Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2014, Blaðsíða 18
Vikublað 17.–19. júní 201418 Fréttir Erlent S aurmótmæli í Suður-Afríku sem tröllriðu landinu síð- astliðið sumar virðast vera að blossa upp á ný. Mót- mælendur hafa berað sig á götum úti, hellt fljótandi saur á tröppur ráðhúsa og jafnvel haft vallgang á götum úti. Ástæðan fyr- ir þessum ógeðfelldu mótmælum er þó grafalvarleg en rót þeirra eru skelfilegar aðstæður í fátækrahverf- um Jóhannesarborgar. Mörg hverfi þar sem svörtum var haldið með- an aðskilnaðarstefnan réð ríkjum hafa lítið sem ekkert breyst frá hruni þeirrar stefnu fyrir tuttugu árum. Í hverfunum er ekkert rafmagn og ekkert frárennsli, sem varð kveikj- an að saurmótmælunum svoköll- uðu. Auk þess að ekkert veitukerfi er í hverfunum hafa yfirvöld ekki fjar- lægt fötur sem íbúar hverfanna hafa gert þarfir sínar í síðastliðna þrjá mánuði. Handteknir með saur í poka Síðastliðinn miðvikudag greindi BBC frá því að hundrað og átta- tíu manns hafi verið handteknir í Höfðaborg. Í fórum margra þeirra fundust pokar fullir af hægðum. Lögreglan náði þó ekki að stöðva alla mótmælendur því margar rík- isstofnanir voru þaktar saur áður en dagur tók enda, og má þar helst nefna þinghúsið og skrifstofu um- dæmissaksóknara. Að sögn suð- ur-afrískra fjölmiðla höfðu mót- mælendurnir gert sér leið með lest að miðbæ Höfðaborgar úr fá- tækrahverfum við jaðar borgar- innar. „Við erum að tæma klósettin okkar þar sem þau hafa lyktað í þrjá mánuði,“ sagði einn mótmælenda í samtali við suður-afrísku frétta- veituna Eyewitness News. Auk þess að hella skólpi á almannaeign voru fjölmargir mótmælenda sem ber- uðu afturendann á sér, jafnt við þinghúsið sem og fjölfarnar götur. Stjórnmálamaður þakinn skólpi Leiðtogi stjórnarandstöðuflokks- ins, Democratic Alliance, og fylkis- stjóri, Helen Zille, varð einnig fyr- ir barðinu á saurmótmælendum í upphafi júnímánaðar; kom hún þakin skólpi úr skoðunarferð um fátækustu hverfi Höfðaborgar. Fylki Höfðaborgar er það eina þar sem Democratic Alliance er í stjórn og beinast saurmótmælin að miklu leyti að þeim flokki. Mótmælend- ur vilja meina að stjórnsýslan hafi hvergi nærri gert nóg fyrir íbúa fá- tækari hverfa og sér í lagi sé skólp- og sorphreinsun ábótavant. Flokk- urinn hefur reynt að koma til móts við íbúa með því að dreifa ferða- kömrum um fátækrahverfin en það hafa mótmælendur sagt ekki nægilegar aðgerðir. Zille og flokkur hennar ber fyrir sig fjárskort. 112 þúsund án klósetts Eftir hrun aðskilnaðarstefnunnar var komið á fót verkefni sem hafði meðal annars það að stefnu að út- rýma fötukerfinu svokallaða sem var venjan í hverfum svartra. Nokk- ur árangur hefur náðst miðað við það sem áður var en þó er fjarri lagi að búið sé að útrýma fötunum. Fyrrnefnd Zille sagði í tísti á dögun- um að búið væri að útrýma fötukerf- inu í Höfðaborg og allir íbúar borg- arinnar hefðu aðgang að klósetti. Samkvæmt sjálfseignarstofnuninni Africa Check er það helber lygi hjá Zille. Á sama tíma hafa borgarstarfs- menn sagt að aðeins sex hundruð fötur séu enn í umferð. Samkvæmt Africa Check er það heldur ekki rétt. Samtökin segja að sú tala eigi einungis við um fötur sem yfirvöld sjá um að tæma; hundrað og tólf þúsund manns hafi engan aðgang að nokkurs konar fráveitu né viðun- andi klósettum. Nauðganir á kömrum Nauðgunartíðni í Suður-Afríku er með því hæsta sem þekkist í heim- inum. Árlega eru rúmlega sextíu þúsund nauðganir kærðar til lög- reglu. Ein algengasta staðsetning þar sem nauðgun á sér stað er úti- kamrar fátækrahverfanna sem saur- mótmælin snúast um. Kamrarn- ir, eða réttara sagt föturnar, deilast meðal fjölmargra íbúa og algengt er að konum sem þurfa að hægja sér að nóttu til sé nauðgað. Auk þessa eru kamrarnir, eins og gefur að skilja, mjög óþriflegir og því smit- valdar ýmissa sjúkdóma. n Fylkisstjóri þakinn hægðum n Mótmæla ömurlegum aðstæðum n Frárennslismál í lamasessi Leiðtogi stjórnarandstöðu Helen Zille var mökuð saur er hún fór í skoðunarferð um fá- tækrahverfi Höfðaborgar. Hún er gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi í skólpmálum. MyNd WorLd EcoNoMic ForuM Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Við erum að tæma klós­ ettin okkar þar sem þau hafa lyktað í þrjá mánuði Fljótandi Hér má sjá mótmælanda fleygja fljótandi skólpi á bíl ríkisstarfsmanns. Beraði sig Mótmælendur sýndu afturendann til að lýsa vanþóknun á aðgerðarleysi. Ræða aftur við Tyrkja Viðræður um aðild Tyrkja að Evrópusambandinu hófust á mánudag. Raunar hafa þær stað- ið yfir formlega og óformlega frá árinu 1999 en voru settar í salt fyrir skemmstu. Árið 1999 sam- þykkti leiðtogaráð Evrópusam- bandsins umsókn Tyrklands um fulla aðild, en viðræðurnar hófust þrátt fyrir það ekki fyrr en sex árum síðar og hafa staðið yfir með hléum síðan. Helsta ástæð- an er sú að Tyrkland uppfyllir ekki allar þær kröfur sem gerð- ar eru til aðildarríkja ESB varð- andi mannréttindi og dómskerfi og eru mörg aðildarríki full efa- semda um inngöngu ríkisins. Viðræðurnar voru í gangi í fyrra en voru stöðvaðar eftir aðgerðir tyrkneskra stjórnvalda gegn mót- mælendum. Skrúfa fyrir gasið Rússneski orkurisinn Gazprom hefur skrúfað fyrir gas til Úkraínu eftir að samningar um gasskuld Úkraínumanna náðust ekki. Þetta gerðist aðfaranótt mánudags eft- ir árangurslausa maraþonfundi stjórnvalda í Rússlandi og Úkra- ínu. Skuldir Úkraínumanna nema um fjórum milljörðum Banda- ríkjadala og vilja Gazprom-menn fá helminginn greiddan sem allra fyrst, helst í gær, mánudag. Verði skuldin ekki greidd kemur fyrir- tækið til með að krefjast fyrir- framgreiðslu á öllu gasi. Önnur ríki óttast áhrif deilunnar þar sem stór hluti af því gasi sem fyrir- tækið selur vestur fer um leiðslur sem liggja í gegnum Úkraínu og til Vestur-Evrópu. Hann er vaknaður Ökuþórinn Michael Schumacher er vaknaður úr dái. Hann lenti sem kunnugt er í skíðaslysi um áramótin en hefur nú rankað við sér að því er talsmaður hans og spítalans þar sem hann hef- ur dvalið, í Grenoble, greina frá. Shumacher slasaðist alvarlega í skíðaslysi í frönsku ölpunum og var vart hugað líf. Honum var haldið sofandi í 169 daga og í rúman mánuð hafa þeir nú reynt að vekja hann. Schumacher hefur yfirgefið spítalann og mun halda áfram endurhæfingu sinni á sjúkra- húsi í Lausanne í Sviss. Ekki er tilgreint nánar hvert ástand Schumachers er að öðru leyti. Fjölskylda ökumannsins þakk- ar öllum þeim læknum, hjúkr- unarfræðingum og öðrum starfsmönnum sem önnuðust hann á sjúkrahúsinu, sem og öllum þeim sem sendu honum heillaóskir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.