Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Page 27
Fólk 27Miðvikudagur 11. september 2013 Gerir upp baráttu við þunglyndi og kvíða S tarfið leggst mjög vel í mig og ég hlakka til að takast á við verkefnin fram undan með nýrri stjórn og góðum hópi fólks,“ segir Magnús Júlíus- son, nýkjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Magnús var kosinn formaður á 42. sambandsþingi SUS sem fram fór í Borgarnesi um helgina og hlaut hann afbragðs kosningu, eða 94% greiddra atkvæða. Davíð Þorláksson, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en Magnús segist ekki gera ráð fyrir miklum áherslu- breytingum hjá sambandinu. „Starfið snýst að ákveðnu leyti um að veita flokknum, þingmönnum og ráðherrum aðhald og þar mun ekki vera nein breyting á. Síðan er það bara að halda úti öflugu málefna- starfi og koma hugsjónum flokksins á framfæri.“ Engin vandræðaleg matarboð Ekki er ólíklegt að Magnús þurfi að veita sjálfum tengdaföður sínum að- hald í vetur því kærasta Magnúsar er Margrét Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir það segist Magnús ekki búast við vandræðalegum matar- boðum í komandi framtíð. „Við erum báðir menn sem getum tekið málefnalegri gagnrýni þannig að ég á ekki von á því. Þrátt fyrir að hann sé tengdur mér og ég honum þá er hann er nú alveg mað- ur í það að taka málefnalegri gagn- rýni og ef svo væri ekki hefði ég nú væntanlega ekki gefið kost á mér í þetta.“ Vill forðast lófa Framsóknarflokksins Aðspurður segir Magnús að sér lítist ágætlega á störf ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks það sem af er. „Það er náttúrlega búið að stíga ákveðin skref í því að lækka skatta, sem er mjög jákvætt, og þó það hafi kannski ekkert rosalega mikið verið gert á síðasta þingi þá held ég að haustþingið verði spennandi. Ég vona bara að það verði ekki farið of mikið inn í lófa Framsóknarflokksins, því hann er ekki alveg hliðhollur hugsun- um Sjálfstæðisflokksins, en það verður örugglega eitthvað um það svo við þurfum að standa okkur í stykkinu hérna í ungliðahreyf- ingunni.“ Lýkur meistaranámi Magnús hefur verið búsettur í Sví- þjóð undanfarin ár þar sem hann stundar meistaranám við Konung- lega tækniháskólann í Stokkhólmi. „Ég er að klára meistaranám í vélaverkfræði, nánar tiltekið sjálf- bærum orkuvísindum, þannig að það er næst á dagskrá að klára nám- ið og fara svo að gera eitthvað af viti.“ Magnús er ánægður með nám- ið og segir Stokkhólm góða borg fyrir námsmenn, þrátt fyrir að vera í dýrara lagi. Hann hefur þó ver- ið búsettur hérlendis frá áramótum og unnið að mastersverkefni tengdu sjávarútvegi. Ætlar ekki í pólitík í náinni framtíð „Eins og staðan er núna, og það kann kannski að koma á óvart, þá er ég ekki á leiðinni í pólitík,“ segir Magnús, spurður um hvað framtíðin beri í skauti sér. „Ég hallast að því að menn þurfi að hafa einhverja reynslu af alvöru málum áður en þeir snúa á þing, þó það sé auðvitað ágætt að hafa sem flesta hópa samfélagsins þarna inni þá er það mín skoðun. Ef maður hefur ekki af miklu að miðla þá veit ég ekki alveg hvað ég ætti að vera að gera þarna.“ En ef ekki pólitík, hvað þá? „Ég ætla að byggja upp starfsferil sem verkfræðingur svo það er það sem er næst á dagskrá hjá mér.“ n n Tengdasonur Bjarna Ben kjörinn formaður SUS n Taka málefnalegri gagnrýni n Nýtt lag frá Mamiko Dís Ragnarsdóttur L agið er um það að gefast aldrei upp á draumum sínum og trúa því að maður geti flogið þrátt fyr- ir alla erfiðleika,“ segir Mamiko Dís Ragnarsdóttir um nýtt lag og myndband sem hún sendi frá sér fyrir nokkrum dögum. Lagið heitir Itsiko og er fyrsta ís- lenska j-pop lagið að sögn Mamiko, en j-pop stendur fyrir japanska popptón- list. Í laginu syngur Mamiko Dís á japönsku, texta eftir séra Toshiko Toma. Mamiko Dís greindist með As- berger-heilkenni fyrir rúmu ári og líf hennar hefur tekið miklum breyting- um eftir greininguna. Áður en hún var greind var hún illa haldin af þung- lyndi og kvíða. Á hana sóttu sjálfsvígs- hugsanir og daglega þurfti hún að taka geðlyf til þess að komast af. „Ég þarf ekki lengur geðlyf því ástand mitt og takmörk eru viðurkennd. Ég þarf ekki að skammast mín og fela þau lengur,“ sagði hún í viðtali við DV. Í nýútkomnu lagi gerir hún upp baráttu sína. „Í mínu tilfelli baráttuna við kvíða, þunglyndi og að læra að taka sjálfa mig í sátt.“ Myndbandið er hið glæsilegasta en Mamiko fékk styrk úr Tónskáldasjóði Rásar 2 til að gefa út lag sitt og naut að- stoðar kvikmyndaframleiðslufyrirtæk- isins Fenrir Films. „Núna er ég á fullu að vinna að 10 laga plötu byggðri á ljóðum Kristjáns Hreinssonar, en lög- in á þeirri plötu verða sungin bæði á íslensku og japönsku. Toshiki Toma sá um að þýða ljóðin yfir á japönsku.“ n kristjana@dv.is Matarboðin verða ekki vandræðaleg Dagur syngur Sigta Salta „Mikið sungið á mínu heimili,“ segir Dagur B. Eggertsson við Steinda Jr. á Facebook-síðu sinni um þær fregnir að út sé komin ný útgáfa lagsins Sigta Salta með honum og Ladda. Lagið fluttu félagarnir Laddi og Steindi Jr. í Hljómskálanum og vöktu heil- mikla lukku í fjörugu mynd- bandi. Borðar ís með rúgbrauðsmylsnu „Hef ekki verið mikið á Fésinu að undanförnu því við Jón Karl erum enn í tökuferðum um landið fyrir sælkeraþættina á Stöð 2 sem byrja 19. september. Stöð 2 rokkar!“ segir Valgerður Matthíasdóttir, betur þekkt sem Vala Matt, sem snýr aftur á sjónvarpskjáinn með matreiðsluþætti innan fárra daga. „Frekar fyndið fengum rúgbrauð eldað í hverunum við Mývatn og svo ótrúlega góðan heimagerðan ís með rúgbrauðsmylsnu og súkkulaði!“ Itsiko Lagið kallast Itsiko og er fyrsta íslenska j-pop lagið að sögn Mamiko. Skipuleggur tónleika Ragnheiður Guðfinna Guðna- dóttir situr ekki auðum höndum þessa dagana. Hún vinnur við að skipuleggja og undirbúa stórtón- leika sem munu fara fram í Hörpu sunnudaginn 15. september. Forvarna- og fræðslusjóðurinn Þú getur! var stofnaður 2008 og hefur að markmiði að styrkja þá sem átt hafa við andleg veikindi að stríða til náms. Sjálboðaliðar Þú getur! taka þátt í ýmsum að- gerðum sem draga úr fordómum í samfélaginu. Fjármögnun sjóðs- ins er í höndum bestu tónlistar- manna landsins sem koma fram í sjálfboðavinnu á árlegum styrktar- tónleikum. Högni í Hjaltalín, Ný Dönsk, Ari Eldjárn, Páll Óskar og Fjalla- bræður eru meðal glæsilegra tón- listarmanna sem munu koma fram. Verndari tónleikanna er Vigdís Finnbogadóttir. Bjarni Benediktsson Mun fá aðhald frá tengdasyninum. Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Magnús Júlíusson Magnús segist ekki stefna á pólitík á kom- andi árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.