Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Blaðsíða 23
Dramatískir auðjöfrar Á föstudaginn verður ný mynd eftir Woody Allen frumsýnd hér á landi í Smárabíói og Háskólabíói. Myndin heitir Blue Jasmine og skartar Cate Blanchett í aðalhlutverki. Hún hef- ur fengið mikið lof fyrir túlkun sína á yfirstéttarfrú í New York sem lifir áhyggjulausu forréttindalífi á Man- hattan meðal hinna ofurríku. Þegar vellauðugur eiginmaður hennar, sem Alec Baldwin leikur, ákveður að skilja við hana hrynur líf hennar til grunna og hún þarf að fóta sig á ný á eigin forsendum. Auk Cate Blanchett og Alec Bald- win leika Peter Sarsgaard, Bobby Cannavale og Andrew Dice Clay í myndinni. Menning 23Miðvikudagur 11. september 2013 Joyland Höfundur: Stephen King Útgefandi: Hard Case Crime Lengd: 283 bls. Bækur Símon Birgisson simonb@dv.is Eldfimt þjóðfélagsástand Maður að mínu skapi Höfundur: Bragi Ólafsson Leikstjóri: Stefán Jónsson Dramatúrg: Stefán Hallur Stefánsson Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Leikarar: Eggert Þorleifsson, Kristbjörg Kjeld, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Þorleifur Einarsson, Þorsteinn Bachmann Frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins laugardaginn 14. sept. Leynist ófreskja undir rúminu? n Meistari hrollvekjunnar kann ennþá að hræða S purningin „hvað ef“ er megin- stefið í öllum hrollvekju- og furðubókmenntum. Hvað ef húsið á hæðinni er reimt? Hvað ef geimverur eru til? Spurningar sem þessar eru megin- stefið í bókum Stephen King – kon- ungs hrollvekjunnar. Nema í bókum Stephen King er spurningin yfirleitt ekki hvort það sé ófreskja í leyni undir rúminu – heldur frekar hvort ófreskjan undir rúminu sé raunveruleg. Skrifar til að hræða Joyland eða Gleðiland er nýjasta bók Stephen King. Þessi mest seldi höf- undur allra tíma slær ekki slöku við. Ekki er langt síðan hann sendi frá sér tímaflakksskáldssögu um morðið á John F. Kennedy og doðranturinn Under the Dome öðlaðist framhalds- líf sem vinsælasta sjónvarpsþáttasería í Bandaríkjunum í sumar. Stephen King kann að glíma við ýmiss konar vandamál (hann er til dæmis fyrrverandi amfetamínfíkill og hefur ekki sagst muna eftir að hafa skrifað nokkra bóka sinna á sín- um yngri árum) en hann glímir svo sannarlega ekki við ritstíflu. Bókin Joyland er hins vegar í styttri kantinum (allt undir 500 síðum telst smásaga í skáldsagnaheimi Stephen King). Bókarkápan er með þeim flottari á árinu, stúlka í grænum kjól horfir skelfingu lostin í augu lesand- ans. Í bakgrunni ljósadýrð skemmti- garðsins. Þetta er „Hard Case“-krimmi – reyfari af gamla skólanum – skrifaður til að hræða og skemmta. Ófreskjan í manninum Fáir standast kónginum snúning þegar kemur að stórum sögum um stóra viðburði. Sannir Stephen King- aðdáendur nefna yfirleitt The Stand sem sína uppáhaldsbók. Yfir þúsund síðna heimsendasaga um vírus sem verður nánast allri heimsbyggðinni að aldurtila. En margir líta fram hjá smásögum Stephen King (sem í til- felli annarra höfunda væru nú bara ágætlega langar skáldsögur). Það er í smásögunum þar sem Stephen King læsir ófreskjurnar í skápnum og ein- blínir frekar á ófreskjuna sem býr inni í manninum sjálfum. Sögurnar The Shawsank Redemption, Apt Pubil, The Langoliers (Furðuflug) og Stand by Me eru dæmi um slíkar novelettur. Draugahúsið reimt Hið yfirnáttúrulega er þó alltaf skammt undan. Í Joyland kynnumst við klassískum Stephen King-persón- um (það er ekki alvöru Stephen King bók nema lítill drengur með skyggn- igáfu sé hluti af persónugalleríinu). Bókin fjallar um unglingspilt í ástar- sorg sem fær sumarvinnu í skemmti- garði. Drengurinn þarf að takast á við sjálfan sig, þetta er þroskasaga full af fortíðarþrá og tilfinningum sem allir þekkja. En þetta er líka hrollvekja, sá skuggi hvílir yfir skemmtigarðinum að ung stúlka hafði verið drepin í drauga- húsinu af raðmorðingja. Og auðvitað er stóra spurningin hvort draugahúsið sé í alvörunni reimt? Stephen King er hér upp á sitt besta. Joyland er falleg bók, full af til- finningum, gleði og sorg. Sársauki og ofurdramatík unglingsáranna breytist ekkert með tímanum (ætli unglingar í dag láti ekki enn Jim Morrisson syngja sig í svefn). Og undir yfirborðinu reyn- ist einföld glæpasaga – aðeins rétt- lætið getur frelsað drauga fortíðar. Joyland er bók sem þú leggur ekki frá þér fyrr en að lestri loknum. Mín helsta gagnrýni á bókina er sú sama og á allar hinar Stephen King-bækurnar sem hafa stytt mér stundir í gegnum árin. Hún er hreinlega ekki nógu löng. Joyland Nýjasta skáldsaga Stephen King er þroskasaga ungs drengs. Stephen King Meistari hrollvekjunnar Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.