Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2014, Blaðsíða 21
Umræða 21Vikublað 17.–19. júní 2014 E f gjaldeyrishöft yrðu los- uð hér á landi snögglega er sennilegt að miklir fjármun- ir flyttust úr landi á stuttum tíma. Fyrstu afleiðingar þess kæmu fram í lítilli spurn eftir krón- um, verðfalli krónunnar og hækk- un á innfluttum vörum. Í kjölfar- ið fylgdi verðbólga, verðtryggð lán myndu hækka og kjör almennings versna. Skellinn tækju að mestu þeir sömu og tóku skell vegna efna- hagshrunsins. Slík skyndilosun gjaldeyris- haftanna yrði því nýtt áfall ofan á áfallið af hruninu og gæti gert að engu þær varnarráðstafanir sem gripið var til vegna þess. Senni- lega yrði það áfall ofviða mörgum heimilum sem illa standa. Að vísu er líklegt að ástandið lagist smám saman á nokkrum árum en fórn- arkostnaðurinn yrði mikill. Ef los- un gjaldeyrishafta er á hinn bóginn of hæg bitnar það einnig á kjörum almennings, einkum vegna brott- hvarfs fyrirtækja sem myndu frekar kjósa að vaxa erlendis. Þegar kostir og gallar aðferða við losun gjaldeyrishafta eru skoðað- ir við núverandi aðstæður þarf að taka mið af samspili vaxta, verð- bólgu og gengis og áhrifa þessara þátta á kjör fólksins í landinu. Þetta samspil sýna sviðsmyndir sem KPMG hefur sett fram á mynd- rænan hátt nýverið og finna má á heimasíðu fyrirtækisins. Kostnaður vegna krónunnar Það er kostnaðarsamt fyrir þjóð- ina að halda uppi minnsta gjald- miðli í heimi. Enn hef ég ekki heyrt nein haldbær rök fyrir að halda því áfram. Einu rökin sem heyrst hafa eru þau að með krónunni sé hægt að rýra kjör launafólks án þess að semja við það sérstaklega. Það get- ur ekki talist vera kostur fyrir al- menning en ágætt fyrir sum fyrir- tæki og stjórnmálamenn sem falið geta mistök sín með slíkum aðgerð- um. Erfitt er að sjá fyrir sér heil- brigða þróun fjölbreytts atvinnu- lífs með alþjóðlegum tengingum, sem er eftirsótt fyrir kraftmikil ung- menni, í því umhverfi sem krónan skapar. Ómögulegt er að sjá slíka framtíðarsýn fyrir unga Íslendinga rætast með krónuna í höftum. Litl- ar líkur eru á öðru en að krónan verði til frambúðar í einhvers konar höftum og því ástandi fylgja slæm- ar aukaverkanir. Hvert fara krakkarnir? Þjóð sem sér fram á staðnað at- vinnulíf og sem getur ekki skapað fjölbreytt og krefjandi verkefni fyr- ir unga fólkið er í miklum vanda. Með krónuna sem gjaldmiðil og í höftum er líklegt að það fari eins fyrir unga fólkinu og fyrirtækj- unum. Þau munu kjósa að vaxa í öðrum löndum. Það er framtíðar- sýn sem ekki má una við. Til þess að breyta þessari mynd sótti ríkis- stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur um aðild að Evrópusambandinu fyrir Íslands hönd, eftir ályktun Alþing- is. Sú umsókn stendur enn. Ef þar nást ásættanlegir samningar sem þjóðin samþykkir, og með þátttöku í ERM II fastgengissamstarfi og síð- an upptöku evru, mun myndin breytast. Þar eru möguleikar sem nýst gætu til kjarabóta fyrir fólkið í landinu. Samspil vaxta, verðbólgu og gengis yrði með öðrum hætti með evru en krónu. Vaxtarskilyrði fyr- irtækja, ekki síst í nýjum atvinnu- greinum, og framtíðarmöguleikar ungmenna hér á landi færu batn- andi. Líkur ykjust á því að þau vilji vera og vaxa hér á Íslandi. Gagnlegt væri að fá greiningu þessarar sviðsmyndar og stilla henni upp með myndrænum hætti við hlið sviðsmynda KPMG um los- un gjaldeyrishafta. Til þess að halda þessum möguleika opnum þurfum við að klára aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið og bera niður- stöðuna undir þjóðina. Annað er óásættanlegt. n Krónan og krakkarnir „Með krónuna sem gjaldmiðil og í höftum er líklegt að það fari eins fyrir unga fólkinu og fyrirtækjunum. Þau munu kjósa að vaxa í öðr- um löndum. Hann heitir Markús Árelíus Björgvin Halldórsson kattavinur á þrjár kisur. - DV Bestur þeirra er Davíð Magnús Ingi Magnússon skreytir veggi Texasborgara með átrúnaðargoðum sínum. - DV Það er óþolandi Vigdís Hauksdóttir kvartar undan umfjöllun DV. - DV Myndin Stuð og stemning Leikskólinn Sólborg er 20 ára og af því tilefni var haldin sumarhátíð. Leikhópurinn Lotta var fenginn til að skemmta börnum og fullorðnum og er óhætt að segja að glatt hafi verið á hjalla. Mynd SIgtryggur ArI Oddný g. Harðardóttir alþingismaður Kjallari Könnun Hefur þú misst stjórn á skapi þínu í golfi? 37,5% 62,5% n Já n Nei n Ég spila ekki golf 241 AtKVÆÐI 28,2% 1 Glata einokunarstöðu eftir milljarðs arðgreiðslu Fyrirtækið Já hf., sem á síðustu árum hefur greitt meira en milljarð króna í arð til hluthafa sinna, mun á næsta ári missa þá einokunarstöðu í meðferð símaupplýs- inga sem fyrirtækið hefur haft síðustu ár. 14.765 hafa lesið 2 Schumacher vaknaðurÞýski ökuþórinn Michael Schumacher er vaknaður úr dái sem hann hefur verið í frá því að hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í frönsku Ölpunum í desember. Hann er nú farinn af spítalanum í Grenoble í Frakklandi og hefur verið fluttur á endurhæfingarstöð, þar sem hann mun hefja „langa vegferð sína til bata“, að því er fram kemur í tilkynningu frá umboðs- manni hans, Sabine Kehm. 13.065 hafa lesið 3 Útburðarmál höfðað gegn Ágústi Þór Fyrirtaka í aðfararmáli Íbúðalánasjóðs gegn Ágústi Þór Árnasyni, aðjúnkt og deildarformanni lagadeildar Háskólans á Akureyri, hófst á föstudag í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Í daglegu tali er um að ræða útburðarmál. Í samtali við DV segir Ágúst Þór að umrædd eign sé heimili hans í miðbæ Akureyrar. „Það er ekkert komið í ljós hvort þetta verði útburðarmál, ég á eftir að taka til varna. Þessu er ekki enn lokið, en þetta er nógu óþægilegt fyrir svo ég vil ekki ræða þetta meira,“ segir hann. 10.015 hafa lesið 4 Safnari lést eftir að gólfið gaf sig: „Hún henti aldrei neinu“ Beverly Mitchell, 66 ára gömul bandarísk kona, fannst látin á heimili sínu í Cheshire í Connecticut í Bandaríkjunum á laugardag eftir að gólfið hrundi á fystu hæð hússins undan þunga rusls sem hún hafði sankað að sér í gegnum árin. 8.523 hafa lesið 5 Lést eftir fall fram af fossi í gljúfrinu Pino Becerra Bolaños, konan sem fannst látin í Bleiksárgljúfri í síðustu viku, lést eftir að hafa fallið þrjátíu metra fram af fossi í gljúfrinu, að sögn Sveins K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli. Krufning leiddi í ljós að konan lést ekki af völdum drukknunar eins og talið var í fyrstu, held- ur af áverkum sem hún hlaut við fallið. 8.165 hafa lesið Mest lesið á DV.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.