Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir 2. september 2013 Mánudagur vitni segist hafa logið B ergur Már Ágústsson, lyk- ilvitni í alvarlegu líkams- árásarmáli gegn þeim Ann- þóri Karlssyni og Berki Birgissyni, hefur dregið framburð sinn til baka og segist hafa borið ljúgvitni fyrir dómi. Bergur mætti í skýrslutöku að kröfu ríkissak- sóknara fyrir Héraðsdóm Suðurlands síðasta föstudag og sagðist hafa bor- ið vitni undir áhrifum fíkniefna. Fórnarlamb grófrar líkamsárásar Bergur var fórnarlamb grófrar lík- amsárásar að kvöldi 4. janúar 2012 og hlaut mjög alvarlega áverka. Þver- brot í gegnum sköflunginn á hægri fótlegg og 6 sentimetra opinn skurð á sköflungnum, brot á hægri hnéskel og bólgu í kringum hnéð, fjölda yfir- borðsáverka á fótlegg, úlnliðum og handleggjum. Bergur bar vitni gegn Annþóri og Berki við fyrirtöku málsins og voru þeir ásamt sjö öðrum sakfelld- ir fyrir aðild sína að líkamsárásinni ásamt öðrum brotum í Héraðsdómi Reykjaness í desember síðastliðnum. Fyrir dómi hafði Bergur borið að þeir hefðu ráðist inn í íbúð í Mosfellsbæ vopnaðir sleggju, golfkylfu og hafna- boltakylfu. Segist ekki vita hver fótbraut hann Bergur segist nú hafa greint rangt frá vegna mikils þrýstings frá lög- reglunni og undirheimum. Lög- reglan hafi margsinnis komið heim til hans og beðið hann um að kæra Börk og Annþór fyrir líkamsárásina. Ekkert hafi verið minnst á aðra sem tengdust málinu. Greindi Bergur frá því að ljóst hafi verið að lögregla hafi viljað taka þá félaga úr umferð. Þá sagðist hann líka hafa orðið fyrir þrýstingi frá undirheimum en neit- aði að nefna nöfn. Í niðurstöðu dómsins sem féll í desember segir að hafið sé yfir allan vafa að ákærðu hafi sammælst um að fara í Mosfellsbæ í þeim tilgangi að ráðast á húsráðanda og að Börk- ur og Annþór hafi verið með í þeirri ákvörðun. Bergur sagðist á föstudag ekki hafa hugmynd um hver veitti honum alla þá alvarlegu áverka sem hann hlaut. Hann sagðist þó handviss um að þeir Annþór og Börkur hafi engan lamið og þeir hafi verið óvopnaðir á staðnum. Bergur segist enn fremur hafa haft áhrif á framburð annarra vitna: „Já, ég náttúrulega talaði við þá áður en ég kærði þá (Annþór og Börk) þannig að þeir sögðu þá bara svipaða sögu og ég hafði sagt. Ég algjörlega stjórnaði því sem þeir sögðu.“ Langur brotaferill Annþórs og Barkar Annþór hlaut sjö ára fangelsisdóm en Börkur var dæmdur í sex ára fang- elsi. Við ákvörðun refsingarinn- ar er litið til langs brotaferils þeirra beggja. Annþóri, sem er 36 ára, hef- ur fyrir utan þessi brot verið fjórum sinnum áður gerð refsing fyrir lík- amsárásir, fimm sinnum fyrir þjófn- að og nytjastuld og tvisvar fyrir stór- felld fíkniefnalagabrot. Hann hefur auk þess þrisvar rofið skilorðsdóma og þrisvar rofið reynslulausn. Brotin sem Annþór var dæmd- ur fyrir framdi hann á reynslulausn. Í dóminum segir að hann eigi sér engar málsbætur og að fyrri dóm- ar virðist engin varnaðaráhrif hafa. Engin skilyrði eru að mati dómsins til að skilorðsbinda refsinguna sem hann er nú dæmdur til. Börkur, sem er 33 ára, hefur sjö sinnum hlotið refsidóma frá árinu 1997, en þá var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hótun og stór- fellda líkamsárás. Hann hefur síðan ítrekað verið dæmdur fyrir sérstak- lega hættulegar líkamsárásir auk til- raunar til manndráps, en fyrir hana hlaut hann rúmlega sjö ára fangels- isdóm árið 2005. Dómurinn segir hann engar málsbætur eiga sér. Þeir hafa nú í rúmt ár verið vistaðir á sér- stökum öryggisgangi á Litla-Hrauni, fjarri öðrum föngum. Í júnímánuði síðastliðnum gaf ríkissaksóknari út enn eina ákæruna á hendur þeim fyrir stórfellda líkamsárás, en þeim er gefið að sök að hafa í sameiningu veist með ofbeldi að fanga á Litla- Hrauni og veitt honum högg sem leiddi til dauða hans í maí í fyrra. Vitnum hótað „Ég var frekar ruglaður. Búinn að vera í dagneyslu svona sirka í þrjú ár,“ sagði Bergur um ástandið sem hann var í þegar hann bar vitni. Óljóst er hvaða afleiðingar það mun hafa að Bergur dregur vitnis- burð sinn til baka. Lögreglumað- ur sem kallaður var til skýrslugjaf- ar við fyrirtöku málsins lýsti þeim veruleika að vitnum, sakborning- um og fjölskyldum þeirra hafi verið hótað ef framburði yrði ekki breytt við aðalmeðferð málsins í desem- ber í fyrra. „Hann vildi ekki breyta fram- burði sínum en þorði ekki annað,“ sagði lögreglumaðurinn um eitt vitnið sem var hótað með byssu. Þá var tengdamóður eins sak- bornings hótað og hún beðin að koma þeim skilaboðum til hans að annaðhvort væri hann vinur þeirra, Annþórs og Barkar, eða lög- reglunnar. n n Bergur Már Ágústsson dregur framburð sinn til baka n Vitnum hótað „Ég var frekar rugl- aður, búinn að vera í dagneyslu. Sveinn Andri Sveinsson, hæstarétt- arlögmaður, og verjandi Annþórs hefur borið saman endurrit, eða samantektir lögreglumanna sem unnar eru upp úr yfir- heyrslum á sakborningum og upprunalegan framburð á mynddiskum. „Sýnt hefur verið fram á að endurritin eða samantektir lögreglumannanna eru alls ekki í samræmi við yfirheyrslurnar sjálfar. Það sýnir galla þessa kerfis. Það er slæmt að dómarar og verjendur geti ekki treyst því að það sem fram kemur í endurritinu sé rétt,“ segir Sveinn Andri. Við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjaness bentu verjendur tvímenning- anna á ákveðið misræmi í yfirheyrslunum sjálfum annars vegar og endurritinu hins vegar. Skoruðu þeir á að dómari færi í gegn- um mynddiskana til að sjá þá meinbugi sem þeir fullyrtu að væru á endurriti lögreglunn- ar. Dómari varð ekki við þeirri áskorun. Í mynddiskunum, sem blaðamaður hefur undir höndum er á nokkrum stöðum fullyrt við sakborninga að ákveðnar stað- reyndir liggi fyrir í málinu, sem verjendur hafa bent á að sé alfarið rangt. Þetta er að mati verjenda dæmi um yfirheyrsluaðferðir sem ekki eru lögum samkvæmt. Eitt dæmi þar sem framburði sakborn- ings virðist einfaldlega breytt í endurriti er í yfirheyrslu yfir Viktori, einum þeirra tíu sem sitja nú í fangelsi vegna aðildar að málinu. Í upptökunni á mynddiski segir rannsóknarlögreglumaður eftirfarandi: „Geturðu sagt mér hverjir voru þarna með þér og þú ert búinn að nefna þarna Börk, Annþór, Smára og Simba.“ Sakborningur: „Já. Jón Ólafur.“ Rannsóknarlögreglumaður: „Kaj.“ Sakborningur: „Og Kaj, Sindri og Viggó.“ Rannsóknarlögreglumaður: „Jón Ólafur og Sindri og Viggó?“ Sakborningur: „Já.“ Í samantekt lögreglu segir hins vegar að rannsóknarlögreglumaður hafi spurt: „Hverjir voru þátttakendur í árásinni og voru með þér þarna á vettvangi.“ og þá hafi sakborningur svarað: „Það voru Annþór, Börkur, Kaj, Viggó, Jón Óli, Sindri, Simbi og Smári auk mín.“ Hins vegar, líkt og sést hér að ofan, spyr hann aldrei um hvaða „árásarmenn“ heldur einungis hverjir voru þarna á vettvangi. Hér virðist gengið út frá því að hafi menn verið á vettvangi jafngildi það því að vera árásarmaður. Á þetta hafa verjendur bent. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, segist ekki geta svarað fyrir um einstök málsatriði og bendir á að dómur sé fallinn í málinu sem um er rætt. Lögregla gagnrýnd n Lögmenn Annþórs og Barkar segja misræmi í yfirheyrslum og endurriti lögreglu Dró framburð sinn til baka „Ég algjörlega stjórnaði því sem þeir sögðu,“ sagði Bergur á föstudaginn um framburð sinn og annarra vitna í fyrirtöku málsins í desember í fyrra. Sagðist hann ekki einungis hafa logið heldur hafa haft samráð við önnur vitni. Mikill viðbúnaður Mikill viðbúnaður var við aðalmeðferð málsins og lögreglumaður vitnaði um að fjölmörgum vitnum og sak- borningum hefði verið hótað ef þeir breyttu ekki framburði sínum. Í öryggisgæslu Þeir Annþór og Börkur hafa nú í rúmt ár verið vistaðir á sérstökum öryggisgangi á Litla-Hrauni, fjarri öðrum föngum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.