Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Blaðsíða 2
Bæjarstjóri í stór- tækum hótelrekstri 2 Fréttir 2. september 2013 Mánudagur Beit dyravörð og löggu Rétt fyrir klukkan fjögur aðfara- nótt sunnudags var kona á þrí- tugsaldri handtekin í miðborginni á skemmtistað. Hún hafði sleg- ið og bitið dyravörð. Einnig beit hún lögregluþjón þegar hún var handtekin. Konan, sem er erlend- ur ferðamaður, fékk að kynnast ís- lenskri fangageymslu það sem eftir lifði nætur og fram eftir sunnu- dagsmorgni. Á fjórða tímanum sömu nótt voru tveir ökumenn teknir úr um- ferð vegna ölvunar við akstur. Öku- mennirnir voru báðir stöðvaðir í reglubundnu eftirliti lögreglu. Ofur ölvi með tvær átta ára telpur Um klukkan tíu á laugardags- kvöld var karlmaður á fimmtugs- aldri handtekinn á Vífilsstaða- túni. Maðurinn var ofurölvi og með tvær átta ára stúlkur í umsjá sinni. Lögreglan greinir frá þessu í dagbók sinni. Þar kemur fram að svæðisstjórn björgunarsveita hafi komið stúlkunum til aðstoð- ar. Málið verður tilkynnt barna- verndaryfirvöldum. Maðurinn gisti fangageymslu og var yfirheyrður þegar hann hafði sofið úr sér. Talsvert var um ölvunar- og fíkniefnabrot á höf- uðborgarsvæðinu um helgina en lögregla greinir einnig frá því að tilkynnt var um árekstur á hringbrúnni á Arnarnesvegi yfir Reykjanesbraut. Sá sem bar ábyrgð á árekstrinum var stöðvað- ur skömmu síðar og reyndist hann vera mjög ölvaður. HB Grandi fær mestan kvóta n Mestur afli fer til Reykjavíkur Ú tgerðarfélagið HB Grandi fær stærstan hluta úthlut- aðra aflaheimilda fyrir nýtt fiskveiðiár eða 11,2 prósent af heildaraflaheimildum. Þetta kemur fram á vef Fiskistofu en þar segir að á nýju fiskveiðiári verði 381.431 tonni í þorskígildum út- hlutað samanborði við 348.553 þorsígildistonn í fyrra. Af þessu fær HB Grandi 11,2 prósent og fær mest á nýju fiskveiðiári, líkt og í fyrra. Næst á eftir kemur Samherji með 6,8 prósent og þá Þorbjörn hf. með 5,5 prósent. Þetta er sama röð efstu fyrirtækja og undanfarin ár en fimmtíu stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem nemur 86 prósent- um af því aflamarki sem úthlutað er og vex hlutur þeirra um 0,8 pró- sent á milli ára. Alls fá 488 fyrirtæki eða lögaðil- ar úthlutað nú eða einum fleiri en í fyrra. Samkvæmt Fiskistofu skera þrjár heimahafnir sig úr eins og undanfarin ár. Skip sem tilheyra þeim fá töluvert meira úthlutað í þorskígildum talið en þær hafnir sem á eftir koma. Mest fer til skipa með heimahöfn í Reykjavík, eða 13,3 pró- sent af heildinni samanborið við 14,2 prósent í fyrra. Næstmest fer til Vest- mannaeyja eða 11,2 prósent og þá til skipa með heimahöfn í Grindavík, eða 8,4 prósent af heildinni. Úthlutun á þorski eykst um 14 þúsund tonn frá síðasta fiskveiðiári og nemur rúmlega 171 þúsund tonni. Úthlutun í gullkarfa fer í rúm 50 þús- und tonn og eykst um sex þúsund tonn og úthlutun í ufsa eykst um þrjú þúsund tonn. Þá er upphafsúthlutun í síld um 16 þúsund tonnum meiri en í fyrra, eða um 79 þúsund tonn. Þá er í fyrsta sinn úthlutað í þrem- ur nýjum kvótategundum; blálöngu, gulllaxi og litla karfa. Um bráða- birgðaúthlutun er að ræða þar sem aðeins er úthlutað 80 prósentum aflamarksins í þessum tegundum. Afganginum verður úthlutað eftir að útgerðir sem telja sig búa yfir afla- reynslu hafa haft möguleika á að gera athugasemdir við úthlutunina. n n Rekur hótel í húsnæði sem bærinn seldi í stjórnartíð hans K urr ríkir á meðal bæjarbúa á Ísafirði vegna umsvifa bæjar- stjórans, Daníels Jakobssonar, í hótelrekstri í bænum. Bæjar- stjórinn á nú og rekur fjögur gistiheimili og hótel í bænum, en það eru Hótel Ísafjörður, Hótel Horn, Gamla gistihúsið og Hótel Edda sem er starfrækt á sumrin. Bæjarstjórinn rekur hótel í gamla Kaupfélagshúsinu en sala bæjarins á húsinu olli deilum í bæjarráði í fyrra. Daníel viðurkennir í samtali við DV að það geti verið óheppilegt fyrir bæjarstjóra að standa í stórtækum viðskiptum í eigin bæjarfélagi en vísar öllum ásökunum um hagsmuna- árekstra á bug. Viðskiptafélagi fékk Kaupfélagshúsið Hótel Ísafjörður sér um rekstur Hótel Horns en síðarnefnda hótelið er í byggingu gamla Kaupfélagshússins í miðbæ Ísafjarðar. Sala Kaupfélags- hússins olli deilum í bæjarráði í apríl í fyrra en bæjarfulltrúar Í-listans töldu ýmsa vankanta á málinu. Þá gagn- rýndu þau meðal annars sérstakan eignaskiptasamning sem var gerður á milli bæjarins og kaupendanna um að þeir myndu fá fjórtán bílastæði til umráða með í kaupunum. Athygli vekur að viðskiptafélagi bæjarstjórans, Ágúst Gíslason, var einn af kaupendum gamla Kaup- félagshússins, en hann á og rekur Hótel Ísafjörð ásamt bæjarstjóranum. „Í litlu samfélagi geta menn oft ver- ið í mörgum hlutverkum en aðalat- riðið er að allar upplýsingar séu uppi á borðinu,“ segir Sigurður Péturs- son, bæjarfulltrúi Í-listans, en honum finnst ýmislegt vanta upp á að allar upplýsingar liggi fyrir. Óeðlileg afgreiðsla „Mér finnst þetta óeðlileg afgreiðsla af hálfu bæjarins,“ segir Ásgeir Erling Gunnarson, fasteignasali hjá Húsa- nausti, í samtali við DV. Ásgeir sem gætti hagsmuna annars aðila sem bauð í húsið, gagnrýnir að tilboði Ágústs Gíslasonar og félaga hafi verið tekið. Tilboð umbjóðanda hans hafi að vísu verið tveimur milljónum lægra en því hafi ekki fylgt krafa um að með húsinu ættu að fylgja fjórtán bílastæði. „Ég er ósáttur við málsmeðferð bæjarins, sem gerði enga tilraun til þess að leggja faglegt mat á það hvort tilboðið væri hærra,“ segir Ás- geir og spyr hversu verðmæt bíla- stæði á besta stað í bænum séu. „Það var ekkert tekið inn í þetta, þeir fengu bílastæðin bara með.“ Fjallað var um málið á vestfirsku fréttasíðunni BB.is á sínum tíma en þar gagnrýndi Ás- geir Erling vinnubrögð bæjarstjórnar harkalega. Fjöldi fólks tók þátt í um- ræðum um málið á kommentakerfi BB.is og voru margir afar gagnrýnir á vinnubrögð meirihlutans. Óheppilegt „Það er auðvitað kannski ekki heppi- legt að bæjarstjóri sé að eiga í við- skiptum en ég gerði alltaf grein fyrir mínum hagsmunum í þessu,“ segir Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísa- fjarðar, í samtali við DV. Hann er þeirrar skoðunar að sala gamla Kaup- félagshússins hafi tekist vel, og fram- kvæmdirnar sem fylgdu á eftir. Þá ítrekar hann að hann hafi vikið af bæjarstjórnarfundi þar sem ákvörðun um söluna á eigninni var tekin. Aðspurður hvort það hafi ekki áhrif á starf hans sem bæjarstjóra að standa í stórtækum viðskiptum í sama bæjarfélagi segir hann: „Það er bara eins og það er. Þetta tækifæri stóð mér til boða á sínum tíma og ég tók því.“ Hann segist hafa boðist til þess að víkja en það hafi ekki verið vilji fyrir því innan bæjarstjórnarinn- ar, en samflokksmenn Daníels í Sjálf- stæðisflokknum mynda meirihluta í bæjarráðinu ásamt fulltrúum Fram- sóknarflokksins. Skemmtilegt að vera bæjarstjóri Aðspurður um þá gagnrýni að fjórtán bílastæði hafi fylgt með í kaupunum segir Daníel: „Ég held að það sé mjög hæpið að þú seljir einhverja lóð án þess að það fylgi bílastæði með henni.“ Hann bend- ir á að Ísafjarðarbær muni áfram eiga bílastæðalóðirnar og fá leigu- tekjur af þeim í gegnum fyrirtæki hans. „Það er skemmtilegt verkefni að vera bæjarstjóri og ég held ég hafi bara staðið mig ágætlega í því starfi. Það sem ég hef fyrst og fremst reynt að gera er að gera grein fyrir þeim hagsmunum sem ég er með og þeir eru bara svona.“ n Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Það er auðvitað kannski ekki heppilegt að bæjarstjóri sé að eiga í viðskiptum Gistirými bæjarstjórans Daníel á og rekur fjögur gistiheimili og hótel á Ísafirði. Bæjarstjóri í hótelrekstri Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á Ísafirði, er stórtækur í hótel- rekstri í bænum en fyrirtæki hans reka fjögur hótel og gisti- heimili. Mynd BB/SiGuRðuR GunnaRSSon Skip í slipp Mestur kvóti fer til skipa sem eiga aðsetur í Reykjavík. Mynd SiGtRyGGuR aRi JÓhannSSon Nýr ráðherra væntanlegur Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra segir að nýr ráðherra komi inn í ríkisstjórn- ina fljótlega. „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðu- neyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðu- neyti sem fer meðal annars með umhverfismál,“ sagði Sigmundur í þættinum Sprengisandur á Bylgj- unni á sunnudagsmorgun. Eins og staðan er núna hefur Sjálfstæðisflokkurinn fimm ráð- herra, en Framsóknarflokkurinn fjóra. Nýr ráðherra kæmi úr röð- um Framsóknar, ef að líkum lætur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.