Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Blaðsíða 18
18 Sport 11. september 2013 Miðvikudagur Tvö prósent vilja ekki Messi Í könnun sem gerð var á með­ al stuðningsmanna Barcelona kom fram að tvö prósent stuðn­ ingsmanna vildu ekki sjá Lionel Messi, besta knattspyrnumann heims, í liðinu. Þetta segir for­ seti Barcelona, Sandro Rosell, en könnunin var gerð fyrir skemmstu. Messi, sem af mörgum er talinn besti knattspyrnumaður sögunnar, hefur á ferli sínum með Barcelona skorað 318 mörk í 383 leikjum, þar af 138 mörk í síðustu 114 leikjum. „Ég væri alveg til í að kynnast þessum tveimur prósent­ um,“ sagði Rosell um niðurstöð­ ur könnunarinnar en ekki kemur fram hversu stórt úrtakið var. Nani sáttur með nýjan samning Portúgalinn Nani hjá Englands­ meisturum Manchester United er staðráðinn í að sanna sig eftir að hafa skrifað undir nýjan fimm ára samning á dögunum. Margt benti til þess í sumar að Nani yrði seldur frá United en óstöðugleiki hefur einkennt spilamennsku hans hjá United undanfarin ár. „Ég er mjög ánægður að þetta sé loksins komið á hreint. Það er erfitt þegar framtíð manns er í lausu lofti en nú get ég einbeitt mér hundrað prósent að því að vera leikmaður Manchester United,“ segir Nani. Stuðnings- menn ætla að mótmæla Stuðningsmenn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni ætla að mótmæla slökum árangri félagsins á leik­ mannamarkaðnum í sumar fyrir heimaleik liðsins gegn Liverpool þann 19. október næstkomandi. Eini leikmaðurinn sem gekk í raðir Newcastle í sumar var Loic Remy sem kom á lánssamningi frá QPR. Stuðningsmenn Newcastle hafa áhyggjur af gengi félagsins en liðið var nálægt því að falla í fyrra. Þá hefur spilamennska liðsins í fyrstu leikjum ensku úrvalsdeildarinnar ekki þótt lofa sérstaklega góðu. Newcastle er með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Staðan í riðlinum Leikir Markatala Stig Sviss 8 14 5 18 Ísland 8 14 14 13 Slóvenía 8 11 10 12 Noregur 8 9 9 11 Albanía 8 8 9 10 Kýpur 8 4 13 4 Leikir sem eru eftir n 11. okt. Slóvenía – Noregur n 11. okt. Albanía – Sviss n 11. okt. Ísland – Kýpur n 15. okt. Noregur – Ísland n 15. okt. Sviss – Slóvenía n 15. okt. Kýpur – Albanía Í sland á fína möguleika á að kom­ ast í umspil um sæti á lokakeppni HM í Brasilíu næsta sumar eftir frábæran sigur á Albönum, 2–1, í E­riðli undankeppninn­ ar á þriðjudagskvöld. Íslenska liðið lék vel í leiknum og var feikilega vel stutt af 9.768 áhorfendum sem fylltu Laugardalsvöll og létu grenj­ andi rigningu ekkert á sig fá. Sigur­ inn þýðir að Ísland er nú í 2. sæti rið­ ilsins með 13 stig. Ísland á tvo leiki eftir í undankeppninni, gegn Kýpur á heimavelli þann 11. október og svo gegn Noregi á útivelli þann 15. október. Ef Ísland vinnur þá leiki er 2. sætið tryggt. Erfið byrjun Mikil eftirvænting var fyrir leikinn gegn Albönum enda líklega mikil­ vægasti leikur sem íslenska karla­ landsliðið hefur leikið til þessa. Ís­ lenska liðið byrjaði ágætlega og strax á 5. mínútu átti Gylfi Þór Sigurðs­ son frábært skot sem markvörður Albana, Etrit Berisha, varði vel. Að­ eins fjórum mínútum síðar komust Albanir yfir þegar Valdet Rama skor­ aði með skoti frá vítateigslínunni eft­ ir hraða sókn. Ísland hafði rétt áður verið í álitlegri sókn en misheppnuð sending frá Birki Bjarnasyni varð til þess að Albanir keyrðu hratt á ís­ lensku vörnina og náðu að komast yfir. Íslenska liðið var ekki lengi að jafna sig. Á 14. mínútu átti Jó­ hann Berg Guðmundsson, hetja Ís­ lands í leiknum gegn Sviss, frábæra sendingu á Birki Má Sævarsson, hægri bakvörð Íslands, sem keyrði upp að endamörkum. Birkir átti ágæta sendingu fyrir markið og lak boltinn til Birkis Bjarnasonar við fjærstöng sem skilaði honum upp í þaknetið, 1–1. Leikurinn róaðist nokkuð eftir jöfnunarmark Íslands en Íslendingar áttu þó álitlegri sóknir í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 1–1. Ánægðir áhorfendur Íslenska liðið kom inn í seinni hálf­ leikinn af krafti og tókst að komast yfir strax á 47. mínútu. Birkir Már Sævarsson átti frábæran sprett upp hægri vænginn og náði að koma boltanum fyrir markið. Kolbeinn Sigþórsson tók klókt hlaup að nær­ stönginni og kláraði með hælspyrnu í fjærhornið. Virkilega vel að verki staðið hjá Kolbeini sem nú hefur skorað 11 mörk í 17 landsleikjum. Albanir sóttu í sig veðrið þegar líða tók á síðari hálfleikinn og juku pressuna. Sóknarmenn Albana áttu hins vegar erfitt með að skapa sér færi gegn gríðarlega vinnusömu ís­ lensku liði sem pressaði stíft. Ís­ lendingar áttu á köflum erfitt með að halda boltanum en tókst þó að skapa sér nokkur ágæt færi. Stuðn­ ingsmenn íslenska liðsins – og leik­ menn að sjálfsögðu – voru gríðar­ lega ánægðir þegar Andre Marriner, ágætur dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Íslenska liðið var vel að sigrin­ um komið og var það frábær barátta, öflug liðsheild, magnaður stuðn­ ingur áhorfenda og að sjálfsögðu góð spilamennska úti á vellinum sem skapaði sigurinn. Liðið sýndi enn og aftur góðan karakter og gafst ekki upp þó liðið hefði lent undir. Gylfi Þór Sigurðsson var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Íslands í leiknum, en allir leikmenn liðsins áttu góðan leik. n Draumurinn lifir n Frábær sigur Íslands á Albaníu n Gylfi Þór Sigurðsson maður leiksins Einkunnir leikmanna íslenska liðsins 7,5 Hannes Þór Halldórsson Í raun reyndi lítið á Hannes í leiknum en hann gerði vel það sem hann gerði og var öruggur í sínum aðgerðum. Ekki hægt að kenna honum um þegar Albanir komust yfir. 8 Birkir Már Sævars- son Birkir Már gaf sig allan í leikinn og tók virkan þátt í sóknarleikn- um. Líklega hans besti landsleikur til þessa. Lagði upp tvö mörk en hefði átt að mæta Valdet Rama betur þegar hann kom Albönum yfir. 7,5 Kári Árnason Kári var öruggur í vörninni og gerði hlutina á einfaldan hátt. Fumlaus frammistaða hjá Kára sem lokaði vel á albönsku sóknarmennina. 7,5 Ragnar Sigurðsson Líkt og Kári var Ragnar öryggið uppmálað og er líklega besti miðvörður Íslands í dag. Skilaði boltanum vel frá sér sem er góður kostur hjá miðverði. 7 Ari Freyr Skúlason Var frískur að vanda og tók, líkt og Birkir Már, virkan þátt í sóknarleiknum. Hefur stundum átt erfitt uppdráttar varnarlega en var í litlum vandræðum með Albana. 7 Jóhann Berg Guðmundsson Það var við miklu að búast eftir frábæran leik Jóhanns gegn Sviss. Týndist á köflum í leiknum og var lakastur af annars frábærum sóknarmönnum íslenska liðsins. Átti þó fína spretti og átti sendinguna á Birki í fyrsta markinu. 7,5 Aron Einar Gunnarsson Fyrirliðinn var þindarlaus og vann margar mikilvægar tæklingar. Þó hann sé ekki alltaf mjög áberandi vinnur hann mikilvægt starf á miðjunni. Virkaði samt stundum óöruggur á boltanum. 9 Gylfi Þór Sigurðsson Gylfi stýrði sóknaraðgerðum Íslands eins og herforingi, klikkaði varla á sendingu og lék sér að leikmönnum Al- bana á köflum. Var lygilega vinnusamur og stöðvaði margar sóknir Albana í fæðingu. Gylfi átti stórleik. 8 Birkir Bjarnason Birkir er mikilvægur hlekkur í íslenska liðinu og var duglegur, bæði varnar- og sóknarlega. Hefur oft verið meira áberandi og skapað meira en skilaði sínu og vel það. 7,5 Eiður Smári Guðjohnsen Eiður byrjaði leikinn vel þó aðeins hafi dregið af honum í seinni hálfleik. Hann og Gylfi náðu vel saman og það skapaðist jafnan hætta þegar Eiður fékk boltann. Eiður virðist langt því frá vera búinn að syngja sitt síðasta. 8 Kolbeinn Sigþórsson Var stundum dálítið einmana en vann vel og skapaði usla í albönsku vörninni. Skoraði heimsklassamark enda framherji í heimsklassa. Tapaði varla skallaeinvígi í leiknum. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Ótrúleg stemning Áhorfendur sem fylltu Laugardalsvöll eiga sinn þátt í sigrinum. 9.768 áhorfendur fylltu völlinn. Magnaður sigur Íslenska liðið getur verið stolt af sinni frammistöðu gegn Albönum. Allir leikmenn liðsins áttu góðan leik en Gylfi var í sérflokki. MyndiR SiGtRyGGuR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.