Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Blaðsíða 30
Vikublað 10.–11. september30 Sport Græða mest á sölu leikmanna n Porto trónir á toppnum og græðir langmest n Þrjú ensk félög í hópi 10 söluhæstu P ortúgalska stórveldið Porto er það félag í heimsfótbolt- anum sem græðir mest á sölu leikmanna ef litið er til undanfarinna tíu ára. Þetta leiðir úttekt sem vefritið Bleacher Report framkvæmdi á dögunum í ljós, en stuðst var við upplýsingar frá Transfermarkt sem heldur utan um félagaskipti leikmanna um allan heim. Frá sumrinu 2005 og þar til félagaskiptaglugginn lokaði um síð- ustu mánaðamót hefur Porto selt leikmenn fyrir 626 milljónir evra, 96,3 milljarða króna. Hér að neðan má sjá þau félög sem grætt hafa mest á sölu leikmanna á undan- förnum árum. n 1 Porto Sem fyrr segir eru forsvarsmenn Porto snjallastir allra í að finna unga og efnilega leikmenn, veita þeim gott knattspyrnulegt uppeldi og gera þá tilbúna til að taka stærra skref. Þó svo að Porto selji undantekningar- laust sína bestu leikmenn hefur félaginu tekist að halda sér á toppnum í Portúgal. Þannig hefur félagið orðið meistari sjö sinn- um á síðustu tíu árum. Það er augljóslega vel haldið um taumana hjá Porto. Helstu sölur: Eliaquim Mangala Seldur til: Manchester City (2014) Söluverð: 8,2 milljarðar króna Fernando Seldur til: Manchester City (2014) Söluverð: 2,3 milljarðar James Rodriguez Seldur til: Monaco (2013) Söluverð: 6,9 milljarðar Joao Moutinho Seldur til: Monaco (2013) Söluverð: 3,8 milljarðar Hulk Seldur til: Zenit (2012) Söluverð: 8,5 milljarðar Radamel Falcao Seldur til: Monaco (2013) Söluverð: 7,2 milljarðar Anderson Seldur til: Manchester United (2007) Söluverð: 4,8 milljarðar 2 Tottenham Tottenham hefur í gegnum tíðina átt erfitt með að halda í sína bestu leikmenn. Þannig hafa Gareth Bale, Dimitar Berbatov og Luka Modric verið seldir á síðustu árum fyrir stórfé. Frá árinu 2005 hefur Tottenham selt leikmenn fyrir 486 milljónir evra, 75 milljarða króna. Þetta hefur haft sitt að segja því Tottenham virðist ekki líklegt til stórræðanna gegn bestu félögum ensku úrvalsdeildarinnar eins og sakir standa. Hér að neðan er stiklað á stóru um helstu sölur Tottenham-liðsins en bent á að Tottenham hafi selt fjölda annarra leikmanna og fengið ágætis pening fyrir. Má þar nefna Gylfa Þór Sigurðsson, Steven Caulker, Tom Huddle- stone, Sandro og Jake Livermore sem dæmi. Helstu sölur: Gareth Bale Seldur til: Real Madrid (2013) Söluverð: 14,4 milljarðar Luka Modric Seldur til: Real Madrid (2012) Söluverð: 4,6 milljarðar Dimitar Berbatov Seldur til: Manchester United Söluverð: 5,8 milljarðar Michael Carrick Seldur til: Manchester United (2006) Söluverð: 4,1 milljarður Tveir góðir James Rodriguez og Radamel Falcao eru leikmenn sem Porto seldi fyrir stórfé. 3 Liverpool Liverpool hefur fengið góðar tekjur vegna sölu leikmanna á undanförnum árum og ber þar helst að nefna Fernando Torres og Luis Suarez. Ætli félagið sér að komast í fremstu röð í Evrópu að nýju þarf það að halda sínum bestu leikmönnum og halda áfram að gera skynsamleg kaup eins og raunin hefur orðið eftir að Brendan Rod- gers tók við félaginu. Auk þeirra sem hér að neðan eru nefndir hefur Liverpool selt leikmenn eins og Craig Bellamy, Peter Crouch og Andy Carroll á því tímabili sem miðað er við. Helstu sölur: Luis Suarez Seldur til: Barcelona (2014) Söluverð: 12,5 milljarðar Fernando Torres Seldur til: Chelsea (2011) Söluverð: 9 milljarðar Javier Mascherano Seldur til: Barcelona (2010) Söluverð: 3 milljarðar Xabi Alonso Seldur til: Real Madrid (2009) Söluverð: 5,4 milljarðar 4 Benfica Rétt eins og Porto hefur portúgalska félagið Benfica verið lunkið við að finna unga og efnilega leikmenn og selja þá svo á uppsprengdu verði. Og rétt eins og Porto hefur félaginu tekist að halda sér í hópi allra bestu liða Portúgals og náð fínum árangri í Evrópukeppnum. Frá 2005 hefur Benfica selt leikmenn fyrir 406 milljónir evra, 62,5 milljarða króna. Helstu sölur: Lazar Markovic Seldur til: Liverpool (2014) Söluverð: 3,8 milljarðar Jan Oblak Seldur til: Atletico Madrid (2014) Söluverð: 2,5 milljarðar Nemanja Matic Seldur til: Chelsea (2014) Söluverð: 3,8 milljarðar Axel Witsel Seldur til: Zenit (2012) Söluverð: 3,1 milljarður Fabio Coentrao Seldur til: Real Madrid (2011) Söluverð: 4,6 milljarðar Angel Di Maria Seldur til: Real Madrid (2010) Söluverð: 5 milljarðar David Luiz og Ramires Seldir til: Chelsea (2010) Söluverð: 4,1 og 3,4 milljarðar Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is AC Milan er eitt allra stærsta félagslið heims en má samt sem áður muna fífil sinn fegurri. Félagið hefur átt í fjárhagsvandræðum á undanförnum árum og þurft að selja marga af sínum bestu leikmönnum. Það útskýrir veru félagsins á listanum – að hluta til að minnsta kosti. Liðið hefur ekki unnið titil síðan 2011 og þá mistókst liðinu að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu í vor. Frá 2005 hefur félagið selt leikmenn fyrir 391 milljón evra, rúma 60 milljarða króna. Auk þeirra sem hér að neðan eru nefndir hefur Milan selt leikmenn eins og Kevin Prince Boateng, Alexandre Pato og Klaas-Jan Huntelaar svo dæmi séu tekin. Helstu sölur: Mario Balotelli Seldur til: Liverpool (2014) Söluverð: 3 milljarðar Thiago Silva Seldur til: PSG (2012) Söluverð: 6,4 milljarðar Zlatan Ibrahimovic Seldur til: PSG (2012) Söluverð: 3,2 milljarðar Kaka Seldur til: Real Madrid (2009) Söluverð: 10 milljarðar 6 Atletico Madrid Selt fyrir: 58,6 milljarða Helstu leikmenn: Radamel Falcao, Diego Costa, Filipe Luis og Sergio Aguero. 7 Inter Selt fyrir: 58,5 milljarða Helstu leikmenn: Samuel Eto'o, Mario Balotelli, Zlatan Ibrahimovic, Giampaolo Pazzini, Philippe Coutinho. 8 Genoa Selt fyrir: 55 milljarðar Helstu leikmenn: Rodrigo Palacio, Ciro Immobile, Diego Milito, Stephen El Shaarawy og Domenico Cricito. 9 Udinese Selt fyrir: 54,6 milljarða Helstu leikmenn: Juan Cuadrado, Mehdi Benatia, Antonio Candreva, Kwadwo Asamoah, Mauricio Isla, Samir Handanovic, Alexis Sanchez og Gokhan Inler. 10 Arsenal Selt fyrir: 54,5 milljarða Helstu leikmenn: Thomas Vermaelen, Robin van Persie, Alex Song, Cesc Fabregas, Samir Nasri, Kolo Toure, Emmanuel Adebayor og Thierry Henry. Önnur félög5 AC Milan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.