Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Blaðsíða 14
Sandkorn H áskóli Íslands er kominn út á hálar brautir þegar stjórn­ endur hans láta stjórnast af geðþótta við ráðningar starfs­ manna og fyrirlesara. Í síð­ ustu viku varð uppnám innan skólans þegar gagnrýnt var að Jón Baldvin Hannibals son, fyrrverandi utanríkis­ ráðherra, hefði verið ráðinn sem fyrirlesari um alþjóðastjórnmál. Á undraskömmum tíma var ákveðið að afturkalla ráðninguna vegna dónabréfa sem Jón Baldvin, skrifaði ungri frænku sinni fyrir allmörgum árum. Á þeim tíma var hann utanríkisráðherra og var framkoma hans við stúlkuna einkar ósiðleg og henni þungbær. Mál Jóns Baldvins og stúlkunnar rataði inn á borð yfirvalda sem sáu ekki möguleika á sakfellingu og létu það niður falla. Sjálfur hefur Jón Baldvin viðurkennt að framkoma hans hafi verið ósiðleg og beðist fyrirgefningar. Stúlkan vill ekki fyrirgefa. Eins og stað­ an er núna er hann uppvís að siðferðis­ bresti en hann er saklaus samkvæmt reglum réttarríkisins. Hann hefur ekki brotið íslensk lög. Niðurstaðan er mannorðsmissir hans. Háskóli Íslands hefur ekki þótt vandur að virðingu sinni. Jón Baldvin gefur til kynna í varnargrein sinni í síðustu viku að innan veggja skólans komist menn upp með ritþjófnað. Þar er hann er hann væntanlega að vísa til þess að Hannes Hólmsteinn Gissurar­ son prófessor hlaut dóm fyrir að nota verk Halldórs Laxness án þess að geta heimilda með eðlilegum hætti. Staða prófessorsins við skólann breyttist ekk­ ert við dóminn. Hann fékk ekki einu sinni áminningu. Það mál og brott­ vísun Jóns Baldvins sýna að geðþótti er ríkjandi hjá æðstu stjórn Háskóla Íslands. Mistök skólans í upphafi voru að ráða Jón Baldvin í upphafi. Frá því hann var ráðinn og þar til hann var rek­ inn kom ekkert nýtt fram. Á undanförnum árum hafa komið fram nokkur meint kynferðisbrotamál þar sem sekt hefur ekki verið sönnuð en menn sitja eftir laskaðir. Séra Gunn­ ar Björnsson hraktist úr embætti sínu á Selfossi eftir að hafa verið borinn þeim sökum að hafa sært blygðunarkennd unglingsstúlkna. Hann var sýknaður fyrir dómi en missti embættið eigi að síður. Gunnar Þorsteinsson, forstöðu­ maður Krossins, var borinn svipuðum sökum af hópi kvenna. Hann hefur ekki í neinu verið sakfelldur en missti starf sitt í kjölfar málanna. Egill Gillzenegger Einarsson var kærður ásamt kærustu sinni fyrir að nauðga ungri stúlku sem parið tók með sér heim. Því máli var á endanum vísað frá þar sem sök þótti ekki sannanleg. Í framhaldinu kærði Egill stúlkuna fyrir rangar sakargiftir. Því máli var einnig vísað frá. Mál Egils og Jóns Baldvins eru lík að því leytinu til að þeir sitja báðir uppi með mannorðsmissi vegna þess að þeir gengu þannig fram gagnvart ungum stúlkum að fólki er misboðið. En þeir eru báðir saklausir í skilningi laganna og það er óboðlegt að meðhöndla þá eins og seka menn. Afgreiðsla Háskóla Íslands á Jóni Baldvin er með þeim hætti að eðlilegt er að einhver þar inn­ andyra axli ábyrgð. Geðþóttaákvarð­ anir mega ekki eiga sér stað við stjórn æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Uppreist Jóns n Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráð­ herra, á ekki sjö dagana sæla í heimalandinu þar sem syndir fortíðarinnar verða honum að fótakefli. Há­ skóli Íslands afturkallaði þá ákvörðun að láta Jón Baldvin kenna á námskeiði um al­ þjóðastjórnmál. Þetta gerð­ ist í kjölfar háværra mót­ mæla femínista. En nú hefur hlaupið á snærið hjá gamla ráðherranum sem ráðinn hefur verið til þess að kenna við háskólann í Tartu í Eist­ landi næsta vor. Hann fær því nokkra uppreist æru. Skúli seigur n Skúli Mogensen þykir hafa unnið kraftaverk í rekstri WOW air sem tapaði tæplega 800 milljón­ um króna á síðasta ári en hefur hagn­ ast um 184 milljónir króna fyrstu sjö mánuði þessa árs. Skúli yfirtók rekstur Iceland Express, sem undir stjórn Pálma Haralds- sonar í Fons hafði verið í gríðarlegu tapi. Nú virðist sem sameinað flugfélag geri góða hluti. Vandamálið horfið n Viðskipti ársins áttu sér stað á dögunum þegar Ingi- björg Björnsdóttir, ekkja Árna Vilhjálms- sonar, seldi allan hlut sinn í Granda og tengdum fyrirtækjum til Kristjáns Loftssonar. Víst er að Kristjáni er létt við að losna við meðeigand­ ann. Í sumar vakti gríðarlega athygli þegar Birna, dótt­ ir Árna heitins, lýsti andúð sinni á hvalveiðibrölti Krist­ jáns. Hermt er að Ingibjörg sé sammála dóttur sinni. Nú hefur vandamálinu verið bægt frá með því að milljarð­ ar króna fara frá Kristjáni til erfingja Árna. Pólitískur vergangur n Togarajaxlinn tannhvassi, Björn Valur Gíslason, er á póli­ tískum vergangi eftir að hafa ekki náð kjöri í þingkosn­ ingunum. Innan flokks er hann fremur um­ deildur sem varaformað­ ur. Það er því ljóst að hann þarf að styrka stöðu sína. Orðrómur er uppi um að hann hyggist hasla sér völl í bæjarmálunum á Akureyri og ná þar fyrsta sæti á lista í sveitarstjórnarkosningun­ um í vor. Ég trúi því að við getum breytt þessu Ekki tilbúin að tjá mig um þetta Kristín Tómasdóttir heldur sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stelpur. – DV Guðbjörg Matthíasdóttir neitaði að ræða togarakaup. – DV Jón Baldvin og Gillz„Háskóli Ís- lands hefur ekki þótt vandur að virðingu sinni. M ágkona mín er grunnskóla­ kennari að mennt. Áður en hún flutti til Íslands kenndi hún yngstu bekkjum í Dan­ mörku. Eitt árið voru mörg börn af erlendum uppruna í bekk hjá henni. Þetta var 2. bekkur. Við lok hans var lagt fyrir stöðupróf í lestri. Að­ eins nokkur börn höfðu tök á því að lesa samfelldan texta sér til gagns. Hún tók niðurstöðurnar nærri sér og fannst eins og hún hefði ekki staðið sig sem kennari þeirra. Samkennari hennar var hins vegar á öðru máli. Hann hughreysti hana og benti henni á að bekkurinn hefði náð stórkostlegum framför­ um í félagsfærni, samskiptum á dönsku, myndmennt, útiveru, söng og vináttu. Þetta var góður bekkur og nemendur höfðu sterka og góða sjálfsmynd, voru forvitnir og kátir. Lestrarkunnáttan kæmi … bara að­ eins seinna en krafist var. Nemendur hennar lásu líka mynda­ bækur og það var lesið fyrir þá. Þeir nutu þess. Samkennarinn hafði engar áhyggjur. Með þessu frjóa og hvetj­ andi námsumhverfi sem mágkona mín hafði skapað þá ætti lestrarprófið bara að vera viðmiðunartæki – enda mældi það bara afmarkaðan þátt af því sem færi fram í kennslustofunni. Og þannig er það. Ekki vænlegt markmið Lestrarskimun er verkfæri kennara til að sjá hvar börnin standa í lestri. Læsiskunnátta þeirra er ekki mæld. Aðeins hefðbundin lestrarkunnátta. Það er misjafnt hvernig börn þroskast og hvernig þau læra að lesa. Lestrar­ skimunarpróf í 2. bekk geta gefið vís­ bendingar um lestrartregðu eða les­ blindu en ætti ekki að vera afmarkaður mælikvarði þegar við ræðum um lestur og læsi barna. Ofuráhersla á að börn eigi að vera fluglæs fyrir tiltekinn aldur er ekki vænlegt markmið. Við þurfum að hlusta á börn og hvetja þau, lesa fyrir þau myndabækur og textabækur og þroska með þeim heilbrigt viðhorf til lesturs. Foreldrar þurfa að vera dug­ legir að lesa með börnum og fyrir börn og þeir þurfa að vera þeim fyrirmynd. Mestu skiptir að þeim líði vel Þó lestrarkunnátta sé undirstaða náms og mikilvægt að börn geti les­ ið sér til gagns þá þýðir ekkert að ör­ vænta þó 63% barna geti lesið sér til gagns við lok 2. bekkjar í Reykja­ vík í dag. Hin 37% munu eflaust ná sér eflaust á strik við lok 3. bekkjar – samkvæmt stöðlum. Það sem er fyrir mestu er að þeim líði vel í skólanum, eigi vini og fái tækifæri til að þjálfa fé­ lagsfærni sína og hæfileika á sínum forsendum. Hitt kemur þá áður en við vitum af. Höfundur er varaborgarfulltrúi í Reykjavík. Ofuráhersla á læsi sjö ára barna Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 2. september 2013 Mánudagur Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Kjallari Líf Magneudóttir „Ofuráhersla á að börn eigi að vera fluglæs fyrir tiltekinn aldur er ekki vænlegt markmið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.