Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2014, Blaðsíða 2
Vikublað 17.–19. júní 20142 Fréttir Skemmdu bíl björgunar- sveitarmanns Óprúttinn aðili fór inn í einkabíl björgunarsveitarmannsins Jó- hanns Jóhannessonar á Akureyri um helgina á meðan hann var í útkalli. Vísir greindi frá þessu á mánudag. „Ég skil bílinn eftir fyrir utan björgunarsveitarhúsið Dalborg á Akureyri, ég er í burtu í rúman sólarhring og í milli- tíðinni er farið inn í bílinn. Það er eins og einhver hafi verið að reyna að tengja fram hjá,“ sagði Jóhann. Hann kom að bílnum seint um nótt eftir útkallið og var því örþreyttur og ósáttur. „Það er mjög skrýtið. Það voru til dæm- is verkfæri fyrir tugi þúsunda í skottinu,“ segir hann en ekki var hreyft við þeim. Brenndist í andliti Ungur maður brenndist í and- liti og á hendi í Grafarholti á sunnudagskvöld. Það var um kvöldmatarleytið sem tilkynnt var um eld í íbúðarhúsnæði þar. Þegar lögregla og slökkvilið kom á staðinn kom í ljós að þar hafði heimilisfólk verið að djúpsteikja mat og hafði feitin ofhitnað með þeim afleiðingum að kviknað var í pottinum. Fólkið hafði skvett vatni á eldinn og við það varð sprenging sem getur gerst þegar olíueldur er slökktur með vatni. Maðurinn sem brenndist var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Nokkrar skemmdir urðu í eldhúsinu af völdum elds, reykjar, sóts og olíu og slökkvilið reykræsti íbúðina. Fyrrverandi meðlimur segir Hilmar Leifsson vera „kallinn“ í fundargerðabókum J á, hann var með í Hells Ang- els,“ sagði Sigmundur Geir Helgason um Hilmar Leifs- son í vitnaleiðslu á mánudag vegna áfrýjunar til Hæstarétt- ar í meiðyrðamáli Hilmars gegn DV. Sigmundur, sem jafnan er kallað- ur Simbi, er fyrrverandi meðlimur í Vítisenglum. Hilmar stefndi DV árið 2013 fyrir að vera bendlaður við Hells Angels og sagður háttsettur í samtök- unum í tekjublaði árið 2012. DV var sýknað í því máli fyrir héraðsdómi og var Hilmari gert að greiða sex hund- ruð þúsund krónur í málskostnað. Hann áfrýjaði þeim dómi til Hæsta- réttar. Sigmundur sagði í vitnisburði sínum að þegar hann hætti í Hells Angels árið 2012 hafi Hilmar verið virkur í samtökunum. Óþolinmóður lögfræðingur Vitnaleiðsla hófst á því að lög- fræðingur Hilmars, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, neitaði að bíða eftir Sigmundi Geir sem ekki var mættur er vitnaleiðsla átti að hefjast klukk- an hálftíu. Faðir Sigmundar, sem var mættur, sagði þá að hann hafi talað við son sinn stuttu áður og hafi hann verið á leiðinni. „Ég held að það sé grunnforsenda að vitni mæti. Vitni er óreglumaður og afbrotamaður og ég efast um það að vitni komi. Ef vitni mætir ekki þá er engin vitna- skýrsla,“ sagði Vilhjálmur. Dómari sagði Vilhjálmi að jafnan væri hefð- in að beðið væri eftir vitnum. „Ég má ekkert vera að því að bíða eftir þessu,“ sagði Vilhjálmur og rauk út úr réttarsal. Á þeim tímapunkti kom faðir Sigmundar Geirs aftur inn og sagði hann vera kominn í húsið. Vil- hjálmur Hans settist þá aftur niður. Kynntist í Fáfni Sigmundur Geir sagði í vitnisburði sínum að hann hafi sótt um inn- göngu í vélhjólasamtökunum Fáfni, sem síðar sameinuðust Hells Ang- els, árið 2006. Hann vildi ekki svara spurningum um hvernig ferlið hafi verið er Fáfnir rann inn í Hells Angels ári síðar. „Ég vil ekki tjá mig um það hvernig sá progress fer fyrir. Þetta tekur náttúrlega X langan tíma,“ sagði Sigmundur. Hann staðfesti þó, það sem áður hefur komið fram, að Fáfnir hafi runnið inn í Hells Angels árið 2007. Sigmundur segir að hann hafi kynnst Hilmari Leifssyni þegar hann sótti um inngöngu í Fáfni. Að hans eigin sögn gekk Sigmundur í Fáfni gagngert til að komast í Hells Angels. „Ég fór þarna inn til að verða Hells Angels því ég vissi að stefnan var þangað,“ sagði Sigmundur. „Hann var með í Hells Angels“ Í svörum sínum um hvort Hilmar Leifsson hafi verið í Hells Angels var Sigmundur nokkuð afdráttarlaus. „Já, hann var með í Hells Angels. Ég er ekki alveg viss þangað til hvenær. Ég fór út á undan,“ sagði Sigmundur. Hann segist ekki vera nákvæmlega viss hvenær það var sem hann sjálf- ur hætti í Hells Angels en telur þó að það hafi verið árið 2012. Þá hafi Hilmar enn verið í samtökunum. Þessi staðhæfing Sigmundar stang- ast á við það sem Hilmar sagði sjálf- ur í vitnisburði sínum síðastliðinn nóvembermánuð vegna sama máls. Þar neitaði hann því staðfastlega að hafa nokkurn tíma verið meðlimur í Hells Angels. „Ég var í Fáfni. Hætti þegar að þeir fóru í þetta inngöngu- ferli,“ sagði Hilmar þá. Jafnframt sagði Hilmar að hann hafi ekkert komið nálægt Hells Angels eftir að hann hætti í Fáfni. Auk vitnisburð- ar Sigmundar afhjúpa fundargerða- bækur Hells Angels frá árinu 2012, sem DV hefur undir höndum, djúp tengsl Hilmars við samtökin. Nafn Hilmars kemur fram í fundargerða- bók frá mars þetta sama ár. Meðlimir samtakanna velta þar fyrir sér hvort hann ætli áfram að vera meðlim- ur Hells Angels. Tveir meðlimir taka það verkefni að sér að kanna það en ekki kemur fram hver niðurstaðan úr því hafi verið en tekið skal fram að bækurnar ná aðeins fram á mitt ár. Segir Hilmar vera „kallinn“ Þegar Sigmundur er spurður um hvort Hilmar hafi verið þekktur und- ir einhverjum gælunöfnum inn- an Hells Angels segir Sigmundur að Hilmar hafi verið þekktur sem „kall- inn“. Í fundargerðabókum er ítrekað vitnað bæði í Hilmar og „kallinn“. Í janúar árið 2012 er sagt frá því í bók- inni að meðlimir Hells Angels hafi leitað til Hilmars vegna fjármögn- unar á húsnæði samtakanna í Faxa- feni þar sem áætlanir hafi verið uppi um að koma fyrir húðflúrunarstofu. Í febrúar það sama ár segir í bók- inni: „Óskar og Ingvar hittu kallinn í morgun og var hann rosa jákvæð- ur og nefndi að gíra okkur niður og hætta þessum stórkarlaleik.“ Á þess- um tíma var Einar Ingi Marteinsson, formaður samtakanna, í gæsluvarð- haldi vegna gruns um aðild að grófri líkamsárás í Hafnarfirði. Einar var sýknaður af því máli en það dró þó mikla athygli að samtökunum. Hvorki vinur né óvinur Spurningar Vilhjálms Hans til Sig- mundar gengu nær allar út á hvert samband hans væri við Hilmar. Spurði Vilhjálmur hann bæði hvort hann væri vinur eða óvinur Hilm- ars. Báðum spurningum svaraði Sig- mundur neitandi en viðurkenndi þó að honum væri illa við Hilmar. Sig- mundur var auk þess spurður hvort hann hafi staðið að eignaspjöllum á fasteignum Hilmars. Því svaraði Sig- mundur neitandi. „Nei, okkur hef- ur ekki lent saman áður,“ sagði Sig- mundur. Hann hefur áður sagt í samtali við DV að Hilmar hafi reynt að fá meðlimi samtakanna upp á móti sér vegna þess að hann hafi vilj- að hætta í samtökunum. n Hilmar leifssON var í Hells aNgels „Ég fór þarna inn til að verða Hells Angels því ég vissi að stefnan var þangað Vítisenglar Lítið hefur farið fyrir Hells Angels nýverið en samtökin glímdu við fjárhags- vandræði árið 2012. Mynd ReuteRS Meðlimur til 2012 Samkvæmt vitn- isburði Sigmundar sem og fundargerða- bókum var Hilmar Leifsson meðlimur í Hells Angels í það minnsta til ársins 2012. Mynd SigtRygguR ARi „Já, hann var með í Hells Angels Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.