Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Blaðsíða 13
Fréttir 13Mánudagur 2. september 2013 Buxurnar þóttu of þröngar n Fjórtán ára stúlka send heim úr skólanum A nnalise Wilks, fjórtán ára bresk stúlka, var send heim úr skól- anum á fyrsta degi skólaársins, fyrir brot á reglum um skóla- búninga. Svartar síðbuxur, sem eru hluti af skólabúningi Beaumont Leys School í Leicester, þóttu of þröngar að mati kennara skólans. Anna Lísa var ein 25 barna sem tekin voru af- síðis vegna brota á ströngum reglum skólans um skólabúninga. Börnun- um voru settir þeir afarkostir að skipta um föt þegar í stað, ellegar skyldu þau hypja sig heim. Börnin voru ekki með auka föt með sér og héldu heim – þau sem ekki gátu brugðist við fyr- irskipununum. Börn þeirra foreldra sem ekki náðist í voru sett í einangrun í skólanum. Frá þessu er greint á vef Daily Mail. Denise er móðir Önnu Lísu. Sam- band var haft við hana á fimmtudag og henni tilkynnt að dóttir hennar fengi ekki kennslu út daginn. Hún er ósammála því að buxurnar hafi verið of þröngar, eins og reyndar meðfylgj- andi mynd rennir stoðum undir. „Þær passa mjög vel á hana og eru alls ekk- ert þröngar. Mér finnst þetta ógeðsleg framkoma. Hún er hlunnfarin um menntun.“ Denise segist vita um foreldra fleiri barna sem séu brjálaðir. „Gátu þeir ekki bara kennt börnunum til klukkan þrjú og sent þau svo heim með bréf?“ spyr hún örg. Yfirkennarinn Liz Logie, sem sendi börn heim fyrir ofangreindar sakir, segir nauðsynlegt að halda uppi aga í skólanum. Hún sagði að ekkert barn hefði verið sent heim án vitundar for- eldra þess. Foreldrarnir hafi, áður en skólinn hófst, fengið nákvæmar leið- beiningar um það hvernig skólabún- ingurinn eigi að vera. Frá þeim reglum verði ekki vikið. Hún segir að aginn skipti miklu máli í „krefjandi hverfum“. „Við vitum að foreldrar eru óá- nægðir vegna skólabúningsins en við erum sannfærð um að þeir verði ekki eins óánægðir þegar börnin koma heim með góðar einkunnir.“ n Frumleg smygltilraun Þrjátíu og sex ára karlmaður var handtekinn í Washington-ríki á dögunum eftir að hafa reynt að koma nokkrum grömmum af marijúana inn í Whatcom-fang- elsið. Tilraunin var í senn óvenju- leg og frumleg því pokann með efnunum festi hann á ör og skaut henni svo með boga yfir fangels- isgirðinguna. Fangaverðir sáu til mannsins og höfðu hendur í hári hans. Maðurinn gaf þá skýringu að hann hafi verið á íkornaveið- um. Honum var ekki trúað og á yfir höfði sér ákæru. V erð á olíu gæti náð sögu- legu hámarki ef hernað- araðgerðir gegn Sýrlandi, vegna efnavopnaárásarinn- ar fyrir tæpum tveimur vik- um, verða að veruleika. Bandaríkja- menn og Frakkar hafa lýst yfir vilja sínum til slíkra aðgerða en breska þingið felldi þó tillögu þess efnis á föstudag. Þrátt fyrir það lýsti Francois Hollande Frakklandsforseti því yfir að árás gæti verið gerð, með eða án þátttöku Breta. Toppurinn toppaður Efnahagsleg áhrif slíkra hernaðarí- hlutana gætu orðið mikil, þá sérstak- lega á olíumörkuðum. Heimsmark- aðsverð á olíu hefur hækkað talsvert undanfarna daga. Á miðvikudag í síðustu viku hækkaði verð á tunnu á svonefndri Brent Norðursjávarolíu um sex prósent, í 117 Bandaríkjadali. Í júní var verðið á tunnunni sléttir hundrað Bandaríkjadalir. Greiningaraðilar hjá Societe Generale, einum stærsta banka Frakklands, hafa gefið það út að ef loftárásir verða gerðar á Sýrland gæti verðið farið í 125 Bandaríkjadali. Ef hernaðaríhlutanir vesturveldanna hafa áhrif á olíuframleiðslu í Mið- Austurlöndum gæti verðið hins vegar farið í 150 Bandaríkjadali tunnan. Ef það gerðist yrði olíuverð hærra en krísuárið 2008 þegar verðið fór í sögulegt hámark, 147 Bandaríkjadali. 50 þúsund tunnur á dag Aðrir greiningaraðilar eru þó ekki jafn svartsýnir og Societe Generale. Bank of America Merrill Lynch spáir því að verðið muni þó hækka enn frekar og tunnan fari í 120 til 130 Bandaríkja- dali. Þetta mun gerast þó olíuútflutn- ingur Sýrlands sé tiltölulega lítill; áður en borgarastyrjöldin braust út var framleiðslan um 150 þúsund tunn- ur á dag í samanburði við tíu milljón- ir tunna í Sádi-Arabíu og 92 milljón- ir tunna á heimsvísu. Eftir að átökin brutust út árið 2011 voru Sýrlendingar beittir viðskiptaþvingunum og er framleiðslan þar í landi talin vera um 50 þúsund tunnur á dag. Hið mikilvæga Hormuz-sund Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins, BBC, um þetta mál kemur fram að fjárfestar hafi áhyggjur af því hvaða áhrif hernaðaríhlutun vesturveld- anna hafi á nágrannaríki Sýrlands, þá einna helst Írak sem framleiðir þrjár milljónir tunna á dag, eða rúm þrjú prósent af heimsframleiðslunni. Sömuleiðis ríkir óvissa hvað varðar viðbrögð Írana við hernaðaríhlutun í Sýrlandi. Íranir, sem framleiða um 2,7 milljónir tunna á dag, eru banda- menn Bashar al-Assad Sýrlands- forseta. Íranir hafa varað við áhrif- um hernaðaraðgerða gegn Sýrlandi og hefur Ali Khamenei, æðsti klerk- ur Írans, sagt að „árás hefði skelfileg áhrif“ á Mið-Austurlönd. Meðal þess sem menn óttast er að Íranir kynnu að loka Hormuz-sundi, en sundið tengir Persaflóa í vestri við Ómanflóa og Arabíuhaf í austri. Sundið er í land- helgi Írana, en um það fara 17 millj- ónir tunna af olíu á dag. Íranir hafa áður hótað að loka sundinu ef landið yrði sjálft fyrir árásum frá Bandaríkja- mönnum eða Ísraelsmönnum. Ofmetin áhætta Þó svo að markaðsspekingar hafi til- efni til að óttast hið versta eru aðr- ir á því að hernaðaraðgerðir muni ekki hafa teljandi áhrif á heimsmark- aðsverð á olíu. Þannig hafi olíuverð hækkað áður en borgarastyrjöldin braust út í Sýrlandi. Ástæðan sé átök í Líbíu og aukin eftirspurn frá Evrópu og Bandaríkjunum eftir efnahags- niðursveifluna, að ógleymdri auk- inni eftirspurn frá Kína. „Okkar mat er það að hernaðaraðgerðir muni ekki koma ójafnvægi á öll Mið-Aust- urlönd. Áhættan er því ofmetin,“ seg- ir Eugen Weinberg, sérfræðingur hjá þýska Commerzbank. n Olíuverð gæti náð sögulegu hámarki n Háð því hvort vesturveldin geri árás á Sýrland n Verð hefur farið hækkandi Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Harðnandi átök Greiningar- aðilar spá því margir að árás á Sýrland gæti haft slæm áhrif. Olíuverð gæti rokið upp að nýju. Skelfileg áhrif Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, segir að árás á Sýrland hefði „skelfileg áhrif“. Reið móðir Denise er þeirrar skoðunar að buxurnar sem Anna Lísa klæðist á myndinni passi henni vel. Mynd daily Mail Tók kærustuna af lífi Einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, lét nýverið taka fyrrver- andi kærustu sína af lífi. Kærastan sem var með vinsælli söngvurum landsins hafði unnið sér það til saka að hafa komið fram í klám- mynd. Hljómsveit söngkonunnar eru sögð hafa tekið upp kynlíf sín á milli með það að markmiði að selja innanlands. Hljómsveitin var neydd til að horfa á meðan söng- konan var skotin með hríðskota- byssu og voru meðlimir hennar svo sendir rakleiðis í fangabúðir. Söngkonan er sögð vera æskuást einræðisherrans. Nýfætt barn í ruslahrúgu Nýfætt barn fannst á lífi í plast- poka í ruslahrúgu á bakvið fjöl- býlishús í New Jersey í Bandaríkj- unum á laugardag. Læknar segja barnið hafa fæðst ellefum vikum fyrir settan dag og sé aðeins 1,3 kíló að þyngd. „Við heyrðum eitt- hvað gráta í pokanum og héldum fyrst að þetta væri einhverskonar dýr,“ sagði hinn fimmtán ára gamli Keyshaun Wiggins við bandarísku fréttastofuna WABC um málið en hann var í hópi táninga sem fundu barnið. „Við fórum því að pokanum og sáum barnið.“ Hópurinn lét húsvörð fjölbýl- ishússins vita sem hafði samstund- is samband við neyðarlínuna. „Ég opnaði pokann að neðan og sá þá að barnið var ennþá með nafla- strenginn á sér,“ sagði eiginkona húsvarðarins við bandaríska dag- blaðið The Jersey Journal um mál- ið. Hún sagðist ekki vita til þess að einhver í húsinu hefði átt von á barni. Yfirvöld í New Jersey leita nú að móður barnsins en WABC benti á í frétt sinni að hún hefði geta skilið barnið eftir við sjúkrahús, lögreglustöð eða slökkviliðsstöð án þess að eiga það á hættu að verða ákærð samkvæmt lögum í borginni. Það gerði hún hins vegar ekki og á því yfir höfði sér ákæru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.