Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Qupperneq 31
Vikublað 21.–23. janúar 2014 Sport 31
TENNIS
er skemmtileg hreyfing
Nú er rétti tíminn til að
panta fastan tíma í tennis.
Eigum nokkra tíma lausa.
Skemmtilegu byrjendanámskeiðin
fyrir fullorðna eru að hefjast.
Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is
Gætu farið í fangelsi
Réttarhöld yfir frönskum landsliðsmönnum hafin
T
veir franskir landsliðs
menn í knattspyrnu, tveir
af bestu leikmönnum
heims, eiga yfir höfði sér
allt að þriggja ára fangels
isvist, verði þeir fundnir sekir um
að hafa vitandi vits haft samræði
við ólögráða vændiskonu. Réttar
höld yfir knattspyrnumönnunum
hófust í París í Frakklandi á mánu
dag. Leikmennirnir hafa báð
ir neitað því að hafa sængað með
Zahia Dehar; Benzema þegar hún
á að hafa verið 16 ára og Ribery
þegar hún á að hafa verið 17 ára.
Hvorki leikmennirnir né stúlk
an, sem nú starfar sem tísku
hönnuður fyrir Þjóðverjann Karl
Lagerfield, mættu fyrir réttinn.
„Við erum mjög bjartsýnir og ætl
um að verjast af fullri hörku,“ sagði
Carlo Alberto Brusa, lögmaður
Ribery við fjölmiðla. Í Frakklandi
mega ungmenni hafa kynferðis
mök við 15 ára aldur en óheimilt er
að greiða einstaklingi sem er yngri
en 18 ára fyrir kynlíf. Hæstiréttur
í Frakklandi úrskurðaði nýlega að
ekki sé hægt að dæma einstak
ling fyrir samræði við barnungar
vændiskonur nema hann viti að
hún sé undir lögaldri.
Dehar hefur makað krókinn
eftir að málið komst í hámæli.
Hún er nú 21 árs og er orðin mjög
þekkt í heimalandinu, og jafnvel
víðar. Hún ber að hún hafi sofið
hjá báðum mönnunum – og logið
til um aldur. n
baldur@dv.is
Í bobba Ribery og
Benzema segjast
saklausir.
Dehar Segist hafa logið til um aldur.
Þ
etta voru æðisleg tvö stig
en varð aðeins erfiðara en
það átti að verða. Við vorum
kannski aðeins of lengi að
mæta í vinnuna,“ sagði Guð
jón Valur Sigurðsson, fyrirliði ís
lenska landsliðsins í handknattleik,
eftir leik Íslands og Makedóníu í
milliriðlum Evrópumótsins í hand
bolta. Íslendingar unnu að lokum
fínan sigur, 29–27. Makedóníumenn
veittu íslenska liðinu harða keppni
og má segja að íslenska liðið hafi
unnið með herkjum. Sigurinn þýð
ir að Íslendingar eygja enn von um
sæti í undanúrslitum keppninnar,
en ef það á að ganga eftir verður ís
lenska liðið að vinna það danska á
miðvikudag en einnig treysta á að
Spánverjar tapi fyrir Makedóníu.
Vonin er lítil en þó enn til staðar.
Guðjón Valur Sigurðsson og Ásgeir
Örn Hallgrímsson voru markahæst
ir í íslenska liðinu með sex mörk
hvor. Þá varði Björgvin Páll Gústavs
son sextán skot í íslenska markinu.
Slæm byrjun
Íslenska landsliðið hefur oft byrjað
betur en það gerði í leiknum á móti
Makedóníu í öðrum leik milliriðils
ins. Fyrsta korterið í leiknum skor
aði liðið ekki nema þrjú mörk og
sóknarleikurinn var stirðbusalegur.
Frábær frammistaða Björgvins Páls
Gústavssonar í markinu hélt liðinu
á floti.
Eftir að Makedóníumenn
komust í 4–0 rönkuðu strákarnir við
sér. Þeir minnkuðu muninn hægt og
bítandi og Björgvin hélt áfram að
verja í markinu.
Varnarmaðurinn Bjarki Már
Gunnarsson jafnaði metin í 7–7 og
í kjölfarið tóku Íslendingar forystu
í leiknum. Þegar yfir lauk leiddu Ís
lendingar 14–11 í hálfleik. Björgvin
Páll varði heil 14 skot í fyrri hálfleik,
þar sem Ásgeir Örn Hallgrímsson
var fyrirferðarmestur í sóknarleikn
um. Stórskyttan Aron Pálmarsson
fann sig alls ekki og fór út af eftir
þrjár misheppnaðar marktilraunir.
Aftur slæm byrjun
Síðari hálfleikur byrjaði jafn illa og
sá fyrri. Íslendingar fundu ekki takt
inn og Makedóníumenn jöfnuðu
leikinn. Íslendingar héldu frum
kvæðinu í leiknum en Makedóníu
menn fylgdu þeim eins og skugginn.
Markvarslan datt svolítið niður og
leikurinn var í járnum. Ísland náði
þriggja marka forystu þegar Björg
vin Páll átti magnaða sendingu fram
á Guðjón Val, sem skoraði af öryggi.
Ólafur Guðmundsson, sem átti ann
an flottan leikinn í röð, kom liðinu
fjórum mörkum yfir í næstu sókn.
Vörnin þarf að batna
Íslendingar héldu tveggja til fjögurra
marka forystu þar til Makedóníu
menn minnkuðu muninn í eitt
mark þegar rúmar fjórar mínútur
voru eftir. Ásgeir Örn skoraði mikil
vægt mark þegar hálf fjórða mínúta
var eftir. Flottur leikur hjá honum.
Í kjölfarið varði Björgvin Páll, besti
maður íslenska liðsins í leiknum, og
Ísland var á auðum sjó. Guðjón Val
ur misnotaði vítakast í næstu sókn
en það kom ekki að sök. Íslendingar
sigldu sigrinum heim, með flottu
marki Gunnars Steins Jónssonar.
Liðið hefur oftast spilað betur.
Vörn íslenska liðsins var ekki
nógu sannfærandi í leiknum og þarf
að vera heilsteyptari í næsta leik
gegn ógnarsterkum Dönum.
Aron Kristjánsson, þjálfari ís
lenska liðsins, sagði við RÚV eftir
leikinn að leikurinn hafi reynt á ís
lenska liðið. „Makedónarnir eru
þannig að ef þeir fá blóð á tennur nar
þá er erfitt að eiga við þá. Við kom
um illa inn í leikinn en sköpum okk
ur að vísu fín færi. Við vissum að
þetta gæti orðið svona en við börðu
mst allan tímann og náðum þriggja
marka forystu undir lok fyrri hálf
leiks. Svo byrjuðum við seinni hálf
leikinn illa og þetta varð ströggl eft
ir það,“ sagði Aron en tók þó skýrt
fram að hann væri mjög ánægður
með sigurinn. Næsti leikur Íslands
er sem fyrr segir gegn Dönum á
miðvikudagskvöld klukkan 19.30. n
Björgvin bestur
Baráttuglaðir Makedóníumenn létu strákana okkar hafa fyrir hlutunum
Baldur Guðmundsson
Einar Þór Sigurðsson
baldur@dv.is / einar@dv.is
Bestur Björgvin Páll
átti enn einn stórleik-
inn. MynD EPA
„Makedónarnir eru
þannig að ef þeir
fá blóð á tennurnar þá er
erfitt að eiga við þá.
Hart tekist á Makedóníumenn gáfu íslensku strákunum ekkert eftir og hefðu með smá
heppni getað unnið.