Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 2. september 2013 Mánudagur 200 milljarðar vegna Íslands n Bretar segja greiðslurnar sýna fram á efnahagslegan bata B reskir bankar þurftu að reiða fram fyrstu afborgunina af þremur á sunnudag til að borga upp lán sem þeir tóku til að bæta sparifjáreigendum upp glat- aðar innistæður í íslenskum bönkum og dótturfélögum eftir hrun. Þetta kom fram í tilkynningu sem Sam- tök fjármálafyrirtækja í Bretlandi birtu á sunnudag en þar kom fram að breskir bankar þurfi að greiða tæplega 1,1 milljarð punda, rúmlega 200 milljarða íslenskra króna, vegna innistæðna sem voru meðal annars í Icesave-útibúi Landsbankans í Bretlandi. Þá þurftu breskir bankar einnig að bæta tap eigenda inni- stæðna í Heritable Bank, dótturfélagi Landsbankans, og í Kaupthing Sin- ger & Friedland sem var dótturfélag Kaupþings. „Þegar bankarnir féllu á Íslandi áttu hundruð þúsunda breskra við- skiptavina innistæður í íslensku bönkunum og var óttast að þeir myndu glata þeim. Á þeim tíma ákváðu bresk yfirvöld að tryggja að enginn myndi glata sínum innistæð- um í þessum bönkum,“ segir í til- kynningu samtakanna. Þá segja samtökin þessar greiðsl- ur sýna fram á að breska bankakerfið sé í bata og einnig sýni þær fram á að breski innistæðutryggingasjóðurinn þjóni sínu hlutverki og muni tryggja innistæður ef kemur til annars bankahruns. n Skellur Bretar eru byrj- aðir að borga Icesave. Mynd JereMy O‘dOnnell Afmæli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra fögnuðu hundrað daga afmæli ríkisstjórnarinnar um helgina. Mynd PreSSPhOtOS.Biz Ánægður á 100 daga afmælinu n Sigmundur Davíð ánægður n Hagsmunasamtök heimilanna vondauf Á laugardaginn síðastliðinn voru liðnir hundrað dagar frá því að ríkisstjórn Fram- sóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks tók formlega við völdum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis- ráðherra. Hann segir öll helstu ver- kefni ríkisstjórnarinnar vera á áætl- un og blæs á málflutning þeirra sem telja hana hafa farið hægt af stað. Allt á áætlun „Samkvæmt áætlun. Við erum að vinna að þeim verkefnum sem við lögðum upp með í upphafi á þeim hraða sem við gerðum ráð fyrir,“ sagði Sigmundur í útvarpsþættin- um Sprengisandi á Bylgjunni um helgina, aðspurður um eigin mat á gangi mála. Þrátt fyrir þetta liggur fyrir að djörfustu loforð stjórnarflokkanna í aðdraganda kosninga, meðal annars um tafarlausar aðgerðir fyr- ir skuldsett heimili hafa ekki ver- ið uppfyllt. Ef marka má orð for- sætisráðherra er hins vegar mikils að vænta í haust. „Ég er mjög bjart- sýnn á framhaldið, ég er bjartsýnn á að okkur takist að breyta hlutum tiltölulega hratt þegar þing kem- ur saman vegna þess að undirbún- ingsvinnan hefur gengið eftir áætl- un.“ Væntingavísitalan fellur hratt Hagsmunasamtök heimilanna virðast ekki deila þessari bjartsýni með forsætisráðherra. Í yfirlýs- ingu samtakanna í tilefni af hund- rað daga afmæli ríkisstjórnarinnar segir að sú von sem samtökin hafi bundið við nýja ríkisstjórn sé smám saman að deyja. „Nóg var um loforð og fögur fyrirheit í kosningabarátt- unni þar sem fólki var gefin sú von sem það sannanlega þurfti á að halda. Nú er sú von að deyja,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Væntingavísitala Gallup seg- ir svipaða sögu en hún mælist nú lægri en á sama tíma árs árið 2010. Hún hefur hríðfallið frá myndun ríkisstjórnarinnar og hefur aldrei mælst lægri og nú á síðustu átján mánuðum. Sigmundur hefur boðað nokkuð róttækar breytingar og segir hann aðgerðir ríkisstjórnarinnar þegar farnar að skila árangri. „Nú eru að skapast þær aðstæður á Íslandi að mönnum er óhætt að sækja fram, þeir geta gert áætlanir og tekið áhættu, en áhættan er mun líklegri til að skila árangri núna en áður,“ sagði Sigmundur í Sprengisandi. Ætlaði að leiðrétta strax „Til að það sé á hreinu kemur leið- rétting skulda fram strax,“ sagði Sig- mundur í stöðuuppfærslu á Face- book-síðu sinni þann 23. apríl, fjórum dögum fyrir kosningar, og ítrekaði hann þau orð í viðtali við RÚV skömmu síðar. Þetta hefur ekki staðist. Þrátt fyrir það er deginum ljósara að stórtækar aðgerðir í þágu skuld- settra heimila eru enn í burðarliðn- um þó þær hafi ekki komið til fram- kvæmda í sumar eins og til stóð. Tvær nefndir voru skipaðar í ágúst og eiga þær að skila af sér tillögum um framkvæmd skuldaniðurfell- inga í nóvember á þessu ári. „Um er að ræða tillögu sem, þegar hún nær fram að ganga, fel- ur í sér umfangsmestu aðgerðir sem gerðar hafa verið fyrir skuld- sett heimili líklegast nokkurs staðar í heiminum frá því að fjármálakrísa reið yfir árið 2007,“ sagði Sigmund- ur þegar þingsályktunartillaga um framgang skuldaniðurfellinga var kynnt í júní. Ef marka má orð for- sætisráðherra má því búast við afar umfangsmiklum aðgerðum sem gætu komið til framkvæmda að hluta fyrir áramót. Hér til hliðar má sjá stutta sam- antekt um þau mál sem náð hafa fram að ganga á fyrstu hundrað dögum nýrrar ríkisstjórnar. Þessi listi segir þó ekki alla söguna þar sem mörg stærstu málanna eru enn á borðum ráðuneyta. Hann ætti þó að gefa einhverja mynd af því sem koma skal. n Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is 29. maí – Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra stöðvar alla vinnu í tengslum við aðildarumsókn Íslands að Evrópusam- bandinu. 24. júní – DV greinir frá því að til standi að skera niður fjárframlög til Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Stúdentar kærðu ákvörðunina í júlí og unnu málið í héraðsdómi þann 30. ágúst. Óvíst er hvað gerist í kjölfarið. 25. júní – Alþingi samþykkir frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um lækkun virðisaukaskatts í ferðaþjónustu. 3. júlí – Alþingi samþykkir frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um breytta skipan í stjórn RÚV. 4. júlí – Alþingi samþykkir frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- ráðherra um lækkun veiðigjalda. 8. júlí – Sérstök niðurskurðarnefnd skip- uð. Nefndin átti upphaflega að skila fyrstu tillögum í júlí en seinna var ráðgert að fyrstu drög nefndarinnar yrðu kynnt upp úr 20. ágúst. Enn hafa engar tillögur verið kynntar. Stóru málin fyrstu 100 dagana Hvaða mál náðu fram að ganga í sumar? Kirkjurnar þykja óvenjulegar Hallgrímskirkja og Stykkishólms- kirkja eru með óvenjulegustu kirkj- um í heimi. Þetta er að minnsta kosti mat bandaríska vefmiðils- ins Huffington Post sem hefur tek- ið saman lista yfir 50 óvenjuleg- ustu kirkjur heims. Efst á listanum er Hallgrímskirkja, sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni arkítekt. Bygging hennar hófst árið 1945 og lauk rúmlega 40 árum síðar. Stykkis- hólmskirkja er svo í 30. sæti listans. Á lista Huffington Post kennir ýmissa grasa. Þar er að finna gegn- sæjar kirkjur og litríkar, kassalaga kirkjur og kúlulaga, kirkjur í klett- um og kirkjur í skógum. Þegar upp er staðið virðist okkar eigin Hall- grímskirkja þó skjóta öllum þess- um furðukirkjum ref fyrir rass. Vill svör frá sérstökum Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra vill að embætti sér- staks saksóknara sendi innanríkis- ráðuneytinu gögn og greinargerðir um vistun og skráningu hjá emb- ættinu. Það var Viðskiptablaðið sem greindi fyrst frá þessu en málið á sér upphaf í beiðni lögmannsins Reim- ars Péturssonar sem óskaði eftir af- riti af öllum tölvupóstsamskiptum sérstaks saksóknara við fréttamann- inn Jóhannes Kr. Kristjánsson. Sér- stakur saksóknari gaf þau svör að gögnunum um samskiptin hefði verið eytt og ekki til afrit. Var þetta kært til úrskurðarnefndar upplýs- ingamála sem vísaði málinu frá vegna þess að gögnin voru ekki til staðar en Hanna Birna sagði í sam- tali við fréttstofu Ríkisútvarpsins þessa afgreiðslu nefndarinnar vekja upp ýmsar spurningar um stjórn- sýslulega framkvæmd án þess að gefa frekari skýringar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.