Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2014, Blaðsíða 25
Neytendur 25Vikublað 17.–19. júní 2014 Þ egar kemur að því að velja fartölvu er úrvalið ótrú- lega mikið þar sem fjöl- margar tölvuverslanir eru á landinu og bjóða þær allar upp á margar tegundir og útgáfur af fartölvum. Ekki einblína á verðið Margir vilja fá sér ódýra fartölvu sem dugar lengi en það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar velja á fartölvu. Það er misjafnt hvað hentar hverjum og einum en tölv- ur þurfa að hafa góðan örgjörva og skjákort, til að þær virki vel og eru ekki sífellt að frjósa eða hökta, og geta ráðið við flest forrit og kannski einhverja leiki. Það eru til fartölvur sem kosta allt niður í rúmar 50.000 krónur en þær eru oftast nær með gömlum vélbúnaði og munu ekki koma til með að endast lengi. Fólk getur þá verið að kasta krónunni fyrir aurinn með því að kaupa ódýr- ustu fartölvuna, sem er þá á endan- um alltof hæg og endingarlítil. DV gerði úttekt á fartölvum sem eru til sölu í nokkrum tölvuversl- unum á landinu og kannaði hvaða tölva sem kostar undir 100.000 krónum kæmi best út. Valdar voru sjö tölvur sem stóðu upp úr í þess- um verðflokki og hér verður far- ið yfir hver þeirra kemur best út og hver þeirra gefur mest fyrir pen- inginn. Verðið er þó birt með fyr- irvara um breytingar og er birt eins og það var þegar könnunin var gerð. Í úttektinni var meginvélbún- aður fartölvanna borinn saman, til dæmis örgjörvi, vinnsluminni, skjákort og stærð harða disksins. Ekki var tekið með í reikninginn hversu vel vélarnar eru byggðar eða slíkt, þannig að það er gott að fara á staðinn og skoða vélina áður en kaup eru fest á gripnum. Best er að fá að prufa virkni sem viðkomandi kemur til með að nota mikið, svo sem að horfa á háskerpuefni eða hvernig hún kemur út í tölvuleikja- spilun. Vél frá Asus bestu kaupin Sú vél sem kom hvað best út úr könnuninni hvað varðar verð og gæði vélbúnaðar var Asus X551-CA, sem kostaði 88.900 krónur þegar könnunin var gerð. Vélin er búin 1.8Ghz Intel i3 örgjörva, sem kom hvað best út úr samanburði við aðra örgjörva í könnuninni auk þess sem verðið er í lægri kantinum. Toshiba Satellite M50DT-A-105 var einnig góður kostur þar sem hún er búin góðu skjákorti, miklu innra minni og 2Ghz fjögurra kjarna örgjörva. Örgjörvinn var aðeins betri en i3 örgjörvinn í við- miðunarprófi en fékk aðeins lægra skor hjá CPUBoss. Einnig er hún búin 15,6” snertiskjá, sem býður upp á skemmtilega möguleika með nýja Windows 8-stýrikerfinu. Hún er nánast á pari við Asus-vélina, en aðeins dýrari. Á móti er hún með meira innra minni og fleiri kjarna í örgjörvanum. Lenovo Z50 er einnig fín vél á ágætis verði. Hún er búin svipuðum örgjörva og Asus-vélin, Intel Penti- um 3556U, sem er örlítið hægari en i3. Skjárinn á þessari vél er betri en á Asus-vélinni, hann er Full HD, á meðan að Asus-vélin er með aðeins minni upplausn. Lenovo Flex var einnig skemmti- legur kostur. Sú tölva er búin góðu skjákorti sem hentar vel í tölvuleiki. Örgjörvinn er þó ekki eins góður og i3 örgjörvinn í Asus-vélinni en kom þó ágætlega út í samanburði. Eini gallinn við þessa vél er sú að ekk- ert geisladrif er á vélinni en hægt er að tengjast því þráðlaust ef önn- ur tölva er á heimilinu, en einnig er hægt að kaupa utanáliggjandi geisladrif. Annar skemmtilegur kostur við þessa vél er að hægt er að snúa henni við þannig að lykla- borðið snúi niður. Þannig getur notandinn notað snertiskjáinn á þægilegan máta. Acer Aspire V5-122P er góður kostur fyrir þá sem vilja fá aðeins minni vél, en hún er með 11,6” HD snertiskjá og kostar rétt undir verð- þakinu, 99.900 krónur. HP Compaq 15-a054 var einnig ágæt, en hún er búin Intel Celeron örgjörva, sem er kannski ekki hrað- asti örgjörvi sem hægt er að fá. Hún er þó búin 8GB vinnsluminni og kostar minna en flestar hinna vél- anna, eða 89.900 krónur. n Bestu ódýru fartölvurnar n Góðar fartölvur á undir 100.000 n Geta verið mistök að kaupa þá ódýrustu 6 Lenovo Flex Örgjörvi: 1.5Ghz AMD A4-5000 Quad Core Skjákort: ATI HD8570 DUAL Vinnsluminni: 4GB DDR3 Harður diskur: 500GB Skjár: 15.6” HD snertiskjár Þyngd: 2.3kg Verð: 99.900 Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is 1 Asus X551CA-DH31 Örgjörvi: 1.8Ghz Intel Core i3 Dual Core Skjákort: Intel HD Graphics 4000 Vinnsluminni: 4GB DDR3 Harður diskur: 500GB Skjár: 15.6” HD Þyngd: 2.1kg Verð: 88.900 2 Lenovo Z50 Örgjörvi: 1.7Ghz Dual Core Skjákort: Intel HD Graphics 4000 Vinnsluminni: 4GB DDR3 Harður diskur: 500GB Skjár: 15.6” Full HD Þyngd: 2.25kg Verð: 99.995 3 Toshiba Satellite M50DT-A-105 Örgjörvi: 2.0GHz AMD Quad Core Skjákort: AMD Radeon HD 8400 Vinnsluminni: 8GB DDR3 Harður diskur: 750GB Skjár: 15.6” HD snertiskjár Þyngd: 2.4kg Verð: 99.990 4 HP Compaq 15-a054so Örgjörvi: 2.0Ghz Intel Celeron Skjákort: Intel HD Graphics Vinnsluminni: 8GB DDR3 Harður diskur: 500GB Skjár: 15.6” HD Þyngd: 2.45kg Verð: 89.900 5 Acer Aspire Örgjörvi: 1.4Ghz AMD A6-1450 Quad Core Skjákort: AMD HD8250 DX11 Vinnsluminni: 6GB DDR3 Harður diskur: 500GB Skjár: 11.6” HD snertiskjár Þyngd: 1.35kg Verð: 99.900 „Fólk getur ver- ið að kasta krón- unni fyrir aurinn með því að kaupa ódýrustu far- tölvuna, sem er þá á endanum alltof hæg og endingarlítil Tölva Örgjörvi CPUboss skor CPUBenchmark skor Asus X551CA-DH31 Intel Core i3 3217U 6.3 2299 Toshiba Satellite AMD A6 5200 6.2 2435 Lenovo Z50 Intel Pentium 3556U 6.1 1530 Acer Aspire AMD A6-1450 Quad Core 5.9 1576 HP Compaq 15-a054so Intel Celeron N2810 5.8 834 Lenovo Flex AMD A4-5000 Quad Core - 1908 Einkunn samkvæmt mælingum CPUBoss.com og viðmiðunarskor samkvæmt CPUBenchmark Samanburður á örgjörvum Neytendur fá meiri vernd á netinu Ný tilskipun Evrópusambands- ins um réttindi neytenda er snúa að verslun á netinu tóku gildi síðastliðinn föstudag og nær tilskipun þessi til allra ríkja innan EES. Ekki að fullu innleidd á Íslandi Tilskipun- ina þurfa öll aðildar- ríki að innleiða sjálf með löggjöf, en í dag er þeirri vinnu ekki enn lokið hér á landi. Þó að það sé ekki búið njóta neytendur á Íslandi samt sem áður mikið af þeim réttind- um sem tilskipunin kveður á um, en þurfa að bíða eitthvað til að njóta allrar þeirrar verndar sem þessi nýju lög bjóða upp á, að því er fram kemur í frétt um málið á vefsíðu Neytendastofu. Í kynningarriti um tilskip- unina segir að helstu kostir þessarar nýju löggjafar séu að þær samræmi nokkur svið neyt- endalöggjafar, til að mynda rétt neytenda um upplýsingar sem þeir hafa rétt á að fá áður en þeir borga fyrir vöru eða þjón- ustu sem og rétt þeirra til að skila vörum. Þetta þýðir að eftir inn- leiðinguna munu neytendur njóta sömu réttinda án tillits til hvar þeir eru staddir í Evrópu eða hvaðan þeir kaupa vöruna. Engar gildrur leyfðar Tilskipunin setur einnig seljendum á netinu skorður hvað varðar gildrur sem gætu valdið því að fólk panti óvart auka- þjónustu sem það bað ekki um. Sem dæmi má nefna box sem fólk þarf að passa upp á að haka úr til að afþakka aukakostnað. Einnig munu neytendur ekki þurfa að greiða fyrir kostnað sem er ekki tekinn skýrt fram áður en viðskiptin fara fram. Einnig er seljendum bannað að rukka meira fyrir greiðslu með kreditkorti en það kostar þá sjálfa að bjóða slíkan valkost. Alltaf 14 daga skilafrestur á netinu Áður fyrr var skilafrestur á vörum sem keyptar eru á netinu ein vika en með hinum nýju lögum mun sá tími lengjast í tvær vikur. Þessar tvær vikur byrja frá því að kaupandinn fær vöruna í hend- urnar og ber seljendum skylda að endurgreiða vöruna innan 14 daga frá því að beiðni um að skila vörunni berst þeim og er þá með talinn sendingarkostn- aður, en mega þó bíða þar til að varan berst þeim til baka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.