Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Blaðsíða 20
20 Lífsstíll 11. september 2013 Miðvikudagur
n Nýjasta heilsuæðið er í anda uppvakninga n Innmatur er inni
Næringarríkur
innmatur
Þ
etta bragðast eins og skó
sóli,“ gætu verið viðbrögð
yngstu meðlima fjöl
skyldunnar þegar matreidd
er fyrir þá lifur, nýru eða
hjörtu. Lifur og innmatur er ákaf
lega hollur og næringarríkur matur
og á einstaklega hagstæðu verði um
þessar mundir en er ekki sá allra
vinsælasti á diskum landsmanna.
Næringarríkur hundamatur
Það gæti þó breyst með nýjasta
heilsuæðinu þar sem innmatur og
innyfli eru talin æðri öðrum fæðu
flokkum þegar kemur að næringar
innihaldi. Uppvakningar kunna að
vera það fyrsta sem fólki dettur í hug
þegar minnst er á innyfli en í nýrri
metsölubók Mary Roach, Gulp,
er meðal annars fjallað um nær
ingarinnihald innmatar. Fæðu sem
Vestur landabúar hafa fúlsað við
og Mary bendir á margar athyglis
verðar staðreyndir.
Hún rifjar upp afar áhugaverða
næringarfræðirannsókn frá árinu
1973. Þá var kannað næringarinni
hald 36 prótínríkra fæðutegunda.
Á listanum mátti sjá margvíslegar
fæðutegundir sem oft rata á diska
Vesturlandabúa: rækjur, skinku,
steik, hnetusmjör, kjúkling, lifur og
já, hundamat.
Rannsóknin athugaði sérstaklega
Alpohundamat, vegna orðróms um
að fátækir ættu það til að leggja sér
þessa tegund hundamatar til munns
vegna þess hve ódýr hann er.
Heili, magi og lungu
Hvað er það í þessu fæði sem verð
ur til þess að það raðar sér ofarlega á
lista? Svarið er lifur.
Mary skoðaði einnig matar
æði inúíta, sem þurfa að neyta fjöl
breyttrar næringar á afskekktu
svæði. Fjölbreytileiki næringar
þeirra reyndist vera í innmat.
Mataræði inúíta reyndist inni
halda mikið af innmat. Selshjörtu,
hreindýraheili og augu og magar úr
hinum ýmsu dýrum voru á matseðl
inum.
Annað sem einkenndi mataræði
inúíta var að þeir eru ekki svo hrifnir
af steikum. Kjöt vöðva álíta þeir ekki
jafn næringarríkt og innyflin og nota
það fremur í dýrafóður, samkvæmt
athugunum Mary Roach.
Allt nýtt úr skepnunni
Hjá inúítum er allt nýtt af skepn
unni, jafnvel lungu og heili sem við
Íslendingar borðum lítið af. Aðrar
þjóðir eru hrifnari af innmat.
Sláturmatur er verðmætur og í
miklum metum í SuðausturAsíu.
Þar eru heili, hjörtu, nýru, lifur,
lungu, miltu, tungur, nautabris og
svínaleg, garnir og vambir úr kind
um og nautgripum, eistu og hóstar
kirtlar úr kindum og svínum nýtt
til manneldis. Á Filippseyjum tíðk
ast að borða hjörtu. Í Rússlandi og
Egyptalandi er mikið borðað af lif
ur. Í Mexíkó tíðkast að borða heila
og varir og Bretar og Nýsjálendingar
eru sólgnir í innmat.
Rándýrafæði
„Nýting á innmat til manneldis á Ís
landi hefur farið minnkandi og er nú
að mestu bundin við lifur og hjörtu.
Notkun á nýrum er hverfandi og
nýting á blóði og mör tengist nær
eingöngu sláturgerð,“ segir Ólafur
Reykdal, verkefnisstjóri hjá Matís,
um notkun Íslendinga.
Næringarinnihald innmatar ætti
að höfða mjög til þeirra sem er um
hugað um heilsuna. Sneið úr lunga
úr nauti inniheldur til dæmis 50
prósentum meira af Cvítamíni en
tangerína. Þetta kemur mörgum á
óvart og vert að skoða næringarinni
haldið aðeins betur.
Hið sama á við um önnur nær
ingarefni á borð við fosfór, magnesí
um, potassíum, járn, sink, kopar, A
vítamín, D og Evítamín, þíamín,
ríbóflavín, bíotín, fólínsýru og B6
vítamín. Í lifur er hærra næringar
innhald þessara næringarefna en í
flestum öðrum fæðutegundum.
Í dýralífi náttúrunnar sést vel
hvað rándýr kjósa helst. Þau ráðast
fyrst á lifur og maga.
Svo hvers vegna eru ekki allir að
borða innmat?
„Ætli það sé ekki bragðið?“ segir
Ólafur en bendir einnig á hátt A
vítamín hlutfall í lifur. „Lömb
in ganga í úthaga og í fjalllendi yfir
vaxtartímann. Þannig að við þurfum
ekki að hafa áhyggjur af þessum líf
rænu mengunarefnum. Það er samt
ástæða til þess að benda á að eitt
næringarefni, Avítamín, getur verið
í dálítið miklu magni í lifur og sér
staklega eldri dýra.“
Hvað gerist ef neytt er of mikils
magns af A-vítamíni?
Á vef Landlæknis eru tekin
saman áhrif ofneyslu á Avítamíni:
Of mikil neysla á Avítamíni
á formi retínóls, retínólsýru eða
annarra retínóíða er óæskileg, eink
um er hún varhugaverð á meðgöngu
þar sem stórir skammtar geta valdið
fósturskaða. Barnshafandi konum
er eindregið ráðið frá því að taka
meira en 3.000 µg (míkrógrömm) af
retínóli á dag sem fæðubótarefni og
jafnvel er talin ástæða til að vara við
of mikilli neyslu á mjög Avítamín
ríkum fæðutegundum, eins og lifur,
á meðgöngu.
Auk fósturskaða geta stórir
skammtar af retínóli haft neikvæð
áhrif á blóðfitu, leitt til lifrarskaða og
haft áhrif á bein þannig að af hljótist
beinþynning. Ýmis óþægindi geta
einnig fylgt stórum skömmtum af
Avítamíni, eins og ógleði og höfuð
verkur.
Efri mörk neyslu á Avítamíni
hjá fullorðnum eru 3.000 µg á dag,
en mörkin eru lægri hjá börnum.
Þar sem þessi efri mörk taka e.t.v.
ekki nægilegt tillit til hugsanlegrar
hættu á beinbrotum hjá viðkvæm
um hópum er konum eftir tíðahvörf,
en þeim er hættara við beinþynn
ingu og beinbrotum, ráðlagt að tak
marka neyslu sína á Avítamíni við
1.500 µg/dag. Í hundrað grömmum
af lifur eru samkvæmt Matís 17.000
µg. Það er í lagi að neyta slíkrar fæðu
af og til en varla gott að hafa lifur á
matseðlinum oft í viku. n
LIFUR
Ofurfæðan:
Lifur
n 100 grömm af lifur:
C-vítamín innihald:
n 100 grömm epli 7,0 g
n 100 grömm gulrætur 6,0 g
n 100 grömm rautt kjöt 0 g
n 100 grömm lifur 27,0 g
B-12 innihald:
n 100 grömm epli 0 g
n 100 grömm gulrætur 0 g
n 100 grömm rautt kjöt 1,84 µg
n 100 grömm lifur 111,3 µg
Innmatur vinsæll Bretar og
Nýsjálendingar eru hrifnir af innmat.
Mataræði uppvakninga Nýjasta heilsu-
æðið felst í því að skilgreina innmat sem
ofurfæðu vegna hás næringarinnihalds.
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
„Nýting á innmat til
manneldis á Íslandi
hefur farið minnkandi.
Innmatur í sælkerabúningi:
Matreiðslu-
hugmyndir
Lifur og innmat má matreiða á
ýmsa vegu. Gott húsráð er að láta
lifur liggja í sítrónusafa til að ná
bitru bragðinu úr. Þá er ráð að
ofelda ekki lifur, hún verður beisk
ari við það.
Lambalifur með
viskírjómasósu
Uppskrift: Matreiðsluvefur the
Guardian, guardian.com
Marokkó-kjötbollur úr
lambahakki og lifur
Uppskrift: levanacooks.com
Lambalifur með
steiktum lauk
Uppskrift: waitrose.com
Lifur með balsamikediki
og sesamfræjum
Uppskrift: belleaukitchen.com
Steikt lifur
Uppskrift: culinaryartwordpress.
com
Hryllingsmyndir
skipta litlu máli
Hryllingsmyndir á sígarettupökk
um af ljótum tönnum eða svört
um lungum virðast ekki hafa þau
forvarnaráhrif sem til var ætlast.
Þetta er að minnsta kosti raunin í
Bretlandi, en könnun meðal ungra
reykingamanna, þar á meðal
barna, leiðir í ljós að þau kippa sér
lítið upp við myndirnar. Könnunin
var gerð meðal 2.800 ungmenna
á aldrinum 11 til 16 ára. Af þeim
reyktu 10 prósent að staðaldri.
Niðurstöðurnar voru á þá leið að
myndirnar skipta ungu reykinga
mennina engu máli þegar þeir
ákveða að fá sér sígarettu.