoðun. Fer er vinnusamur miðjumaður, algjört tröll að burðum og hefur verið borinn saman við Patrick Vieira. Þessi leikmaður mun eflaust láta til sín taka í vetur og verður spennandi að fylgjast með honum í Norwich-liðinu. Philippe Coutinho Félag: Liverpool Staða: Sóknarsinnaður miðjumaður Þjóðerni: Brasilía Aldur: 21 árs n Liverpool datt í lukkupottinn þegar það landaði Coutinho frá Inter í janúar. Þessi snaggaralegi Brassi átti frábæra leiki með Liverpool og virðist smellpassa inn í ensku úrvalsdeildina. Hann er leikmaður sem er óhræddur við að vera með boltann og getur tætt upp varnir andstæðinga með einstaklingsframtaki eða sendingum. Þar sem Coutinho er aðeins 21 árs á hann aðeins eftir að verða betri. Jores Okore Félag: Aston Villa Staða: Varnarmaður Þjóðerni: Danmörk Aldur: 20 ára n Okore er fæddur á Fílabeinsströndinni en leikur fyrir landslið Danmerkur. Hann gekk í raðir Villa frá Nordsjælland í Danmörku í sumar fyrir fjórar milljónir punda. Okore er talinn vera einn efnilegasti varnarmaður Evrópu og voru fjölmörg félög sem vildu fá hann í sínar raðir. Daninn er nautsterkur og mjög fljótur og gæti orðið einn athyglisverð- asti varnarmaður deildarinnar. Wilfried Zaha Félag: Manchester United Staða: Vængmaður Þjóðerni: England Aldur: 21 árs n Wilfried Zaha hefur þegar sýnt að hann mun reynast Manchester United vel. Zaha var besti maður United á æfingaferðalagi liðsins um Asíu í júlímánuði og nokkuð ljóst þykir að hann mun fá fullt af leikjum í vetur til að láta ljós sitt skína. Fljótur, sterkur og tæknilega góður leikmaður sem einnig getur gefið afbragðsgóðar fyrirgjafir. Kevin De Bruyne Félag: Chelsea Staða: Sóknarsinnaður miðjumaður Þjóðerni: England Aldur: 22 ára n Kevin De Bruyne var keyptur til Chelsea frá Genk í janúar 2012 en var lánaður strax aftur til belgíska liðsins. Í fyrra lék hann svo sem lánsmaður með Werder Bremen þar sem hann var besti leikmaður félagsins. De Bruyne átti fína leiki í æfingaferð Chelsea á dögunum áður en hann meiddist. Hann verður þó tilbúinn fyrir átökin í ensku deildinni og gæti orðið frábær viðbót við Chelsea-liðið. Andreas Weimann Félag: Aston Villa Staða: Framherji Þjóðerni: Austurríki Aldur: 21 árs n Paul Lambert er að setja saman spennandi lið á Villa Park og er Weimann einn mest spennandi leikmaður liðsins. Austurríkismaðurinn myndaði sterkt sóknarpar með Christian Benteke síðasta vetur. Þeir félagar hafa báðir skrifað undir nýjan samning við Villa-liðið og munu halda áfram að valda usla í vörn andstæðinganna í vetur. Weimann er eldfjótur og lunkinn við að koma sér í færi. James Ward-Prowse Félag: Southampton Staða: Miðjumaður Þjóðerni: England Aldur: 18 ára n Southampton hefur framleitt hágæðaleik- menn á færibandi á undanförnum árum og nýjasta afurðin er James Ward-Prowse. Þessi 18 ára strákur lék 15 leiki í úrvalsdeildinni í vetur og sýndi oftar en ekki flott tilþrif. Hann á vafalítið eftir að fá fleiri tækifæri í vetur en þarf að berjast fyrir sæti sínu í sterku liði South ampton. Ward-Prowse býr yfir frábær- um sendingum og er flinkur með boltann – leikmaður sem vert er að fylgjast með í vetur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.