Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2013, Blaðsíða 23
Menning 23Miðvikudagur 7. ágúst 2013 40 sekúndur sem skóku heiminn Þ að er undarlegt að sjá hvað einræðiskerfi vinna oft á móti sjálfum sér. Í hinni frábæru mynd Das Leben Der And- eren var sýnt hvernig eftirlitskerfið í Austur-Þýskalandi gróf smám saman undan eigin stoðum og í heimilda- mynd um hljómsveitina Pussy Riot sem sýnd er í Bíó Paradís má sjá hvernig ríkisstjórn Pútíns í Rúss- landi, sem æ meir minnir á einræðis- stjórn, gerir slíkt hið sama. Hljómsveitin Pussy Riot var handtekin fyrir gjörning í rétttrún- aðarkirkju í Moskvu og var uppá- komunni beint gegn Pútín. Viðbrögð stjórnvalda þóttu afar harðneskjuleg og voru tveir meðlimir hljómsveitar- innar dæmdir í tveggja ára fangelsi í kjölfarið. Þetta leiddi til harða við- bragða um allan heim og eru marg- litar skíðagrímur hljómsveitarinnar nú orðnar alþjóðlegt tákn um and- stöðu gegn Pútín og jafnvel gegn harðlínuöflum almennt. Leikstjórarnir hafa haft aðgang að ótrúlega miklu myndefni, bæði frá fyrri gjörningum sveitarinnar sem og undirbúningnum að þeim sem þær urðu frægar fyrir. Við fáum líka að sjá þessar 40 sekúndur sem skóku heim- inn og viðtöl við aðstandendur. Þar fyrir utan er bæði skoðað hið pólit- íska umhverfi sem og bakgrunnur stúlknanna, en svo virðist sem hrun Sovétríkjanna hafi komið miklu róti á huga þeirra sem þá voru að alast upp. Það eina sem vantar er viðtal við stúlkurnar sjálfar, enda varð því ekki komið við, en þær svara fyrir sig úr glerbúri sem rússneska réttarkerfið hefur svo mikið dálæti á að nota und- ir sakborninga. Ekki er annað hægt en að dást að því hvað þær eru ein- beittar í erfiðri aðstöðu, og sérstak- lega Tolokonnikova kemur vel út og verður meginpersóna myndarinnar. Stórstjörnur á borð við Madonnu og Yoko Ono lýstu yfir stuðningi sín- um í kjölfarið og vafalaust sjá menn Pútíns eftir að hafa ekki sleppt stúlk- unum lausum um leið. Þeir hafa hins vegar ákveðið að láta slag standa og nýlega kom í ljós að áfrýjun hef- ur verið hafnað, sem gerir myndina mjög tímabæra. n Bíómynd Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Pussy Riot: A Punk Prayer IMDb 7,1 RottenTomatoes 77 Metacritic 73 Leikstjórar: Mike Lerner og Maxim Pozdorovkin Leikarar: Nadezhda Tolokonnikova, Maria Alyokhina og Yekaterina Samutsevich Sýnt í Bíó Paradís R agnheiður er kynlífsráðgjafi Rásar2 ásamt því að vera framkvæmdastjóri Knitting Iceland. Hún vinnur nú að kynlífshandbók sem hefur vinnu- heitið Klofvegahandbókin og er væntanleg hjá Forlaginu í vetur. Er eitthvað sérstakt sem einkenn- ir kynlíf Íslendinga umfram kynlíf annarra þjóða? Kannski hefur smæð samfé- lagsins áhrif þegar kemur að því að kynnast nýju fólki. Auðvelt er að finna upplýsingar um fólk sem gef- ur okkur öryggiskennd. Amerískar vinkonur mínar tala í alvöru um að þær þurfi að passa sig því deitið gæti verið fjöldamorðingi. Þær eru líka stressaðar ef lappirnar eru ekki nýrakaðar og spá mikið í hver á að borga kaffibollann eða máltíðina. Við hér erum ekki með rótgróna stefnumótamenningu sem setur alls kyns væntingar á bæði kynin. Stund- um heyrist að íslenskar konur séu ágengari en konur annars staðar, en ég held að þetta sé merki um að þær séu ekki hræddar við að sækja sér það sem þær langar í. Þrátt fyr- ir óútskýrðan launamun erum við ansi framarlega á jafnréttismerinni og ófeimni kvenna er ein birtingar- myndin. Ég held samt að við ríðum ósköp svipað og aðrar þjóðir. Fyrir tæpum áratug var mikið rætt um hina svokölluðu klámkynslóð. Hefur ný klámkynslóð tekið við, eða hefur þróunin mögulega geng- ið til baka? Ég held að allar kynslóðir hljóti að vera klámkynslóðir, munurinn er bara hvernig klámsins er neytt. Þegar ég var ung var hægt að kaupa Tígulgosann og Samúel í sjoppum og klámblöð í bókabúðum. Sjafn- aryndi fannst í öllum bókahillum og þeir djörfustu skoðuðu „bláu möpp- una“ á vídeóleigum. Netið hefur gert það að verkum að hver sem er getur hvenær sem er nálgast eins svæsið klám og hugurinn girnist. Sumar hliðar í þróun upplýsingaækni eru jákvæðar en aðrar síður. Mér finnst prýðilegt að geta fundið mér safaríka sögu á literotica.com, en hryllir við að tíu ára bekkingar geti óvart dottið inn á gangbang-síður í saklausu vafri um netið. Er meiri þörf á kynfræðslu nú en áður þar sem aðgengi að klámi hefur aukist? Hefðbundin kynfræðsla hefur haft sterkan fókus á æxlun og hvern- ig ber að verjast vá af völdum kynlífs, eins og þungun og kynsjúkdóma – þessar upplýsingar geta allir nálgast mjög auðveldlega á netinu. Full- næging karla er nátengd getnaði, en konur geta jafnvel ungað út heilum tug barna án þess að fá það svo mik- ið sem einu sinni. Fullnæging kon- unnar skiptir engu máli í æxluninni en öllu máli í nautninni. Við þurfum að ræða frekar nautnina og það að eiga í kynferðislega gefandi sam- böndum – hvernig við biðjum um það sem okkur langar í og hvernig við setjum mörk í nánum samskipt- um við aðra. Það er þörf að styrkja sjálfsmynd fólks á öllum aldri, sérstaklega kynferðislegu sjálfs- myndina. Það þarf að tala meira um snípinn og G-blettinn við stelpur og konur. Á pólitík heima í svefnherberginu? Ef jafnrétti kynjanna og femín- ismi er pólitík þá á hún svo sannar- lega heima í svefnherberginu. Þegar ég las spurninguna duttu mér reyndar í hug nokkrir kynþokkafullir pólitíkusar, Árni Páll (með skeggið), Birgitte Nyborg, Ragna fyrrverandi dómsmálaráðherra og Jens Stolten- berg … Hvað ber helst að varast í kynlífi? Að gera hluti sem kona/maður er ekki sátt/ur við, dómhörku og for- dóma. Hver er lykillinn að góðu kynlífi? Að þekkja sjálfan sig og þarfir sínar. Að vera forvitin/n og opin/n og halda sífellt áfram að uppgötva. Að geta orðað kröfur sínar og mörk. Ekki gleyma kynlífssambandinu við sjálfa/n sig óháð öðrum kynlífssam- böndum í lífinu. Ragnheiður Eiríksdóttir Sex spurningar um kynlíf Hvað geta bækur kennt okkur um kynlíf og ást?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.