Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Blaðsíða 20
20 Lífsstíll 2. september 2013 Mánudagur Holl uppskera í september n 3 fæðutegundir sem gera ykkur gott Í september gefst okkur kostur á að njóta ferskrar og lífrænnar fæðu sem gerir okkur gott. Ekki missa af þessum þremur hollu grænmetis- tegundum í haust: Sætum kartöflum, spergilkáli og rauðrófum. Sætar kartöflur Af hverju eru þær góðar? Sætar kartöflur innihalda flókin kol- vetni og trefjar. Þær eru ríkar af A- vítamíni sem styrkir ónæmiskerfið og þá er beta karótín gott gegn bólg- um. Hvernig er best að njóta þeirra? Best er að baka sætar kartöflur eða gufusjóða. Það má útbúa úr þeim nokkurs konar hummus með ólífu- olíu,tahini, hvítlauk og sítrónusafa og nota ofan á flatbökur eða sem ídýfu. Slík ídýfa geymist í vikutíma í ísskáp. Spergilkál Af hverju er það gott? Spergilkál inniheldur mikið af andoxunarefnum, C-vítamíni og steinefnum. Það er talið veita vörn gegn krabbameini og styrkja bein. Það hefur einnig góð áhrif á hjarta- heilsu og styrkir ónæmiskerfið. Hvernig er best að elda spergilkál? Best er að borða það hrátt, þá má setja það í blandarann og í heilsu- drykki, grilla, sjóða eða steikja á pönnu eða rífa í salat. Rauðrófur Af hverju eru rauðrófur frábærar? Rauðrófur eru góðar gegn bólgum í líkamanum og því góð forvörn gegn krabbameini og öðrum sjúkdómum. Það er sannað að rauðrófur lækka blóðþrýsting og þá eru þær ríkar af andoxunarefnum, kalki og steinefn- um. Hvernig er best að borða rauðróf- ur? Rauðrófum má blanda í heilsu- drykki, þeir verða við það fagurbleik- ir. Þær má steikja, gufusjóða, rífa nið- ur eða grilla. Margir halda að það megi ekki borða þær hráar. n Missir sjálfsvirðingu á lágbotna skóm n „Fortíð mín er eitt stórt tískuslys“ n Gönguskór í uppáhaldi B jörk Björk Eiðsdóttir lauk BA- prófi í fjölmiðlafræði við há- skóla í Bandaríkjunum árið 2006 og hefur starfað við fjölmiðla æ síðan. Nú síðast starfaði hún sem ritstjóri Séð og heyrt en hún sagði því starfi upp í byrjun sumars og vinnur nú hörðum hönd- um að því að gefa út sitt eigið tímarit ásamt Elínu Arnar. Blaðamaður DV hitti Björk yfir kaffibolla á Höfðatorgi, þar sem hún hefur skrifstofu. Segðu mér frá nýja verkefni þínu? „Nú vinn ég hörðum höndum að því að láta stóra drauminn ræt- ast, en tímaritið okkar Elínar Arnar, fyrrverandi ritstjóra Vikunnar, MAN Magasín mun líta dagsins ljós þann 5. september næstkomandi. Ásamt okkur starfa hjá tímaritinu Sunna Jó- hannsdóttir framkvæmdastjóri og Auður Húnfjörð auglýsingastjóri. Við höfum svo fengið fleira úrvals fólk til að leggja okkur lið í fyrsta tölublaði og get ég ekki beðið eftir að fá fyrsta ein- tak í hendurnar enda veit ég að þessi frumburður verður vel lukkaður!“ Þér er boðið á stefnumót með 30 mínútna fyrirvara. Hvað gerir þú og í hvað ferðu? „Það þýðir ekkert að hringja í mig með 30 mínútna fyrirvara enda dag- skráin þéttsetin flesta daga og kvöld. Ég afþakka því pent og langar hvort eð er ekkert að vita hvað varð til þess að maðurinn stóð uppi deitlaus á síðustu stundu, hvað þá síður hvers vegna hann fékk á flugu í höfuðið að hringja í mig.“ Í hverju myndir þú alls ekki láta sjá þig? „Lágbotna skóm! Ég hreinlega missi sjálfsvirðinguna án hælanna og finnst ég varla hafa atkvæðisrétt. Þeir einu sem hafa séð mig á lágbotna eru fjallgöngufélagar mínir en þeir hafa líka séð svo ótal margt annað að sjálfsvirðingin er fyrir löngu fokin gagnvart þeim.“ Einhver tískuslys af þinni hálfu í fortíðinni? „Fortíð mín er eitt stórt tískuslys og ég var lengi vel dæmalaust fórnar- lamb tískunnar! Efst í huga er líklega pallíettukjóll með hettu, kóngablátt pils sem hefði getað misskilist sem belti og stuttur rennilásaleðurjakki sem fékk föður bestu vinkonu minn- ar til að afskrifa mig við fyrstu sýn og banna henni að „leika við mig.“ Sem betur fer sá hann síðar góðmennsk- una sem leyndist undir leðrinu. Takk fyrir trúna Bjössi!“ Dýrmætasta flíkin í fata- skápnum er? „Viking-gönguskórnir sem hafa komið mér í hæstu hæðir eru dýr- asti fatnaður sem ég hef eignast. Við eigum þó í svolitlu ástar/haturssam- bandi því þeir eru enn að valda mér hælsæri, en ég teipa mig bara í bak og fyrir – og neita að gefast upp upp gegn 70 þúsund króna skóm! Svo elska ég Cintamani-skelina sem bróðir minn gaf mér í afmælisgjöf meira en allar flíkur þessar heims. Hún er ekki bara hlý og góð heldur einnig undurfögur. Ég eyði bara peningum í útivistarföt, restin er allt eitthvert ódýrt drasl sem endist ekki neitt og þolir engin veður.“ Best að borða? „Það er aðeins ein leið að matar- hjarta mínu og það vita allir sem eitt- hvað þekkja mig: Spicy chicken! “ Hvenær djammaðir þú síðast, hvar og með hverjum? „Það var nú bara á föstudaginn fyr- ir viku með vinkonum mínum Mörtu Maríu og Ellý Ármanns. Þetta kvöld var merkilegt að mörgu leyti en við sögu kom m.a.: Karókí, kynlífshjúkka, búningaskipti, bolla, partítjald og stórkostleg tjáning í dansi. Það var stuð: það veit guð og allir snapchat vinir mínir!“ Hvað finnst þér óaðlaðandi í fari fólks? „Yfirlæti, níska og fýlugirni.“ Hvað finnst þér aðlaðandi? „Húmor! Já, og svo að kunna eitt- hvað sem ég kann alls ekki, eins og stærðfræði, að spila á hljóðfæri eða tala frönsku.“ Það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar er? „Snooza í 5 mínútur …“ Dekur er? „Bjarkarlundur; bústaðurinn hans pabba, heitur pottur, stjörnu- bjartur himinn og rauðvínsglas. Já og tásunudd!“ Næst á dagskrá? „Að koma 138 blaðsíðum af feg- urð og fróðleik í prentun í formi glæsilegs glanstímarits! Halda brjál- að útgáfuteiti, sofa og rifja svo upp gömul og góð kynni við börnin mín og hlaupabrettið í Laugum.“ n Þolir ekki fýlupúka Björk Eiðsdóttur finnst húmor aðlaðandi og þolir illa fólk sem fer í fýlu. Hún viðurkennir fjölmörg tískuslys, á meðal þeirra verstu er pall- íettukjóll með hettu. Mynd KRiStinn MagnúSSon Flúraðar fyrirsætur Áður fyrr átti fyrirsæta alsett húð- flúri varla séns í bransanum. Nú færist í vöxt að þær beri stór og áberandi flúr. Safnar haus- kúpum Ira Chernova er 25 ára fyr- irsæta frá Rússlandi og ein að- alfyrirsæta í nýrri Dies- el-gallabuxna- herferð. Hún er ekki með tölu á þeim húðflúrum sem hún ber. „Ég safna hauskúpum, haus- kúpan inni í lófanum er af úlfi. Fyrir ofan á fingrunum eru flúrað orðið Varúlfur. Rétt fyrir neðan er fjögurra blaða smári, merki um lukku,“ segir Ira í viðtali við Style. com og segist líta á flúrið sem hluta af sjálfri sér. „Öll þeirra eiga sér sögu og ástæðu jafnvel þótt þau hafi ekki sérstaka merkingu þá eru þau minningar og til merk- is um lífsreynslu sem ég hef geng- ið í gegnum.“ Alin upp í hermenningu Fyrirsætan Emily Shephard er frá Kaliforníu, einnig 25 ára. Hún fékk sér fyrsta húðflúrið aðeins 18 ára og segist hafa verið hugfangin af þeim síðan í æsku. „Ég er alin upp í hermannsfjölskyldu, og þar eru húðflúr hluti af menningunni, sér í lagi í sjóhernum. Mér finnst ég tilheyra Bandaríkjunum enn frekar með þessi húðflúr.“ Hún segist ekki í neinum vand- ræðum með vinnu í bransanum. „Það hefur verið tekið vel á móti mér í fyrirsætubransanum, ef eitt- hvað vinnur gegn mér, þá er það ekki húðflúrið, heldur hæð mín.“ Með pólítísk tískuflúr Emily er með fjölmörg húðflúr sem minna á tískuiðnað- inn. „Ég er með merki Chanel og YSL af pólitískum ástæð- um,“ segir hún og vísar í að Coco hafi verið hluti af byltingu kvenna fyrir frekari réttindum. „Það er henni að þakka að ég get verið í sundfatnaði og látið sjást í óléttubumbuna ef ég verð ólétt. Áður var tískan sniðin að feðraveldinu.“ Íris Björk Jónsdóttir blaðamaður skrifar iris@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.