Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Blaðsíða 27
Fólk 27Mánudagur 2. september 2013
Danir draga íslenska stráka úr skelinni
F
erðalangar á Suðurlandi ráku
upp stór augu um helgina
þegar sást til ofurparsins
Ryan Gosling og Evu Mendes
í skoðunarferð um náttúru Íslands.
Eva og Ryan fóru hinn geysivin-
sæla gullna hring, fóru um Reyk-
holt að Geysi og skoðuðu meðal
annars Gullfoss.
Ferðalangur sem varð á vegi
þeirra Ryan og Evu segir þau hafa
hrifist mjög af náttúru landsins
og frumstæðri fegurðinni. „Þeim
fannst fegurðin hrikaleg og höfðu
mjög gaman af ferðinni,“ sagði
hann. Fáir voru á ferli enda spáð
miklu óveðri á Suðurlandi og fólk
hvatt til þess að halda sig inni við.
Á meðan spókuðu Eva og Ryan sig
um, öllu vön og vel klædd.
Stjörnurnar flykkjast í Mjölni
Eva og Ryan hafa komið sér vel fyr-
ir í miðborg Reykjavíkur, nánar til-
tekið í gamla Vesturbænum, þar
sem Eva nýtur þess að elda úr ís-
lensku hráefni, þá sérstaklega fisk
og hollu grænmeti. Sést hefur til
hennar kaupa inn til matargerðar í
Lifandi markaði í Borgartúni.
Heilbrigður lífsstíll þeirra hefur
vakið mikla athygli, en á meðan
Eva stundar líkamsrækt í Baðhúsi
Lindu P., stundar Ryan líkamsrækt
í bardagaíþróttaklúbbnum Mjölni.
Sést hefur til Ryans mæta á æfingar
og litlir drengir sem biðu eftir að
byrja í tímum féllu nánast um sig
sjálfa þegar þeir litu hann augum.
Forsvarsmenn Mjölnis vilja ekki
ræða um æfingar kappans í húsinu
en stjörnurnar virðast flykkjast í
Vesturbæinn til að iðka æfingar en
eins og þekkt varð þá æfði Russell
Crowe í Mjölni á meðan hann var
við tökur á stórmyndinni Noah og
gaf hann klúbbnum ketilbjöllur til
eignar í þakklætisskyni fyrir tím-
ann sem hann varði þar.
Dulúðlegur söguþráður
Ryan dvelur hér á landi til þess að
klippa nýjustu mynd sína, How
to Catch a Monster, með Valdísi
Óskarsdóttur og fleiru íslensku
hæfileikafólki í kvikmyndaiðnaði.
Myndarinnar er beðið með tölu-
verðri eftirvæntingu en sögu-
þráðurinn er dulúðlegur, fjallar
um einstæða móður sem ferðast
til dimmra undirheima, á meðan
táningssonur hennar uppgötvar
veg sem liggur til borgar sem stað-
sett er undir yfirborði vatns.
Í aðalhlutverkum er hin unga og
hæfileikaríka Saoirse Ronan, kyn-
bomban Christina Hendricks og
sjálf Eva Mendes. n
Eva Mendes og Ryan
skoða Gullfoss og Geysi
n Stórhrifin af íslenskri náttúru n Elda saman úr íslensku hráefni
n Þjálfa starfsmenn Joe and the Juice í framkomu
B
ananarnir kláruðust, við þurft-
um aukasendingu af þeim
og ýmsu öðru,“ segir Magn-
ús Hafliðason, markaðsstjóri
Joe and the Juice sem var opnaður í
Kringlunni um helgina. Raðir tóku
að myndast fyrir utan staðinn áður
en hann var opnaður og stöðugur
straumur viðskiptavina hefur verið á
staðinn alla helgina.
Joe and the Juice á rætur sínar
að rekja til Kaupmannahafnar þar
sem fyrsti staðurinn var opnaður
árið 2002. Nú eru alls um 50 staðir
í rekstri sem starfræktir eru í fimm
löndum. Staðurinn í Kringlunni er
sá fyrsti sem opnaður er á Íslandi
en áætlað er að opna fleiri, annar
staður verður opnaður í Smáralind
í október. Nokkur spenna myndað-
ist á ÍMARK-deginum fyrr á árinu
þegar stofnandi veitingakeðjunnar
Joe and the Juice hélt fyrirlestur og
hóf tölu sína með föstu skoti á Jón
Gunnar Geirdal með því að spyrja
hvort einhver væri í salnum frá
Lemon. Hann sæi nefnilega enga
ástæðu til að fræða þá frekar um Joe
and the Juice.
Staðirnir eru þekktir fyrir skemmti-
legt andrúmsloft og það eru strákar
sem standa vaktina. Íslensku strák-
arnir fá stuðning frá dönskum sér-
fræðingum fyrirtækisins til að byrja
með. „Við fengum þrjá reynda starfs-
menn frá Danmörku til að vera með
okkur í nokkrar vikur. Þeir þjálfa þá í
að viðhalda gæðastaðli og sjá til þess
að þeir læri réttu handtökin. Djús-
inn á að koma hratt og kaffið þarf að
vera gott. En síðast en ekki síst fá þeir
íslensku strákana til að koma úr skel-
inni,“ segir Magnús og vísar til líflegr-
ar framkomu starfsmanna Joe and the
Juice. En viðskiptavinir eiga að njóta
góðs af léttri lundu starfsmanna. n
„Þeim fannst feg-
urðin hrikaleg og
höfðu mjög gaman af
ferðinni.
Njóta dvalarinnar
Svo virðist sem Evu og
Ryan líði vel í gamla
Vesturbænum, þar
sem þau hlúa að
líkama og sál.
Fóru Gullna hringinn
Eva og Ryan skoðuðu nátt-
úru Íslands og fóru hinn
sívinsæla Gullna hring.
MyND: GuNNar GuNNarSSoN
Strákarnir á Joe Danskir starfs-
bræður þeirra íslensku munu kenna
þeim líflega framkomu næstu vikur.
Draga þá úr skelinni, eins og mark-
aðsstjóri fyrirtækisins orðar það.
Rómantískur
blær yfir
borginni
Leiðir fleiri Íslendinga liggja til Ist-
anbúl en Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, fyrrverandi utanríkisráð-
herra, færir sig um set frá Kabúl í
Afganistan til Istanbúl í Tyrklandi.
Þar tekur hún við stöðu umdæm-
isstjóra UN Women í Evrópu og
Mið-Asíu. Ingibjörg hefur heim-
sótt Istanbúl áður en á meðan
hún var staðsett í Kabúl vildi hún
eiga rómantískt stefnumót viið
eiginmann sinn, Hjörleif Svein-
birnsson, í borginni. Hjörleifur
mátti ekki heimsækja Kabúl og
þá þurftu hjónin að ráða ráðum
sínum. „Við erum ekki alveg búin
að ákveða hvar við hittumst en ég
veðja helst á Istanbul. Það er ein-
hver rómantískur blær yfir þeirri
borg,“ sagði Ingibjörg þá. En nú
geta hjónin betur ræktað hjóna-
bandið.
Anna Svava
í Istanbúl
Gamanleikkonan skemmtilega,
Anna Svava Knútsdóttir, er stödd
á framandi slóðum, nánar tiltekið
í Istanbúl.
Þar er hún með vinkonum sín-
um, systrunum Myriam Marti og
Söru Guðmundsdætrum. „Komin
til Istanbul. Hér er allt magnað!“
segir Anna Svava á Facebook-síðu
sinni í gær, sunnudag, á leiðinni
út að borða með þeim systrum að
fagna 35 ára afmæli Söru.
Harðkjarna
umboðsmaður
Fyrsti þáttur leiknu teiknimyndar-
innar Hulli var sýndur á fimmtu-
dagskvöld á RÚV.
Anna Svava tók þátt í handrits-
gerðinni og var rödd Kiddýjar, um-
boðsmanns Hulla í þáttunum.
Hugleikur þakkaði henni sér-
staklega fyrir frumleika í hand-
ritsgerðinni. „Ef ég man rétt þá
stóð „blessaður“ í handritinu. Þú
gerðir þessa línu ódauðlega með
spuna þínum,“ segir Hugleikur
en Anna Svava sagði eftirfarandi
í stað orðsins blessaður: „Þegiðu.
Fokkaðu þér. Ég drep þig. Ég drep
börnin þín.“
Frumraun Ryan
Gosling klippir sína
fyrstu stórmynd, How
to catch a Monster, á
Íslandi.