Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Side 2
2 Fréttir Vikublað 10.–11. september 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods Vill að Hagar hækki laun „Staðan nú gefur færi á að rétta hag lægst launuðu starfsmanna fyrirtækisins,“ segir Ólafía B. Rafns dóttir, formaður VR. Hún segir að laun og bónusar sex hæst settu stjórnenda fyrirtækisins gefi það til kynna að hægt sé að bæta hag lægra settra starfsmanna. „Stjórnendur Haga hafa notið góðs af þessari þróun – laun og bónusar sex æðstu stjórnenda fyrirtækisins námu um 240 milljónum króna á árinu 2013. Fyrirtækjum af þeirri stærðargráðu og fjárhagslega styrk sem Hagar búa yfir ber að ganga á undan með góðu fordæmi,“ segir Ólafía. Hún segir að launakostn- aður sem hlutfall af heildartekjum Haga hafi lækkað á síðustu árum, og nemi nú nemur nú 8,5 pró- sentum samanborið við 11,3 pró- sent árið 2007 og 2008. „Ef Hagar hækka laun starfsmanna sinna, eins og við teljum að fyrirtækið hafi alla burði til, myndi það að sjálfsögðu leiða til aukins launa- kostnaðar og minni hagnaðar. En er fyrirtækið ekki í stakk búið til að takast á við það? Tæplega fjögurra milljarða króna hagnaður Haga árið 2013 er um þriðjungs hækk- un frá árinu áður. Er ekki kominn tími til að ALLIR starfsmenn fái að njóta þessa góða árangurs fyrir- tækisins?“ spyr Ólafía. Brotthvarf meira á landsbyggðinni B rotthvarf nemenda er meira í skólum á lands- byggðinni en á höfuð- borgarsvæðinu. Haustið 2004 hófu 4.830 nemar nám í dagskóla á fram- haldsskólastigi á Íslandi. Fjórum árum síðar, árið 2008, höfðu 45 prósent nýnemanna verið braut- skráð úr námi á framhaldsskóla- stigi sem var að minnsta kosti tvö ár að lengd. Þetta kemur fram í töl- um Hagstofunnar sem birtar voru fyrir skemmstu. Þar segir einnig að tæp tuttugu og átta prósent nýne- manna hefðu hætt námi eða tekið sér tímabundið hlé á námi. Sami fjöldi var enn í námi, en hafði ekki brautskráðst Fleiri ljúka námi í framhalds- skólum á höfuðborgarsvæðinu en utan þess samkvæmt sömu tölum. Þannig höfðu 49 prósent þeirra nýnema, sem hófu nám í skólum á höfuðborgarsvæðinu haustið 2004, lokið námi árið 2008. Í skól- um utan höfuðborgarsvæðisins er hlutfall sama hóps, sem hóf nám það er, 37 prósent. Þá hefur fjórð- ungur nýnema á höfuðborgar- svæðinu hætt námi án þess að útskrifast en tæpur þriðjungur ný- nema í skólum utan höfuðborgar- svæðisins. Í tölunum kemur þó ekki fram hversu margir útskrifuðust á styttri tíma en fjórum árum eða úr hvaða námi þeir koma, það er hvort þeir ljúka stúdentsprófi, iðnmenntun eða öðru námi. Hluti hópsins gæti því verið kominn áleiðis í verknám eða í starfsþjálfun, eða ekki snúið aftur eftir starfsþjálfun í viðkom- andi iðn lauk. Tölurnar eru því ekki tæmandi. Mikið hefur verið fjallað um brotthvarf í íslenskum framhalds- og menntaskólum á undanförn- um árum. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráð- herra, hefur sérstaklega beint sjónum sínum að brotthvarfi nem- enda á þessu stigi og fjallar um það í Hvítbók, stefnumótun ráðu- neytisins í menntamálum. Hefur hann greint frá því að hann vilji að hlutfall nemenda sem ljúki fram- haldsskólanámi á tilsettum tíma hækki úr 44 prósentum í 60 pró- sent, ef tekið er mið af tölum síð- ustu tveggja ára. Vonast hann til að þessum markmiðum verði náð fyr- ir árið 2018. Minni munur Hagstofan segir að munur á brott- hvarfi nýnema á framhaldsskóla- stigi á árunum 2000–2004 sé lít- ill. Um 28 prósent nemenda sem hófu nám árið 2000 höfðu hætt námi án þess að útskrifast árið 2004. Sami fjöldi, sem hóf nám árið 2004, hætti námi og hafði því ekki útskrifast árið 2008, eða fjór- um árum síðar. Meira brotthvarf var til staðar áratug fyrr eða svo. 35 prósent ný- nema sem hófu nám árið 1995 höfðu ekki útskrifast fjórum árum síðar og höfðu hætt námi, en vert er að benda á að flokkunarkerfi menntunar breyttist árið 1997 svo tölurnar eru ekki að fullu sam- anburðarhæfar. Sjö prósenta breyting er þó til staðar. Færri innflytjendur útskrifast Í íslenskum mennta- og fram- haldsskólum útskrifast hlutfalls- lega færri innflytjendur en nem- endur af íslenskum uppruna. Slíkt vandamál þekkist þó í nágranna- löndum okkar. Sem dæmi má nefna að haustið 2004 hófu 175 innflytjendur nám í dagskóla á framhaldsskólastigi á Íslandi. Að- eins 26 prósent þeirra höfðu út- skrifast úr skólanum árið 2008, eða fjórum árum síðar. Tveimur árum síðar hafði hlutfall þeirra hækkað í 31 prósent. „Brautskráningarhlutfall er hæst meðal nemenda fæddra er- lendis af íslenskum uppruna en 62 prósent þeirra sem hófu nám haustið 2004 höfðu útskrifast árið 2008. Ef litið er á nýnema haustið 2004 án erlends bakgrunns höfðu 45 prósent útskrifast af framhalds- skólastigi fjórum árum síðar,“ seg- ir í tölum Hagstofunnar. Líklega eru skiptinemar ekki teknir með í þessar tölur, en flestir framhalds- skólar á Íslandi kenna aðeins á ís- lenskri tungu sem getur valdið því að innflytjendur þurfi lengri tíma til að ljúka námi, sem og meiri stuðning frá kerfinu. Þar kemur einnig fram að konur eru líklegri til að útskrifast úr námi óháð aldri og uppruna, en konur eru einnig í meirihluta útskrifaðra nemenda úr íslenskum háskólum. Vill stytta námstímann Á Íslandi er framhalds- og menntaskólaganga almennt skil- greind sem þriggja til fjögurra ára nám. Menntamálaráðherra hef- ur þó greint frá því að hann vilji stytta námstímann verulega. Fjöl- margir nemendur ljúka þó námi og útskrifast á styttri tíma en fjór- um árum. Aðrir fara hægar í gegn- um námið og þurfa lengri tíma. Áfangakerfisskólar hafa veitt þann sveigjanleika sem bekkjarkerfis- skólar gera almennt ekki. Í tölum Hagstofunnar kemur einnig fram að á Íslandi eru færri nemendur sem ljúka framhaldsskólastigi á skemmri tíma en þessum fjórum árum, en í flestum OECD löndum (löndum sem eiga aðild að Efna- hags- og framfarastofnuninni). Íslenskir nemendur eru einnig elstir þeirra sem útskrifast, enda námstíminn lengri. „Í þeim 25 OECD löndum, sem svöruðu könnun um brautskrán- ingarhlutfall og brottfall af fram- haldsskólastigi, sem framkvæmd var árið 2012, höfðu Ísland og Lúxemborg lægsta hlutfall ný- nema sem höfðu brautskráðst á réttum tíma. Í Lúxemborg höfðu 45% nýnema á framhaldsskóla- stigi haustið 2004 lokið námi á til- skildum tíma, eins og á Íslandi, en þar í landi er algengt að nemendur þurfi að endurtaka námsár í skóla. Tveimur árum síðar höfðu 74% nýnema í Lúxemborg brautskráðst en 58% íslenskra, og er Ísland þar í neðsta sæti þeirra 14 OECD ríkja sem höfðu sambærilegar tölur,“ segir í umfjöllun Hagstofunnar. Að meðaltali útskrifast um sjötíu pró- sent nýnema á framhaldsskólastigi í OECD löndunum á réttum tíma, það er þeim tíma sem hvert land fyrir sig skilgreinir sem áætlaðan námstíma, en námið er mislangt eftir ríkjum. Tveimur árum síðar hefur hlutfall þeirra hækkað í 85 prósent. n Íslenskir nemendur eru lengur í skóla og upp til hópa eldri er þeir útskrifast„Sami fjöldi, sem hóf nám árið 2004, hætti námi og hafði því ekki útskrifast árið 2008, eða fjórum árum síðar. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Kraftmikil Hér má sjá mennta- skólanema mótmæla af krafti í vor þegar kjaraviðræður kennara fóru fram. Íslenskir nemendur útskrifast upp til hópa seinna úr framhaldsskólum en nemendur í öðrum löndum. Mynd Sigtryggur Ari 26 eiga von á sekt Tuttugu og sex ökumenn eiga von á sekt eftir að hafa verið staðnir að hraðakstri á Hallsvegi í Reykja- vík á mánudag. Á vef lögreglunn- ar kemur fram að fylgst hafi verið með ökutækjum sem ekið var Hallsveg í vesturátt, við Þverveg. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fór 61 ökutæki þessa akstursleið og því óku margir ökumenn, eða 43 prósent, of hratt eða yfir af- skiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 66 kílómetrar á klukkustund en þarna er 50 kíló- metra hámarkshraði. Átta óku á 70 kílómetra hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 80.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.