Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Síða 10
10 Fréttir Vikublað 21.–23. janúar 2014 Þ etta er búið að vera mikil bar- átta og er auðvitað ennþá. En það hefur hjálpað mér mikið í batanum að vera bjartsýnn og jákvæður,“ segir Logi Unnar- son Jónsson sem þann 23. október síðastliðinn lenti í alvarlegu umferð- arslysi við Jökulsárlón. Hann tví- mjaðmagrindabrotnaði í slysinu auk þess sem tveir neðstu hryggjarliðirn- ir sködduðust og hefur þurft að glíma við afleiðingar þess síðan. Árlega látast að meðaltali í kring- um 10–15 manns í umferðarslysum hérlendis og um 200 slasast alvar- lega. Sjaldan heyrast þó sögur þeirra sem slasast alvarlega og þurfa að eiga við afleiðingar umferðarslysa: sumir ævilangt. Logi er einn þeirra heppnu. Hann slapp lifandi en síðustu mánuði hefur hann háð erfiða baráttu til bata. Logi hvetur fólk til þess að ein- beita sér í umferðinni. „Þetta er dauð- ans alvara,“ segir hann. Baráttan hefur tekið á en með bjartsýnina að vopni hefur Loga tekist að gera hana að verk efni sem hann ætlar sér að vinna. Birtist skyndilega á brúnni Það var í enda október í fyrra sem slysið varð. Logi var að keyra frá Höfn í Hornafirði þar sem hann hafði verið að vinna. „Ég kem að brúnni við Jökulsár- lón horfi yfir og sé að það er enginn bíll á brúnni,“ segir Logi þegar hann rifjar upp aðdraganda slyssins. Brúin er einbreið en þegar hann nálgað- ist enda hennar sá hann skyndilega bíl koma upp á hana. „Þegar ég kem á miðja brúna þá lít ég aðeins yfir lónið til hægri, síðan leit ég aftur á brúna og þá sé ég að það er allt í einu kominn bíll í hinn endann. Hann var þá að koma neðan úr fjöru frá vega- slóða sem er alveg upp við brúna,“ segir Logi. „Ég veit ekki nákvæmlega hversu hratt ég ók en ég var búinn að hægja töluvert á mér. Þegar ég sé bíl- inn þá bremsa ég og bíllinn minn fer í 45 gráðu beygju. Ég lendi svo bílstjóra megin á bílnum. Stuðarinn fór vel inn í mjöðmina á mér sem fór alveg í klessu,“ segir hann. Fyrstu viðbrögð að losa sig Eftir áreksturinn var Logi með með- vitund og reyndi strax að koma sér út úr bílnum. „Mín fyrstu viðbrögð voru að losa mig úr bílnum. Það voru kannski svolítil mistök hjá mér en ég var í einhverju adrenalín-„rússi.“ Ég var fastur en reif mig lausan og við það held ég að mjaðmagrindin hafi geng- ið enn meira til. Það var svo mikil til- færsla á mjaðmagrindinni. Svo ætlaði ég að fara út úr bílnum og hrista þetta bara af mér en datt niður og bílstjór- inn úr hinum bílnum hjálpaði mér upp og þá byrjuðu verkirnir. Ég fann þá að það var eitthvað mikið að.“ Mjaðmagrindin boltuð saman Fólkið sem var í hinum bílnum hringdi í sjúkrabíl sem kom eftir um 25 mín- útur. Þá var Logi fluttur á sjúkrahús- ið á Höfn og þaðan með sjúkraflugi í bæinn. Þar var hann lagður inn á gjörgæslu og fór í aðgerð daginn eftir. „Þá var opnað á mér bakið til þess að koma brotinu í réttar skorður og þeir boltuðu það til þess að ná mjaðma- grindinni saman. Svo settu þeir fram- an á mig fjóra pinna sem voru skrúf- aðir inn í mjaðmagrindina að framan; 6–7 sentimetra inn í gegnum bein. Það var gert til þess að halda mjaðma- grindinni þannig að hún færi ekki að taka hreyfingu meðan hún gréri. Þetta var sársaukafullt en samt frábært að þeir gátu gert þetta svona því þá slapp ég við að vera í gifsi frá hnjám og upp að öxlum.“ Fékk erfiðar sýkingar Logi segist lítið muna fyrstu dagana eftir slysið. Hann stóð þó upp á þriðja degi og gat gengið nokkur skref. Vegna pinnanna þurfti hann hins vegar að liggja að mestu á bakinu í tvo mánuði. Fyrst á spítalanum í þrjár vikur og svo eftir að heim var komið. Hann fékk einnig sársaukafulla sýkingu þar sem pinnarnir eru settir inn og einnig í þvagrásina vegna þvagleggs sem hann fékk. Hann segir þetta hafa kost- að mikla þolinmæðisvinnu. „Þetta tók auðvitað allt á en ég er heppinn að ég á rosalega góða fjölskyldu og vini sem hafa staðið með mér í þessu. Komu að heimsækja mig og voru með mér í þessu og svo má ekki gleyma að nefna frábæra heilbrigðisstarfsfólkið. Þetta fólk vinnur svo gott og óeigingjarnt starf fyrir skítalaun. En þetta var mjög erfitt og er enn þó ég sé orðinn miklu betri. Ég var með mikla verki og svo tekur þetta líka á andlega.“ Áminning um hversu dýrmætt lífið er Logi segir það vissulega hafa verið áfall þegar fótunum var kippt undan honum á þennan hátt en það sé áminning um það hversu dýrmætt lífið er. Hann hafi ákveðið að hafa já- kvæðnina að leiðarljósi í baráttu sinni að bata og hann er viss um að það sé ástæðan fyrir því að honum hafi geng- ið svona vel. „Ég er mjög heppinn að ekki fór verr. Ég er mjög þakklátur fyrir að þetta var ekki verra en þetta þó að þetta sé búið að vera þó nokkuð mik- ið og ég er enn að berjast við þetta og mun berjast við þetta áfram. Þetta er ekki bara að lenda í slysi. Þetta er líka svo mikill tilfinningarússíbani. Það er ýmislegt sem breytist. Í mínu tilviki þarf ég til dæmis að sætta mig við þá staðreynd að það sem ég hafði ætlað mér að gera að ævistarfi mínu get ég ekki unnið við lengur,“ segir Logi sem vann við járnabindingar. „Það er ýmislegt sem ég get ekki gert. Ég get til dæmis ekki lengur fífl- ast og verið í gamnislag með fimm ára syni mínum uppi í rúmi eins og við gerðum. Mörg þannig lítil dæmi en á móti kemur líka að ég er enn hér og get lesið fyrir son minn áður en hann fer að sofa á kvöldin og spjallað við hann. Það hefur fylgt þessu mikill sársauki og oft verið erfitt. En ég lifði af og ég er þakklátur fyrir það og hef ver- ið jákvæður og fundið björtu hliðarn- ar í stað þeirra slæmu. Það er ótrúlega mikilvægt í svona ferli að vera jákvæð- ur. Það er auðvelt að fara illa út úr svona og margir jafna sig aldrei.“ Dauðans alvara Síðan Logi losnaði við pinnana hefur hann verið í endurhæfingu. Nú er hann hjá sjúkraþjálfara en fer einnig mikið í sund. Hann segist vera að ná góðum bata þó að hann finni enn fyrir miklum verkjum. „Ég hef svolítið ver- ið að keyra mig áfram og ögra mér. Ég held að batinn gangi svona vel vegna þess.“ Hann vill brýna fyrir fólki að fara gætilega í umferðinni. Hafa ein- beitinguna í lagi og einbeita sér að akstrinum. „Þetta er dauðans alvara. Þetta gerist á sekúndubroti. Það get- ur allt breyst á einni mínútu. Fólk á að einbeita sér 100% að akstrinum. Ég er orðinn hálfgerður umferðarfasisti eftir slysið og tek nú miklu meira eft- ir hvað fólk er stundum óábyrgt þegar það er að keyra. Um daginn var ég að keyra og það var mikið slabb og vont veður, lélegt skyggni. Þá sé ég konu í næsta bíl vera að mála sig meðan hún er að keyra. Þetta er náttúrlega ekki í lagi. Fólk þarf að gefa sér tíma til þess að einbeita sér að akstrinum. Geyma símann og allt hitt. Bara keyra. Ég vil ekki að vinir mínir eða ættingjar eða nokkur maður þurfi að ganga í gegn- um það sem ég hef verið að ganga í gegnum undanfarna mánuði.“ n Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is „Þetta er ekki bara að lenda í slysi. Þetta er líka svo mikill tilfinningarússíbani. Með stafinn Logi styðst í dag við staf og er í endur- hæfingu. Hann mun ekki geta unnið við það sem hann hafði valið sér sem ævistarf en seg- ist líta á slysið sem möguleika til þess að gera eitthvað nýtt. MynD Sigtryggur Ari Áminning um hve dýrmætt lífið er n Logi lenti í alvarlegu umferðarslysi n Hvetur fólk til þess að keyra varlega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.