Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2014, Blaðsíða 24
Vikublað 17.–19. júní 201424 Neytendur Í síðustu viku voru niðurstöður verðkönnunar Alþýðusambands Íslands á fiskmeti birtar en verð- lagseftirlit sambandsins gerði verðsamanburð á fiskafurðum í 27 verslunum víðs vegar um landið 2. júní síðastliðinn. Sú verslun sem hafði oft- ast lægsta verðið í könnuninni var Litla Fiskbúðin við Miðvang í Hafnarfirði, en verðið var lægst þar í tíu tilvikum af 23. Fiskbúðin á Hellu og Fiskbúðin Trönuhrauni voru næstódýrastar en þær voru með ódýrasta verðið í þremur til- vikum. Fiskbúðin Hafberg í Gnoðar- vogi var oftast með hæsta verðið í könnuninni, eða í sjö tilvikum. Næstdýrasta fiskbúðin í verð- könnuninni var Fiskikóngurinn, Sogavegi, en verð var hæst þar í fimm tilvikum. Þá var verð hæst í fjórum tilvikum í Fiskbúðinni Vegamótum á Seltjarnarnesi. Mest úrval var í Fiskbúðinni Sjávarfangi á Ísafirði, en hún var eina búðin í könnuninni sem átti til allar tegundirnar. Minnsta úr- valið var í Kjöt- og Fiskbúð Austur- lands þar sem til voru sex tegundir og þarnæst kom Samkaup-Úrval, þar sem til voru sjö tegundir. Mjög mikill munur var á mörg- um vörum og var munurinn í flestum tilvikum 50–100 prósent. Mestur var munurinn á stórlúðu í sneiðum, sem var dýrust hjá Fiski- kónginum á 3.990 krónur en ódýr- ust í fiskbúðinni Fiskás á Hellu, þar sem hún kostaði 1.790 kr., sem gerir 123 prósent mun á verði. Í frétt á vef ASÍ um könnun- ina er bent á að í könnuninni var einungis verðið kannað en ekkert er tekið fram um gæði vörunnar eða þjónustu. n jonsteinar@dv.is Litla Fiskbúðin ódýrust n Var oftast ódýrust í verðkönnun ASÍ n Fiskbúðin Hafberg í Gnoðarvogi oftast dýrust Mynd SteFán KArlSSon Góðar reglur fyrir kaup á netinu Sífellt fleiri eru farnir að versla á netinu og hefur slíkt auk- ist gríðarlega hérlendis sem og annars staðar. Það er gott að hafa nokkra hluti í huga þegar keypt er í gegnum verslanir á netinu, sér- staklega þegar þær eru erlend- ar, þar sem það getur reynst dýr- keypt ef eitthvað klikkar. Settu þér takmörk Vefir á borð við eBay og Amazon geta freistað manns með ýmsu en það er betra að setja sér takmörk hvað varðar hversu miklu maður vill eyða, sérstaklega ef um er að ræða uppboðsvefi á borð við eBay. Ef þú ætlar að keppa við aðra um vöru á upp- boði er algjört grundvallaratriði að setja sér takmörk svo að mað- ur endi ekki á því að borga miklu meira fyrir vöruna en maður ætl- aði sér í upphafi. Kauptu bara af traustum seljendum Flestar netverslanir, sér í lagi er- lendar, hafa einhvers konar kerfi sem sýnir hversu vel seljendur standa sig í þjón- ustu við kaup- endur. Það er góð venja að versla að- eins við þá seljendur sem hafa góða einkunn og halda sig fjarri þeim sem hafa misgóð- an söluferil. Það er líka gott að sjá hversu mikil viðskipti eru hjá seljendum og velja þá sem hafa þau mestu. Með þessu er áhætt- an lágmörkuð. Vertu viss um skilaréttinn Flestar netverslanir bjóða upp á einhvers konar skilarétt. Þegar vara er keypt frá útlöndum er gott að vera viss um að hægt sé að skila vörunni ef hún er gölluð eða ekki eins góð og hún leit út fyrir að vera. Leitaðu upplýsinga á sölusíðunni áður en þú kaupir eða sendu tölvupóst á seljand- ann ef þú sérð upplýsingarnar ekki þar. Passaðu upp á aurinn Haltu þig við öruggan greiðslu- máta. Það er ekki sniðugt að láta seljanda sem þú treystir ekki fullkomlega hafa greiðslu- kortanúmer- ið þitt. Margir seljendur vilja að þú borgir með símgreiðslu eða öðrum hætti, en best er að nota þjónustu á borð við PayPal, sem kemur í veg fyr- ir að kreditkortanúmerið þitt fari í hendurnar á aðilum sem gætu misnotað það. PayPal býður líka upp á ákveðna vörn þar sem þú getur gert kvörtun við færslu ef eitthvað kemur upp á. Einnig er hægt að nota fyrirframgreidd kreditkort, sem koma í veg fyrir að háum fjárhæðum sé stolið af kortinu. Ó dýrasta reiðhjólaverkstæðið á höfuðborgarsvæðinu er Borgarhjól á Hverfisgötu en almennar viðgerðir þar kosta einungis 3.600 krón- ur á klukkustund. Rúmum fjögur þúsund krónum munar á ódýrasta og dýrasta verkstæðinu. Þá er ódýr- ast að láta laga sprungið dekk hjá Reiðhjóla- og sláttuvélaþjónust- unni að Vagnhöfða 6, einung- is 2.000 krónur með nýrri slöngu. Þetta leiðir verðkönnun DV hjá ell- efu reiðhjólaverkstæðum á höfuð- borgarsvæðinu í ljós. erfiður samanburður Vinsældir hjólreiða aukast ár frá ári, bæði samgönguhjólreiðar og reiðhjólaíþróttir. Þessi aukning sést meðal annars á því að sífellt fleiri taka þátt í átakinu Hjólað í vinnuna og þá var þátttökumet slegið í Bláa lóns-þrautinni, fjallahjólakeppni sem haldin var fyrr í mánuðinum, þegar ríflega 600 keppendur tóku þátt. Hjólaverkstæðin finna fyrir aukningunni og um þessar mund- ir er einmitt mikill álagstími á verk- stæðunum. Blaðamaður hafði samband við helstu hjólaverkstæði höfuð- borgarsvæðisins, eftir lista sem finna má á vefsíðunni Hjólreiðar. is, og tók niður tímaverð á almenn- um viðgerðum, hvað það kostar að láta yfirfara hjólið og hvað kostar að láta lagfæra sprungið dekk. Erfitt er að bera saman þjónustu sem þessa þar sem verklagsreglur eru mis- munandi eftir verkstæðum. Verk- stæði gefa til að mynda upp verð á viðgerð á sprungnu dekki ýmist með eða án slöngu. Þá bjóða tvö verkstæði, Kría Hjól ehf. og TRI, upp á sérstaka þjónustupakka sem samsvarar því að láta yfirfara hjólið á öðrum verkstæðum. Þegar starfs- menn sögðu verð mismunandi eft- ir hjólum og því sem þurfi að gera hverju sinni voru þeir beðnir um að gefa upp algengt verð. 5.000 króna verðmunur Sem fyrr segir er ódýrasta verð á al- mennum viðgerðum reiðhjóla hjá Borgarhjóli að Hverfisgötu í Reykja- vík, 3.600 krónur klukkutíminn. Dýrasta tímaverðið á almennum viðgerðum er hins vegar hjá Hjóla- spítalanum í Kópavogi þar sem klukkutíminn kostar 7.938 krón- ur. Þannig munar 4.438 krónum á tímaverði þessara tveggja staða. Mælt er með að reiðhjól séu yfir- farin tvisvar á ári, til dæmis að vori og hausti. Í þessu felst stilling á gír- um og bremsum, keðjan er smurð og yfirfarin, farið er yfir dekk og gjarðir og gerð er almenn ástands- skoðun á hjólinu. Ódýrast er að láta yfirfara hjólið hjá Hjólaspretti í Hafnarfirði en þar kostar það 3.000 krónur. Dýrast er það hjá Hvelli í Kópavogi þar sem fengust þau svör að algengt verð væri um 8.000 krónur. Alls munar því 5.000 krón- um á þessum tveimur verkstæðum. Ein algengasta hjólaviðgerðin er að gera við sprungið dekk. Eins og áður segir gefa verkstæði upp verð á slíkri viðgerð ýmist með eða án nýrri slöngu. Algengt verð á slöngu er um 1.200 krónur og því er hægt að fullyrða að ódýrast er að láta gera við sprungið dekk hjá Reiðhjóla- og sláttuvélaþjónust- unni ehf. að Vagnhöfða 6 en þar kostar viðgerðin aðeins 2.000 krón- ur með slöngu. Erfitt er hins vegar að segja til um hvar dekkjaviðgerð er dýrust því hjá Borgarhjóli kostar hún að hámarki 4.050 krónur með slöngu en hjá Hvelli var gefið upp lágmarksverð 3.490 krónur með slöngu. n Kría Hjól ehf n Almennar viðgerðir: 6.000 kr. klukkutíminn n Bjóða upp á tvo þjónustupakka, annar kostar 6.000 kr. og hinn 15.000 kr. n Sprungið dekk: 2.500 kr. með slöngu Örninn n Almennar viðgerðir: 6.700 kr. klukkutíminn n Yfirfara hjólið: 3.350 kr. n Sprungið dekk: 2.865 kr. með slöngu Borgarhjól n Almennar viðgerðir: 3.600 kr. klukkutíminn n Yfirfara hjólið: 5.600 kr. n Sprungið dekk: 3.190–4.050 kr. með slöngu Hjólasprettur n Almennar viðgerðir: 6.000 kr. klukkutíminn n Yfirfara hjólið: 3.000 kr. n Sprungið dekk: 1.500–2.000 kr. án slöngu Hvellur n Almennar viðgerðir: 6.278 kr. klukkutíminn n Yfirfara hjólið: Algengt verð í kringum 8.000 kr. n Sprungið dekk: að lágmarki 3.490 kr. með slöngu Hjólið n Almennar viðgerðir: 6.900 kr. klukkutíminn n Sprungið dekk: 3.050 kr. með slöngu trI n Almennar viðgerðir: 6.400 kr. klukkutíminn n Bjóða upp á þrjá þjónustupakka, frá 3.990–14.900 kr. n Sprungið dekk: 1.600 kr. án slöngu everest n Almennar viðgerðir: 6.500 kr. klukkutíminn n Yfirfara hjólið: 3.500 kr. n Sprungið dekk: 2.500 kr. með slöngu Markið n Almennar viðgerðir: 7.800 kr. klukkutíminn. n Yfirfara hjólið: Algengt verð í kringum 5.850 kr. n Sprungið dekk: 2.940 kr. með slöngu. reiðhjóla- og sláttuvélaþjónustan ehf. n Almennar viðgerðir: 6.990 kr. klukkutíminn n Yfirfara hjólið: 4.000–6.000 kr. n Sprungið dekk: 2.000 kr. með slöngu Hjólaspítalinn n Almennar viðgerðir: 7.938 kr. klukkutíminn n Yfirfara hjólið: 4.490 kr. n Sprungið dekk: 3.500 kr. með slöngu Hér geturðu farið með hjólið í viðgerðáslaug Karen Jóhannsdóttiraslaug@dv.is Borgarhjól ódýrasta reiðhjólaverkstæðið n Verðkönnun á reiðhjólaverkstæðum í borginni n Talsverður verðmunur Hjólaviðgerðir Það er hægt að spara talsvert á því að velja ódýrasta verkstæðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.