Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Síða 2
2 Fréttir 16. október 2013 Miðvikudagur Garðbæingar eru efnaðastir n Mesta launahækkunin í sjávarplássum á landsbyggðinni Í búar í Garðabæ eru efnaðastir Íslendinga að meðaltali þegar litið er á meðallaun auk fjár- magnstekna. Þetta sýna útreikn- ingar DV en heildarlaun auk fjár- magnstekna í bæjarfélaginu nema rúmlega 615 þúsund krónum á mánuði. Um er að ræða tölur frá ár- inu 2011. Næst þar á eftir er að finna Vestmannaeyinga en meðallaun plús fjármagnstekjur þar nema tæp- lega 600 þúsund krónum. Næst þar á eftir eru íbúar Seltjarnarness og Fjarðabyggðar. Líka mesta lækkunin Athyglisvert er að bera þessar tölur saman við sambærilegar tölur frá árinu 2007. Þá voru heildarlaun auk fjármagnstekna líka mestar í Garða- bæ eða nærri 896 þúsund krónur og þar á eftir kom Seltjarnarnes með meðallaun plús fjármagnstekjur upp á rúmlega 892 þúsund krónur. Mesta hlutfallslega lækkunin á milli áranna 2007 og 2011 er því í þeim sveitarfélögum þar sem launin og fjármagnstekjur voru og eru hæstar. Ástæðan fyrir þessari miklu lækkun á milli áranna 2007 og 2011 í bæjarfélögunum tveimur er lík- lega gengishrun íslensku krónunn- ar, hrun á hlutabréfamörkuðum á milli ára og auðvitað bankahrunið sem reið yfir árið 2008. Í bæjarfé- lögunum tveimur býr margt vel stætt háskólagengið fólk sem starfar hjá stórum og öflugum fyrirtækj- um, bönkum, lyfjafyrirtækjum, lög- mannsstofum, endurskoðenda- skrifstofum og svo framvegis. Þetta eru hópar sem bankahrunið hafði mikil áhrif á til hins verra auk þess sem fjármagnstekjur þeirra kunna að hafa dregist verulega saman vegna hruns á hlutabréfamörkuð- um. Útgerðarbæir hástökkvarar Athygli vekur að mestu há- stökkvararnir á milli áranna 2007 og 2011 eru Vestmannaeyjar og Fjarða- byggð. Meðallaun í Vestmannaeyjum hækkuðu um 35 prósent á milli ár- anna 2007 og 2011: þau fór úr rúm- lega 444 þúsund krónum og upp í tæplega 598 þúsund árið 2011. Helsta ástæðan fyrir þessu er væntanlega aukið aflaverðmæti útflutningsfyrir- tækja í kjölfar gengishruns íslensku krónunnar en Vestmannaeyjar eru ein helsta útgerðarstöð landsins þar sem útgerðarrisarnir Ísfélag- ið, Vinnslustöðin og Bergur-Huginn gera öll út þaðan auk smærri útgerða. Þetta á einnig við um flest önn- ur bæjarfélög þar sem hækkunin er mikil, til að mynda Fjarðabyggð, Dalvíkurbyggð og Sveitarfélagið Skagafjörð. Í Fjarðabyggð er að finna útgerðir eins og Síldarvinnsluna og Eskju, Samherji gerir út frá Dalvík Launaþróun í byggðum Þróun launa í nokkrum byggðarlögum á Íslandi á árunum 2007 og 2011: Um er að ræða meðallaun plús fjármagnstekjur 2011 2007 2011 EUR 2007 EUR Garðabær 615.830 kr. 895.871 kr. € 3.849 € 9.809 Vestmannaeyjar 597.863 kr. 444.177 kr. € 3.737 € 4.863 Seltjarnarnes 587.866 kr. 892.446 kr. € 3.674 € 9.772 Fjarðabyggð 567.561 kr. 426.012 kr. € 3.547 € 4.665 Álftanes 525.796 kr. 580.580 kr. € 3.286 € 6.357 Kópavogur 503.712 kr. 556.627 kr. € 3.148 € 6.095 Mosfellsbær 497.296 kr. 482.665 kr. € 3.108 € 5.285 Akranes 488.311 kr. 438.547 kr. € 3.052 € 4.802 Hafnarfjörður 472.881 kr. 515.115 kr. € 2.956 € 5.640 Dalvíkurbyggð 464.873 kr. 368.843 kr. € 2.905 € 4.039 Ísafjarðarbær 459.412 kr. 453.879 kr. € 2.871 € 4.970 Akureyri 459.006 kr. 433.893 kr. € 2.869 € 4.751 Grindavík 456.786 kr. 434.188 kr. € 2.855 € 4.754 Svfél. Hornafjörður 455.788 kr. 422.323 kr. € 2.849 € 4.624 Stykkishólmur 442.050 kr. 431.996 kr. € 2.763 € 4.730 Svfél. Skagafjörður 438.655 kr. 363.172 kr. € 2.742 € 3.976 Reykjavík 434.280 kr. 490.430 kr. € 2.714 € 5.370 Vopnafjarðarhreppur 430.735 kr. 392.874 kr. € 2.692 € 4.302 Sveitarfélagið Árborg 427.876 kr. 416.331 kr. € 2.674 € 4.559 Reykjanesbær 402.236 kr. 405.604 kr. € 2.514 € 4.441 Grand Total 456.987 kr. 486.714 kr. € 2.856 € 5.329 Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Skattakóngurinn Magnús Kristinsson í Eyjum var skattakóngur síðasta árs á Íslandi vegna sölu sinnar á Bergi-Hugin. Mestu launahækkanirnar á Íslandi hafa verið í Eyjum á milli áranna 2007 og 2011. Mynd SigtRyggUR ARi Mesta lækkunin Garðbæingar eru efn- aðastir íbúa landsins miðað við meðallaun í bæjarfélögum en launin þar hafa einnig lækk- að mest á milli áranna 2007 og 2011. Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Fjárdráttur og umferðarbrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt og og umferðarlagabrot. Maðurinn var ákærður fyrir að slá eign sinni á gírkassa og vél auk annarra hluta úr bifreið sem hann hafði umráð yfir samkvæmt kaupleigusamningi við Avant. Þá var hann ákærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum. Mað- urinn játaði brot sín. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Beðnir um nektarmyndir Skólastjóri Giljaskóla sendi fyrir helgi orðsendingu til foreldra og forráðamanna þar sem varað er við Facebook-notanda undir nafninu Hrafnhildur Ósk og hefur tengst drengjum víða um land og meðal annars falast eftir nektar- myndum af þeim. Akureyri Viku- blað greindi frá þessu á þriðjudag. Á vef blaðsins segir að skóla- stjórinn hafi bent foreldrum á að þarna sé líklega einhver á ferðinni sem ætli sér að nýta sakleysi drengjanna og einfeldni. Þegar hafa nokkrir drengir í skólanum tengst viðkomandi. „Nokkrir drengir í Giljaskóla hafa tengst viðkomandi og vitað er um fleiri drengi á öðrum stöðum á landinu. Allt bendir til að þetta sé einhver sem reynir að nýta sér sak- leysi og einfeldni drengja sem ekki kunna alveg fótum sínum forráð í netheimum og komi fram und- ir fölsku nafni,“ segir skólastjóri í orðsendingunni. Hann hvetur í kjölfarið foreldra til að ræða við börnin um netsamskipti og hvern- ig þau geta verið örugg á netinu. Hulda hættir á Akershus Hulda Gunnlaugsdóttir, fyrrver- andi forstjóri Landspítalans, hefur látið af störfum hjá Akershus-há- skólasjúkrahúsinu í Noregi. Hulda hefur verið framkvæmdastjóri sjúkrahússins frá árinu 2010. Hulda og stjórn sjúkrahússins munu hafa haft ólíka sýn á rekstur sjúkrahússins og því voru starfs- lok hennar ákveðin. Hulda seg- ist ekki hafa fengið þann stuðn- ing sem hún þurfti við þær lausnir sem hún lagði til varðandi vanda- mál sjúkrahússins. Stjórnin hafi viljað leysa það á annan hátt, meðal annars varðandi vaktafyrir- komulag spítalans. Akershus hefur glímt við mikinn fjárhagsvanda, mikla yfirvinnu starfsmanna og jafnvel brot á vinnulöggjöf. Hulda segir eðlilegt að stjórnin leiti að nýjum framkvæmdastjóra, sem deili sýn stjórnarinnar á vandamál sjúkrahússins og lausnir á þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.