Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Page 8
Pistill Selmu breytti sam fé laginu n Freyja Haraldsdóttir er þakklát þeim sem rjúfa þögnina É g er ykkur báðum óendan­ lega þakklát því ég veit hversu mikil vægt það er að öðlast góðar fyrirmyndir,“ skrifar Freyja Haraldsdóttir, varaþing­ maður Bjartrar framtíðar, í pistli á bloggsíðu. Þar beinir hún orð­ um sínum til Selmu Bjarkar Her­ mannsdóttur, ungrar stúlku sem skrifaði á bleikt.is áhrifamikinn pistil um helgina. Þar fjallaði hún um einelti sem hún hefur orðið fyr­ ir á lífsleiðinni vegna þess að hún fæddist með skarð í vör. Selma hefur hlotið mikið lof fyr­ ir hugrekki sitt. Í kjölfarið steig önn­ ur ung stúlka, Bjarndís Sara Anbari, fram og sagði frá reynslu sinni. Hún fæddist einnig með skarð í vör auk „cerebral palsy“, sem er tegund hreyfihömlunar. Freyja hrósar þessum ungu stúlkum fyrir hug­ rekki þeirra. Í pistlinum rifjar Freyja upp hvernig lífið var fyrir hana þegar hún var að alast upp með fötlun sinni. „Þegar ég var í 9. bekk langaði mig nánast aldrei í skólann. Ég kveið fyrir árshátíðum, ég þoldi ekki að finna mér föt og ég hataði líkamann sem ég horfði á í spegl­ inum. Mig langaði helst af öllu að geta klætt mig í svartan ruslapoka svo engin sæi hvernig ég liti út eða einfaldlega fá að vera bara heima.“ Freyja segir það hafa verið erfitt að horfa á sjónvarpið og sjá aldrei aðra konu eins og sig. Hún hafi síð­ ar á lífsleiðinni kynnst konum sem eru fyrirmyndir hennar. „Og ég þakka það þessum kon­ um sem að mörgu leyti björguðu mínu lífi. Þær höfnuðu þessu „eðli­ lega“, rufu þögnina og ögruðu hatr­ inu með hugrekki, stolti og ást, ná­ kvæmlega eins og þú varst að gera með því að stíga fram og segja söguna þína.“ n OR fékk ekki greitt fyrir Magma-bréfið n Stjórnarmaður í OR hefur áhyggjur af að ekki hafi verið greitt fyrir bréfið O rkuveita Reykjavíkur fékk ekki greidda þá rúma fimm milljarða króna sem stofnunin átti að fá sem fyrstu greiðslu fyrir skulda­ bréf kanadíska fyrirtækisins Magma sem er í eigu Ross Beaty. Skulda­ bréfið er með veði í tæplega fjórð­ ungshlut Magma í HS Orku. Þetta herma heimildir DV. Á sínum tíma seldi Orkuveitan tæplega 30 pró­ senta hlut í HS Orku til Magma með seljendaláni en sökum lækkandi ál­ verðs í heiminum hefur fjárfestingin ekki borgað sig. Orkuveitan er fjár­ þurfi og þarf að bæta lausafjárstöðu sína – þetta var hluti af tilganginum með sölunni á skuldabréfinu – og skiptir dráttur á viðskiptunum því máli fyrir stofnunina. Í júlí síðastliðnum ákvað stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, og síðar borgarráð Reykjavíkur, að selja skuldabréfið til verðbréfafyrirtækis­ ins Landsbréfa sem er í eigu Lands­ bankans og kvað kauptilboðið á um að þann 30. ágúst 2013 greiddust 5.160 milljónir króna fyrir skulda­ bréfið. Afgangurinn átti að greiðast í desember 2016, samtals 3.440 millj­ ónir króna. Landsbréf áttu þá eft­ ir að setja saman fjárfestahóp til að kaupa bréfið. Þessu átti hins vegar að vera lokið þann 30. ágúst. Ákvæði um frest Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykja­ víkur – sem ekki vill láta nafns síns getið – sem DV ræddi við segir að um mánaðamótin síðustu hafi ekki ver­ ið búið að greiða fyrstu afborgun­ ina fyrir skuldabréfið. Stjórnarmað­ urinn segist hafa vissar áhyggjur af sölunni á bréfinu en segir jafnframt að í samningum um söluna hafi verið fyrirvari um mögulegan frest á fyrstu afborgun. „Menn vonast eftir því að þetta fari að detta inn,“ segir stjórnarmaðurinn. Í svari Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur, við fyrirspurn DV um málið kemur fram að Landsbréf hafi óskað eftir mánaðarfresti til að rifta fyrirvara í kaupsamningi. „Kaup­ andi óskaði frests til að aflétta fyrir­ vara og var veittur mánaðarfrestur.“ DV óskaði eftir upplýsingum um hvers eðlis þessi fyrirvari væri en fékk ekki svar við þeirri spurningu. Boltinn er í raun hjá Landsbréf­ um sem kaupanda skuldabréfsins fyrir hönd fjárfesta sem ekki eru kunnir þó líklegt sé að lífeyrissjóðir séu þar á meðal. Stjórnarmaðurinn segir að ekki hafi hins vegar borist erindi til stjórnar Orkuveitunnar þess efnis að Landsbréf ætli að falla frá kauptilboðinu enda væri slíkt samningsbrot. Ákveðin nauðungarsala DV greindi ítarlega frá viðskiptun­ um í júlí síðastliðnum og byggði umfjöllunin á gögnum frá Orku­ veitu Reykjavíkur, sem Bjarni Bjarnason forstjóri var skrifaður fyrir. Í yfirliti yfir neikvæð áhrif þess að selja skuldabréfið sagði meðal annars um tilboð Landsbréfa í skuldabréfið, en verðbréfafyrir­ tækið átti tvö tilboð í bréfið: „Til­ boðin eru undir bókfærðu virði OR og taka hvors þeirra myndi hafa í för með sér gjaldfærslu. Hafa ber í huga að búið er að færa hækkun í bókum OR um ca. 600 mkr. frá upphafi.“ Í gögnunum kom fram að selja þyrfti bréfið til að laga eig­ infjárstöðu OR en stofnunin hefur selt margar eignir síðastliðin ár, til dæmis Orkuveituhúsið sjálft. Þá kom einnig fram að Bjarni hefði áhyggjur af því að Magma myndi einfaldlega hætta að greiða vexti af skuldabréfinu, en afborgan­ ir af seljendaláninu sjálfu eru ekki fyrr en á gjalddaga bréfsins árið 2016 enda er um kúlulán að ræða. Miðað við þessi tíðindi þá er enn ekki búið að greiða fyrir skuldabréf­ ið, jafnvel þó búið séð að undirrita samninga um kaupin. Ekki náðist í Sigþór Jónsson, framkvæmdastjóra Landsbréfa, til að spyrja hann um kauptilboðið og dráttinn á fyrri greiðslunni fyrir skuldabréfið. n Dráttur á sölu Magma-bréfsins Orkuveitan fékk ekki þá fimm milljarða fyrir Magma-skuldabréfið sem stofn- unin átti að fá þann 30. ágúst. MynD: DV eHF / Sigtryggur Ari Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Gáfu gamlan strætisvagn Reynir Jónsson, framkvæmda­ stjóri Strætó bs., afhenti Flug­ björgunarsveitinni gamlan strætisvagn að gjöf á föstudaginn. Strætó bs. tók tólf nýja vagna í notkun í ágúst og því losnaði um eldri vagna og nýtur nú Flugbjörg­ unarsveitin góðs af. Það var Baldur Ingi Halldórs­ son, bílaflokksformaður hjá Flug­ björgunarsveitinni, sem tók á móti vagninum. Fyrirhugað er að gefa einnig vagna til slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Bruna­ varna Árnessýslu. Baldur Ingi segir í tilkynningu að vagninn sem Flugbjörgunar­ sveitin fékk að gjöf verði meðal annars nýttur við nýliðaþjálfun og æfingar. „Þá nýtist vagninn einnig sem bækistöð og móttökustað­ ur fyrir sjúklinga og björgunarfólk í stórum aðgerðum. Hann mun því nýtast okkur mjög vel og þessi gjöf einfaldar mér lífið sem bíla­ flokksformaður.“ Sem fyrr segir losnaði um gamla vagna eftir að Strætó bs. keypti nýja. Reynir segir að einhverjum þeirra verði fargað en segir að það sé gott að geta gef­ ið vagna til þeirra sem vinna jafn óeigingjarnt starf og björgunar­ sveitir og slökkvilið gera. Sex milljónir til Sýrlands Utanríkisráðherra hefur veitt sex milljóna króna framlag til Flótta­ mannastofnunar Sameinuðu þjóðanna vegna flóttamanna­ ástands í Sýrlandi og nágaranna­ löndum. Fram kemur í tilkynn­ ingu að tæpar tvær milljónir landsmanna hafi hrakist á brott frá Sýrlandi og talið sé að ríflega millj­ ón börn séu þar á meðal. Viðtöku­ löndin eigi í erfiðleikum með að sinna þessum mikla fjölda flótta­ fólks og sífellt berist nýjar beiðnir frá alþjóðastofnunum sem þurfi sárlega á stuðningi að halda. Á árunum 2012 og 2013 hefur Ísland veitt 45 milljónum króna til hjálparstarfs vegna neyðar­ ástandsins í Sýrlandi að ógleymd­ um þeim sex milljónum sem nú eru veittar. Keyrði á mann og ók á brott Á ellefta tímanum á mánudags­ kvöld gekk vegfarandi inn á lög­ reglustöðina á Grensásvegi og tilkynnti að ekið hefði verið á hann á bifreiðaplani við Laugar­ ásbíó. Lögreglan á höfuðborgar­ svæðinu segir manninn ekki hafa meiðst mikið þegar ekið var á hann. Nokkru seinna kom á lögreglustöðina á Akranesi öku­ maður og tilkynnti að hann hefði ekið á gangandi vegfaranda í Reykjavík. Hann varð svo skelk­ aður vegna viðbragða þess sem hann ók á að hann forðaði sér af vettvangi og stoppaði ekki fyrr en á Akranesi. Lögreglan segir, í dagbókaruppfærslu, að málið fá venjubundna afgreiðslu. Þakklát Freyja Haraldsdóttir þakkar Selmu og Bjarndísi fyrir að stíga fram og segja sögu sína. MynD Sigtryggur Ari 8 Fréttir 11. september 2013 Miðvikudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.