Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Blaðsíða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 11. september 2013 Seldi bjór út af skemmtistað n „Við erum ekkert að vaða í svona málum,“ segir aðalvarðstjóri lögreglunnar B arþjónn á skemmtistað í mið­ borginni hefur verið ákærður fyrir brot á áfengislögum. Samkvæmt ákærunni, sem gefin var út þann 13. ágúst síðast­ liðinn, er brot hans að hafa „selt nafngreindum aðila 8 Grolsch bjóra en ákærði vissi að kaupandinn hygð­ ist ekki neyta áfengisins inni á staðn­ um.“ Málið var þingfest síðastliðinn mánudag og þar játaði barþjónninn brot sitt. Brotið átti sér stað í desem­ ber árið 2012 og samkvæmt heimild­ um DV þurfti kaupandinn að greiða tíu þúsund krónur í sekt. Ekki náðist í barþjóninn við vinnslu fréttar. Jóhann Karl Þórisson, aðalvarð­ stjóri lögreglunnar á höfuðborgar­ svæðinu, sagði í samtali við DV að óalgengt væri að mál sem þessi kæmu inn á borð lögreglu. „Útburður áfengis kemur upp hundrað sinnum á hverju kvöldi, það er að segja þegar einhver kaupir sér bjórglas og labb­ ar með það út. Dyraverðirnir eiga að fylgjast með þessu, en við þurfum einstaka sinnum að skerast í leikinn. Það er alltaf einn og einn sem kaup­ ir bjór og stingur honum inn á sig. Það eru hins vegar ekki mörg mál þar sem við stöðvum menn sem eru að bera út heilu kassana, það er svo dýrt að kaupa sér bjór á níu hundruð kall. Við erum ekkert að vaða í svona málum, það kemur þó stundum fyrir að við tökum menn sem koma út af skemmtistöðum með poka fullan af bjór,“ segir Jóhann Karl. Spurður um hver sé sá seki í mál­ um sem þessum segir Jóhann Karl: „Þetta er á ábyrgð barþjónsins, hann á að vita betur. Eigandi staðarins er bara heima sofandi svo hann er ekki sektaður svo ég viti til.“ Jóhann Karl segir lögregluna ekki vera beinlín­ is að eltast við mál sem þessi: „Við erum ekkert að „steika át“ einhvern stað, en ef við sjáum einhvern vera bera vín út þá skerumst við í leik­ inn. Þetta er eins og ef einhver fer yfir á rauðu þá tökum við hann ef við sjáum til þess. Það væri bara ef við heyrðum orðróm um að staður væri að selja krökkum undir aldri, þá fær­ um við í það mál.“ n hjalmar@dv.is Vilhelm blés lífi í „draugablokkina“ n Keypti blokkina og leigir íbúðirnar út n Var þyrnir í augum bæjarbúa É g gerði þetta bara til að gera eitthvað,“ segir Vilhelm Jóns­ son sem í byrjun þessa árs keypti aðra svokallaðra „draugablokka“ á Akranesi. Hann er nú búinn koma öllum íbúðunum í íbúðarhæft ástand og í útleigu. Blokkirnar tvær, Hagaflöt 7 og Holtsflöt 9, hafa verið þyrnir í aug­ um bæjarbúa allt frá því þær voru reistar og má segja að þær hafi verið eins konar kirkjugarður góðærisins í nýbyggingahverfi bæjarins. Vilhelm keypti blokkina við Holtsflöt 9 af Íbúðalánasjóði, en um er að ræða fimm hæða, tuttugu íbúða blokk sem á sér langa vandræðasögu ásamt systurblokkinni við Hagaflöt 7. Frágangur tók fimm mánuði Það var JB byggingafélag sem hófst handa við byggingu blokkanna, en framkvæmdirnar gengu ansi hægt. Árið 2006 fékk byggingarfulltrúi Akranesbæjar heimild frá bæjarráði til að beita eigandann dagsektum vegna seinagangs á frágangi. Árið 2009 keypti svo HK húseignir, dóttur­ félag VBS fjárfestingarbanka, allar íbúðirnar. Íbúðalánasjóður eignaðist þær svo á nauðungarsölu árið 2010. Þorsteinn Ólafs, framkvæmdastjóri slitastjórnar VBS, sagði í samtali við DV árið 2010, þegar greint var frá nauðungarsölunni, að ekki hefðu verið aðstæður til mikilla fram­ kvæmda á þeim tíma sem íbúðirnar voru í eigu félagsins. Því fór sem fór. Það tók Vilhelm tvo mánuði að landa samningi við Íbúðalánasjóð og segir hann það bæði vegna þess að fleiri voru um hituna og að tortryggni í garð kaupenda sé mikil. Hann gekk hins vegar beint til verks um leið og hann eignaðist blokkina og réð menn í vinnu til að ljúka við íbúðirnar. „Ég var rétt rúma fimm mánuði að koma íbúðunum íbúðarhæft stand. Sumar íbúðanna voru aðeins fokheldar en aðrar voru lengra komnar,“ segir Vilhelm. Þá er einnig búið að ganga frá lóðinni við blokkina. Skortur á leiguhúsnæði Mikill skortur hefur verið á leiguhús­ næði á Akranesi síðustu misseri á sama tíma og Íbúðalánasjóður á um 80 íbúðir í bænum og bankarnir tugi íbúða til viðbótar. Vilhelm sá því við­ skiptatækifæri í ókláruðu blokkunum sem Akur­ nesingar njóta nú góðs af. Og var það að hans sögn ein helsta ástæðan fyrir því að hann fór af stað í þetta verkefni. Íbúð­ irnar tuttugu sem nú eru komn­ ar í útleigu hafa því væntanlega leyst húsnæðisvanda nokkurra fjöl­ skyldna. Vilhelm segir hina nýju leigjend­ ur vera mjög ánægða í íbúðunum. „Ég er búin að fá að heyra það oft. Og að innréttingarnar þyki vandaðar, en ég sótti þær all­ ar til Póllands.“ Sannkallað fjölskylduverkefni Vilhelm viðurkennir að vissulega þurfi maður að eiga töluverða fjármuni til að fara út í svona verkefni, en hann segist hafa góða reynslu af fasteigna­ viðskiptum af þessu tagi. „Ég hef verið að kaupa eina og eina íbúð hérna í bænum, en ég seldi þær og keypti blokkina.“ Hann segist hvorki hafa fjársterkan bakhjarl né vera í samstarfi við aðra. Hann standi einn að verkefninu í gegnum fyrirtækið sitt, V. Jónsson ehf., en fjölskyldan sé honum innan handar. Synir hans, sem eru rafvirkjameistarar, sáu til að mynda um allt sem viðkom rafmagni í blokkinni og dóttir hans og tengda­ sonur sjá um bókhald fyrirtækis­ ins. Það er því óhætt að segja að um fjölskyldu verkefni sé að ræða. Aðspurður hvort ekki liggi beinast við að hann kaupi hina blokkina líka, segir hann að sér nægi að eiga eina blokk á Akranesi. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Ég gerði þetta bara til að gera eitthvað Komin í toppstand Það tók Vilhelm um fimm mánuði að láta fullklára blokkina. Mynd SKeSSuhorn Keypti blokk Vilhelm sá viðskiptatækifæri í hálf- kláraðri blokk, enda mikill skortur á leiguhúsnæði á Akranesi. Mynd Sigtryggur Ari „Við erum á kúpunni“ n Kreppa ríkir á veiðileyfamarkaði n Ekki lengur litið á Ísland sem laxveiðiparadís erlendra veiðimanna sé fimmtán til tuttugu prósent yfir línuna og er sagt að hann gæti orðið meiri þegar upp er staðið. Til dæmis um hve mikið hallærið sé í dag segir í skýr­ slunni: „Árni Baldursson nefndi sem dæmi að undanfarin ár hefðu um 150 Spánverjar veitt á Íslandi að jafnaði á vegum Lax‐á. Hann efast um að spænskir veiðimenn á þeirra vegum þetta sumarið nái að fylla tuginn.“ Árni Þór segir að hann hafi heyrt að veiðileyfasalar hefðu áhyggjur af nýliðun meðal erlendra veiðimanna. „Endurnýj­ un í þeim hópi er sáralítil. Þeir eru margir komnir til ára sinna sem hafa stundað laxveiði hér á landi og endurnýjun kynslóða er mjög lítil,“ segir Árni Þór. n „Verðlagning veiðileyfa hefur farið tugi prósenta fram úr almennu verðlagi síðastliðin ár. norðurá Veiðifélag Norðurár lauk nærri sjö áratuga samstarfi við Stangaveiðifélag Reykjavíkur um síðustu áramót, að sögn vegna ósam- stöðu um leiguverð. Mynd Sigtryggur Ari Skotfæri og sterar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á töluvert magn af ster­ um við húsleit í Kópavogi í síðustu viku. Á sama stað fannst einnig allnokkuð af skotfærum sem og búnaður til lyfjaframleiðslu. Var það sömuleiðis tekið í vörslu lög­ reglu. Karl á fimmtugsaldri, sem var handtekinn á vettvangi, var yfir heyrður í þágu rannsóknarinn­ ar, að því er fram kemur í tilkynn­ ingu frá lögreglu. grolsch-bjór Það getur verið dýrt spaug að kaupa bjór eftir lokun skemmtistaða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.