Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2013, Blaðsíða 22
M aður veit að maður er í vanda staddur þegar sýn- ing um Brecht hefst með vísun í Jim Morrison. Verkið fjallar um útlegð þýska leikskáldsins í Finnlandi í seinni heimsstyrjöld og reyndar er til bréf frá þessum tíma þar sem Halldór Laxness býður honum að koma til Ís- lands í staðinn. Norski leikhópurinn Verk ber ábyrgð á verki þessu og öllu sem þeir vita um Finnland er skellt fram, enda voru það norskir hermenn í leyfi sem fundu upp „drekka eða tala“-brandar- ana um Finna. Persónur drekka mik- inn vodka, það eru múmínálfar og mök í sána, sem reyndar enginn Finni myndi stunda enda sánur taldar helgi- staðir þar í landi. Þess á milli er skellt fram fleiri poppkúlturvísunum í John Lennon og Bruce Springsteen og ein- hver ber Elvisgrímu. Lagið September Song er af einhverjum ástæðum flutt, sem Kurt Weill samdi án aðkomu leik- skáldsins. Talað um leiksýningu Þess á milli er mikið talað um að semja leikritið Púntila og Matti, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu fyrir ára- tug. Maður vildi helst að maður væri staddur á þeirri sýningu, eða að minnsta kosti á sýningu um Brecht, í stað þess að horfa á fólk með grím- ur lýsa öðru leikriti. Eins og oftast í norsku leikhúsi er mikið lagt í leik- mynd og hljóðmyndin til fyrirmynd- ar, en allt virðist þetta mikið umstang utan um ekki neitt. Alveg þangað til síðasta hálftím- ann, þegar sýningin lifnar skyndi- lega við. Textinn, sem hingað til hefur helst snúist um röfl fyllibyttna um hvort sé föstudagur eða laugardagur, tekst nú á við Hegel og díalektíkina sem á að færa okkur nær lausninni. „Lausninni við hverju?“ er spurt, og er ekki langt frá Douglas Adams. Of lítið of seint Hápunktinum er síðan náð undir lokin, þegar Púntila gengur til móts við Hattifnatta og Think, don‘t feel er endurtekið í sífellu. Þetta er kær- kominn tilbreyting frá Hollywood sem hvetur mann í sífellu til að hugsa sem minnst og láta tilfinn- ingarnar ráða, en kjarni hugmynda Brechts er einmitt að höfða til vits- muna fólks frekar en tilfinninga. Vandamálið er hins vegar það að Hattifnattarnir geta hvorki talað né heyrt, en finna hins vegar til. Kannski er það einmitt þess vegna sem verkið virkar best þegar stigið er út úr stefnu Brechts og við fáum samúð með persónum. Samstarfs- kona Brechts, hin finnsk-eistneska Hella Wuolijoki, álasar honum fyrir að flýja til Bandaríkjanna og segist sjálf ekki getað skrifað þar sem hún sé of upptekin við að leika sjálfa sig í mesta drama allra tíma, seinni heimsstyrjöldinni. Hér loksins brýst fram merkilegt verk sem vel var falið fyrsta klukku- tímann. Ef aðeins hefði glitt í það fyrr. n 22 Menning 2. september 2013 Mánudagur Ekki sú hetja sem við þurfum n Kick-Ass 2 hvetur til ofbeldis og steranotkunar G etur það verið? Góður brandari áður en kynningar- textanum sleppir, áhugaverð- ar persónur í sérstökum að- stæðum, orka í loftinu. Er hér loksins kominn sumarmynd sem heldur athygli lengur en poppið endist? Nei, það er of gott til að vera satt. Kick-Ass fjallar um raunverulegar of- urhetjur, venjulegt fólk sem klæðir sig í búninga til að takast á við venju- lega bófa. Fyrri myndin sveik reynd- ar eigin málstað þegar Hit-Girl var kynnt til sögunnar, unglingsstúlka sem er allt að því ómannlega fim og verður að hefðbundinni ofurhetju- mynd þar eftir. En ágæt sem slík. Seinni myndin byrjar ágæt- lega. Skúrkurinn er skemmtilegur, verður óvart móður sinni að bana í ljósabekk og klæðist sadómasó-bún- ingi hennar til að takast á við ofur- hetjurnar. Og tilraunir Hit-Girl til að verða venjuleg unglingsstúlka bjóða upp á áhugaverðar aðstæður, enda sympatískur karakter. En myndin á erfitt með að halda þræði. Hit-Girl kemst að því að hún þarf ekki að vera eins og mestu gellurnar í skólanum, það er nóg bara að vera hún sjálf. Til að sýna fram á þetta setur hún á sig varalit og fer á háa hæla og gefur venjulegu stelpunum pening til að fara í fegr- unaraðgerðir, sem virðist undarleg lausn. Sömuleiðis kemst Kick-Ass sjálf- ur að því að venjulegt fólk eigi ekki að leika hetjur á götum úti og best sé að láta lögregluna um störf sín. Til að fagna þessari niðurstöðu ákveður hann að vopnast betur og klæða sig í brynvarðan búning. Myndin hefur tvö stef. Annars vegar hætta allir að vilja vera hetjur og halda því samt áfram á víxl, svo erfitt er að greina eina persónu frá annarri. Hins vegar eru ótal slags- málaatriði upp úr þurru. Það besta er þegar rússneska morðkvendið drep- ur lögreglumenn með sláttuvél, flest annað kallar á geispa. Aðeins tvennt greinir Kick-Ass frá öðrum ofurhetjumyndum. Miklar blóðsúthellingar, og það að persón- ur minna stöðugt á að þetta sé ekki hefðbundin ofurhetjusaga. Og kannski er það þetta sem fer mest í taugarnar á manni, því það er einmitt þetta sem Kick-Ass 2 er og ekki mjög góð sem slík. Splæst er í Jim Carrey, sem er ágætur en fær ekki mikið að gera. Sjálfur sá hann að sér og varaði seinna fólk við að fara á myndina þar sem hún hvetur til ofbeldis (og stera- notkunar). Það má hjartanlega taka undir með honum, þó ekki sé nema af fagurfræðilegum ástæðum. n Verðlauna- mynd á RFF Dagskrá RFF-kvikmyndahátíðar- innar er óðum að taka á sig mynd. Nú hefur verið staðfest að verð- launamyndin af Cannes-kvik- myndahátíðinni Líf Adèle - Blue is the Warmest Colour verði sýnd á hátíðinni. Myndin er eftir franska leikstjórann Abellatif Kchiche og vakti mikla athygli á Cannes-há- tíðinni og hneykslun. Myndin segir frá Adèle sem er fimmtán ára unglingsstúlka sem þráir að verða kennari. Líf hennar tek- ur kollsteypu þegar hún kynn- ist listnema í nálægum listaskóla, hinni bláhærðu Emmu. Úr verð- ur ástarævintýri. Þetta þriggja tíma langa djarfa lesbíudrama vann Gullpálmann í Cannes árið 2013, og varð fyrsta myndin þar sem bæði leikstjórinn og aðalleik- konurnar fengu verðlaun. Að drekka eða tala, að hugsa eða finna til n Fólk með grímur talar um leikrit n Margverðlaunaður leikhópur frá Noregi sýndi á Lókal leiklistarhátíðinni Tónleikar Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Build Me a Mountain Leikstjóri: Fredrik Hannestad Aðalhlutverk: Saila Hyttinen, Håkon Vassvik, Anders Mossling Höfundar: Hannestad/Hyttinen/Mossling „Hér loksins brýst fram merkilegt verk sem vel var falið fyrsta klukkutímann. Tilvísanir í poppkúltúrinn Elvis- gríma, textar eftir Jim Morrison og Bruce Springsteen eru hluti af verkinu. Kick-Ass 2 Hefðbundin ofurhetjumynd sem reynir þó að brjótast út úr forminu. Mynd UniversAL PicTUres Kvikmyndir Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kick-Ass 2 iMdb 7,2 Metacritic 41 Leikstjóri: Jeff Wadlow Leikarar: Aaron-Taylor Johnson, Chloe Grace Moretz og Jim Carrey 103 mínútur Þúsundir í Borgó Mikill fjöldi gesta lagði leið sína í Borgarleikhúsið um helgina á hinu árlega „opna húsi“ leik- hússins. Í tilkynningu frá leik- húsinu segir að áætlað sé „að um 12.000 manns“ hafi heimsótt húsið – fleiri en nokkru sinni fyrr. Reyndar segir síðar í fréttatilkynn- ingunni að líf og fjör hafi ver- ið í leikhúsinu „þegar um 13.000 manns heimsóttu leikhúsið.“ Ætli gestirnir hafi þá ekki verið á bil- inu 11 til 13 þúsund í Borgarleik- húsinu þennan dag. Af myndum sem leikhúsið sendi fjölmiðlum að dæma er ljóst að fólk skemmti sér vel enda boðið upp á vöfflur og fjölmörg skemmtiatriði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.