Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Qupperneq 11
Fréttir 11Vikublað 21.–23. janúar 2014
Þeir lofuðu víst
atkvæðagreiðslu
Snerist hugur eftir kosningarnar og stefna ekki lengur að þjóðaratkvæðagreiðslu
S
tefna ríkisstjórnarflokkanna
tveggja sem kynnt var fyrir
síðustu kosningar var á þá
leið að kjósa ætti um áfram-
hald aðildarviðræðnanna
við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu á
kjörtímabilinu. Í dag stendur hins
vegar ekki til að kjósa um málið
nema stjórnarmeirihlutinn ákveði
sjálfur að halda viðræðunum áfram.
Það er hins vegar harla ólíklegt að
kúvending verði á stefnu flokkanna
þegar kemur að stuðningi við við-
ræðurnar en báðir eru þeir and-
snúnir aðild og hafa sagst vilja
stöðva viðræðurnar.
Stefnan skýr hjá
Sjálfstæðisflokknum
Sjálfstæðismenn voru mjög skýrir
varðandi hvernig þeir vildu haga
Evrópumálunum fyrir kosningar.
Á landsfundi flokksins í febrúar í
fyrra samþykktu þeir stefnu fyrir
komandi kosningar og var það álit
flokksins að þrátt fyrir að hann væri
andsnúinn aðild að sambandinu og
teldi hagsmunum Íslands best borg-
ið utan þess ætti að leggja það í dóm
þjóðarinnar hvert framhald aðildar-
viðræðnanna yrði á kjörtímabilinu.
„Sjálfstæðisflokkurinn telur hags-
munum Íslands betur borgið utan
Evrópusambandsins en innan –
þjóðin tekur ákvörðun um aðildar-
viðræður við ESB í þjóðaratkvæða-
greiðslu á kjörtímabilinu,“ sagði í
stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir
kosningarnar.
Framsóknarmenn voru ekki al-
veg jafn skýrir í sinni stefnu en for-
ystumenn flokksins höfðu þó sagt
að kjósa ætti um málið. Á fundi sem
VÍB hélt með leiðtogum stjórnmála-
flokka í apríl síðastliðnum var þrýst á
svör frá Sigmundi Davíð Gunnlaugs-
syni, formanni Framsóknarflokks-
ins, um hvort málið færi í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Því svaraði hann
játandi en að hann væri ekki viss
um dagsetninguna. Sagðist hann
vera „mjög opinn varðandi dagsetn-
ingar“ en að flokkurinn gerði ráð fyr-
ir því að atkvæðagreiðslan færi fram.
Snerist hugur eftir kosningar
Þegar ný ríkisstjórn var mynduð var
samþykkt í stjórnarsáttmálanum
að stöðva aðildarviðræðurnar og
að ekki yrði haldið áfram nema að
undangenginni þjóðaratkvæða-
greiðslu. Fljótlega eftir að stjórnin
var mynduð var farið að spyrja
ráðherrana um hvenær þjóðarat-
kvæðagreiðsla yrði haldin og þá
fengust þau svör að ekki væri á
prjónunum að halda hana. „Það er
hvorki stefna Sjálfstæðisflokksins né
Framsóknarflokksins að slík þjóðar-
atkvæðagreiðsla fari fram,“ sagði
Bjarni Benediktsson, for maður
Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblað-
inu þann 20. ágúst síðastliðinn.
Sama hefur komið fram í máli
Gunnars Braga Sveinssonar utan-
ríkisráðherra sem hefur umsjón
með aðildarviðræðunum.
Skoðanakannanir hafa verið
gerðar á því hvort kjósendur vilji
klára viðræðurnar og hvort þeir vilji
ganga í sambandið. Niðurstöður
þessara kannana hafa verið á þá leið
að þrátt fyrir andstöðu við inngöngu
í sambandið í dag vill almenning-
ur klára viðræðurnar og fá samn-
ing á borðið. Það er það sem lagt var
upp með á sínum tíma þegar Alþingi
samþykkti í ríkisstjórnartíð vinstrist-
jórnarinnar að sækja um aðild en í
ályktuninni kom fram að leggja ætti
samninginn fyrir þjóðina í atkvæða-
greiðslu. n
Aðalsteinn Kjartansson
adalsteinn@dv.is
Skýrt Bæði Sigmundur og
Bjarni voru nokkuð skýrir fyrir
kosningar varðandi að halda
ætti þjóðaratkvæðagreiðslu
um áframhald viðræðna við
ESB. Það breyttist eftir að
þeir komust til valda.
Mynd Sigtryggur Ari
Stal af íbúum Hrafnistu
Starfsmaður stal krítarkorti og debetkorti af tveimur íbúum Hrafnistu í Hafnarfirði
H
éraðsdómur Reykjaness
hefur dæmt konu í fjögurra
mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir þjófnaði og
fjársvik. Konan var ákærð
fyrir að hafa á tímabilinu 24. janú-
ar til 9. september á síðasta ári stolið
krítarkorti í eigu íbúa á dvalarheim-
ilinu Hrafnistu í Hafnarfirði og notað
það í 48 skipti til að taka út samtals
735 þúsund krónur í reiðufé úr hrað-
bönkum. Á þessum tíma var konan
starfsmaður á dvalarheimilinu.
Hún var einnig ákærð fyrir að hafa
á tímabilinu frá 23. september til 9.
október í fyrra stolið debetkorti af
herbergi íbúa og notað það í tíu skipti
til að taka út samtals 330 þúsund
krónur. Loks var hún ákærð fyrir fjár-
svik með því að hafa þann 1. október
í fyrra notað debetkort íbúans til að
greiða fyrir skartgripi að fjárhæð 15
þúsund krónur. Stal konan því tæpri
milljón af íbúunum tveimur.
Konan játaði brot sín skýlaust
fyrir dómi, en hún sagðist hafa verið
í fíkniefnaneyslu á þeim tíma sem
hún framdi brotin. Nú væri hún búin
að snúa blaðinu við og hætt í neyslu.
Konan sem um ræðir er fædd árið
1961 og hafði ekki gerst brotleg við
lög samkvæmt sakavottorði. Dómur-
inn yfir konunni er skilorðsbundinn
til tveggja ára. Auk þess að sæta skil-
orðsbundinni fangelsisrefsingu
var henni gert að greiða laun skip-
aðs verjanda síns, rúmar 30 þúsund
krónur. n
einar@dv.is
Skilorðsbundin refsing Konan var dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.
Í klessu Hér sést bíllinn
hans Loga eftir árekstur-
inn. Eins og sést fór hann
mjög illa.
Að rísa upp Hér er verið að reisa Loga upp
á spítalanum. Það var mjög sársaukafullt
fyrir hann fyrst um sinn.
Fyrstu skrefin Logi sést hér stíga
fyrstu skrefin með hjálp starfsmanna á
spítalanum. Hann segist eiga því mikið
að þakka – fólkinu sem vinnur þar svo
óeigingjarnt starf í þágu annarra.
Pinnarnir Eftir slysið voru settir boltar í bakið á Loga til þess að festa mjaðmagrindina
saman. Stálpinnar voru settir í gegnum mjaðmabeinið og þurfti hann að liggja á bakinu
í tvo mánuði og gat sig lítið hreyft. Hann fékk einnig sýkingu þar sem pinnarnir fóru inn
sem var mjög sársaukafullt.
Með jákvæðni að vopni Logi er
búinn að hafa jákvæðnina að vopni í
baráttu sinni.
147 alvarleg
umferðarslys
Frá janúar og fram í nóvember á síðasta
ári urðu 147 alvarleg umferðarslys hér
á landi. Flest voru þau í júlí, eða alls 26
talsins. Í þessum slysum slösuðust 165
alvarlega. Markmið stjórnvalda er að
fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra í
umferðinni minnki að jafnaði um 5% á
ári til ársins 2022. Sú prósentutala er
miðuð við meðaltal áranna 2006–2010.
Á síðasta ári var markmiðið að fjöldi
látinna eða alvarlegra slasaðra yrði
ekki meiri en 173. Það tókst þó ekki og
fjöldinn varð 178 manns.
Vikur og
mánuðir í
endurhæfingu
Sigríður Guðmundsdóttir, deildarstjóri
hjúkrunar á Grensásdeild Landspít-
alans, segir að ekki séu til nákvæmar
tölur yfir það hversu lengi fórnarlömb
umferðarslysa þurfi að dvelja á Grensás
í endurhæfingu. „Það fer eftir alvarleika
slyssins. Fólk er hér allt frá nokkrum
vikum upp í nokkra mánuði, lengst í
kringum níu mánuði. Fólk sem lamast er
jafnan svo lengi, þeir sem fá heilaskaða
eru yfirleitt mjög lengi en það er þó mis-
munandi. Sé sjúklingurinn allur brotinn
þá þarf að bíða eftir því að brotin grói
og svo tekur endurhæfing við. Hún fylgir
alltaf í kjölfarið á alvarlegum bílslysum,“
segir Sigríður.