Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2014, Blaðsíða 16
16 Fréttir Erlent Vikublað 17.–19. júní 2014 n Liðsmenn ISIS hertaka borgir í Írak n Vilja stofna íslamskt ríki n Hættulegri og grimmari en hryðjuverkasamtökin Al-Kaída n Obama vill ekki senda hermenn aftur til Íraks Hætta á sundrun Íraks T augar manna eru þand- ar í Mið-Austurlöndum um þessar mundir, sérstaklega í Írak. Landið rambar á barmi borgarastyrjaldar, í annað sinn á innan við áratug. Ástæða þess er sókn liðsmanna stríðsherrans og herforingjans Abu Bakr al-Bagdadi, sem af mörgum er talinn vera einn hættulegasti stríðsmaður samtím- ans og eins konar arftaki Osama bin Ladens. DV birti grein um þennan goðsagnakennda mann fyrr á þessu ári og þar kom meðal annars fram að um 10 milljónir dollara hafa ver- ið settar til höfuðs honum af banda- rískum stjórnvöldum, en það er sama upphæð og lögð var til höfuðs Bin Ladens. Lítið er vitað um ævi Abu Bakr, en hann er talinn vera afar snjall herstjórnandi. Hann er fædd- ur 1971 og því 43 ára gamall. Vill íslamskt ríki Hann er einnig kallaður Abu Dua og stjórnar dagsdaglega ISIS-her- deildunum, sem klufu sig frá Al- Kaída fyrir nokkrum misserum. Þeim síðarnefndu þótti nefnilega ISIS of öfgakennd samtök. ISIS er því skilgetið afkvæmi Al-Kaída, en bara „kryddaðra“ ef þannig má að orði komast. ISIS-liðar stefna að því að stofna íslamskt ríki; Hið ísl- amska ríki Íraks og Stór-Sýrlands sem í raun er austurhluti Mið-Aust- urlanda, eða svæðið fyrir botni Mið- jarðarhafsins. Framganga ISIS hefur verið hröð og tengist hinu skelfilega borgarastríði sem stendur nú yfir í Sýrlandi og hefur kostað yfir 130.000 mannslíf. ISIS hefur barist þar gegn stjórn Bashar Al Assad, forseta, sem þó virðist vera kominn með undir- tökin í þeim átökum, en hann berst einnig við fleiri andspyrnuhópa og hinn Frjálsa her Sýrlands. ISIS hefur meðal annars tekist að ná yfirráðum yfir raforkustöðvum og olíusvæð- um í austurhluta Sýrlands og hefur að sögn byrjað að selja sýrlenskum stjórnvöldum orku frá þeirra eigin stöðvum. Talið er að samtökin njóti fjárhagslegs stuðnings frá einkaaðil- um í Sádi-Arabíu og Kúveit. Tóku fæðingarborg Saddams Hussein En víkjum nú að Írak, þar sem ISIS fer um eins og eldur í sinu. Í febrúar náðu ISIS-sveitir á sitt vald borginni Fallujah, sem er skammt frá Bagdad, höfuðborg Íraks. Á síðustu vikum hefur bardagamönnum ISIS, sem taldir eru í þúsundum og sagðir vera „stríðshertir“ gengið allt í haginn. Í síðustu viku náðu þeir annarri stærstu borg Íraks, Mosul (N-Írak), á sitt vald. Þar er talið að þeir hafi rænt allar helstu fjárhirslur og komist yfir um hálfan milljarð dala, ásamt ótil- greindu magni af gulli. Mosul er á sjálfsstjórnarsvæði Kúrda, sem lengi hafa stefnt að því að stofna sjálfstætt ríki og meðal annars átti í löngum erjum við Tyrkland vegna þessa. Þar á eftir tóku ISIS borgina Tikrit á sitt vald, án teljandi mótstöðu frá íraska hernum. Svo virðist sem IS- IS-liðar hafi hreinlega hringt á und- an sér og boðið liðsmönnum íraska hersins að yfirgefa svæðið áður en þeir kæmu. Þessi ,„taktík“ virð- ist hafa virkað. Margt bendir líka til þess að íraski herinn sé í raun heldur tannlaust fyrirbæri, en eitt það fyrsta sem Bandaríkjamenn gerðu eft- ir innrás þeirra í Írak árið 2003, var að leysa upp her Saddams Hussein, einræðisherra Íraks. Hann var hand- tekinn af bandarískum hermönn- um í desember árið 2003 og hengd- ur eftir dramatísk réttarhöld þremur árum síðar. Hann fæddist í Tikrit og var súnní-múslimi, rétt eins og Abu Bakr, leiðtogi ISIS. Abu Bakr lítur á sjíta (önnur megingrein íslam) sem trúleysingja. Öll spjót á Maliki Ef landakortið er skoðað er ljóst að sókn ISIS stefnir að höfuðborginni Bagdad, beint frá borginni Mosul í norðri og lóðrétt í suður. Þar er að- setur ríkisstjórnar Nouri al-Maliki. Hann hefur á síðustu árum tekið til sín sífellt meiri völd og er ekki aðeins forsætisráðherra, heldur einnig ráð- herra innanríkis- og öryggismála. Hefur hann verið gagnrýndur fyr- ir þetta. Einnig telja fréttaskýrendur að honum hafi gjörsamlega mistek- ist að sameina og vinna að samstöðu meðal hinna mismunandi hópa í landinu, aðallega stóru fylking- anna súnní og sjíta-múslíma. Fram að innrás Bandaríkjanna árið 2003 voru súnnítar í valdastöðu, en þeir voru í minnihluta landsmanna, eða um 35 prósent. Maliki nýtur stuðn- ings Írans, sem hefur í gegnum tíð- ina verið höfuðóvinur Íraks og háðu löndin grimmilega styrjöld á árun- um 1980–1988, þar sem um millj- ón manna týndu lífi. Hún hófst með innrás Saddams Hussein inn í Íran. Viðbrögð Maliki hafa verið frekar fálmkennd: „Við erum að endur- skipuleggja herafla okkar,“ sagði hann í síðustu viku þegar ljóst var að Mosul hafði fallið. Framganga ISIS er áfall fyrir Maliki og standi hann ekki í lappirnar á næstum vikum gætu kröfur um afsögn hans mögu- lega komið upp. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Grimmilegt stríð Írak (Saddam Hussein) réðist inn í Íran árið 1980 og þar með hófst átta ára stríð sem kostaði milljón mannslíf. Saddam hóf stríðið vegna landamæradeilna og ótta við aukin ítök sjíta eftir byltinguna í Íran árið 1979. Stríð þetta var í ætt við skotgrafahrylling fyrri heimsstyrjaldar og var meðal annars eiturgasi beitt eins og myndin ber með sér. Mynd Wikipedia Undir pressu Sjítinn Nouri al-Maliki er valdamesti maður Íraks. Hann er undir mik- illi pressu vegna velgengni ISIS í Írak. Frétta- skýrendur telja að Maliki hafi gjörsamlega mistekist að sætta mismunandi fylkingar í Írak og það sé að hluta til skýringin á ástandinu í landinu. Saga Íraks í stuttu máli 1534–1918: Svæðið er hluti af Ottómanveldinu (undir stjórn Tyrkja). 1920: Bretar skapa ríkið Írak með samþykki Þjóðabanda- lagsins. Uppreisn gegn Bretum fylgir í kjölfarið. Árið eftir kemur Faysal I til valda. 1932: Írak verður sjálfstætt ríki. 1939– 1945: Bretar hertaka Írak aftur. 1958–1979: Tímabil stjórnmálaólgu, þar sem ýmsir valdamenn og stjórnir koma og fara. 1979: Súnnítinn Saddam Hussein kemst til valda með Baath-flokk sinn. Baath þýðir ,,endur- fæðing“ eða ,,eindurreisn“. Súnnítar eru í minnihluta í Írak. 1980–1988: Stríð milli Írans og Íraks, sem skilar engum ár- angri, en milljón látnum. 2014: ISIS, hópur öfga-súnníta, nær mikil- vægum borg- um í Írak á sitt vald. ISIS er afsprengi Al- Kaída-sam- takanna, sem hefur hafnað samvinnu við ISIS. Mikil spenna í Írak og Mið-Aust- urlöndum. 1990: Saddam Hussein ræðst 2. ágúst inn í smáríkið Kúveit. Þetta er vendip- unkturinn á ferli hans. 1991: Alþjóðlegt herbandalag (Bandalag hinna viljugu) undir forystu Bandaríkjanna flæmir Írak frá Kúveit í fyrri flóabardaga. Ísland er meðal þátttakenda. Saddam Hussein heldur völdum og við taka ár af efnahags- þvingunum, flugbanni, sem og umfangs- mikil leit að gereyðingarvopnum. Síðar kemur í ljós að Saddam átti engin slík vopn. 2003: Alþjóðlegur her ræðst inn í Írak og seinni flóabardagi hefst. Gríðarlegt mannfall fylgir þessum aðgerðum sem standa í raun til 2011, þegar Bandaríkjamenn draga herlið sitt til baka frá landinu. Í desember 2003 ná Bandaríkjamenn Saddam Hussein, sem er niðurlægður og hengdur í desember 2006 eftir mjög fræg réttarhöld. Fleiri samstarfs- menn hans einnig teknir af lífi. 2011: Bandaríkjamenn yfirgefa Írak eftir níu ára stríð í landinu, sem kostaði um tvær trilljónir dollara. Bandaríkjamenn misstu um 4.500 hermenn, en talið er að fleiri hund- ruð þúsund Írakar hafi misst lífið eða særst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.