Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Blaðsíða 12
12 Fréttir 7. ágúst 2013 Miðvikudagur Einmana áhættusæknari í fjármálum n Treysta á peninga til að uppfylla félagslegan skort F ólk sem upplifir sig einangrað og einmana er líklegra til að taka meiri áhættu þegar kem- ur að fjármálum en þeir sem eru með félagslegt net í kringum sig. Þetta kemur fram í nýjum rann- sóknum en niðurstöður þeirra voru kynntar á ráðstefnunni American Psychological Association. Það var Rod Duclos, aðstoðarpró- fessor í markaðsfræði við Tækni- og vísindaháskólann í Hong Kong, sem flutti fyrirlesturinn en hann lýsti þó nokkrum tilraunum og könnunum þar sem þetta var skoðað sérstaklega. Í einni slíkri könnun kom fram að nem- endur sem upplifðu sig félagslega ein- angraða voru allt að því tvöfalt líklegri til þess að stunda fjárhættuspil. „Þegar félagslegan stuðning vant- ar hafa peningar mun meira gildi hjá einmana neytendum til þess að tryggja það sem þeir sækjast eftir fé- lagslega,“ sagði Rod meðal annars. Ein rannsóknanna sem vitnað var í sýndi einmitt að þeir nemendur sem voru félagslega einangraðir voru ekki líklegir til að taka áhættu með pen- inga ef tekið var fram að ekki fylgdi því félagsleg velgengni. Því virðist sem fólk sem er einangrað og ein- mana líti á peninga sem lausn eða leið út úr þeim vanda. Rod tók einnig fram í fyrirlestri sínum að aðilar í markaðssetningu með slakt siðferði gætu sérstaklega einblínt á þessa hópa sem eru veik- ir fyrir. Þá taldi Rod einnig dæmi um að aðilar sem vinna með stór- ar upphæðir eigi það til að einangra sig félagslega meðan á samningaferli stendur. n Rútufarþegar myrtir Hópur vopnaðra manna í Pakistan réðst á rútu í Balochistan-héraði á þriðjudagsmorgun. Meira en 24 menn skutu að tveimur rútum og neyddu þær til þess að nema stað- ar. Næst tóku mennirnir 13 far- þega út úr rútunum og myrtu þá í fjallshlíð við veginn. Þar á meðal voru tveir öryggisverðir. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér en áður hafa aðskilnaðarsinnar í héraðinu myrt verkamenn og ferðalanga á svæðinu. Þá réðust vopnaðir menn dulbúnir sem lögregluþjónar á olíubíla á sama svæði á mánudagskvöld. Bílarnir voru að flytja olíu til öryggissveita. Búast við árás Öryggissveitir í Jemen starfa nú á hæsta öryggisstigi eftir að banda- ríska leyniþjónustunan hleraði samtöl hátt settra meðlima al- Kaída um yfirvofandi árás. Starfs- menn sendiráða Bandaríkjanna og Bretlands hafa verið sendir úr landi. Yfirmenn öryggissveitanna segja að viðbúnaður og öryggis- ráðstafanir hafi aldrei verið jafn miklar og nú. Fjöldi þekktra með- lima al-Kaída er sagður hafa sést í höfuðborg landsins undanfarna daga en Bandaríkin hafa gert árás- ir á meinta hryðjuverkamenn í landinu síðustu daga með mann- lausum flugvélum. Keypti Wash­ ington Post Jeff Bezos hefur keypt hið sögufræga dagblað Washington Post. Bezos er þekktastur fyrir að vera eigandi netrisans Amazon en kaupverðið á blaðinu er 250 millj- ónir dala eða tæpir 30 milljarðar króna. Graham-fjölskyldan hefur átt blaðið í 80 ár en frægasta stund þess var afhjúpun Water gate- hneykslisins. Bezos hefur þegar sent starfsmönnum blaðsins yfir- lýsingu um að engar stórvægi- legar breytingar verði gerðar fyrst um sinni en á næstu árum muni blaðið breytast mikið enda hafi til- koma netsins breytt fréttaflutningi um allan heim. Washington Post hefur glímt við sömu vandamál og önnur dagblöð en það eru minni auglýsingatekjur, minni sala og minni lestur, sérstaklega á meðal yngra fólks. Einmana Virðast telja peninga vera leiðina út úr einangrun. Þróa nýja krabba­ meinsmeðferð n Loka á gen sem veldur ofvexti í æxlum n Ný aðferð gegn krabba í heila V ísindamenn við Illinois- háskólann í Bandaríkj- unum vinna nú að þróun nýrrar krabbameinsmeð- ferðar. Hún er skammt á veg komin en gefur fögur fyrirheit. Aðferðin gengur út á að loka á mikil- væg ensím hjá krabbameinsfrum- um en tilraunir hafa hingað til að- eins verið gerðar á músum. Á sama tíma hafa vísindamenn við krabba- meinsmiðstöð UCLA í Bandaríkj- unum verið að þróa aðferð til að berjast gegn brjóstakrabbameini sem hefur dreift sér til heilans. Útiloka gen Rannsóknir prófessor Nissim Hay og félaga við háskólann hafa sýnt að hægt sé að loka á ensím í krabbameinsfrumum músa sem sérhæfir sig í niðurbroti glúkósa sem veldur því að æxli stækka. Þetta ensím finnst í óeðlilega mikl- um mæli í krabbameinsfrumum en annars í mjög fáum vefjum líkam- ans. Niðurstöðurnar sýndu að hægt sé að stöðva þetta ensím án þess að valda alvarlegum aukaverkunum. Hingað til hefur það verið eitt af stóru spurningarmerkjunum þegar kemur að því að hindra ensím í krabbameinsmeðferð hvaða áhrif það kann að hafa annars staðar í lík- amanum. En í grein um rannsókn- ina sem birtist í ágústhefti Cancer Cell kemur fram að tekist hafi að eyða ensíminu Hexokinase-2 nán- ast alfarið úr fullorðnum músum án þess að það hefði áhrif á bruna eða niðurbrot glúkósa annars stað- ar í líkamanum. Hexokinase-2, eða HK2, er að finna í fósturvísum en er ekki í flestum öðrum frumum fullorðinna þar sem skyld ensím taka yfir. Eitt af einkennum krabba- meinsfruma er magn þessa ensíms. „Við eyddum HK2-geninu kerfis- bundið í þessum músum og þær hafa verið lifandi í meira en tvö ár núna,“ sagði Hay um rannsóknina en þær mýs sem ekki höfðu gen- ið gátu ekki þróað með sér brjósta- eða lungnakrabbameinsæxli. Bundnar eru vonir við að hægt sé að nýta niðurstöðurnar til krabba- meinsmeðferðar á mönnum í fram- tíðinni. Baráttan gegn dreifingu brjóstakrabba Vísindamenn hjá UCLA hafa verið að vinna að aðferð til þess að með- höndla brjóstakrabbamein sem dreifir sér til heila en slík með- ferð er mjög erfið. Það er prófess- or Carol Kruse sem fór fyrir rann- sókninni en grein um niðurstöður hennar birtust í Clinical Cancer Research þann 1. ágúst. Brjóstakrabbamein er al- gengasta tegund krabbameins á meðal kvenna og er eitt af stærri heilsufarsvandamálum sam- tímans. Ekki síst þegar krabba- meinið dreifir sér en mjög erfitt og oft ómögulegt getur reynst að sporna við því. Ekki síst þegar meinið nær til heilans. Það getur verið vegna þess að krabbameinið tekur sig upp á mörgum stöð- um í einu auk þess sem erfitt get- ur verið að meðhöndla krabba- mein í heila með hefðbundnum geislunaraðferðum. Aðferðin sem Kruse og sam- starfsmenn hennar eru að þróa gengur út á að sameina frumu- og genameðferð. Frumumeðferðin notar T-frumur ónæmiskerfisins til þess að ráðast gegn krabbameins- frumunum. T-frumunum hefur verið breytt til þess að ráðast sér- staklega gegn krabbameininu og er sprautað í þá staði heilans þar sem krabbameinið hefur dreift sér. Genameðferðin gengur út á að koma sérstöku geni fyrir í krabba- meinsfrumum með því að sýkja þær með vírus. Sjúklingi er síðan gefið sérstakt lyf sem virkjar gen- ið í krabbameinsfrumunum. Báð- ar aðferðir hafa sýnt virkni í mús- um en saman hefur virknin verið mun meiri. n Ásgeir Jónsson blaðamaður skrifar asgeir@dv.is Hvernig dreifir krabbamein sér Æxli Staðbundið niðurbrot Æð Nýtt æxli „Við eyddum HK2- geninu kerfisbund- ið í þessum músum og þær hafa verið lifandi í meira en tvö ár núna. Nissim Hay „Við eyddum HK2- geninu kerfisbundið í þessum músum og þær hafa verið lifandi í meira en tvö ár núna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.