Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 16. október 2013 Miðvikudagur
Vinnan komin á fullt
n Fyrsta sprengjan vegna Norðfjarðarganga sprengd
V
inna við jarðgöng á milli
Eskifjarðar og Norðfjarðar
er komin á fullt, en fyrsta
sprengjan vegna ganganna
var sprengd á laugardag klukkan
13 stundvíslega. Það eru Suðurverk
og tékkneska fyrirtækið Metrostavn
sem áttu lægsta tilboðið í gerð
Norðfjarðarganga, en tilboð þeirra
hljóðaði upp á tæpa 9,3 milljarða
króna. Vegagerðin gerði ráð fyrir að
göngin myndu kosta níu og hálfan
milljarð króna. Gert er ráð fyrir að
göngin verði í heildina 7.542 metr
ar en til samanburðar eru Hval
fjarðargöng 5.770 metrar. Göngin
munu leysa af hólmi einn hættu
legasta fjallveg landsins, veginn um
Oddskarð en þar eru einmitt gömlu
Norðfjarðargöngin, 640 metra
göng, sem tekin voru í notkun árið
1977, en þau liggja í um sex hund
ruð metra hæð.
Guðmundur Björnsson, tækni
fræðingur hjá verkfræðistofunni
Hnit sem fer með umsjón og eft
irlit vegna framkvæmdanna, sagði
í samtali við DV um helgina hófst
vinna og fyrsta sprengingin var
framkvæmd á laugardag. Fljótlega
verður svo farið í að setja upp vinnu
búðir Norðfjarðarmegin áður en
annar bor verður fluttur á svæðið til
að létta undir. Þá er vinnu við brú
arsmíði yfir Norðfjarðará að ljúka
og er búið að leggja veg að ganga
munnanum Norðfjarðarmegin.
Verklok eru áætluð árið 2017. n
Gamma keypti þrjár
blokkir á einu bretti
n 56 sex íbúðir keyptar með rúmlega 1.700 milljóna króna láni frá Arion banka
S
jóðsstýringarfyrirtækið Gam
Management (Gamma)
keypti 56 íbúðir í Kópavogi
á einu bretti í byrjun sept
ember síðastliðinn. Um er
að ræða íbúðir í fjölbýlishúsum
í Vindakór 6 til 8. Seljandinn var
Íbúðalánasjóður. Í afsali íbúðanna
er kaupverð þeirra ekki tilgreint
en á íbúðunum hvíla veð frá Arion
banka upp á samtals 1.730 millj
ónir króna. Íbúðirnar eru á bilinu
120 til 190 fermetrar að stærð.
Á bak við sjóði Gamma eru fag
fjárfestar eins og lífeyrissjóðir og
slíkir aðilar en eignarhaldið á þeim
er ógagnsætt og liggur ekki fyrir
opinberlega. Að langmestu leyti er
hins vegar um að ræða lífeyrissjóði.
Keyptu 140 íbúðir
DV fjallaði talsvert um uppkaup
Gamma á íbúðarhúsnæði í mið
bænum, Vesturbænum, Hlíðunum
og Norðurmýrinni í vor. Þá hafði
Gamma keypt upp um 140 íbúðir
fyrir fjóra milljarða króna. Í sam
tali við DV um miðjan mars síð
astliðinn sagði Gísli Hauksson,
framkvæmdastjóri Gamma, að
fasteignasjóður fyrirtækisins væri
nánast fullfjárfestur. „Hann er
nánast fullfjárfestur. Svo gott sem.
Þetta er bara lítill og nettur sjóð
ur sem fjárfesti sérstaklega mikið
í fyrra.“ Af orðum Gísla að dæma
mátti ætla að Gamma ætlaði sér
að minnka, eða hætta fasteigna
uppkaupum sínum. Svo hefur hins
vegar ekki verið.
Áhyggjur fasteignasala
Í tengslum við umfjöllunina um
uppkaup Gamma á íbúðum ræddi
DV við formann Félags fasteigna
sala, Ingibjörgu Þórðar, en hún
sagði að fasteignasalar hefðu
áhyggjur af því. „Við höfum veru
legar áhyggjur af þessu, við fast
eignasalar, að þetta gæti haft veru
leg áhrif á verðmyndun á markaði.
Og hvernig mun almenningi ganga
að standa undir slíku leiguverði?“
Ingibjörg sagði í mars að starfs
menn Gamma hefðu verið aðsóps
miklir í fasteignakaupum. Að sögn
Ingibjargar hafði þeirri taktík verið
beitt að reyna að fá íbúðirnar á sem
lægstu verði enda er slíkt vitanlega
ekki óeðlilegt þar sem um er að ræða
viðskipti. Hún sagðist vita dæmi þess
að Gamma hefði boðið 27 milljón
ir króna í íbúðir sem svo hefðu verið
seldar á 32 milljónir króna. Gamma
leigir íbúðirnar sem félagið kaupir út
á háu verði og hefur DV heyrt af tölum
eins og rúmlega 200 þúsund fyrir 100
fermetra íbúðir. „Þetta er náttúrulega
bara „hardcore business“ hjá þessum
mönnum,“ sagði Ingibjörg í mars.
Kaupa líka í miðbænum
Gísli Hauksson sagði í samtali við
DV í mars að félagið hefði fyrst og
fremst áhuga á íbúðum sem væru
miðsvæðis í Reykjavík. En þessi
stefna virðist hafa breyst á liðnum
mánuðum þegar litið er til upp
kaupa félagsins í Vindakór.
Gamma hefur heldur ekki hætt
uppkaupum sínum í Reykjavík
en í fasteignayfirliti eignarhalds
félagsins, Centrum fjárfestingar
slhf., kemur fram að félagið hefur
á síðustu mánuðum keyptir eignir
í Garðastræti, á Grettisgötu, Hring
braut, Bjarkargötu og Bræðra
borgarstíg svo fátt eitt sé nefnt.
DV hefur heimildir fyrir því frá
tveimur aðilum að þeir hafi haft
áhuga á íbúðum á svæðinu sem
Gamma hafi svo keypt vegna þess
að fyrirtækið hafi verið aðgangs
harðara og boðið betur. Í öðru til
fellinu missti kona af þremur íbúð
um á svæðinu sem hún hafði áhuga
á vegna þess að Gamma varð á und
an að kaupa íbúðarinnar. „Þetta er
óhugnanlegt,“ segir einn af viðmæl
endum blaðsins.
Uppkaup Gamma á íbúðarhús
næði heldur því áfram og má ætla,
miðað við þessar tölur, að íbúða
eign félagsins sé komin vel á þriðja
hundraðið. Um er að ræða enn
eitt dæmið um aukin umsvif líf
eyrissjóðanna í íslensku viðskipta
lífi en þá skortir tilfinnanlega fjár
festingartækifæri hér á landi vegna
gjaldeyrishaftanna. n
„Þetta er
óhugnanlegt
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Ætluðu að hætta Fram-
kvæmdastjóri Gamma, Gísli
Hauksson, sagði við DV fyrr á
árinu að sjóðurinn væri að hætta
fasteignauppkaupum á miðbæj-
arsvæðinu þar sem hann væri
fullfjárfestur. Þess í stað hefur
sjóðurinn bætt í. MyNd ArNþór BirKissoN
Allt á fullu Áætlað er að
framkvæmdum ljúki árið 2017.
Fleiri nota belti
94 prósent ökumanna á
höfuð borgarsvæðinu nota
bílbelti, samkvæmt nýrri taln
ingu tryggingafélagsins VÍS.
Ökumönnum sem nota belti hef
ur fjölgað nokkuð frá sams kon
ar talningu í fyrra en þá reyndist
tæplega 91 prósent þeirra í bíl
belti. Færri tala í síma undir stýri
án þess að nota handfrjálsan
búnað. Hlutfallið var 8,9 pró
sent í fyrra en var 7,1 prósent nú.
„Miðað við alla þá vitneskju sem
fyrir liggur um mikilvægi bílbelta
er ótrúlegt að 617 ökumenn af
10.057 hafi ekki spennt beltið í
talningu VÍS. Rannsóknarnefnd
samgönguslysa telur að á árun
um 2002–2012 hefðu 42 einstak
lingar lifað bílslys af ef þeir hefðu
verið í bílbelti,“ segir á heima
síðu VÍS.
Metþátttaka í
undankeppni
Fresturinn til þess að skila inn
lögum í undankeppni Eurovision
er liðinn. Þetta kemur fram í frétt
RÚV. Nefnd mun taka sér tíma
fram yfir næstu mánaðamót til
að velja þau lög sem munu kom
ast áfram. Um miðjan nóvember
verður síðan tilkynnt opinberlega
hvaða lög komast áfram.
Haft er eftir framkvæmda
stjóra keppninnar að umslögin
séu fleiri í ár en í fyrra þannig
að svo virðist sem um metþátt
töku sé að ræða. Lokakeppni
Eurovision verður haldin í maí á
næsta ári í Kaupmannahöfn.
Dúnsængur og
koddar fyrir veturinn
Ítölsk rúmföt frá Bellora
Laugavegi 87 - Sími: 511 2004
Fermingargjöfin í ár er
Dúnsæng frá Dún og Fiður
Laugavegi 87 l sími 511-2004
FERMINGARTILBOÐ
D
V
E
H
F.
2
01
1