Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Blaðsíða 36
Vikublað 21.–23. janúar 201436 Fólk Dennis Rodman í meðferð Jafnar sig eftir heimsókn til Norður-Kóreu B andaríkjamaðurinn og fyrrverandi NBA-leikmaðurinn Dennis Rod- man lagðist inn á meðferðarheim- ili í New Jersey um helgina en þetta staðfesti talsmaður hans á sunnudaginn. Rodman hefur barist við Bakkus um langt skeið og hyggst nú gera tilraun til að sigr- ast á fíkninni með því að skrá sig í 30 daga meðferð. Hann er nýkominn heim til Bandaríkjanna eftir heimsókn til Norð- ur-Kóreu en þar hefur hann verið tíð- ur gestur undanfarin ár og hefur vinátta hans og norðurkóreska leiðtogans Kim Jong-un hlotið mikla umfjöllun. Samkvæmt talsmanni Rodman er síð- asta heimsókn kappans til Norður-Kóreu ein helsta ástæðan fyrir því að hann hefur nú skráð sig í meðferð en Rodman komst í fréttirnar vestanhafs eftir að hann hellti sér yfir fréttamann bandarísku sjónvarpsstöðv- arinnar CNN í umræddri ferð. Þegar Rod- man var spurður út í mál Bandaríkjamanns- ins Kenneth Bae, sem haldið er föngnum í höfuðborginni Pyongyang, grunaður um að plotta gegn ríkisstjórn landsins, brást hann afar illa við og kom norður- kóresku ríkisstjórninni til varnar. Auk þess fullyrti hann að Bae hefði brotið alvarlega af sér en vildi ekki útskýra það nánar. Nokkrum dög- um eftir uppákomuna sem, eðli máls- ins samkvæmt, náðist á myndbands- upptöku baðst Rodman afsökunar á ummælum sínum og sagðist hafa ver- ið bæði drukkinn og stressaður meðan á viðtalinu stóð. Hann bað auk þess fjöl- skyldu Kenneth Bae sérstaklega af- sökunar en talsmaður kappans sagði hann undir miklu álagi og hann hafi komið heim í slæmu ástandi tilfinninga- lega eftir þessa viðburða- ríku ferð. n horn@dv.is Í meðferð Að sögn talsmanns líður Rodman ekki vel eftir síðustu heimsókn sína til Norður-Kóreu. Vinir Vinátta þeirra Rodman og Kim Jong-un hefur vakið heimsathygli. Barnastjörnur 1 Keira KnightleyKeira Knightley hóf leiklistar- ferilinn átta ára en hennar fyrsta hlutverk var í breska sjónvarpsþættin- um Screen One og fjórtán ára landaði hún hlutverki í Star Wars Episode I: The Phantom Menace sem Sabe, ein af aðstoðarkonum Amidölu drottningar. 2 Jake Gyllenhaal Faðir Gyllenhaal er leikstjóri, móðir hans frameiðandi og handritshöfundur, eldir systir hans leikkona og guðmóðir hans, Jamie Lee Curtis einnig. Það skyldi því engan undra að Jake Gyllenhaal hafi hafið ferilinn ungur en leikarinn var aðeins ellefu ára þegar hann þreytti frumraun sína á skjánum, en það var í kvikmyndinni City Slickers. 3 Jason Bateman Bateman var einn af vinsælustu barnastjörnum níunda áratugar síðustu aldar. Hann hóf ferilinn tólf ára er hann lék James Cooper Ingalls í sjónvarpsþáttunum Little House on the Prairie og nokkrum árum síðar lék hann í fjölskylduþættinum Silver Spoons, sem naut mikilla vinsælda. 4 Jessica AlbaJessica Alba var komin með umboðsmann þegar hún var aðeins tólf ára og um ári síðar hlaut hún hlutverk í kvikmyndinni Camp Nowhere. Sama ár lék hún í sjónvarpsþættinum The Secret World of Alex Mack og fjórtán ára landaði hún stóru hlutverki í þættinum Flipper. 5 Scarlett Johansson Johansson var átta ára þegar hún birt- ist fyrst í sjónvarpi en stuttu síðar lék hún á móti Elijah Wood í kvikmyndinni North. Fjórtán ára vakti hún svo athygli fyrir frammistöðu sína í myndinni The Horse Whisperer og síðan hefur hún haft í nógu að snúast í heimi kvikmyndanna. topp 5 Bieber ekki svo saklaus lengur n Áfengi, eiturlyf og vændiskonur einkenna líferni Justins Bieber K anadíska poppstirnið Justin Bieber er orðið ein skærasta stjarna jarðar en hann sló í gegn árið 2008, þegar hann var aðeins 14 ára. Krúttlega barnastjarnan hefur þó heldur betur tekið stakkaskiptum og myndu sumir segja að frægðin sé að stíga honum fullmikið til höfuðs. Árið 2013 var ansi skrautlegt í lífi popparans, sem nú hefur ákveðið að taka sér hlé frá tónlist, en hann rataði margoft í fréttirnar fyrir hvern skandalinn á fætur öðrum, meðal annars vegna eiturlyfjanotkunar og vændiskaupa. Hrákaæði Bieber Bieber virðist eiga það til að hrækja á fólk þegar hann er í uppnámi. Í það minnsta komu upp nokkur til- vik árið 2013 þar sem Bieber var sakaður um slíkt athæfi. Í janúar sakaði bandaríska útvarpskonan Colette Harrington söngvarann um að hrækja í vatnsflöskuna hennar er hún var stödd í ræktinni á Ritz- Carlton hótelinu í Norður-Karólínu. Harrington sagði Bieber hafa verið með stæla og gert grín að æfingun- um sem hún stundaði og að lokum hrækt í umrædda vatnsflösku. Í mars sakaði nágranni Bieber hann um að hafa hrækt á hann og auk þess hótað honum lífláti eftir að sá fyrrnefndi ávítaði stjörnuna fyrir að keyra gáleysislega og í júlí steig svo plötusnúðurinn Addison Ulhaq fram og kærði Bieber fyrir að hrækja á hann á skemmtistað í Ohio. Dóp í tónleikarútu Í lok apríl gerði sænska lögreglan leit í tónleikarútu söngvarans er hann var staddur í Stokkhólmi vegna tónleikaferðar sinnar. Í rút- unni fundust kannabisefni sem og önnur fíkniefni sem send voru til efnagreiningar sem og rafbyssa og ýmiss konar búnaður til eiturlyf- janotkunar. Hvorki Bieber né aðr- ir voru þó handteknir vegna máls- ins en allt síðasta ár hefur Bieber ítrekað náðst á mynd og myndbönd við neyslu kannabisefna. Pissaði í fötu Í júlí var myndbandi af Bieber að pissa í skúringafötu lekið á netið. Atvikið átti sér stað á veitingastað sem Bieber og félagar hans not- uðu til að komast óséðir út af næt- urklúbbi í Los Angeles fyrr á árinu en myndbandið vakti mikla athygli og hneykslan víða um heim. Í lok myndbandsins tekur söngvarinn svo upp brúsa, sprautar hreingern- ingarvökva á mynd af Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og öskrar: „Fuck Bill Clinton!“ Gómaður við vændishús Í byrjun nóvember var Bieber gómaður er hann var að yfir- gefa vændishús í Rio de Janeiro í Brasilíu. Söngvarinn eyddi þrem- ur klukkustundum inni á staðnum en reyndi svo að fara huldu höfði er hann yfirgaf staðinn í fylgd lífvarða sinna með því að fela sig undir hvítu laki. Ljósmyndarar báru þó strax kennsl á húðflúr á vinstri handlegg kappans og mynduðu hann í bak og fyrir á leið út af staðnum og inn í bíl. Tveimur brasilískum vændiskonum var svo fylgt út af staðnum og þær sendar upp á hótelherbergi til Biebers í öðrum bíl. Í kóngastól á Kínamúrinn Í september fór mynd af Bieber þar sem hann lét bera sig upp Kínamúr- inn eins og eldur í sinu um netheim- ana. Myndin birtist á Twitter-síðu söngvarans og þótti mörgum full- mikið um stjörnustæla hins unga poppara sem fór á Kínamúrinn til að taka upp tónlistarmyndband við lagið All That Matters. Bieber mætti skömmu síðar í viðtal þar sem hann útskýrði burðinn með því að hann hafi einfaldlega verið orðinn of þreyttur til að geta gengið lengur. Fíkniefni í húsinu Enn einn eiturlyfjaskandallinn í tengslum við Bieber kom upp í síð- ustu viku. Lögreglan gerði þá hús- leit á heimili hans og besta vinar hans, rapparans Lil Za, í Los Angel- es, og við leitina kom ýmislegt í ljós. Þó nokkuð magn af eiturlyfjum og áhöld til eiturlyfjanotkunar fund- ust á víð og dreif um húsið en um var að ræða nokkuð magn af kanna- bisefnum og fimm tómar flöskur af kódíni. Lil Za var handtekinn í kjöl- far leitarinnar en svo virðist sem Bieber sleppi með skrekkinn enn einu sinni. n Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Vandræðagemsi Justin Bieber hefur ítrekað komist á fréttirnar undanfarið fyrir vafasama hegðun. MynD ReuteRs Í felum Bieber yfirgef- ur vændishús í Rio de Janeiro. ungur og saklaus Bieber var talsvert saklausari fyrir fimm árum. Þreyttur Bieber var of þreyttur til að geta gengið lengra upp Kínamúrinn og lét því bera sig. Gómaður Húðflúr á vinstri handlegg söngvarans sást vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.