Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 11. september 2013 Miðvikudagur
Vætutíð hafði lítil áhrif
n Margir Íslendingar héldu sig á landinu í sumar
U
m 36 þúsund Íslendingar
fóru til útlanda um Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar í ágúst,
lítið færri en í sama mánuði í
fyrra. Þetta kemur fram í tölum sem
Ferðamálastofa birti á dögunum.
Að því er fram kemur á vef Grein-
ingar Íslandsbanka er þetta þriðji
mánuðurinn í röð sem samdráttur á
sér stað í brottför Íslendinga á milli
ára, en í júlí nam hann átta pró-
sentum og í júní fimm prósentum.
„Þessi þróun kemur mjög á óvart,
enda skýtur hún skökku við það
óhagstæða tíðarfar sem var ríkj-
andi hér á landi í sumar, a.m.k. á
því landsvæði þar sem meginþorri
landsmanna er búsettur. Alla jafna
ætti ótíð heima fyrir að auka spurn
eftir ferðum til sólríkari staða. Er því
spurning hvort vætutíðin í sumar
muni endurspeglast í að fleiri Ís-
lendingar haldi erlendis nú á haust-
mánuðum en gerðu á sama tíma í
fyrra,“ segir í umfjöllun um málið á
vef Greiningar.
Þó að Íslendingar virðist halda
að sér höndum verður ekki það
sama sagt um útlendinga. Í ágúst
fóru 132 þúsund erlendir ferða-
menn frá landinu um Flugstöð
Leifs Eiríkssonar, eða 16.500 fleiri
en í sama mánuði í fyrra. Fjölg-
unin nemur 14,4 prósentum og er
þetta metfjöldi ferðamanna í einum
mánuði. Á vef Ferðamálastofu kem-
ur fram að ef litið sé til fjölda ferða-
manna í ágúst á því tólf ára tímabili,
frá 2002 til 2103, sem Ferðamála-
stofa hefur haldið úti talningum
megi sjá umtalsverða fjölgun ferða-
manna. Þannig hafi þeim fjölgað
um 82 þúsund á tímabilinu, farið úr
50 þúsundum árið 2002 í 132 þús-
und árið 2013. n einar@dv.is
Fann síma
og notaði
Héraðsdómur Norðurlands
eystra hefur dæmt ungan karl-
mann til að greiða 60 þúsunda
króna sekt til ríkissjóðs fyr-
ir ólögmæta meðferð fundins
fjár. Maðurinn var ákærður fyr-
ir að slá eign sinni á GSM-síma
af gerðinni Iphone 4S sem hann
fann í Hafnarstræti í miðbæ Ak-
ureyrar í lok maí á þessu ári. Tók
maðurinn símann til notkunar
sem sína eign.
Við ákvörðun refsingar var
tekið tillit til þess að hann hefur
ekki sætt refsingu áður, þá sé
hann ungur að árum og lýsti yfir
iðrun vegna gjörða sinna.
Stakk mann
í ölæði
Héraðsdómur Norðurlands
eystra hefur dæmt karlmann í
tólf mánaða fangelsi fyrir sér-
staklega hættulega líkamsárás á
Húsavík aðfaranótt 2. júní síð-
astliðinn. Var maðurinn ákærð-
ur fyrir að stinga annan mann í
síðuna og í upphandlegg.
Maðurinn bar fyrir dómi og
í skýrslutöku hjá lögreglu að
hann gæti lítt greint frá atvik-
um málsins vegna nær algjörs
minnisleysis vegna ölvunar.
Sagði hann þó að fórnarlambið
í málinu væri góður vinur hans
og þeim hefði ávallt komið vel
saman.
Dómurinn er óskilorðs-
bundinn en auk þess var
manninum gert að greiða fórn-
arlambi sínu rúmar 500 þúsund
krónur í skaðabætur og 760
þúsund krónur í sakarkostnað.
Ferðamenn Þó Íslendingar hafi haldið
sig mikið til heima í sumar streyma erlendir
ferðamenn til landsins sem aldrei fyrr.
Situr á 200 milljónum
n Einkaaðilar væna Þjónustumiðstöð bókasafna um spillta viðskiptahætti
S
jálfseignarstofnunin Þjón-
ustumiðstöð bókasafna situr
á eignum upp á rúmlega 200
milljónir króna sem fyrir-
tækið hefur safnað á síð-
ustu áratugum. Meðal þeirra eigna
er fasteign á Laugavegi sem hýsir
skrifstofu félagsins. Kennitala stofn-
unarinnar er frá árinu 1978 og sér-
hæfir hún sig í að selja ýmsar vörur,
meðal annars danskar bókahillur,
til bókasafna. Nánast engar skuldir
eru inni í stofnuninni á móti þessum
eignum. Stofnunin var upphaflega
stofnuð sem milliliður í viðskiptum
íslenskra bókasafna með ýmis
bókasafnsgögn.
Einkaaðilar deila á þá sem sjá um
innkaup fyrir bókasöfn fyrir viðskipti
þeirra við Þjónustumiðstöðina sem
alfarið er stýrt af bókasafnsfræðing-
um. „Okkur finnst spillingarlykt af
þessu,“ segir ónafngreindur stjórn-
andi hjá fyrirtæki sem meðal annars
selur bókahillur sem gerðar eru hér
á landi. Hann segir að fyrirtæki hans
sé hætt að gera tilboð í bókahillur og
annað sem bókasöfn kaupa inn þar
sem söfnin versli nær eingöngu við
Þjónustumiðstöðina.
Góðar vörur
Nanna Bjarnadóttir, bókasafns-
fræðingur og stjórnarformaður Þjón-
ustumiðstöðvar bókasafna, segir að
það sé „algjört bull“ að stofnunin sé
með einokunarstöðu í viðskiptum
við bókasöfn. „Nei, þetta er algjört
bull. Menn geta keypt hvar sem þeir
vilja. En það eru náttúrulega mjög
miklar gæðavörur sem Þjónustumið-
stöðin er með. Það eru vissir einkaað-
ilar sem eru óánægðir með þetta en
þeir hafa kannski ekki verið að bjóða
þær vörur sem bókasafnsfræðingar
eru að leita eftir,“ segir Nanna sem
er einn af stofendum Þjónustumið-
stöðvarinnar – hún er komin á átt-
ræðisaldur. „Þetta þarf að vera sér-
hannað og dálítið endingargott til að
þola það álag sem er á bókasöfnun-
um,“ segir Nanna sem bendir á að fé-
lagið sé ekki rekið með gróðasjónar-
mið að leiðarljósi. Þá segir hún að
stofnunin hafi vitanlega aldrei greitt
arð og heldur ekki stjórnarlaun.
Kenning einkaaðilanna gengur
því út að bókasafnsfræðingar á
bókasöfnum landsins hygli Þjón-
ustumiðstöð bókasafna í viðskiptum
með bókahillur og annan varning.
Einn af ónafngreindum viðmælend-
um DV segir um þetta: „Okkur skilst
að miðstöðin sé í eigu bókasafns-
fræðinga sem taka ákvarðanir um
innkaupin í mörgum tilfellum.
Spilling er „að vera báðum megin
borðsins“.“
Samkeppniseftirlitið áhugalítið
Einn af viðmælendum DV, sem
reyndi að selja bókasafnshillur sem
framleiddar voru á Íslandi til safn-
anna, segir að hann hafi fljótlega hætt
að reyna að selja söfnunum hillurn-
ar eftir tilkomu Þjónustumiðstöðv-
arinnar. „Þeir byrjuðu sjálfir að flytja
inn hillur frá Danmörku, bókasafns-
fræðingarnir, en alls kyns krítík hafði
komið frá þeim á íslensku hillurnar.
Þeir hættu svo bara að kaupa ís-
lensku hillurnar og keyptu bara þess-
ar dönsku í staðinn. Ég hætti svo bara
alveg að hafa áhyggjur af þessu og lét
þá bara eiga sig. Við komumst ekk-
ert áfram með þetta,“ segir viðmæl-
andinn. Hann segist meðal annars
hafa reynt að benda Samkeppnis-
eftirlitinu á Þjónustumiðstöðina en
áhuginn þar hafi verið lítill. „Það
þýddi ekkert að hrófla við þeim, tala
við Samkeppniseftirlitið eða neitt.“
Endalokin íhuguð
Nanna segir að nú sé komin upp sú
staða að ekki sé almennilega vitað
hvernig eigi að slíta stofnuninni.
Staða hennar er sterk en Nanna seg-
ir að hugsanlega sé komið að leiðar-
lokum hjá henni. „Þetta hefur verið
rekið á kvenna vegum,“ segir Nanna
þegar hún er spurð um góða stöðu
félagsins og bætir við: „Auðvitað er
spurning með allar svona stofnanir
hvenær þær verða óþarfar. Upp-
haflega áttu ríkið og sveitarfélag að
koma að þessu en þau gerðu það ekki
þannig að við sátum uppi með þetta.
Það eru til einhverjar reglur um það
hvernig á að slíta svona sjálfseignar-
stofnunum, meðal annars hvað á að
gera við eignirnar og annað slíkt,“
segir Nanna en líklegt má telja að á
endanum muni eignir stofnunarinn-
ar renna til bókasafna landsins en til-
gangur stofnunarinnar, samkvæmt
stofnskrá hennar, er einmitt: „Að
bæta bókasafnsþjónustu á Íslandi
og vinna að framgangi upplýsinga-
tækninnar.“ n
„Þetta
hefur
verið rekið á
kvenna vegum
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Félag bókasafnsfræðinga situr á gulli
Félags bókasafnsfræðinga sem selur bókahillur
til slíkra safna á Íslandi á rúmar 200 milljónir.
Landsbókasafnið er stærsta bókasafn landsins.
DAGUR KARTÖFLUNNAR
Dagskrá:
14:00-14:15 Áslaug Helgadóttir
Norrænt samstarf
14:20-14:40 Hildur Hákonardóttir
Áhrif kartöflunnar á
þéttbýlismyndun á Íslandi
14:45-15:05 Brynhildur Bergþórsdóttir
Nýting kartöflunnar
15:15-16:00 Tekið upp úr kartöflu -
garðinum og úrslit í
kartöfluréttarkeppni kynnt
Samkeppni um besta kartöfluréttinn: Allir
geta tekið þátt og komið með kartöflurétt,
dómnefnd velur besta réttinn - vegleg
verðlaun.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir,
aðgangur ókeypis.
Opið alla daga frá 15. maí til 15. sept. milli kl 11–18. Á öðrum tímum eftir samkomulagi.
sími 483 1504 | husid@husid.com | www.husid.com
Dagur kartöflunnar
Málþing í Húsinu á Eyrarbakka
14. september 2013 kl. 14:00–16:00