Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Page 4
4 Fréttir 16. október 2013 Miðvikudagur Vinnan komin á fullt n Fyrsta sprengjan vegna Norðfjarðarganga sprengd V inna við jarðgöng á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar er komin á fullt, en fyrsta sprengjan vegna ganganna var sprengd á laugardag klukkan 13 stundvíslega. Það eru Suðurverk og tékkneska fyrirtækið Metrostavn sem áttu lægsta tilboðið í gerð Norðfjarðarganga, en tilboð þeirra hljóðaði upp á tæpa 9,3 milljarða króna. Vegagerðin gerði ráð fyrir að göngin myndu kosta níu og hálfan milljarð króna. Gert er ráð fyrir að göngin verði í heildina 7.542 metr­ ar en til samanburðar eru Hval­ fjarðargöng 5.770 metrar. Göngin munu leysa af hólmi einn hættu­ legasta fjallveg landsins, veginn um Oddskarð en þar eru einmitt gömlu Norðfjarðargöngin, 640 metra göng, sem tekin voru í notkun árið 1977, en þau liggja í um sex hund­ ruð metra hæð. Guðmundur Björnsson, tækni­ fræðingur hjá verkfræðistofunni Hnit sem fer með umsjón og eft­ irlit vegna framkvæmdanna, sagði í samtali við DV um helgina hófst vinna og fyrsta sprengingin var framkvæmd á laugardag. Fljótlega verður svo farið í að setja upp vinnu­ búðir Norðfjarðarmegin áður en annar bor verður fluttur á svæðið til að létta undir. Þá er vinnu við brú­ arsmíði yfir Norðfjarðará að ljúka og er búið að leggja veg að ganga­ munnanum Norðfjarðarmegin. Verklok eru áætluð árið 2017. n Gamma keypti þrjár blokkir á einu bretti n 56 sex íbúðir keyptar með rúmlega 1.700 milljóna króna láni frá Arion banka S jóðsstýringarfyrirtækið Gam Management (Gamma) keypti 56 íbúðir í Kópavogi á einu bretti í byrjun sept­ ember síðastliðinn. Um er að ræða íbúðir í fjölbýlishúsum í Vindakór 6 til 8. Seljandinn var Íbúðalánasjóður. Í afsali íbúðanna er kaupverð þeirra ekki tilgreint en á íbúðunum hvíla veð frá Arion banka upp á samtals 1.730 millj­ ónir króna. Íbúðirnar eru á bilinu 120 til 190 fermetrar að stærð. Á bak við sjóði Gamma eru fag­ fjárfestar eins og lífeyrissjóðir og slíkir aðilar en eignarhaldið á þeim er ógagnsætt og liggur ekki fyrir opinberlega. Að langmestu leyti er hins vegar um að ræða lífeyrissjóði. Keyptu 140 íbúðir DV fjallaði talsvert um uppkaup Gamma á íbúðarhúsnæði í mið­ bænum, Vesturbænum, Hlíðunum og Norðurmýrinni í vor. Þá hafði Gamma keypt upp um 140 íbúðir fyrir fjóra milljarða króna. Í sam­ tali við DV um miðjan mars síð­ astliðinn sagði Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri Gamma, að fasteignasjóður fyrirtækisins væri nánast fullfjárfestur. „Hann er nánast fullfjárfestur. Svo gott sem. Þetta er bara lítill og nettur sjóð­ ur sem fjárfesti sérstaklega mikið í fyrra.“ Af orðum Gísla að dæma mátti ætla að Gamma ætlaði sér að minnka, eða hætta fasteigna­ uppkaupum sínum. Svo hefur hins vegar ekki verið. Áhyggjur fasteignasala Í tengslum við umfjöllunina um uppkaup Gamma á íbúðum ræddi DV við formann Félags fasteigna­ sala, Ingibjörgu Þórðar, en hún sagði að fasteignasalar hefðu áhyggjur af því. „Við höfum veru­ legar áhyggjur af þessu, við fast­ eignasalar, að þetta gæti haft veru­ leg áhrif á verðmyndun á markaði. Og hvernig mun almenningi ganga að standa undir slíku leiguverði?“ Ingibjörg sagði í mars að starfs­ menn Gamma hefðu verið aðsóps­ miklir í fasteignakaupum. Að sögn Ingibjargar hafði þeirri taktík verið beitt að reyna að fá íbúðirnar á sem lægstu verði enda er slíkt vitanlega ekki óeðlilegt þar sem um er að ræða viðskipti. Hún sagðist vita dæmi þess að Gamma hefði boðið 27 milljón­ ir króna í íbúðir sem svo hefðu verið seldar á 32 milljónir króna. Gamma leigir íbúðirnar sem félagið kaupir út á háu verði og hefur DV heyrt af tölum eins og rúmlega 200 þúsund fyrir 100 fermetra íbúðir. „Þetta er náttúrulega bara „hardcore business“ hjá þessum mönnum,“ sagði Ingibjörg í mars. Kaupa líka í miðbænum Gísli Hauksson sagði í samtali við DV í mars að félagið hefði fyrst og fremst áhuga á íbúðum sem væru miðsvæðis í Reykjavík. En þessi stefna virðist hafa breyst á liðnum mánuðum þegar litið er til upp­ kaupa félagsins í Vindakór. Gamma hefur heldur ekki hætt uppkaupum sínum í Reykjavík en í fasteignayfirliti eignarhalds­ félagsins, Centrum fjárfestingar slhf., kemur fram að félagið hefur á síðustu mánuðum keyptir eignir í Garðastræti, á Grettisgötu, Hring­ braut, Bjarkargötu og Bræðra­ borgarstíg svo fátt eitt sé nefnt. DV hefur heimildir fyrir því frá tveimur aðilum að þeir hafi haft áhuga á íbúðum á svæðinu sem Gamma hafi svo keypt vegna þess að fyrirtækið hafi verið aðgangs­ harðara og boðið betur. Í öðru til­ fellinu missti kona af þremur íbúð­ um á svæðinu sem hún hafði áhuga á vegna þess að Gamma varð á und­ an að kaupa íbúðarinnar. „Þetta er óhugnanlegt,“ segir einn af viðmæl­ endum blaðsins. Uppkaup Gamma á íbúðarhús­ næði heldur því áfram og má ætla, miðað við þessar tölur, að íbúða­ eign félagsins sé komin vel á þriðja hundraðið. Um er að ræða enn eitt dæmið um aukin umsvif líf­ eyrissjóðanna í íslensku viðskipta­ lífi en þá skortir tilfinnanlega fjár­ festingartækifæri hér á landi vegna gjaldeyrishaftanna. n „Þetta er óhugnanlegt Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Ætluðu að hætta Fram- kvæmdastjóri Gamma, Gísli Hauksson, sagði við DV fyrr á árinu að sjóðurinn væri að hætta fasteignauppkaupum á miðbæj- arsvæðinu þar sem hann væri fullfjárfestur. Þess í stað hefur sjóðurinn bætt í. MyNd ArNþór BirKissoN Allt á fullu Áætlað er að framkvæmdum ljúki árið 2017. Fleiri nota belti 94 prósent ökumanna á höfuð borgarsvæðinu nota bílbelti, samkvæmt nýrri taln­ ingu tryggingafélagsins VÍS. Ökumönnum sem nota belti hef­ ur fjölgað nokkuð frá sams kon­ ar talningu í fyrra en þá reyndist tæplega 91 prósent þeirra í bíl­ belti. Færri tala í síma undir stýri án þess að nota handfrjálsan búnað. Hlutfallið var 8,9 pró­ sent í fyrra en var 7,1 prósent nú. „Miðað við alla þá vitneskju sem fyrir liggur um mikilvægi bílbelta er ótrúlegt að 617 ökumenn af 10.057 hafi ekki spennt beltið í talningu VÍS. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að á árun­ um 2002–2012 hefðu 42 einstak­ lingar lifað bílslys af ef þeir hefðu verið í bílbelti,“ segir á heima­ síðu VÍS. Metþátttaka í undankeppni Fresturinn til þess að skila inn lögum í undankeppni Eurovision er liðinn. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Nefnd mun taka sér tíma fram yfir næstu mánaðamót til að velja þau lög sem munu kom­ ast áfram. Um miðjan nóvember verður síðan tilkynnt opinberlega hvaða lög komast áfram. Haft er eftir framkvæmda­ stjóra keppninnar að umslögin séu fleiri í ár en í fyrra þannig að svo virðist sem um metþátt­ töku sé að ræða. Lokakeppni Eurovision verður haldin í maí á næsta ári í Kaupmannahöfn. Dúnsængur og koddar fyrir veturinn Ítölsk rúmföt frá Bellora Laugavegi 87 - Sími: 511 2004 Fermingargjöfin í ár er Dúnsæng frá Dún og Fiður Laugavegi 87 l sími 511-2004 FERMINGARTILBOÐ D V E H F. 2 01 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.