Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2014, Blaðsíða 10
Vikublað 17.–19. júní 201410 Fréttir „Ég ætti að vera dauður“ H eppni er kannski ekki fyrsta orðið sem kemur upp í hug- ann þegar maðurinn fyrir framan þig segir frá því þegar hann fékk 19 kílóvolt inn um hægri höndina og út um vinstra hné, eins og Ámundi Grétar Jónsson gerði. Heppinn var hann nú samt því ótrú- legt má teljast að hann hafi yfirhöfuð lifað slysið af.  Kannski má einnig færa rök fyr- ir því að það sé viss heppni að slys- ið var þess eðlis að alvaran leyndist engum, þar sem dæmi eru um ann- að. Það hefur nefnilega gerst að menn lendi í rafmagnsslysum án þess að afleiðingarnar komi strax í ljós, eins og Ásgeir Þór Ólafsson, öryggisstjóri Rarik, bendir á. Þá hafa þeir ekki feng- ið sömu þjónustu og eftirfylgni og ella. Reynt hefur verið að vekja athygli heil- brigðiskerfisins á þessum vanda, í von um að koma á verklagsreglum sem notaðar eru í Noregi, en án árangurs. Í verstu tilvikum eru þessi slys ekki einu sinni skráð þegar þau gerast sem þýð- ir að erfitt getur reynst að leita réttar síns.  Síðbúnir áverkar eftir rafmagns- slys geta engu að síður haft mikil og alvarleg áhrif á líf og heilsu manna, jafnvel gert þá óvinnufæra fyrir lífstíð, eins og Ámundi Grétar þekkir af eigin raun. Við skulum heyra frásögn hans af slysinu, afleiðingum þess og þeim síðbúnu áverkum sem hann glím- ir við enn þann dag í dag. Slysið varð hinn 14. nóvember 2005 en hann hef- ur ekki snúið aftur til vinnu síðan og mun ekki gera. Kastaðist í beltið Þennan dag var blíðviðri í Langadaln- um þar sem hann var að gera við há- spennustreng ásamt vinnufélaga sín- um. Hvítt var yfir öllu og frost úti, en ekki svo kalt að hann yrði að nota vett- linga þar sem hann kraup við iðju sína en strenginn höfðu þeir tekið niður til að gera við hann. Fyrir ofan þá lá há- spennulína sem þeir leiddu hugann aldrei að. Rétt fyrir hádegið luku þeir við- gerðinni og fengu sér að borða. Um eittleytið sneru þeir aftur til vinnu og Ámundi Grétar negldi strenginn aftur upp. Hann steig upp á spenni og batt sig fastan en til að slá inn rafmagninu þurfti hann að teygja sig upp í rofann. „Þegar ég teygði mig upp hef ég trú- lega rekið mig í vírinn. Við það fékk ég ofboðslegt högg og kastaðist í beltið. Um leið heyrði ég svakalegan hvell og það dúndraði allt út. Ég sló út raf- magninu í allri Austur-Húnavatns- sýslu með hendinni á mér.“ Þetta var afveitustöð með stór- um rofa og varnarkerfið gerði það að verkum að þegar straumurinn fór frá línunni og til jarðar í gegnum Ámunda Grétar sló rafmagninu út. „Straumur- inn fór inn í gegnum hægri höndina og út um vinstra hnéð þar sem ég var blautur eftir að hafa legið á hnjánum í fölinni. Það skilur enginn hvernig hjart- að í mér getur verið í lagi eftir það. Hjúkrunarfræðingur sagði að hjarta- lokan hefði lokast brot úr sekúndu en það væri það eina. Það var ótrúlegt. Þetta voru þrjú og hálft megavött sem gengu í gegnum líkamann.“ Slökkti eldinn með höndunum Líklega hefur Ámundi Grétar misst meðvitund í skamma stund. Þegar hann svo rankaði við sér lá hann í beltinu. „Ég hélt að höndin hefði far- ið við höggið. Hún var bara út um allt og nötraði svoleiðis að ég hafði enga stjórn á henni. Enn í dag er höndin alltaf dofin og ég finn fyrir sviða.“ Fóturinn fór líka illa. Eldur kvikn- aði í loðfóðruðum samfestingi sem Ámundi Grétar klæddist og hann fékk annars stigs brunasár á fæti. Þar sem hann var einn uppi á spenninum, fastur í öryggisbeltinu, barðist hann við að slökkva eldinn í fötunum en gekk illa. „Það kviknaði alltaf aftur í gallanum. Ég var alveg í vandræðum n Sló út rafmagni í allri sýslunni með hendinni n Fékk 3,5 megavött í líkamann Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is „Í dag þakka ég fyrir að vera lifandi og lifi út frá því „Ég sá hvernig þetta virkar allt saman, vöðvana og það allt m y n D S Ig tr y g g u r a r I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.