Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2011, Page 14
Fyrir tveimur árum gast þú keyrt
norður á Akureyri frá Reykjavík fyrir
4.295 krónur aðra leiðina. Nú kostar
slík ferð 6.009 krónur sé miðað við að
þú kaupir ódýrasta bensínið.
Bensínverð er í sögulegu hámarki
og mikilvægt að gera sér grein fyr
ir hvernig hægt er að lækka bensín
kostnaðinn. DV birtir hér 15 ráð
hvernig hægt er að koma í veg fyrir
að eyða óþarflega miklu í bensín. Til
dæmis er mikilvægt að vera á góð
um dekkjum, hafa bílinn rétt stilltan
og sleppa öllum aukaþunga í bíln
um. Þá er einnig gott sparnaðarráð
að samnýta bílinn með vinnufélög
unum eða hreinlega að nota hjólið
til að komast til og frá vinnu. Þannig
verður þú þér út um ókeypis líkams
rækt í leiðinni
Tæplega 40 prósenta
hækkun á einu ári
Verð á bensínlítranum er eins og
stendur um það bil 242 krónur á
öllum sölustöðum og hefur hann
hækkað um tæp 40 prósent á tveim
ur árum. Þess má geta að árið 2007
kostaði lítrinn 113 krónur og hefur
hann því hækkað um 114 prósent
síðan þá. Þetta þýðir að ef þú
fyllir 50 lítra bensíntank
núna þarftu að greiða
fyrir það 12.100
krónur.
Fyrir
tveimur árum hefðir þú þurft að
greiða fyrir það 9.650 krónur en árið
2007 kostaði tankurinn 5.650 krónur.
Hækkunin er ríflega tvöföld á fjórum
árum.
Ef þú hefur hug á að keyra hring
inn þá mun það kosta þig 31.460
krónur í bensín, sé miðað við bíl sem
eyðir 10 lítrum á 100 kílómetrum.
Sama ferðalag kostaði fyrir ári um
25.000 krónur. Ferðalag um landið
á bílnum er því orðið töluvert dýr
ara en það var fyrir ári og líklegt að
margir hugsi sig tvisvar um áður en
bensíni er dælt á bílinn.
Einungis á færi þeirra efnameiri
„Þetta er komið í þær hæðir að það
er farið að mælast minni umferð um
land allt,“ segir Runólfur Ólafsson,
framkvæmdastjóri Félags íslenskra
bifreiðaeigenda. Hann bendir á að
samkvæmt mælingum Vegagerðar
innar var umferðin minni sem nem
ur á annan tug prósenta um versl
unarmannahelgina nú, heldur en
fyrir ári. Bensínverðið sé því farið að
koma niður á frítímanotkun og al
mennri notkun á ökutækjum. „Það
stefnir allt í að það sé frekar á
færi þeirra
sem
meira hafa að nota bílinn og það er
þróun sem við teljum mjög óæski
lega,“ segir hann.
Skammvinnt verðstríð
Það er þó ekki einungis verð á bens
íni sem hefur breyst heldur má sjá
á meðfylgjandi töflu að fyrir tveim
ur árum gátu neytendur valið um
að kaupa bensín þar sem það var
ódýrast en nú er munurinn á hæsta
og lægsta verði sjaldan meiri en ein
króna. Flest félögin eru nánast með
sama verð upp á aur.
Einungis einu sinni frá því um
mitt árið 2009 gerðist það að félögin
fóru í það sem mætti kalla einhvers
konar verðstríð. Það var í fyrrasum
ar þegar N1 lækkaði bensínverð sitt
um ellefu krónur. Nokkrum vikum
fyrr var bensínverð komið í sögulegt
hámark, eða um það bil 210 krónur
lítrinn. Í dag kostar bensínlítrinn 242
krónur. Önnur félög lækkuðu einnig
verðið hjá sér og var hægt að kaupa
lítrann á 186 krónur. Verðstríðið stóð
þó stutt því fljótlega fór verðið hækk
andi, félögin voru algjörlega sam
stiga í
verðhækkunum og hálfu ári síðar var
bensínlítrinn kominn í 212 krónur.
Þríþætt ástæða hækkunar
„Já, við fáum reglubundið kvartanir
til okkar vegna bensínverðsins. Fólk
er ekkert ánægt þegar nauðsynja
vörur hækka jafn mikið og bensínið
hefur verið að gera,“ segir Jóhannes
Gunnarsson, formaður Neytenda
samtakanna.
Inntur eftir skoðun Neytenda
samtakanna á hækkun seinustu ára
á bensínverði segir hann að megin
ástæður hækkananna séu þríþætt
ar. „Þróun heimsmarkaðsverðs hef
ur haft mikil áhrif en olíuverð hefur
hækkað mikið. Eins hefur gengið
verið afar óhagstætt fyrir okkur neyt
endur. Svo hefur bæst við að ríkið
hefur verið að auka álögur líka. Sé
litið til þessara þriggja þátta sést að
það er því miður lítið hægt að gera á
meðan ástandið er eins og það er.“
Félögin þurfi að vera
samkvæm sjálfum sér
Jóhannes segir að samtökin leggi
Vel skammtað
n Lofið að þessu sinni fær Saffran Ex
press á N1 uppi á Höfða. „Ég vil láta
vita að Saffran Express fær prik fyrir
kjúklingasalatið sem hægt er að
kaupa þar. Ég fór þangað um
daginn og fékk mér salatið
sem var mjög vel skammtað.
Það samanstóð af góðu
úrvali af fersku græn
meti, baunum, hnetum
og fræjum. Einnig var
vel af kjúklingi með,“
segir viðskiptavinurinn.
Úldinn humar
n Lastið fær fiskbúðin Fiskikóngurinn
á Sogavegi sem seldi viðskiptavini 1,5
kíló af frosnum humri sem reynd
ist vera dragúldinn þegar pokinn
var opnaður. „Pokinn kostaði 4.000
krónur og var keyptur fyrir skömmu.
Þá var umræddur poki
seldur sem blanda
af stórum humri og
smærri humri en nær
allur humarinn var
mjög smár og tíkar
legur auk þess sem hann var
skemmdur,“ segir óánægður
viðskiptavinur.
14 | Neytendur 3. ágúst 2011 Miðvikudagur
E
ld
sn
ey
ti Bensín Dísilolía
Algengt verð 242,7 kr. 242,7 kr.
Algengt verð 242,5 kr. 242,5 kr.
Höfuðborgarsv. 242,4 kr. 242,4 kr.
Algengt verð 242,7 kr. 242,7 kr
Algengt verð 244,8 kr. 242,7 kr.
Melabraut 242,5 kr. 242,5 kr.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Berið saman verð
Neytendasamtökin hafa fengið
nokkuð af fyrirspurnum vegna minni
umbúða á matvælum og á heima
síðu samtakanna segir að neytend
ur hafi kvartað undan því að minni
umbúðir leiði ekki alltaf til verðlækk
unar. Samtökin vilja benda neytend
um á að mikilvægt sé að bera saman
verð í verslunum og að samkeppni
ætti að halda aftur hækkunum enda
eigi framleiðendur í samkeppni sín
á milli. Framleiðendur eigi því ekki
að komast upp með að hækkar vörur
umfram það sem teljist eðlilegt.
Neytendur eru því hvattir til að skoða
kílóverð og bera þannig saman verð
á milli einstakra tegunda.
n Árið 2007 fékkst bensínlítrinn á 113 krónur n Nú kostar hann 242 krónur
n Bullandi eltingarleikur, segir Jóhannes Gunnarsson hjá Neytendasamtökunum
Tvöföld hækkun
á fjórum árum
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Janúar
2009
Janúar
2010
Júlí
2009
Júlí
2010
Hann er dýr dropinn Margir
myndu gleðjast ef hægt væri
að fylla á bílinn með mjólk
en hún er helmingi ódýrari en
bensínið. Lítri af bensíni kostar
í dag 242 krónur en mjólkurlí-
terinn er á 116 krónur.
MYND: EYÞóR ÁRNASON
3,1%
0,7%
6,6%
3,1%
6,7%
8,0%
27,6%
35,2% 34,2%