Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Blaðsíða 14
Sandkorn G unnar Bragi Sveinsson, þing­ maður Framsóknarflokksins og núverandi utanríkisráðherra, spurðist fyrir um hleranir lög­ regluyfirvalda, meðal annars sérstaks saksóknara á vorþinginu árið 2011. Fyrirspurn Gunnars Braga, sem var beint til Ögmundar Jónassonar inn­ anríkisráðherra, var nokkuð nákvæm og snerist meðal annars um fjölda „virkra“ hlerana í maí árið 2009, 2010 og 2011 auk þess sem hann spurði hjá „hvers konar“ fyrirtækjum hefði verið hlerað á þessum árum. Gunnar Bragi fékk svar við fyrirspurn sinni í júní sama ár þar sem meðal annars kom fram að embætti sérstaks saksóknara hefði fengið meira en 100 heimildir til hler­ unar. Hvað skýrir þennan áhuga þing­ mannsins á símhlerunum? Erfitt er að segja til um það en hins vegar má benda á að fyrrverandi vinnu­ veitandi Gunnars Braga á Sauðár­ króki, Kaupfélag Skagfirðinga, tengist að minnsta kosti einu máli með bein­ um hætti sem verið hefur til rannsókn­ ar hjá embætti sérstaks saksóknara. Þetta mál varðar viðskipti fjárfestingar­ félagsins Giftar með hlutabréf í Kaup­ þingi fyrir á þriðja tug milljarða króna í árslok 2007. Eftirlitsaðilar á Íslandi sem rannsaka efnahagshrunið, Fjár­ málaeftirlitið og embætti sérstaks sak­ sóknara, hafa aðgang að tölvupósti úr bankakerfinu frá því fyrir hrun og hljóta því meðal annars að vita að Lýð­ ur Guðmundsson, aðalhluthafi stærsta hluthafa Kaupþings og stjórnarmaður í bankanum, lagði á ráðin um viðskipti Giftar með Kaupþingsbréfin ásamt að­ stoðarforstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, Sigurjóni Rúnari Rafnssyni, sem jafn­ framt var einn af stjórnendum Giftar og stjórnarmaður í Exista. Í maí árið 2010, einu ári áður en Gunnar Bragi lagði fyrirspurn sína fram, fór embætti sér­ staks saksóknara í heilmikla rassíu út af rannsókninni á Kaupþingi og handtók meðal annars Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra bankans, og fleiri háttsetta fyrrverandi stjórnendur hans. Þar að auki ber auðvitað að nefna að nánast er ofsagt að segja að Gunn­ ar Bragi sé sjálfstæður einstaklingur í pólitík, svo hallur hefur hann verið undir Þórólf Gíslason kaupfélagsstjóra, og hafa sveitarstjórnarmenn í Skaga­ firði nánast talað um þingmanninn sem framlengingu forstjórans. Gunnar Bragi á Þórólfi auðvitað allt að þakka: Bæði atvinnu og pólitískan framgang á Sauðárkróki og eins þingmennsku og ráðherradóm í Reykjavík. Ljúft mun hverjum héraðshöfðingja þykja að hafa þingmannspeð í Reykjavík í vasanum og hvað þá ráðherradulu. Nú fer fram í samfélaginu mikil um­ ræða um væntanlegan niðurskurð hjá hinu opinbera og hafa eftirlitsstofnan­ ir eins og Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara verið nefndar til sögunnar sem möguleg viðföng þessa aðhalds í ríkisfjármálum. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðis­ flokksins sem situr í hagræðingarhópi stjórnarinnar, sagði opinberlega fyrir nokkrum dögum að verið væri að skoða möguleikann á sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins til að „draga úr kostnaði við opinbert eftirlit“. Ef lærdómur Íslendinga af efnahags­ hruninu er sá að minnka þurfi kostnað­ inn við opinbert eftirlit með fjármála­ markaðnum þá er voðinn sannarlega vís – aftur. Að sama skapi er ekki ólíklegt að ríkisstjórnin beini augum sínum að embætti sérstaks saksóknara í væntan­ legum niðurskurði en margir af þing­ mönnum ríkisstjórnarflokkanna hafa verið mjög gagnrýnir á störf embættis­ ins síðastliðin ár, meðal annars þing­ menn Sjálfstæðisflokksins Kristján Þór Júlíusson og nú síðast Brynjar Níelsson. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja í umræðunni. Í lok síðasta árs spurðist hann einnig fyrir um fjölda hlerana á Alþingi, meðal annars hjá sérstökum saksóknara, líkt og Gunnar Bragi. Í hans tilfelli er ekki hægt að fullyrða af hverju hann spurði um hleranirnar en hins vegar má nefna það að föðurbróðir hans, Einar Sveins­ son, var hleraður hjá embætti sérstaks saksóknara þar sem hann hafði stöðu vitnis í Vafningsmálinu svokallaða, líkt og Bjarni sjálfur, en báðir komu þeir frændur að því máli og gáfu vitnaskýr­ slur hjá embætti sérstaks saksóknara. Hlerunin á síma Einars mun hafa verið sem reiðarslag fyrir hann enda er hann ekki vanur slíkri meðferð og er hermt að hlerunin hafi spilað inn í þá ákvörðun hans að flytja frá Íslandi. Ekki er heldur hægt að fullyrða að Bjarni hafi ekki ver­ ið hleraður út af aðkomu sinni að Vafn­ ingsmálinu. Að þessum beinu hagsmunum þing­ manna ríkisstjórnarflokkanna sleppt­ um ber auðvitað að nefna að á síðasta kjörtímabili vildi hvorugur flokkurinn samþykkja að fram færi sérstök rann­ sókn á einkavæðingu ríkisbankanna sem talin er rótin að íslenska efna­ hagshruninu og báðir flokkarnir hafa talað mikið fyrir því að horfa til fram­ tíðar en ekki fortíðar. Embætti sérstaks saksóknara er í eðli sínu stofnun sem horfir til hrunsins, til fortíðar, þar sem það rannsakar mál sem gerðust í kjöl­ farið á áralöngu ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar­ flokksins. Allar rannsóknir á íslenska efnahagshruninu og málum því tengdu, eins og til dæmis einkavæðingu bank­ anna, eru óþægilegar fyrir ríkisstjórn­ arflokkana þar sem þessir flokkar bera bæði ábyrgð á einkavæðingunni sem og einnig mikla ábyrgð á því samfélagi gróðahyggju og eftirlitsleysis sem hér var fyrir hrunið. Engir tveir stjórnmála­ flokkar bera meiri pólitíska ábyrgð á hruninu en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn. Að öllum líkindum munu báðir flokkarnir sjá hag sinn í því að skera á fjárframlög til þeirra stofnana sem hjálpa til við að minna á hið nei­ kvæða úr fortíð þeirra og Íslands. Ríkis­ stjórnin vill árangur; hún vill sækja fram og ekki dvelja við baksýnisspegil­ inn og hið neikvæða og erfiða. Ætla má að bæði stjórnendur Fjármálaeftirlits­ ins og sérstaks saksóknara séu hræddir um þetta og að þeir bíði á milli vonar og ótta í algerri óvissu um framhaldið. Lyklarnir að samfélaginu eru aftur komnir í hendur þeirra sem stóðu fyrir hruni þess. Sumargaman formanna n Formenn ríkisstjórnar­ flokkanna hafa sannarlega ekki látið sumarið fram hjá sér fara eftir erfiðan kosninga­ vetur. Þannig hefur Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson ferðast á slóðum Vestur­Íslendinga í Kanada þar sem hann hef­ ur baðað sig í frægðarljóma forsætisráðherraembættis­ ins ásamt eiginkonu sinni. Á meðan hefur Bjarni Benedikts- son dvalið á Ítalíu og sleikt sólina í faðmi fjölskyldunnar. Áhyggjur af léttum dúr n Vaxandi áhyggjur eru inn­ an stjórnarflokkanna með að ríkisstjórnin hafi ekki náð nægilega miklum ár­ angri í störfum sínum fram að þessu. Framsóknarflokk­ urinn hefur svo alls ekki náð að efna þau loforð sem hann hét kjósendum sínum í vor. Utanlandsferðir léttleikandi formanna flokkanna, Sig- mundar Davíðs Gunnlaugsson- ar og Bjarna Benediktssonar, á erfiðum tímum hefur enn frekar aukið þessar áhyggjur flokksmanna og spyrja ein­ hverjir sig að því hvort fjar­ vera þeirra sé gott fordæmi. Eftirlit Guðlaugs Þórs n Guðlaugur Þór Þórðarson talaði fyrir því opinberlega á Stöð 2 fyrir nokkrum dögum að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármála­ eftirlitið. Þingmað­ urinn er í hagræðingar­ hópi ríkisstjórnarinnar og telur hann að draga þurfi úr kostnaði við opinbert eftirlit. Áhugavert er að Guðlaugur Þór sé hvatamaður slíks þar sem ein af ástæðum starfsloka Gunnars Andersen hjá FME var að hann vildi láta rannsaka þingmanninn og viðskipti hans við Landsbanka Íslands. Aðgangurinn að 365 n Fréttin um Guðlaug Þór og niðurskurðinn í eftirliti með fjármálamarkaðnum vakti enn og aftur upp spurningar um aðgang þingmannsins að fréttamiðlum 365 þar sem hann er tíður gestur. Miðlarn­ ir segja nánast eingöngu já­ kvæðar fréttir um þingmann­ inn og störf hans, eins og um auglýsingar sé að ræða fyrir Guðlaug Þór. Boðaður niður­ skurður til Fjármálaeftirlitsins hljómar þó örugglega ekki illa í eyrum eiganda 365, Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, sem sjálf­ ur hefur verið til skoðunar hjá eftirlitsaðilum um langt skeið og sem styrkti flokk þing­ mannsins í gegnum FL Group að ósk hans á sínum tíma. Það er aldrei langt á milli okkar Lífið er meira virði en eitthvert hús Ingibjörg Sólrún býr í Kabúl en eiginmaðurinn á Íslandi. – DV Eyjólfur Kristjánsson. – DV Niðurskurður fortíðarinnar Í ræðu sinni á þjóðhátíðardaginn, 17. júní síðastliðinn, sagði nýbak­ aður forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, orðrétt: „Ís­ land hefur ekki verið stéttskipt á sama hátt og mörg önnur lönd og það er einn af mörgum góðum kostum þess að byggja þetta land.“ Hvað hann meinti nákvæmlega með þessum orðum liggur ekki í augum uppi, en væntanlega hefur hann átt við að stéttaskipting hér á landi hafi verið (og sé e.t.v.) minni hér á Íslandi en í öðrum löndum, sem við erum í sífellu að bera okkur saman við, t.d. Norðurlöndin og lönd Evrópu. Gunnar Smári Egilsson blaða­ maður fjallaði um stéttaskiptingu hér á Íslandi í langri grein í Frétta­ tímanum fyrir skömmu þar sem hann vinnur meðal annars út frá þeirri hugmynd að hér á landi hafi verið í gegnum tíðina fólk í a.m.k. tveimur stéttum, þeir réttlausu og svo hinir sem höfðu réttindi, t.d. til að kjósa í kosningum á grundvelli eigna og fjármagns. Sem betur fer er sú tíð liðin, en það kemur kannski eitthvað annað í staðinn. Þetta eins og svo margt ann­ að hér á landi hefur fremur lítið verið rannsakað, þó vitað sé um tilvist þess. 1,1 milljarður í vasa hluthafa Stéttaskipting kom undirrituðum hinsvegar í hug, þegar fréttir bár­ ust af arðgreiðslum til hluthafa í Vinnslustöð Vestmannaeyja í síð­ ustu vikunni í júlí. Þær námu sam­ tals 1.100 milljónum króna. Í frétt í Morgunblaðinu (sem að stórum hluta rekið er fyrir útgerðarpen­ inga) kvörtuðu síðan sömu hluthaf­ ar yfir því að lítið fé væri nú til fjár­ festinga í fyrirtækinu! Það er kannski ekki skrýtið þegar um 13% af eigin fé fyrirtækisins lendir í vösum hlut­ hafanna. Í sömu frétt kom fram að á undanförnum árum hafi arðgreiðsl­ ur úr fyrirtækinu numið allt að 22% af eigin fé á ári, þ.e. meira en 1 króna af hverjum fimm hafi runnið beint í vasa hluthafanna. Að vísu ger­ ir þetta fyrirtæki upp í evrum, rétt eins og mörg önnur stór fyrirtæki hér á landi. Enda slæmt að gera upp í haftakrónu, sérstaklega í ljósi þess að fyrirtækið er með tekjur í erlend­ um gjaldmiðli. Frá árinu 2007 hefur Vinnslustöðin greitt hluthöfum yfir þrjá milljarða í arð. Að vísu skal það tekið fram að í tilfelli Vinnslustöðv­ arinnar var ekki hægt að greiða arð árið 2009, sem hlýtur að hafa verið skelfilegt ár fyrir hluthafana. Arð­ greiðslan í ár er um 30% hærri en sú í fyrra, sem nam um 850 milljónum króna. Gjaldmiðillinn rótin? Og hvernig hefur þetta þá með stétta­ skiptingu að gera? Jú, þannig er að hér á landi er hópur fólks sem getur nán­ ast tekið sér það fé sem því þóknast í gegnum hræódýran aðgang að sjávar­ auðlindinni, því sem í almennri um­ ræðu er kallað sameign landsmanna. Í grunninn fjallar þessi efnahags­ lega misskipting einnig að hluta til um gjaldmiðilinn og „aukaverkan­ irnar“ af honum. Fyrir hrun emjaði útgerðin vegna þess sem kallað var „röng gengisskráning.“ Nú hamast útgerðin við að moka fé í eigin vasa og er þeim gert það auðveldara með breytingum á veiðigjaldi, þ.e.a.s. lækkun þess. Á sama tíma og næsta víst er að aðilar á vegum nýrra stjórnvalda eru að smíða tillögur sem miða að því að skera niður í menntun og heilsugæslu. Þeir sem hafa og hafa ekki Hreinræktuð græðgi getur líka spil­ að hér inn í og vitað er að átök voru í stjórn félagsins um arðgreiðslurn­ ar, sem þýðir að menn hafi verið með og á móti. En peningalyktin var greinilega of sterk, ilmaði of vel. Það vaknar auðvitað spurningin í framhaldinu; kunna menn sér ekk­ ert hóf? Eða er það lögmálið; … „ég á idda – ég má idda,“ sem ræður? Þetta nýjasta dæmi frá Vestmanna­ eyjum sýnir hinsvegar augljóslega að það er stéttaskipting á Íslandi, menn vilja bara ekki segja það berum orð­ um, sérstaklega ekki á tyllidögum. Og hún felst meðal annars í aðgangi að auðlindum og þeim tekjum sem þær gefa af sér. Það er að segja: Hér eru til þeir sem hafa og þeir sem hafa ekki. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Stéttaskipting á Íslandi Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 7. ágúst 2013 Miðvikudagur „Ljúft mun hverjum héraðshöfðinga þykja að hafa þingmanns- peð í Reykjavík í vasanum og hvað þá ráðherradulu. „… hér á landi er hópur fólks sem getur nánast tekið sér það fé sem því þóknast. Aðsent Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.