Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 2. september 2013 S íðastliðinn miðvikudag gaf Landsbankinn út tilkynn- ingu um afkomu bankans á fyrri árshelmingi ársins. Að sögn forsvarsmanna bank- ans var afkoma bankans góð á fyrri hluta ársins og hagnaður sagð- ur nema 15,5 milljörðum króna á árshelmingnum. Það er tæpum 3,6 milljörðum meira en á sama tímabili í fyrra. Sé hins vegar rýnt í sundurlið- aðan hagnað bankans er ekki allt sem sýnist. Aukinn hagnað má að stórum hluta rekja til virðis- breytingar, eða endurmats á virði eigna bankans. Virðisbreyting árs- helmingsins nemur 6,3 milljörð- um og er því einn þriðji heildar- hagnaðar bankans. Það er því ljóst að ef ekki væri fyrir endurmat á eignum bankans hvort sem það sé fyrirtæki, fasteignir eða lánasöfn í eigu bankans væri hagnaður bank- ans töluvert minni enn í fyrra. „Bólgið verðmat“ Ólafur Arnarson hagfræðingur tel- ur varasamt að líta á aukinn hagnað sem jákvæð teikn. „Þessi hagnaður kemur ekki úr rekstri, þetta er ekki venjulegur rekstrarhagnaður.“ Hann segir að á Íslandi sé eignabóla. Bank- inn uppfæri verðmæti fasteigna sinna í takt við þróun á markaði. „Sömuleiðis er verðbólga á skuldabréfamarkaði svo þeir geta réttlæt það að hækka mat á eignum í fyrirtækjum. Verðbólga er þannig að ekki er innistæða fyrir verðlagn- ingunni. Þetta er ekki rangt mat en þetta er bólgið verðmat.“ Að- spurður hvort virðisbreytingin gæti reynst röng segir Ólafur: „Matið getur hæglega klikkað. Skulda- bréfasöfn allra bankana eru of- metin því engar líkur er á því að þau innheimtist að fullu á því verði sem þau eru skráð á. Þar á meðal verðtryggðu lánin sem hafa stökk- breyst. Það liggur fyrir að þau munu ekki innheimtast að fullu, hvort sem það gerist með niður- færslu lána eða lántakendur lendi í greiðsluþroti,“ segir Ólafur. Hann bendir einnig á að ekki sé búið að reikna út gengistryggðu lánin svo horfur séu á nokkurri óvissu fyrir bankana að mati Ólafs. Leiðrétting á ólögmætum lánum ólokið Sé litið til afkomu bankans óháð endurmati á eignum bankans horf- ir staðan öðruvísi við. Vaxtatekj- ur lækka um rúma 1,5 milljarða, kostnaður vegna móttöku hluta- bréfa var 4,7 milljarðar og nei- kvæður hagnaður af aflagðri starf- semi var um 2,5 milljarðar. En á hinn boginn hækka þjónustutekj- ur og aðrar rekstrartekjur um 1,8 milljarða. Við það bætist að laun og önnur gjöld lækka um rúmlega 500 milljónir en nokkur árangur náðist við að lækka rekstrarkostnað. Sé því litið til hagnaðar bank- ans að virðisbreytingunni frádreg- inni kemur í ljós að hagnaðurinn er um þremur milljörðum minni en á sama tímabili í fyrra. Auk þess verð- ur að hafa í huga að vinna við leið- réttingu á endurreikningum lána með ólögmæta gengistryggingu er ólokið. Miðað er við að leiðréttingu lána ljúki fyrir áramót. Endurmat á lánasöfnum Kristján Kristjánsson, upplýs- ingafulltrúi Landsbankans, vís- ar þessari gagnrýni á bug. Hann segir gott og gilt að rýna í virðis- breytingar hjá bönkum en ómögu- legt sé að gagnrýna breytinguna nema eignasafn bankans sé skoð- að. Kristján segir verðbreytinguna ekki eiga rót sína í auknu fast- eignverði né hækkandi úrvalsvísi- tölu Kauphallarinnar. „Þarna ver- ið meta upp lánasöfn og breyta verðmati eftir því sem afkoma þeirra sem eiga að greiða af lánun- um breyttist og þetta er gert eftir ákveðnum viðurkenndum formúl- um og hefur ekkert með [eigna- bólu] að gera“. n Segir hagnaðinn byggðan á bólu n Stóran hluta hagnaðs Landsbankans má rekja til endurmats á eignum Hjálmar Friðriksson blaðamaður skrifar hjalmar@dv.is Í samræmi við áætlanir Bankinn hagn- aðist um 15,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2013 og er það um 3,6 milljörðum meira en á sama tímabili í fyrra. „Þessi hagnaður kemur ekki úr rekstri Í samræmi við áætl- anir Bankinn hagnaðist um 15,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2013 og er það um 3,6 milljörðum meira en á sama tímabili í fyrra. Mynd: Sigtryggur Ari Segir brotið á mannréttindum Jóns Baldvins Brotið var á mannréttindum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrr- verandi utanríkisráðherra, þegar sú ákvörðun var tekin að leyfa honum ekki að vera gestafyrirles- ari við áfanga í Háskóla Íslands. Þetta er mat Ögmundar Jónasson- ar, þingmanns Vinstri grænna, og greindi hann frá því í pistli á heimasíðu sinni. „Þessi umræða snýst ekki um einstaklinga heldur grundvallarreglur í réttarríki sem vill kallast mannréttindaþjóðfé- lag. Með ákvörðun sinni hefur Há- skóli Íslands gerst sekur um brot á mannréttindum og hljótum við að krefjast þess að hann endurskoði hana,“ skrifaði Ögmundur. Fimm þúsund mávar skotnir Rúmlega 5.000 mávar hafa verið skotnir í Reykjavík það sem af er ári. Frá þessu er greint á fréttavef Ríkisútvarpsins en Reykjavíkurborg hefur gripið til aðgerða til að fækka vargfugli. Sílamávi hefur fjölgað verulega á höfuðborgarsvæðinu og borgarráð samþykkti sérstakar að- gerðir til að mæta því. Á meðal þess sem hefur gert til að fækka mávi er að eitra fyrir fuglinum en það sem af er ári hafa 5.400 mávar verið skotnir. Flestir hafa legið í valnum á öskuhaugunum í Álfsnesi. Von á auknum niðurskurði vegna dóms „Það þýðir þá meiri útgjöld sjóðs- ins og við því þarf að bregðast,“ sagði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í samtali við fréttastofu Ríkisút- varpsins á sunnudag. Þar ræddi hann um fjárhagsvanda LÍN og sagði hann aukast með nýföllnum dómi þar sem námsmenn höfðu betur gegn ríkinu. Gerðar voru breytingar á regl- um lánasjóðsins þar sem auknar kröfur voru gerðar um námsfram- vindu námsmanna og að grunn- framfærslan yrði hækkuð um þrjú prósent. Héraðsdómur Reykjavík- ur komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun stjórnar LÍN um aukna námsframvindu stæðist ekki lög og því er staða sjóðsins sú í dag að námslán hafa hækkað og seg- ir RÚV þau lán fara til stærri hóps en til stóð. Staða sjóðsins sé því verri en ráð var fyrir gert, að sögn Illuga. Hann sagðist þó ekki ætla að víkja undan hagræðingarkröfu upp á eitt og hálft prósent en ekki sé ljóst hvar verður skorið niður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.