Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Blaðsíða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 7. ágúst 2013 n Matthildur gekk á milli lækna í sjö ár n Var sögð þunglynd og lögð inn á geðdeild n Loksins greind með krabbamein „Ég var alltaf að reyna að kalla á hjálp“ mesta hamingju, að vera stjórn­ andinn í mínu eigin lífi. Ég veit ekki hvað allir héldu, að mig langaði bara að liggja og sofa. Þau geta bara étið þessi geðlyf sín sjálf.“ Vill fá bætur Baráttu Matthildar er þó ekki alveg lokið, en hún hefur aldrei fengið það viðurkennt að mistök hafi verið gerð við meðhöndlun hennar innan heil­ brigðiskerfisins. Hún er komin með lögfræðing í málið og reynir hann nú að fá Sjúkra­ tryggingar Íslands til að viðurkenna að mistök hafi átt sér stað og að hún eigi rétt á bótum vegna þess. „Þeir berjast hryllilega á móti því og það virðist sem þetta verði aldrei viður­ kennt. Þeir segja að þetta sé eðlilegt ferli. Ég hef líka talað við marga inn­ an heilbrigðiskerfisins sem ypptu öxlum og sögðu að þetta væri alltaf að gerast. Þeir vildu gera svo lítið úr þessu,“ segir Matthildur. Hún telur sig hafa orðið fyrir tjóni og finnst réttlátt að hún fái bættan þann miska sem hún varð fyrir. n „Ég reyndi að útskýra fyrir lækninum að ég gæti ekki einu sinni keyrt. Ég sofnaði alltaf undir stýri. Þá sagði hann mér bara að sitja upp- rétt og hafa gluggann opinn. L andey ehf. sem er fasteigna­ félag í eigu Arion banka á í dag helmingshlut í félaginu Akraland ehf. sem á land í Garðabæ sem oftast hefur verið nefnt Jónsland í höfuðið á Jóni Ólafssyni, vatnsútflytjanda og stofnanda Skífunnar. Akraland er í eigu félaganna AB 106 og AB 113 en svæðið sem félögin eiga nefnist í dag Arnarnesland. Baugssamstæðan með helmingshlut AB 106 var áður í eigu félags­ ins Þyrpingar sem heyrði undir Landic Property, fasteignafélags Baugssamstæðunnar. Samkvæmt rannsóknarskýrslu Alþingis skuldaði AB 106 Kaupþingi 443 milljónir króna við fall bankans. Fasteignafélagið Landic Property, sem AB 106 heyrði undir, skuldaði Kaupþingi hins vegar 50 milljarða króna. Hlutur Akralands heyrir reyndar enn undir félagið Þyrp­ ingu ehf. en það er alfarið í eigu Landeyjar, fasteignafélags Arion banka. Oddur Víðisson, þáverandi framkvæmdastjóri Þyrpingar, sat í stjórn Akralands fyrir hönd félags­ ins. Arion banki yfirtók Þyrpingu árið 2009. Í ársreikningi Þyrpingar ehf. fyrir árið 2012 kemur fram að félagið sé með neikvætt eigið fé upp á nærri sex milljarða króna á móti eignum sem nema einung­ is hálfum milljarði króna. Verður að teljast líklegt að bankinn verði að afskrifa umrætt sex milljarða króna neikvæða eigið fé félagsins ef ætlunin er að gera það rekstrar­ hæft. Atafl átti einnig helmingshlut Hinn hluthafinn á móti Landey í Akralandi heitir AB 113 ehf. eins og áður kom fram. Eigendur þess félags eru Íslandsverktakar sem heyrðu undir Atafl ehf. sem áður hét Keflavíkurverktakar. Akraland ehf. var stofnað í desember 2003 og eignuðust þá Þyrping og Keflavíkurverktakar (síðar Atafl) svokallað Arnarnesland. Árið 2006 var greint frá því að Akraland ætti 10,5 hektara af landi þar sem byggja ætti 550 íbúðir. Einbýli, raðhús og fjölbýlishús upp á alls 80 til 85 þúsund fermetra. Akraland skilaði góðum hagn­ aði á tíma góðærisins en hann var mestur árið 2005 eða nærri 1.300 milljónir króna. Árið 2006 nam hagnaðurinn hins vegar einungis 60 milljónum króna og um 100 milljónum króna árið eftir. Þá seldi félagið lóðir fyrir 880 millj­ ónir króna árið 2006 og fyrir 750 milljónir króna árið 2007. Greiddu sér 1.400 milljónir í arð Akraland greiddi hluthöfum sín­ um einnig góðan arð eða 670 milljónir króna árið 2006, 580 milljónir króna 2007 og 185 millj­ ónir króna 2008 eða alls rúmlega 1.400 milljónir króna. Í árslok 2007 seldi síðan Þyrping félaginu AB 106 sinn hlut í Akralandi og Atafl sinn hlut til AB 113. Kaup­ þing veitti félögunum AB 106 og AB 113 830 milljóna króna lán fyr­ ir kaupunum og losaði þar með fyrri hluthafa undan sínum skuld­ um eftir að þeir höfðu greitt sér 1.400 milljónir króna út í arð. Með þessu varð AB 106 nýtt dótturfélag Þyrpingar og AB 113 nýtt dóttur­ félag Atafls. Eigendur Atafls enn við stjórn Í dag eiga Akraland ehf. og félög­ in AB 106 og AB 113 síðan eign­ ir upp á um 1.200 milljónir króna en skulda á móti um 1.570 millj­ ónir króna. Samkvæmt hluthafa­ skrá sitja þeir Kári Arngrímsson, núverandi framkvæmdastjóri Atafls, og Bjarni Pálsson, aðal­ eigandi Atafls, nú í stjórn Akra­ lands. Ingi Guðmundsson, fram­ kvæmdastjóri fasteignafélagsins Landeyjar, sat um tíma í stjórn Akralands en sagði sig úr stjórn fé­ lagsins haustið 2012. Arion banki hefur ekki yfirtekið AB 113 ehf. sem á helmingshlut í Akralandi. AB 113 er hins vegar með neikvætt eigið fé upp á 255 milljónir króna en eignir félagsins eru metnar á um 600 milljónir króna. Þá skuld­ ar AB 113 Arion banka 670 millj­ ónir króna og kom fram í árs­ reikningi AB 113 fyrir árið 2011 að afborganir og vextir af lánum fé­ lagsins hjá Arion banka séu í van­ skilum og að bankinn hafi heim­ ild til að gjaldfella lánin en ekki sé búið að endursemja um þau. Bjarni Pálsson og faðir hans, Páll Ólafsson, sátu í stjórn félags­ ins KV verktakar sem átti helm­ ingshlut í Akralandi þar til í árs­ lok 2007 en KV verktakar fengu 700 milljónir króna af þeim 1.400 milljónum sem Akraland greiddi sér í arð á árunum 2006 og 2007. KV verktakar voru síðan í eigu Ís­ landsverktaka sem eiga AB 113 í dag. Bjarni og faðir hans sátu líka í stjórn Íslandsverktaka á þeim tíma sem arðurinn var greiddur en Íslandsverktakar eiga AB 113 í dag. n 1.400 milljóna arðgreiðslur n Arion banki er eigandi að Akralandi Arnarnesland Akraland ehf. eignaðist árið 2003 alls 10,5 hekt- ara á Arnarneslandi sem líka hef- ur verið nefnt Jónsland í höfuðið á Jóni Ólafssyni vatnsútflytjanda sem átti það áður. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is Sat í stjórn Oddur Víðisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Þyrpingar, sat í stjórn Akralands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.