Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Blaðsíða 11
Fangar lærðu að elda og taka til Fréttir 11Mánudagur 2. september 2013 F angar á meðferðargangin- um sjá sjálfir um innkaup og eldamennsku og læra réttu handbrögðin til þess. Á Litla-Hrauni er rekin matvöruverslunin Rimlakjör og þar kaupa fangar í matinn og elda oftast tveir til þrír saman. „Við höfum fæstir verið mikið að nostra við heimilishald,“ seg- ir einn fyrrverandi fanga, sem af- plánaði á meðferðarganginum fyr- ir nokkrum árum, í samtali við DV. „En við fengum aðstoð frá Úlfari Finnbjörnssyni og Margréti Sig- fúsdóttur, skólastjóra Hússtjórnar- skólans. Það var alveg frábært og gaman að fá þau.“ Vildu læra kryddjurtaræktun Úlfar Finnbjörnsson segist hafa haldið tvö námskeið í matreiðslu fyrir fanga á meðferðarganginum. Hann fundaði fyrst með föngunum og spurði þá hvað þeir vildu helst læra af honum. Í kjölfarið kenndi hann þeim helstu atriði er varða ræktun kryddplantna og kynnti þeim meðferð og matreiðslu á fiski að þeirra ósk. „Þá langaði að borða eitthvað hollt og gott og voru mjög spenntir fyrir því að læra að rækta sjálfir eigin kryddjurtir. Við elduð- um síðan saman fjórar til fimm tegundir af fiskréttum og borðuð- um saman með salati og brauði. Þetta var góð stund og þetta urðu miklir vinir mínir,“ segir Úlfar. Vildu strippara á eftir „Áhugi fanga er að sjálfsögðu mis- jafn, þeir eru mislangt á veg komn- ir. En í fyrra skiptið gekk þetta afar vel og ég var hrifinn af áhugasemi fanganna. Í seinna skiptið vildu þeir helst fá humar í forrétt, nauta- steik í aðalrétt og strippara á eft- ir,“ segir Úlfar og hlær. Hann segist hafa frétt af fleirum sem hafi lagt föngum lið í að læra sitthvað um matseld. „Jói Fel fór á eftir mér og kenndi listir sínar og Solla á Gló gerði það líka.“ Skrautleg klósett „Klósettin hjá þeim voru oft svo- lítið skrautleg,“ segir Margrét Sig- fúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnar- skólans sem hélt námskeið fyrir fangana í ræstingu, bæði í klefum þeirra og í eldhúsi. Námskeiðið var í samstarfi við meðferðarganginn, enda hluti af batanum að takast á við skylduverkefni af natni. „Þetta var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt og ég vildi óska að það væri enn til fjármagn fyrir þetta. En verkefnið var lagt af vegna fjár- magnsskorts,“ segir Margrét. Brýndi raustina í eldhúsinu „Ég kenndi þeim almennt hrein- læti. Klefarnir voru yfirhöfuð snyrtilegir hjá þeim, þótt stöku klefi hefði verið sóðalegur. Það má reykja inni í klefunum og þeir gera mikið af því, þannig að það þurfti að þrífa suma klefana vel. Taka gler og annað í gegn. En aðallega tók ég fyrir hreinlætið í eldhúsinu.“ Þar segist hún hafa þurft að brýna svolítið raustina. „Já, það þurfti svolítið að sýna þeim nauðsyn þess að þrífa vel í kring- um matseldina. Þeim fannst nóg að skola bara vaskinn að innan, sem var orðinn brúnn og ljótur. Ég kenndi þeim að hreinsa vaskinn með átaki, með stálull eða gróf- um svampi. Þá reyndist nauðsyn- legt að kenna þeim að vera ekki að blanda saman brettum. Nota eitt fyrir hrámeti og annað fyrir græn- meti.“ Ofbauð prótínneyslan Margrét fór vel yfir næringarfræði og afhenti föngum uppskrifta- hefti með grunnaðferðum í elda- mennsku og bakstri. Henni ofbauð prótínneysla fanganna sem neyttu margir prótíndufts. „Mér ofbauð allir þessi stóru stampar af prótíni sem þeir voru að kaupa sér dýrum dómum. Á meðan þeir hafa aðgang að góðum fiski og skyri sem eru mikli betri og ódýrari prótíngjafar. Ég lét þá hafa uppskriftahefti og kenndi þeim að kaupa inn. Sum- ir voru rosalega duglegir að elda. Aðrir ekki. Það var allur gangur á því. Sumir voru alveg í lamasessi fannst mér. En staðreyndin er sú að allir vilja borða góðan mat. Og að borða saman er nokkuð sem föngunum hlakkar til allan daginn. Fyrst hugsuðu þeir ábyggilega, hvað ætlar þessi kelling að kenna okkur? En mér fannst þeir taka þessu vel. Þeir hafa gagn af þessu og mér fannst þeim líða betur líka. Við verðum að muna að þetta eru menn eins og við þótt þeir séu brotnar sálir. Það á að tala við þá á jafnræðisgrundvelli og ég hafði það í huga.“ n n Meistarakokkur og skólastjóri kenndu réttu handbrögðin Á leiðinni heim n Rætt við tvo fyrrverandi fanga sem fengu hjálp á Litla hrauni n „Það sem gerist á ganginum, er á ganginum“ Unnið gegn höfnunartilfinningu Jón Ingi bendir á að á meðferðar- ganginum sé ekki eingöngu unnið gegn áfengissýki. Meðferðin rist- ir miklu dýpra og það þarf að vinda ofan af andfélagslegri hugsun. „Andfélagsleg hugsun kemur oft vegna höfnunar. Við snúum þessari höfnunartilfinningu við. Þeir þurfa og eiga rétt á að upplifa að þeim sé ekki hafnað. Þeir þurfa að finna að á þá sé hlustað. Að þeir séu jafningjar okkar og hafi sama rétt til góðs lífs. Ef við náum að byggja þetta traust er mikið starf unnið.“ Gullmolar á Hrauninu Jón Ingi segir mjög marga fanga eiga það sameiginlegt að hafa byrjað snemma í neyslu. Unglingsárin eru þeim týnd og mikill tími fer í að kenna þeim að finna sig og þekkja. „Margir af þessum strákum eru komnir í neyslu 12, 13 ára. Mesta vinnan er bara að kenna þeim að þekkja sjálfa sig. Þetta eru strákar sem eru búnir að vera tilfinninga- lausir og á flótta undan sjálfum sér árum saman. Þetta eru strákarnir á Hrauninu. Þetta eru strákar sem að í mörgum tilfellum allar stofnan- ir samfélagsins eru búnar að gefast upp á. Það sem gefur starfinu gildi er þegar maður hittir þessa stráka úti og þeim hefur tekist að finna sig og líf- ið. Þá er sest niður og spjallað. Þetta eru gullmolarnir sem maður finn- ur. Við erum með einstaklinga í dag sem blómstra. Menn sem féllu ítrek- að. Þetta er hægt, það er bara mis- djúpt á því.“ Eins og eyland Á meðferðarganginum er unnið með tilfinningar. Margir þeirra sem þiggja hjálp þar hafa verið í neyslu frá unga aldri og tilfinningalífið hefur bor- ið skaða af. Skaðinn er hins vegar ekki óafturkræfur og Jón Ingi hjálpar strákunum og finna til á ný. „Í meðferðarstarfinu er tekist á við ýmis verkefni sem tengjast til- finningum. Við erum með hópa sem vinna ýmis verkefni,“ segir Jón Ingi og nefnir dæmi. „Verkefnið get- ur heitið Skömm, Gríman sem ég set alltaf upp, Dómarinn sem ég er og svo framvegis. Rótin að and- legri vellíðan er að geta flokkað tilf- inningar sínar. Það ríkir trúnaður á milli okkar og meðferðarganginum á Litla-Hrauni mætti líkja við eyland, þar sem allir eru öruggir. Við eigum okkur svona frasa: Það sem gerist á ganginum, er á ganginum. Það tek- ur menn mislangan tíma að upplifa tilfinningar eftir langan tíma í neyslu og þegar það gerist verða þeir hissa. Þeir halda oft að þeir geti ekki skynj- að tilfinningar. Í neyslu eru menn að slökkva á óþægilegum tilfinning- um og það getur verið mikið ferli að kveikja á þeim aftur.“ n Missti sjálfs- traustið í neyslu Annar fanganna er hræddur um að falla aftur. Hann skrifar sjálfum sér bréf til þess að styrkja batann. Úlfar Finnbjörnsson Úlfar Finnbjörnsson segist hafa haldið tvö námskeið í matreiðslu fyrir fanga á meðferðarganginum. „Klósettin hjá þeim voru oft svolítið skrautleg. Margrét Sigfúsdóttir Mar- grét fór vel yfir næringarfræði og afhenti föngum uppskriftahefti með grunnaðferðum í elda- mennsku og bakstri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.