Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Qupperneq 24
Vikublað 21.–23. janúar 201424 Neytendur
Pósturinn bætir
við gjöldum
Okurvakt DV birtir fréttir um
verðhækkun
Okurvakt DV tók til starfa fyr
ir skemmstu og hefur nokkuð
borist af ábendingum um fyrir
tæki sem hafa hækkað verð á
vörum eða þjónustu. Hægt er að
senda ábendingar á netfangið
okur@dv.is eða af heimasíðunni
dv.is/innsending/okur. Hér fyr
ir neðan eru nokkur dæmi um
innsendingar en Okurvaktin er
einnig virk á DV.is.
Aukin gjöld á tollmeðferð
Póstsins
Pósturinn hefur rukkað fyrir
tollmeðferð á pökkum árum
saman, verðið fyrir þá þjón
ustu er 550 krónur. Nú um ára
mótin tók gildi ný verðskrá fyrir
það sem kallað er aukaþjón
ustur er koma að tollafgreiðslu
sendinga. Þar á meðal er rukk
að um 500 krónur fyrir leit
að reikningi, það er að segja,
starfsmaður tollsins opnar
sendinguna og finnur upplýs
ingar um verð vörunnar í hon
um. Sama verð þarf að greiða
fyrir svokallaða flýtimeðferð en í
henni felst að fá sendinguna af
henta í Póstmiðstöðinni á Stór
höfða eins og hingað til hefur
verið gert. Greiði fólk ekki gjald
fyrir flýtimeðferð þarf að bíða
tvo daga og nálgast sendinguna
á því pósthúsi sem næst er
heimili þess.
Gos hækkar í
Fjarðarkaupum
Glöggur lesandi
rak augun í að
Fjarðarkaup hafa
hækkað verð á Coke
Light nýlega. Þannig hækkaði
tveggja lítra flasta úr 289 kr. í
309 kr. eða um tæp 7%.
Dýr sítróna í Kosti
Lesandi hafði samband vegna
sítrónu sem keypt var í Kosti fyr
ir nokkru en hún
kostaði 225.
Fannst neyt
andanum það
heldur dýrt,
jafnvel þó flog
ið hafi verið
með sítrónuna
hingað frá New York.
Svartur listi ASÍ
Fleiri eru á verði gagnvart verð
hækkunum en ASÍ birtir á
heimasíðu sinni lista yfir þau fyr
irtæki sem hækkað hafa verið frá
áramótum. Á honum eru fyrir
tækin Landsvirkjun, Síminn, Ís
landspóstur, World Class, Lands
bankinn, Pottagaldrar, Orkuveita
Reykjavíkur, Lýsi, Nói Síríus og
Freyja.
Á móti birtir Alþýðusam
bandið grænan lista yfir þau
fyrirtæki sem hafa lýst því yfir
að þau hækki ekki verð. Á hon
um eru meðal annarra fyrir
tækin Art Form, Frumherji,
ISNIC – landslénið.is, Brúnegg,
Brasserie Askur, Samsungsetrið,
Ormsson, Hvellur, Ópal, Strætó
bs., Ísbúðin Valdís, Bílabúð
Benna, Gæludýr.is, Handprjón
ehf., RB Rúm, Verslunin Brynja,
Hamborgarabúlla Tómasar,
Hreyfill, Lifandi markaður, IKEA
og Flúðasveppir.
Algeng mistök í
matarinnkaupum
N
eytendur sóa oft peningum
að óþörfu í matvöruverslun
um án þess að gera sér grein
fyrir því.
Melissa d’Arabian er sjón
varpskokkur og höfundur bókarinn
ar Ten dollar dinners sem á íslensku
myndi útleggjast sem Kvöldmatur á
þúsundkall, eða 1.160 krónur sé allr
ar nákvæmni gætt. Melissa d’Arabian
sagði neytendahorni Buisness Insider
nýlega frá algengustu mistökum sem
venjulegir neytendur gera í matvöru
verslunum og auðveldum leiðum til
að komast hjá þeim.
1 Að borga fullt verð fyrir kjöt Kjötið er yfirleitt dýrasti
partur máltíðarinnar og þess vegna
er mælt með því að fylgjast vel með
tilboðum og þegar þau bjóðast að
gera þá magninnkaup og frysta til
síðari tíma.
2 Að fylgja uppskriftum í blindni Í staðinn fyrir að
kaupa hvert einasta innihaldsefni í
löngum uppskriftum er miklu betra
að athuga hvað maður á nú þegar
sem getur komið í staðinn. Þannig
getur sítrónusafi vel komið í staðin
fyrir aðra súra matvöru svo sem edik
eða appelsínusafa. Þá má vel skipta
út einni tegund ferskra kryddjurta
fyrir aðra.
3 Að nota ekki frystinn Það má spara háar fjárhæðir
með því að frysta brauð, beikon,
krydd og tómata. Sjálf blandar
d'Arabian kryddjurtum saman við
olíu og frystir í klakaboxum. Með því
að kaupa þessar vörur á tilboði má
spara enn meira.
4 Að spara ekki í ódýrum vörum Dós af baunum er
til að mynda ekki dýr. En þó má
kaupa sem svarar fimm dósum af
niðursoðnum baunum fyrir verð
einnar ef baunirnar eru keyptar
þurrkaðar og eldaðar heima.
5 Að gleyma að reikna í grænmetisdeildinni
Grænmeti og ávextir eru seldir for
pakkaðir og í lausu. Kílóverðið á þó
alltaf að koma fram en með því að
bera það saman má gera hagkvæm
ustu kaupin. Kartöflur og gulrætur
eru oftast ódýrari í pokum en svepp
ir, epli og appelsínur í lausu.
6 Nota stóra kerru Stærri kerrur ýta undir meiri innkaup
segir d'Arabian. Þeirri staðreynd
má snúa sér í hag með því að velja
alltaf minnstu fáanlegu körfuna.
Ef eingöngu er boðið upp á stórar
körfur er mælt með því að byrja á
því að raða ódýrari vörum í körfuna
og fylla þannig upp á plássið áður en
haldið er lengra.
7 Spandera í rangri deild Að skipta út dýrri steik fyrir
ódýrari getur skilað sér í aukakostn
aði upp á nokkra þúsundkalla. Fólk
ætti frekar að gera vel við sig í græn
metisdeildinni þar sem dýrir villis
veppir eða lífrænt ræktað kál eða
tómatar bæta máltíðina til muna en
bæta aðeins nokkrum hundraðköll
um við reikninginn.
8 Líta fram hjá salatbarnum Hnetum, brauðteningum og
salati má blanda saman á salat
barnum fyrir mun lægra verð en
væru þessar vörur keyptar stakar.
Sömuleiðis er tilvalið að nota sal
atbarinn til að kaupa litla skammta
af hágæðavörum eins og ólífum í
kryddlegi.
9 Að biðja ekki um aðstoð Starfsfólkið í kjötborðinu getur
gefið upplýsingar um hvernig á að
elda framandi steikur sem jafnvel
eru á tilboði. Eins má biðja það um
að skera stórar ódýrar svínasteikur
í bita, til dæmis sneiðar, strimla eða
teninga.
10 Að hengja sig um of í lista Verið opin fyrir tilboðum og
útsöluverði. Melissa d'Arabian segist
til að mynda einungis skrifa „græn
meti fyrir kvöldmatinn“ á listann
sinn en lætur verðið ráða þegar hún
er í grænmetisdeildinni.
11 Að vita ekki hvað algeng-ustu vörur kosta Til þess að
gera skynsamlegri innkaup er lykil
atriði að vita hvað kjúklingabringur,
mjólk eða bleiur kosta venjulega.
Það hjálpar neytandanum við að
koma auga á góð kaup í versluninni.
Gott er að búa til lista yfir þær vörur
sem oftast eru keyptar svo hægt sé
að gera magnkaup á þeim þegar þær
eru á útsölu.
12 Að halda að sparnaðurinn eigi sér bara stað í versl-
uninni Helmingur sparnaðarins á
sér stað heima. Með því að skipu
leggja búrið vel og hafa yfirsýn yfir
innihald skápanna sparast peningar.
Jafn mikilvægt er að nýta afganga.
Dýrustu hráefnin í eldhúsinu eru
þau sem er kastað. n
n 12 leiðir til að gera skynsamlegri innkaup n Þú getur sparað mikið
Auður Alfífa Ketilsdóttir
fifa@dv.is
„Dýrustu hráefnin í
eldhúsinu eru þau
sem er kastað.
Melissa d’Arabian Sjónvarpskokkur og höfundur bókarinnar Kvöldmatur á þúsundkall.
Matvöruverslun
Aðeins hluti sparnað-
arins á sér stað við
innkaup, hinn hlutinn
í eldhúsinu heima.