Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2014, Blaðsíða 37
Vikublað 17.–19. júní 2014 Fólk 37 Lekkerar í ljósu Jónína og Ásta. Spennt fyrir tónleikunum Hulda og Garðar. Bó í stuði Það var mikið fjör í firðinum um helgina þegar Björgvin Halldórsson steig í fyrsta skipti á svið í Bæjarbíói. Tónleikarnir fóru fram í Bæjarbíói og var Bó með valinkunna hljóðfæraleikara með sér; þá Jón Elvar á gítar, Þóri Úlfarsson á hljómborð, Friðrik Sturluson á bassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Mikið líf og fjör var í firðinum þegar þeir stigu á svið og Björgvin tók mörg af sínum bestu lögum. Fyrstu tónleikar í firðinum Þetta voru fyrstu tónleikar Bó í Bæj­ arbíói. Hann var glæsilegur í bleikum buxum og hippalegri mussu við. Til í þetta Bó var í miklu stuði og sýndi þumalinn til staðfestingar um það. Töffarar Baldvin og Oddur, bróðir Björgvins. Með Ástunum Ásta, Óli Palli og Ásta. Flott hjón Nína og Gylfi. Vígalegur Tómasi var alvara.Glæsilegar mæðgur Svava, Sveinbjörg og Birta. Töff Bergþór Morthens og eigin­ kona hans, Helga. Sumarlegar Inga og Ella. Vígalegir víkingar Víkingahátíðin við Fjörukrána hófst á föstudaginn og stendur út þriðjudaginn, 17. júní. Þetta er í átjánda sinn sem hátíðin er haldin en fjölmargir erlendir víkingar leggja leið sína til landsins til þess að taka þátt í henni. Börn jafnt sem fullorðnir klæða sig upp í víkingaklæði og berjast að víkingasið. Mikil stemning var í þorp- inu þegar ljósmyndari DV leit þar við. Víkingafjölskyldur Víkingarnir í firðinum eru á öllum aldri. Hjón Þessi hjón tóku hundinn með sér. Gert að vopnum Þessi fór yfir vopnasafnið sitt. Síðhærðir Þessir víkingar eru síðhærðir og nokkuð vígalegir. Í loðfeld Þessi seldu skartgripi í anda víkinga. Fornaldarfeðgin Jóhannes, eigandi Fjörukráarinnar í Hafnar­ firði, og Unnur Ýr, dóttir hans. Skeggjaður Þessi skeggjaði víkingur virti fyrir sér hátíðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.