Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Blaðsíða 2
Vikublað 21.–23. janúar 20142 Fréttir
Kýldi fyrrverandi
sambýliskonu
Lögreglan á Selfossi var kölluð
til á fimmtudaginn í síðustu
viku þegar maður veittist að
fyrrverandi sambýliskonu
sinni. Konan hringdi sjálf á lög-
regluna þegar hún komst að
því að maðurinn var á leiðinni
heim til hennar. Þegar lög-
reglu bar að garði var maður-
inn í óleyfi á heimili konunnar.
Hann hafði að auki beitt hana
ofbeldi, slegið til hennar svo
það kvarnaðist úr tönn henn-
ar. Lögregla handtók manninn.
Konan hefur farið fram á nálg-
unarbann á hendur honum
og mun Héraðsdómur Suður-
lands fá málið til afgreiðslu
fljótlega. Málið er rannsakað
sem meiriháttar líkamsárás.
Lögreglan á Selfossi hafði
afskipti af fjölmörgum líkams-
árásum í vikunni sem leið.
Sama kvöld lagði karlmaður
fram kæru vegna líkamsárásar
sem átti sér stað fyrr í janúar.
Viðkomandi hafði verið kýldur
í heimahúsi, og missti tönn
við höggið. Árásarmaður hafði
bankað upp á heima hjá honum
og kýldi hann um leið og hann
svaraði. Að svo búnu flúði við-
komandi af vettvangi. Lögregla
fékk að auki upplýsingar um
þrjár aðrar líkamsárásir, sem
munu allar vera minniháttar.
Vilborg
reynir aftur
Pólfarinn Vilborg Arna Giss-
urardóttir, ásamt íslensku föru-
neyti, reyndi að ganga á tind
Aconcagua, hæsta fjalls Suður-
Ameríku um helgina. Það gekk
hins vegar ekki sem skyldi og í
morgunútvarpi Rásar 2 á mánu-
dag var greint frá því að háfjalla-
veiki og óveður hefðu sett strik
í reikninginn. Því urðu þau frá
að hverfa. Fjallið Aconcagua er
um 7.000 metra hátt. Stefnt var
að því að ná á toppinn í gær, en
þá veiktist einn úr hópnum af
háfjallaveiki. Óveður varð svo
til þess að ekki var hægt að fara
lengra. Ekki verður hægt að
ganga aftur fyrr en um næstu
helgi og mun hluti hópsins ætla
að reyna þá að nýju. Þorsteinn
Jakobsson var í hópi göngu-
manna. Hann segir frá því á
Facebook að hópurinn hafi sof-
ið í 5.600 metra hæð síðustu
þrjá sólarhringa í aðlögun. Spá-
in næstu daga var aftur á móti
svo slæm að hópurinn ákvað
að fara niður, enda gat enginn
toppað á sunnudag vegna snjó-
flóðahættu.
Í
minnisblaði innanríkisráðu-
neytisins um Tony Omos er
ung íslensk kona nafngreind
þótt hún tengist ekki hælisum-
sókn Tony Omos með neinum
hætti. Hún er furðu lostin yfir því að
persónuupplýsingum um hana hafi
verið lekið út úr ráðuneytinu og hef-
ur óskað eftir afriti af upplýsingun-
um sem birtust í minnisblaðinu og
afhentar voru fjölmiðlum. DV hefur
ekki fengið svör við því hvort ráðu-
neytið muni verða við þeirra beiðni.
Umrætt minnisblað ber öll
merki þess að það hafi verið samið
fyrir einhvern sem ekki þekkir mál
Tony Omos til hlítar. DV hefur borið
minnisblaðið undir fólk sem starf-
að hefur innan stjórnsýslunnar og
stjórnarráðsins og ber þeim saman
um að hér sé ekki um hefðbundið
minnisblað að ræða. „Þetta er ekki
hefðbundið minnisblað heldur er
hér um að ræða dæmigerða óform-
lega samantekt,“ segir einn viðmæl-
enda blaðsins.
Minnisblaðið byggir á almenn-
um punktum um hælisumsókn-
ir hælisleitendanna Tony Omos
og Evelyn Glory Joseph, ætlaðri
barnsmóður hans. Vitnað er í rök-
stuðning innanríkisráðuneytis-
ins og stiklað á stóru í málsmeð-
ferðinni. Þá er farið yfir kvennamál
Tony, sem er sagður hafa átt kær-
ustu í Kanada fyrir tveimur árum og
er hún nafngreind í skjalinu.
„Þá er rétt að benda á …“
Eins og DV hefur rakið ítarlega síð-
ustu vikur er ekkert sem bendir til
annars en að skjalið hafi verið útbú-
ið í innanríkisráðuneytinu og hafi
farið þaðan á fjölmiðla. Hefði það
verið til meðferðar hjá öðrum stofn-
unum væri það skráð á málaskrá en
sú er ekki raunin. Engu að síður
hefur Hanna Birna Kristjánsdótt-
ir innan ríkisráðherra margoft gef-
ið í skyn að lögreglan, Útlendinga-
stofnun eða Rauði krossinn kunni
að hafa lekið skjalinu.
Rík þagnarskylduákvæði gilda
um starfsmenn innanríkisráðu-
neytisins, embættismenn, að-
stoðarmenn ráðherra og ráð-
herra sjálfan, þegar kemur að
meðhöndlun persónuupplýsinga
og getur hinn seki átt yfir höfði sér
allt að þriggja ára fangelsi. Erfitt
er að ímynda sér að sá starfsmað-
ur sem lak skjalinu hafi ekki verið
meðvitaður um þetta.
Orðalag minnisblaðsins bendir
til þess að skjalið hafi verið ætlað
til dreifingar út fyrir ráðuneytið, en
þar koma fyrir setningar eins og:
„Rétt þykir að vekja athygli á neðan-
greindu […] Þá er rétt að benda á …“
Annar viðmælandi blaðsins sem
starfað hefur hjá ráðuneytum segir:
„Minnisblað varðandi Tony Omos
hefur augljóslega verið samið fyrir
einhvern sem ekki var fullkomlega
inni í málinu. Það gæti hafa verið
gert fyrir ráðherra eða jafnvel bein-
línis til að leka til fjölmiðla.“
Svör ekki fullnægjandi
Á meðal þess sem fram kemur í
minnisblaðinu er að Tony hafi ver-
ið grunaður um aðild að mansali
en jafnframt að hann hafi ekki sætt
áframhaldandi rannsókn, og er það
tiltekið sem ein ástæða fyrir því að
vísa megi honum úr landi: „Einnig
hefur kærandi upplýst að hann hafi
ekki sætt áframhaldandi rannsókn
lögreglu. Verður því ekki fallist á
með kæranda að ástæða sé til þess
að fresta réttaráhrifum úrskurðar
ráðuneytisins af ofangreindum
ástæðum.“ Fréttablaðið og Morgun-
blaðið birtu fréttir þann 20. nóvem-
ber sem byggðu á upplýsingum úr
minnisblaðinu.
Í tilkynningu sem innanríkis-
ráðuneytið birti á vefsíðu sinni
þann 12. janúar síðastliðinn
segir: „Athugun ráðuneytisins og
rekstrarf élags stjórnarráðsins stað-
festi að trúnaðargögn vegna um-
rædds máls hafa einungis farið til
þeirra aðila sem samkvæmt lögum
eiga rétt á þeim.“ Ráðuneytið hef-
ur í svörum við fyrirspurnum lög-
manna vísað í eigin athugun á því
hvort persónuupplýsingum hefði
verið lekið úr ráðuneytinu.
Þessi svör ráðuneytisins hafa
ekki þótt fullnægjandi enda hefur
ríkissaksóknari óskað eftir upp-
lýsingum um þessa athugun inn-
anríkisráðuneytisins. Í sérstakri
yfirlýsingu sem Sigríður Friðjóns-
dóttir ríkissaksóknari birti á vef
ríkissaksóknara þann 13. janúar
síðastliðinn, kemur fram að ríkis-
saksóknari hafi óskað eftir minn-
isblöðum eða gögnum er varða
þessa könnun ráðuneytisins.
Óljóst hvort svör hafi borist
Í yfirlýsingu ríkissaksóknara segir
meðal annars: „Ríkissaksóknari,
sem æðsti handhafi ákæruvalds,
hefur óskað eftir upplýsingum frá
innanríkisráðuneytinu í tilefni af
kæru lögmanns Evelyn Glory Jos-
eph, sem send var ríkissaksóknara
vegna „… leka á persónulegum
upplýsingum um hana sem birtu-
st í fjölmiðlum í nóvember og virð-
ist m.v. fréttaflutning mega rekja til
innanríkisráðuneytisins.“, eins og
segir í kærubréfi.“ Þórey Vilhjálms-
dóttir, aðstoðarmaður ráðherra,
sagði í morgunútvarpinu á föstudag
að ráðuneytið myndi svara spurn-
ingum ríkissaksóknara á föstudag
eða mánudag. Ekki fengust svör frá
ríkissaksóknara varðandi það hvort
embættinu hefðu borist svörin,
áður en DV fór í prentun á mánu-
dag.
Tvær aðskildar kærur hafa verið
lagðar fram vegna trúnaðarbrests-
ins gagnvart hælisleitendunum.
Annars vegar hefur Stefán Karl
Kristjánsson, lögmaður Tony Omos,
kært innanríkisráðherra og starfs-
menn innanríkisráðuneytisins, til
lögreglu. Samkvæmt kærunni kann
háttsemin að varða við sjö ákvæði
hegningarlaga sem snúast meðal
annars um ærumeiðingar, brot á
þagnarskyldu, ranglæti við úrlausn
máls og misnotkun á aðstöðu. Hins
vegar hefur Katrín Oddsdóttir, lög-
maður Evelyn Glory Joseph, kært
málið til ríkissaksóknara sem í kjöl-
farið óskaði eftir upplýsingum frá
innanríkisráðuneytinu. Samkvæmt
upplýsingum DV er kæran sem
barst lögreglu í biðstöðu meðan
ríkis saksóknari kannar málið. n
n Málið enn hjá ríkissaksóknara n Óviðkomandi aðilum blandað inn í mál Tony Omos
Jóhann Páll Jóhannsson
Jón Bjarki Magnússon
johannp@dv.is / jonbjarki@dv.is „Svona tal um
pólitískar
árásir koma oftast
bara út eins og við-
komandi geti ekki
svarað fyrir sig
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Innanríkisráðherra
hefur ekki viljað
svara fyrirspurnum
DV vegna málsins.
Mynd Sigtryggru Ari
Íslensk kona nafngreind
í minnisblaði ráðuneytis