Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Side 8
8 Fréttir Vikublað 10.–11. september F ramkvæmdastjóri fyrirtækis- ins Auðkennis ehf., sem er í eigu íslenskra fjármálafyrir- tækja og Teris ehf., starfaði í fjármálaráðuneytinu árið 2007 þegar gerður var samstarfssamning- ur við fyrirtækið vegna rafrænna skil- ríkja. Sá heitir Haraldur A. Bjarnason og starfaði hann meðal annars í ráðu- neytinu að málefnum sem snertu raf- ræn skilríki. Hann hætti í ráðuneytinu í apríl árið 2011 og réð sig til Auðkenn- is. Í svari frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að Haraldur hafi verið einn af starfsmönnum ráðuneytisins sem vann að umræddum samningi við Auðkenni: „Af hálfu ráðuneytisins var samningurinn undirbúinn af skrif- stofustjóra og sérfræðingum á rekstr- ar- og upplýsingasviði, þ.á.m. Haraldi Bjarnasyni, auk annarra starfsmanna ráðuneytisins.“ Auðkenni ehf. er í eigu Arion banka, Landsbankans, Íslandsbanka, Símans og áðurnefnds fyrirtækis Ter- is ehf. en það félag er í meirihluta- eigu MP banka, Arion banka og skilanefndar Sparisjóðabanka Ís- lands. Hver hluthafi fer með 20 pró- sent í Auðkenni ehf. Á vefsvæði Láns- trausts kemur hins vegar ekki fram hverjir það eru sem eiga tæp 30 pró- sent í Teris. Ekki náðist í Harald Bjarna- son sjálfan við vinnslu fréttarinn- ar og voru samskiptin við Auðkenni í gegnum upplýsingafulltrúa. Í svari hans segir um aðkomu Haraldar að samningnum: „Haraldur hóf störf í fjármálaráðuneytinu í ágúst árið 2005. Hann starfaði þar í sex ár með- al annars við verkefnastjórn um inn- leiðingu rafrænna skilríkja. Hann kom að undirbúningi samningsins ásamt skrifstofustjóra og öðrum aðilum ráðuneytisins.“ Haraldur undirritaði hins vegar ekki samninginn fyrir hönd ráðuneytisins heldur var það þáver- andi fjármálaráðherra, Árni Mathies- en, líkt og venja er um slíka samninga. Haraldur sat svo meðal annars í stjórn Auðkennis á meðan hann starf- aði í ráðuneytinu 105 þúsund sóttu um Auðkenni hefur verið í fréttum síðustu daga vegna skilyrðis þess efnis að all- ir þeir sem vilji nýta sér og samþykkja skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinn- ar verði að eiga slík skilríki. Fjármála- ráðuneytið beindi þessum tilmælum til fólks í síðustu viku, líkt og fram hef- ur komið í fjölmiðlum. Í þessu felst að allir sem sótt hafa um og hyggjast nýta sér skuldaleiðréttinguna þurfa að sækja um rafræn skilríki. Eins og er þá eru skilríkin ókeypis en Haraldur hefur sagt opinberlega, í samtali við fréttastofu RÚV, að auð- kenni þurfi sannarlega að hafa tekjur í framtíðinni og að ekki liggi fyrir hvern- ig tekjuöfluninni verði háttað. „Auð- kenni þarf að hafa tekjur og hingað til hafa tekjurnar, og munu, mestmegnis koma frá þeim aðilum og þjónustuað- ilum sem eru að nýta þessa þjónustu. Það eru þá fjármálafyrirtæki og fleiri sem eru að fá mikinn ábata af því að vera í samskiptum við sína viðskipta- vini með undirskriftum og öruggum auðkenningum.“ Komið hefur fram opinberlega að nærri allir sem áttu rétt á skuldaleið- réttingunni hafi sótt um hana. Alls var um að ræða 69 þúsund umsóknir frá samtals 105 þúsund einstaklingum. Þeir sem sóttu um leiðréttinguna þurfa því allir að hafa slík rafræn skil- ríki. Ráðstöfunin gagnrýnd Sú ákvörðun að gera skilyrði um notk- un rafrænna skilríkja við úrvinnslu skuldaleiðréttingarinnar hefur sætt nokkurri gagnrýni síðustu daga. Meðal annars sagði Ögmundur Jón- asson, þingmaður Vinstri grænna, að verið væri að þvinga fólk til við- skipta við einkahlutafélag. „Þú ferð ekki að þvinga þjóðina alla inn í við- skipti við einkafyrirtæki með þessum hætti þegar þú getur augljóslega boð- ið upp á þann valkost að menn fari og staðfesti það sem staðfesta þarf með undirskrift sinni hjá skrifstofum skatt- yfirvalda, ef á annað borð þarf á þess- um undirskriftum að halda. Ég á enn eftir að skilja það hvers vegna það er.“ Taldi Ögmundur því eðlilegra að nota veflykil ríkisskattstjóra þar sem um væri að ræða persónuauðkenni sem væri opinbert. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu á þriðjudaginn kom fram að slík rafræn skilríki væru þau einu sem væru nægjanlega örugg til að uppfylla þær öryggiskröfur: „Raf- ræn skilríki auka öryggi og þægindi umsækjanda. Þau eru eina auð- kennisleiðin sem stendur undir þeim öryggiskröfum sem ríkisskattstjóri tel- ur nauðsynlegar fyrir ráðstöfun þeirra fjármuna sem umsækjendur um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda fá í sinn hlut. Þess vegna hafa rafræn skilríki verið valin til staðfestingar á ráðstöfun Leiðréttingarinnar.“ Vildi ríkisútgefið auðkenni Tekið skal fram að þegar Ögmundur varð innanríkisráðherra í tíð síðustu ríkisstjórnar vildi hann að í stað raf- rænna skilríkja yrði tekin upp önn- ur auðkennisleið, svokallaður Íslykill, sem Þjóðskrá gefur út. Þá hafði sam- starf ríkisvaldsins og Auðkennis ehf. hins vegar staðið yfir frá árinu 2007 og samstarfssamningurinn var enn í gildi. Segja má að í gagnrýni Ögmundar birtist klassísk togstreita á milli hug- myndafræði vinstri og hægri manna en Ögmundur vildi ekki að einkaað- ilar kæmu að útgáfu umræddra raf- rænna skilríkja. Sjálfstæðisflokkurinn virðist hins vegar hlynntari hug- myndinni um að einkaaðilar komi að útgáfu rafrænna skilríkja, fyrst árið 2007 og eins nú þegar samstarfssamn- ingurinn við Auðkenni er endurnýj- aður og skuldaleiðréttingin skilyrt við notkun rafrænna skilríkja. Lagði grunn að starfseminni Samningurinn sem Haraldur kom að lagði grunn að starfsemi Auðkenn- is og tryggði fyrirtækinu 10 milljón- ir króna á ári frá 2007 og til síðasta árs þegar hann rann út. Nú hefur samningurinn verið endurnýjaður til tveggja ára. Um samninginn segir í ársreikn- ingi Auðkennis ehf. fyrir árið 2013 „Vorið 2007 gerði Auðkenni samn- ing við fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkisins um samstarf við innleiðingu dreifilyklaskipulags og almenna notk- un rafrænna skilríkja. Samningur- inn, sem lagði grunn að þeirri upp- byggingu sem átt hefur sér stað innan félagsins frá þeim tíma, rann út í mars. Viðræður um framlengingu samn- ingsins áttu sér stað og var kom- ið samkomulag um flesta þætti í lok ársins og stefnt að undirritun í byrjun ársins 2014.“ Samtals tæplega 120 milljónir Í svarinu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að nýr samningur hafi verið gerður sem gildi til ársloka 2015. Árlegar greiðslur til Auðkennis verða áfram tíu milljónir króna á ári. Sam- tals hefur ríkið greitt tæplega 120 milljónir króna til Auðkennis vegna samstarfsverkefnisins frá árinu 2007. Þar með talið er 30 milljóna króna stofnfjárframlag. Orðrétt segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn DV: „Framlag ríkisins til samstarfsverkefnisins eru 10 m.kr. á ári sem tekur breytingum í samræmi við vísitölu neysluverðs. Greiðslan er fyrir hýsingu og rekstur Íslandsrótar, milliskilríkja og notendaleyfa persón- utengdra endaskilríkja, auk fram- leiðslu og aðgengis að afturköllunar- listum (CRL) og OCSP þjónustu. Frá árinu 2008 hafa greiðslur vegna þessa numið alls 89,8 m.kr., auk 30 m.kr. stofnframlags árið 2007.“ Nokkrar hlutafjáraukningar Tap Auðkennis hefur verið talsvert síðastliðin ár og hefur reksturinn verið fjármagnaður með áðurnefndum rík- isstyrkjum og eins með hlutafjáraukn- ingu frá eigendum félagsins, fjármála- fyrirtækjum, Símanum og Teris ehf. Í fyrra nam tapið tæplega 160 millj- ónum króna en 30 milljónum árið þar á undan. Bara í fyrra var hlutafé fyrir- tækisins aukið um 375 milljónir króna og er heimild til frekari hlutafjáraukn- ingar upp á 160 milljónir króna. Þeir aðilar sem hafa fjármagnað starfsemi Auðkennis á þróunarstig- um fyrirtækisins munu því væntan- lega vilja fá fjármagn sitt til baka, að minnsta kosti að hluta til. Þarf varla fleiri samninga Í árslok 2015 má gera ráð fyrir því að innleiðing rafrænna skilríkja verði búin á Íslandi að mestu og að ekki þurfi frekari samstarfssamninga þar sem svo stór hluti af íslensku þjóð- inni verði kominn með slík skilríki. Ein stærsta ástæðan fyrir þessu verð- ur sú staðreynd að notkun slíkra skil- ríkja hefur verið gerð að skilyrði í skuldaleiðréttingunni. Segja má að samstarf hins op- inbera og fjármálafyrirtækja sem hófst árið 2005 hafi því náð endan- lega markmiði sínu. Orðrétt segir um ástæður upphaflegs samstarfs um rafræn skilríki í svari frá fjármála- ráðuneytinu: „Samningurinn sem gerður var árið 2007 var í framhaldi af viljayfirlýsingum sem undirritað- ar voru í júní 2005 og í júlí 2006, um vilja fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Samtaka banka og verðbréfafyrir- tækja um undirbúning innleiðingar dreifilyklaskipulags og almennr- ar notkunar rafrænna skilríkja á Ís- landi.“ Hvernig starfsemi Auðkennis verður fjármögnuð nákvæmlega eftir þetta liggur ekki fyrir. n Kom að samningnum sem ríkisstarfsmaður n Ríkið endursamdi við Auðkenni n Kostnaðurinn tæpar 120 milljónir frá 2007 n Pólitískt deilumál Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Pólitískur ágreiningur Ágreiningurinn um rafrænu skilríkin er afar pólitískur og vill Ög- mundur Jónasson til dæmis að ríkisvaldið sjái um útgáfu rafrænna skilríkja en ekki einkaðilar. Skilyrði fyrir skuldaleiðréttingunni Allir sem ætla að nýta sér skuldaleiðréttingu ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þurfa að fá sér rafræn skilríki. Vann að samningi við ríkið Núverandi framkvæmdastjóri Auðkennis ehf., Haraldur Bjarnason, vann að samningi ríkisins við fyrirtækið þegar hann starfaði í fjármálaráðuneytinu árið 2007. „Hann kom að undirbúningi samningsins ásamt skrif- stofustjóra og öðrum að- ilum ráðuneytisins. „Þú ferð ekki að þvinga þjóðina alla inn í viðskipti við einkafyrirtæki með þessum hætti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.