Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2014, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2014, Blaðsíða 13
Vikublað 17.–19. júní 2014 Fréttir 13 Á hvítasunnudaginn síð- asta fóru sambýliskonurn- ar Pino Becerra Bolaños og Ásta Stefánsdóttir í göngutúr við Bleiksárgljúfur í Fljóts- hlíð. Svæðið þekkti Ásta vel enda á fjölskylda hennar sumarbústað í nágrenninu. Konurnar voru báðar vanar göngukonur og höfðu mikla ástríðu fyrir útivist. Á þriðjudag hafði enginn heyrt frá þeim frá laugardags- kvöldi og hófst eftirgrennslan þegar þær skiluðu sér ekki í vinnu eftir hvítasunnuhelgina. Á miðvikudags- kvöld fannst Pino látin, en ekkert hef- ur til Ástu spurst og þrátt fyrir mikla leit hefur sérþjálfuðum leitarflokkum ekkert orðið ágengt í leitinni. 30 metra fall Á mánudag var ákveðið að draga úr leit og hafa þess í stað virka vakt með svæðinu áfram. Sveinn Krist- ján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, segir að Ásta sé talin af í ljósi aðstæðna. Krufning hefur leitt í ljós að Pino drukknaði ekki eins og talið var í fyrstu heldur lést af áverk- um sem hún fékk við fallið. Lögregla segir hana hafa fallið um 30 metra fram af fossi í gljúfrinu. Björgunar- sveitarmenn fundu Pino á þriðjudag í vatninu í Bleiksárgljúfri. Fjölskyld- ur Ástu og Pino eru harmi slegnar og fjölskylda Ástu hefur beðist undan viðtali vegna málsins. Ástu er lýst sem hæglátri konu sem var góð í samstarfi. Hún er 35 ára, lögfræðingur og búsett í Reykja- vík. Hún hefur meðal annars starfað hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og við Háskóla Íslands auk þess sem hún aðstoðaði Pino við störf hennar á Ís- landi. Pino var íþróttafræðingur sem hélt úti Boot camp-líkamsræktarhópi sem hittist í Hljómskálagarðinum við æfingar. Einnig þjálfaði hún hlaupa- hóp Stjörnunnar. „Var hógvær og hlédræg“ „Hún er fluggáfuð stelpa, ótrúlega góð. Hún er mjög hógvær og hlé- dræg, það var ekkert auðvelt að kynn- ast henni út af feimni hennar. Um leið og ég fór að tala við hana þá var það ekkert vandamál,“ segir fyrrver- andi samstarfsfélagi Ástu, sem vann með henni í Héraðsdómi Reykjavík- ur. „Það var gott að leita til hennar og fá hjálp ef maður var í vandræðum með eitthvað. Hún var líka mjög dug- leg í öllu sem hún tók sér fyrir hend- ur,“ segir samstarfsfélaginn. Hún seg- ir þó að Ásta hafi lítið talað um sína persónulegu hagi í vinnunni og hún hafi því lítið vitað um hana. „Hún hef- ur ferðast um landið og þekkti það ágætlega. Vegna þess er þetta enn óskiljanlegra en það er nú,“ segir sam- starfsfélaginn. Lýstu ekki eftir henni Það vekur athygli að ekkert hefur verið auglýst eftir Ástu frá því að leit hófst á þriðjudaginn fyrir viku síð- an. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfir- lögregluþjónn á Hvolsvelli, segir að fjölskylda konunnar hafi ekki ósk- að eftir því að slíkt yrði gert og þá hafi lögreglan ekki talið það sérstak- lega nauðsynlegt. „Það er ekkert sem bendir til að það sé neitt annað í gangi en þetta slys og við höfum verið í sam- bandi við foreldra hennar varðandi myndbirtingu, þau stjórna því. Við teljum það ekki höfuðatriði að slíkt sé gert. Að öllu jöfnu er auglýst eftir fólki ef ekki er talið að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Þetta er hins vegar sérstakt mál. Það er allt sem bendir til þess að hún sé þarna á svæðinu, sem er mjög erfitt yfirferðar. Það er alveg til í dæminu að jörðin hafi gleypt hana, það eru alls konar holrými og eins geta vötn haldið fólki í einhvern tíma og skilað því svo frá sér,“ segir Sveinn Rúnar í samtali við DV. Þekkti svæðið vel Bleiksárgljúfur skilur á milli tveggja landareigna, Barkarstaða og Háa- Múla. Ekki sést til Bleiksárgljúfurs frá Háa-Múla en bústaðurinn sem konurnar voru í eru á þeirri landar- eign. Betur sést frá Barkarstaðarkoti, sem er bústaður í landi Barkarstaða. Samkvæmt heimildum DV var eig- andi bústaðarins í honum en varð ekki var við neitt óeðlilegt. Fjölskylda konunnar á bústaðinn sem þær voru í og segir Sveinn að staðurinn þar sem fötin fundust sé ekkert sérstakur fyrir fjölskyldunni. Þau hafi ekki átt einhvern ákveðinn stað í gljúfrinu þangað sem gengið var og stokkið út í ána. „Þau hafa gengið um svæðið þarna allt og þekkja það mjög vel, enda hefur bú- staðurinn verið í eigu fjölskyldunn- ar lengi,“ segir Sveinn Kristján. Búið er að fara í öll útihús og alla sumar- bústaði sem eru á leitarsvæðinu en þeir eru ekki margir. Í norðurátt tek- ur hálendið við og þar er fjallaskáli, sem einnig er búið að kanna. „Það er búið að velta öllu við en það er ekk- ert sem bendir til annars en að þetta hafi verið slys,“ segir Sveinn Kristján. Fótspor gáfu engar vís- bendingar Fótspor sem fundust gáfu lög- reglunni engar vísbendingar og talið er að þau séu ekki eftir Ástu. Það varð niðurstaðan eftir að búið var að fara vel yfir svæðið þar sem þau fundust, en leitinni hefur nú verið beint ann- að. Búið er að fara yfir leitarsvæð- ið þrisvar sinnum og á mánudag var farið að leita meðfram Markar- fljóti og á Markarfljótsaurum. „Eins og staðan er núna þá er afar ólíklegt að við finnum konuna á lífi. Það lif- ir þetta enginn af, fáklæddur í rúma viku,“ segir Sveinn Kristján. Enn sem komið er hefur Ásta þó ekki verið úrskurðuð látin og Sveinn Kristján segist ekki geta sagt til um hvenær það verður gert, ef hún finnst ekki. „Á svæðinu eru endalausar syll- ur og ranghalar. Það er búið að kafa á svæðinu þrisvar sinnum, skoða allt eins og hægt er en maður get- ur aldrei fullyrt neitt. Við vitum ekki hvernig sandbotninn hegðar sér, hvort hann lokar á einhverjar glufur og hvort það þurfi að grafa á botnin- um,“ segir Sveinn Kristján. Ástríðufull íþróttakona Pino Becerra Bolaños var 42 ára íþróttafræðingur. Hún var fædd í Sevilla á Spáni en fluttist ung til Kanaríeyja. Þar stundaði hún nám og íþróttir og menntaði sig í fræðunum. Hún var mikil íþróttakona og þegar hún fluttist til Íslands í mars síðast- liðnum starfaði hún við íþróttaþjálf- un. Bróðir Pino, Antonio Becerra, lýsti harmi fjölskyldunnar í minn- ingargrein í dagblaði á Kanaríeyjum á föstudag. „Hún verðskuldar ævisögu, verð- skuldar að hennar sé minnst eins og hún var – eins og náttúruafl. Hún dó með þeim hætti sem náttúru- öfl deyja – á óútskýrðan, undarlegan hátt,“ sagði Antonio. „Hún var stór- kostlegur íþróttamaður og betri þjálf- ari – þeir sem hafa notið þess gleyma því aldrei; ástríðufull kona og tilfinn- inganæm, á köflum erfið, en alltaf einlæg. Hún átti allt og var hamingju- samari en flestir kunna að vera. Frá- fall hennar skilur okkur orðlaus eftir, án hennar nærveru, án hennar orða eða ásýndar.“ Lentu í vandræðum vegna 17. júní Bræður hennar áttu að koma til landsins á mánudag til að hægt væri að flytja Pino heim. Þeir ætluðu að sinna þeim verkefnum sem þarf að klára til að þeir geti flogið með hana aftur til Kanaríeyja. Fjölskyldan hefur óskað eftir því að Pino verði brennd og báðu um að það yrði gert í dag, 17. júní, eða eigi síðar en á miðvikudag. Þar sem dagurinn er hátíðisdagur var ekki hægt að verða við óskum bræðr- anna og fjölskyldunnar og þurfa þeir líklega að bíða fram í næstu viku þar sem líkbrennsla fer aðeins fram á þriðjudögum. Starfsmenn sendiráðs Spánar á Íslandi eru fjölskyldunni innan handar til þess að reyna að flýta ferlinu svo þau geti farið heim eigi síð- ar en á föstudag. Þegar fjölskyldan fer aftur til Spánar verður haldin jarðar- för fyrir Pino, að sögn bræðra hennar. Bróðir hennar, Ángel Becerra, þakk- ar sérstaklega auðsýndan hlýhug og samúðarkveðjur sem þau hafa fengið. Hafði mikil áhrif Í maí hóf hún störf hjá hlaupahópi Stjörnunnar í Garðabæ. Á skömm- um tíma náði hún vel til hlauparanna sem bera henni vel söguna. „Hlýleiki hennar og einlægur áhugi á vellíðan annarra snart mig,“ sagði Gunnar Ár- mannsson hlaupari í pistli sem hann birti til minningar um hana. „Ég þekkti Pino aðeins í rétt um mánuð. Engu að síður dugði það henni til að hafa slík áhrif á mig að mér finnst kær vinur hafa horfið á braut,“ segir Gunnar. n „Hún er fluggáfuð stelpa, ótrúlega góð“ n Stórlega dregið úr leit við Bleiksárgljúfur n Íslenska konan talin af n Pino féll niður 30 metra n Hvítasunnudagur 8. júní 2014 Það liggur fyrir að konurnar tvær fóru í gönguferð við Bleiksárgljúfur í Fljótshlíð. Talið er að Pino Becerra Bolaños hafi látist þennan dag í Bleiksárgljúfri. n Þriðjudagur 9. júní 2014 Leit hefst í Bleiksárgljúfri eftir að aðstand- endur hafa samband við lögreglu. Ekkert hafði heyrst frá konunum frá laugardags- kvöldinu 7. júní 2014 og hófst eftirgrennslan þegar þær mættu ekki til vinnu á þriðjudag. Leit hófst seinnipart þriðjudags og allt að 90 leitarmenn kembdu svæðið. Föt kvennanna fundust við hyl í Bleiksárgljúfri, en Bleiksár- gljúfur skerst niður úr hálendinu ofan við Fljótshlíð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð við leitina. n Miðvikudagur 10. júní 2014 Pino Becerra Bolaños finnst í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð, um 25 metra frá Hvolsvelli, að kvöldi þriðjudags. Kafarar fundu líkið við sama hyl og föt kvennanna fundust. Sérhæft leitarfólk, þar á meðal kafarar, leitarhundar og gönguhópar fóru yfir svæðið auk þess sem þyrla gæslunnar var enn við störf. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlög- regluþjónn á Hvolsvelli, sagði að allar líkur séu á að um slys hafi verið að ræða. n Fimmtudagur 11. júní 2014 Leit er fram haldið við Bleiksárgljúfur og hef- ur nú verið leitað í tvo sólarhringa fram undir morgun. Mikill fjöldi hefur komið að leitinni. Farið var vandlega yfir gljúfrið auk þess sem radíus leitarinnar var um sex kílómetrar í allar áttir. Lögregla taldi sig hafa fullleitað í Bleiksárgljúfri en þá hafði kafari úr sérsveit lögreglunnar sigið niður í gljúfrið og leitað á bak við fossinn í gljúfrinu. Aðstæður í gljúfrinu eru mjög erfiðar. Gljúfrið er bæði þröngt og skuggsýnt. Áætlað er að hiti vatns sé í kringum tvær gráður. Rannsakað var hvernig vatnsstraumar bera hluti niður Bleiksárgljúfur með þar til gerðri dúkku og upplýsingarnar notaðar til að leiðbeina leit- armönnum. Í ljós kom að dúkkan hefði getað farið út í Markarfljót. Fótspor eftir berfætta manneskju fundust um þremur kílómetrum austan við Bleiksárgljúfur og voru það fyrstu sporin sem fundust. Þau leiddu leitarmenn um svæðið en íslenska konan fannst ekki. n Föstudagur 14. júní 2014 Greint er frá því að konan sem lést í gljúfrinu var Pino Becerra Bolaños. Bróðir hennar ritar minningargrein um hana í dagblað á Kanaríeyjum. Leit hélt áfram en reynist vera árangurslaus. n Laugardagur 14. júní 2014 og sunnudagur 15. júní 2014 Leitarmenn á hestum frá Skagafirði bætt- ust í leitarhópinn. Á laugardagskvöldi var ákveðið að ef leitin bæri ekki árangur yrði dregið úr henni á sunnudag og á mánudag. Leitin hélt áfram á sunnudag en talsvert færri leitarhópar voru að störfum. n Mánudagur 16. júní 2014 Ákveðið var að hafa virkt eft ir lit og vakt með leit ar svæðinu verður þó áfram um óákveðinn tíma. Lögregla greindi frá því að Pino Becerra Bolaños hafi látist eftir 30 metra fall í fossi Bleiksárgljúfurs. Krufning hefur leitt þetta í ljós. Bræður Pino boða komu sína til landsins en þeir ætla að flytja ösku systur sinnar heim. Tímafrek og erfið leit Enn leitað Ásta þekkti svæðið vel. Ásta Sigrún Magnúsdóttir Rögnvaldur Már Helgason astasigrun@dv.is / rognvaldur@dv.is „Þetta er hins vegar sérstakt mál Dregið úr leitinni Ásta er há og grönn, um 1,80 m á hæð með ljós- skollitað hár. Lögreglan biður alla þá sem voru á ferð í Fljótshlíð, á svæðinu innan við Múlakot, frá því á laugardagskvöld og fram á mánudagskvöld, að hafa samband í síma 488-4110 eða á sveinnr@logreglan.is. Harmdauði Pino Becerra Bolaños var vinsæll íþróttaþjálfari. Mynd ÚR EinkaSaFni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.